Þjóðviljinn - 28.11.1981, Page 1

Þjóðviljinn - 28.11.1981, Page 1
36 SÍÐUR Helgin 28. og 29. nóvember 1981 — 259. og 260. tbl. 46. árg. Tvö blöö BLAÐ II I Verð kr. 7.50 Sigurður Hjartarson og Jóna Sigurðardóttir skrifa 8. MEXIKÓPISTILL Sagt hefur verið að fá lönd veraldar búi yfir jafn- mikilli fjölbreytni og Mexíkó. Hér eru snævi krýnd fjöll, hitabeltis- frumskógar, svalar há- sléttur og sólbrunnar eyði- merkur. En þótt landið sé f jölbreytílegt er þó mann- Iffið miklu margbreyti- legra. Hér ægir öllu sam- an, háþróuðu tæknilffi Vesturlanda og frumstæð- um indíánskum búskap og mannlífi. Hrottalegur munur ríkra og fátækra I landi sem á sér að baki 70 ára „alþýðubyltingu” finnst ef til vill hrottalegri munur rikra og fá- tækra en I flestum löndum öörum. „Byltingunni” hefur ekki tekist að dreifa auðnum betur, auöstétt- in hefur vaxið mjög og haldið sin- um áhrifum, millistéttin hefur vissulega stækkað og styrkt sin tök. Og þótt hlutfallsleg stærð ör- eigalýðsins hafi ef til vill minnkað nokkuð hefur mexikanska þjóðin a.m.k. fimmfaldast siðan 1920. Allsleysingjar I landinu eru þvi margfalt fleiri en þeir voru þá og hlutur flestra þeirra viröist litt hafa skánab. Núverandi forséti Mexikó, José López Portillo, hefur vissulega reynst auðstéttunum þarfur þau 5 árin er hann hefur setið i embætti. Fyrirrennari hans, Echeverria, var með alls kyns tilburði og reyndi af veikum mætti aö hemja græðgi auöstéttanna og rétta ögn hlut öreigalýðsins, ekki hvað sist sveitaalþýðunnár. Echeverria uppskar ævarandihatur áhrifa- og peningamanna, og stjórn hans var lömuö undir lokin vegna and- stöðu þeirra. Fjármagnsflótti var gifurlegur og atvinnurekendur kvörtuðu sáran undan slæm- um skilyröum til fjárfestingar. Portillo forseti og kapítalistarnir Lopez Portillo hefur reynst kapitalistum, innlendum og er- lendum, vilhallari en forveri hans. Samkvæmt siðustu ársskýrslu López Portillo viröist allt i sómanum og fær hann óspart lof I fjölmiðlum fyrir skyn- samlega efnahagsstjórn og fyrir áræði og dirfsku i stjórnarathöfn- um. Skýringin á vinsældum for- setans meðal auðstéttanna er raunar nærtæk. Hann hefur veitt þeim margvisleg friðindi og gefið þeim lausan tauminn til gegndar- lauss arðráns. Stjórn López Portillo hefur einnig einkennst af mikilli eyðslusemi hins opinbera I trausti vaxandi oliutekna og ótak- markaðs lánstrausts erlendis. Ein afleiðingin er 30—40% verð- bólga. 1 5. ársskýrslu sinni 1. sept. s.l. fór forsetinn fögrum oröum um eigið ágæti, einkum frábæra efnahagsstjórn. Væri ekki úr vegi að gripa niöur i ræðu hans og vitna I fáeinar tölur. Forsetinn kvað siðasta ár vera 4. árið i röð sem hagvöxtur næði aö meðaltali 8%, „og á það sér engan lika i okkar sögu og fer litt saman með þróun mála I flestum ríkjum heims”. Margar tölur for- setans eru reyndar lltt til að hæla sér af og margar vekja illan grun. Tekjur af innflutningsgjöldum hækkuðu um 66% frá 1979 til 1980 og útflutningstekjur um 282% á sama tima og veldur þar vaxandi oliusala. Tekjuskattar hækkuðu um 31% á fyrstu 7 mánuðum þessa árs miðað við sama tima I fyrra. Hagnaður bankakerfisins jókst um 36.5% 1979—80 og er áætlaður 43% á þessu ári. í ágúst s.l. átti Mexikó 10 milljarða doll- ara i sjóöum erlendis og var það veruleg aukning frá fyrra ári. Við fyrstu sýn virðast ofan- greindar tölur næsta glæsilegar, en skuldahlið reikninganna hefur þó vaxið mun hraðar en tekjuhlið- in. A siðasta ári jókst fjárfesting- arkostnaður um 40%, stjórnunar- kostnaöur rikisins um 55%, og greiðslubyröi af erlendum skuld- um um 48%. Útgjöld fjárlaga hækkuðu um 55% 1979—1980 og fór langtfram úr tekjunum. 