Þjóðviljinn - 14.11.1981, Page 12
OJOÐVIUINNI AbaUImi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudags. Ut*n þess tlma er hægt aö na 1 blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
Helgin 14.— 15. nóvember 1981 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
lífiö
blómstrar
Hópurinn stillir sér upp yfir Hkkistunni. t fremri röö eru Guömundur
Ólafsson, Helga Jónsdóttir og Bjarni Ingvarsson. t efri röö Þórhallur
Sigurösson leikstjóri, Bjarni Hermannsson, Jón Þórisson leiktjalda-
máiari, Borgar Garöarsson og Arnar Jónsson. Ljósm.: eik
Alþýðuleikhúsið með
leikrit eftir Joe Orton
Leikhúslífiö í Reykjavík
er komið i fullan gang og
varla líður svo vika að ekki
sé frumsýnt nýtt leikrit.
Blaðamaður og Ijósmynd-
ari Þjóðviljans áttu leið
niður í Aiþýðuleikhús á
þriðjudaginn var, og þá var
þar mikið um að vera.
Leikarar stóðu með máln-
ingarpensla, hamra og
smergel og voru greinilega
að leggja síðustu hönd á
nýja leikmynd. Þetta var
snyrtileg stofa,en á miðju
gólfi trónaði kolsvört lík-
kista. Þórhallur Sigurðs-
son sat við leikstjóraborðið.
Viö læddumst aö honum og
spuröum hvaö væri um aö vera.
Hann tjáöi okkur ljúflega aö veriö
væri aö setja á sviö frægt, breskt
leikrit sem nefnist Loot á frum-
málinu en Illur fengur i islenskri
þýðingu Sverris Hólmarssonar.
Þaö er eftir Joe Orton og var kos-
iö besta leikritið sem fram kom i
London á þvi herrans ári 1966.
Þetta var annaö leikrit höfundar i
fullri lengd, en sumariö eftir var
hann myrtur, kornungur, aöeins
34 ára gamall.
Við innum Þórhall nánar. eftir
moröinu og hann tjáir okkar aö
náungi aö nafni Kenneth Halli-
well, sambýlismaöur Ortons og
náinn vinur, hafi slegiö hann meö
Frumsýnt
í nœstu víku
hamri i höfuöið. Þeir höföu búiö
saman um langa hriö og deilt
súru meö sætu. Meðan fyrsta
leikrit Ortons, Entertaining Mr.
Sloane, hlaut frábærar viðtökur
og allt fór siöan aö ganga i haginn
fyrir honum misheppnaðist vinin-
um allt. Endaöi siöan sambúö
þeirra á þessu afbrýöismoröi.
— Hvaö geturöu sagt mér fleira
um Joe Orton?
— Þó aö ferill hans væri stuttur
voru margir farnir aö kaila hann
Oscar Wilde nútimans fyrir orö-
snilli og stilbrögö. Aöur en hann
var myrtur var hann á fullu
spani, búinn aö ljúka viö þriöja
leikritiö og vann aö kvikmynda-
handriti fyrir Bitlana. Fariö var
aö sýna verk hans vlöa um lönd,
vestan hafs og austan.
— Um hvaö fjalla verk hans?
— Hann ræöst á margs konar
hræsni sem viögengst I samfélag-
inu svo sem valdiö sem misjafn-
lega gáfuöum mönnum er faliö og
hvernig þeir beita þvl. Einnig trú-
arhræsni. Hann tekur ýmis
„tabú” fyrir, svo sem dauðann, á
mjög svo skemmcilegan hátt.
Leikritin hneyksluöu margan
góöborgarann. Þess má geta til
gamans aö hann svaraöi oft sjálf-'
ur vandlætingarfullum lesenda-
bréfum I blööunum undir dulnefni
ög sendi llka sjálfur bréf undir
kerlingarheitinu Edna Wel-
thorpe. Hún var ákaflega púri-
tönsk og var brjáluð út i leikrit
Ortons og heimtaöi aö þau yröu
bönnuö.
— Er þetta fyrsta verk hans
sem sýnt er hér á landi?
— Nei, Menntaskólinn viö Sund
sýndi leikþátt eftir hann fyrir
nokkrum árum er nefnist Erping-
hambúðirnar. Einnig voru fyrir
löngu slöan sýnd tvö stutt, bresk
leikrit I sjónvarpinu eftir hann.
— Og um hvað fjallar svo Illur
fengur?
— Leikritið byrjar á þvi aö
viröulegur kaþólikki er aö kveöja
nýlátna konu sina. Rétt eftir aö
kistan hefur veriö borin út kemur
maöur I frakka og meö hatt og
segistvera frá Vatnsveitunni. Aö-
ur en varir er þessi maöur búinn
aö skrúfa fyrir vatniö og taka
slmann úr sambandi. Siöan kem-
ur röö dúndrandi skemmtilegra
atburöa sem ekki er rétt aö rekja
hér.
— Og aö lokum. Hverjir leika?
— Leikendur eru sex, þau Arn-
ar Jónsson, Bjarni Ingvarsson,
Bjarni Steingrlmsson, Borgar
Garöarsson, Guömundur Ólafs-
son og Helga Jónsdóttir. Þaö var
svo Jón Þórisson sem geröi leik-
myndina.
Frumsýning veröur sunnudag-
inn 22. nóvember. — GFr
Hjúkrunarkonan yfirheyrö af manninum frá Vatnsveitunni. Helga
Jónsdóttir og Arnar Jónsson i hlutverkum sinum. Ljósm.: eik
1 Alþýöuleikhúsinu er allt unniö I hópvinnu. Hér eru leikarar og fleiri aö
mála og smlöa leiktjöldin. Ljósm.: eik
Byggingarfélag
verkainanna, Reykjavík
Aðalfundur
félagsins verður haldinn i Hótel Heklu,
Rauðarárstig 18, fimmtudaginn 19. nóv-
ember 1981, kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsstjórnin.
" Hringdu þá í okkur
fyrramálið eða næstu morgna
milli kl. 9-1 2 í síma 91-14340
Við borgum símtalið
Miöunar
stöóvar
Friðrik A.Jónsson hf.
Skipholci 7 • Box 362 • 121 Reykjavik