1 árs- lok 1980 námu erlendar skuldir rikisins 38 milljöröum dollara (850 milljörðum pesosa) og einkaaðila 15 milljörðum dollara. Forsetinn minntist ekkert á inn- lendar skuldir rikisins, en nýlega upplýsti formaður fjárhagsnefnd- ar fulltrúadeildar þingsins að inn- lendu skuldirnar næmu 168 milljörðum dollara. Samtals væru þvi skuldir rikisins riflega 200 milljarðar dollara. Innlendu lánardrottnarnir eru einkabank- ar og atvinnurekendur, en einka- bankarnir hér eru margir að mikiu leyti i höndum erlendra að- ila. í timaritinu „Proceso” nú i vik- unni var um þaö efast að Mexikó gæti nokkru sinni greitt hinar er- lendu skuldir. Alþjóölegar yfir- dráttarheimildir hrykkju skammt til að velta skuldunum, og allar núverandi oliutekjur dygðu hvergi fyrir vöxtum og af- borgunum af skuldum rikisins. Mexíkó að verða olíuríki Greinilegt er aö það er olían sem I vaxandi mæli ber uppi efna- hagslifið. Siðan 1973 hafa sannan- legar birgðir ollu I jöröu I Mexlkó tifaldast. A sama tima hefur oliu- framleiðslan þrefaldast, hreins- unargetan innanlands aukist um 50%. A 8 fyrstu mánuðum þessa árs jókst sala á hráollu úr landi um 1.1. milljón tunna á dag, eða umico Síöan 1973 hafa sannanlegar birgðir olíu I jöröu tífaldast og á 8 fyrstu mánuðum þessa árs jókst sala á hráolíu úr landi um 1.1 miljón tunna á dag. Samt hefur kaupmáttur verka- mannalauna minnkað á undanförnum árum pafej mm i liiiril— .§ 1 , TH COMPL ST - tvær þjóðir um 40% frá sama tima í fyrra. Tekjuaukning oliusölunnar varð hins vegar 56% á sama tima. Oliutekjur Mexlkó 1980 urðu 10.4 milljarðar dollara en verða á þessu ári a.m.k. 15 milljarðar dollara. Þó duga oliutekjurnar naumast til aö standa undir inn- flutningi á lifsnauösynjum m.a. kornmeti til aö brauöfæða þjóö- ina. Ljóst má vera að Mexikó breyt- ist hröðum skrefum I dæmigert oliuriki, enda þótt forsetinn neiti þvl harðlega. Hins vegar sagði forsetinn orðrétt I skýrslu sinni: „Siðan 1978hefur verslun Mexikó við útlönd einkennst af miklum vexti á innflutningi og minnkandi útflutningi iðnaöarvöru. Eftir- spurnin innanlands hefur farið fram úr framboöinu og étið upp það sem áður var unnt að flytja út.” Millistéttin hefur vissulega vaxið og neysla hennar aukist verulega. Innanlandsmarkaður fyrir alls kyns iönaðarvöru hefur þvi stækkað. Salan innanlands hefur aukist og á sama tima vald- ið minnkandi útflutningi sömu vöru. Jafnframt hefur innflutn- ingur iðnaðarvöru aukist jafnt og þétt. En þessi skýring forsetans dugar þó skammt og er ekki nema hluti sannleikans. Arið 1980 minnkaði iðnaðarframleiðsla landsmanna um 6% og þetta ár verður enn verra. Árið 1980 varö aöeins litils háttar aukning I blla- og byggingariönaöi, en allt bendir til að I þessum greinum veröi nokkur samdráttur I ár. Heildargreiöslujöfnuður lands- manna við útlönd árið 1980 varð óhagstæður um 6.6 milljarða doll- ara, og á þessu ári er gert ráð fýr- ir að greiðslujöfnuðurinn veröi óhagstæöur um 15 milljaröa doll- ara og hefur þá nálega tifaldast siðan 1977 en þá var hann 1547 milljónir dollara. 50% aukning oliutekna milli áranna 1980—81- dugar þvi skammt til að brúa bil- iö. Með vaxandi oliusölu hefur Mexikó aukið erlendar tekjur sin- ar og þó miklu fremur lánstraust sitt erlendis. Allir viröast reiðu- búnir að lána Mexikó. 1 fyrra þurftu landmenn að greiöa 5.8 milljarða dollara I vexti og af- borganir erlendra skulda, og hafði þessi greibslubyrbi aukist um 48% frá fyrra ári eins og áður var getið. Kenndi forsetinn um hækkuðum vöxtum erlendis. Arið 1980 jókst innflutningur landsins um 55% og nam 19 milljörðum dollara. Viröist ógerlegt að hemja innflutninginn enda þótt 83% af innflutningu þurfi innflutnings- leyfi. Útflutningur landsins nam 15.3 milljöröum, þar af komu 2/3 hlutar teknanna af oliu og gasi. Aðrar útflutningstekjur jukust hins vegar einungis um 1.3% á siðasta ári. Af ofangreindum tölum má ljóst vera að stjórnvöld landsins skáka i skjóli vaxandi oliutekna og slá stöðugt ný lán. Og með marglofuðu góðæri halda pen- ingamenn áfram að slá lán inn- anlands og flytja fé úr landi I stór- um stil. Virðast þar engar hömlur á. Svo sem vænta mátti dvaidi forsetinn lengi við tölur er sýndu góðan framgang kapitalista landsins. Hins vegar minntist hann litt á raunveruleg vandamál 40—50 milljóna landsmanna. For- setinn kvaö matvælaframleiðslu landsmanna hafa aukist verulega Sjá næstu siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.