Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 5
• Blikkiðjan ** ... Asgaröi 7, Garöabæ Önnumst bakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum fött verAtilboA. SIMI 53468 Helgin 28.— 29. nóvember 1981. ÞJÓÐVILJINN — bókmenntir biija dóttir skrifar f Bílbeltin ||UMFERÐAR hafa bjargað : J Foreldravandamál Andrés Indriöason: Polli er ekkert blávatn. MM 1981. Fyrsta skáldsaga Andrésar Indriðasonar, Lyklabarn (1979), lofaði góðu og þau loforð eru vel efnd i nýútkominni bók hans, Polli er ekkert blávatn. Þetta er islensk saga hið ytra sem hið innra, gerist i Reykjavik um þessar mundir og fjallar um kaldastriðsárabörnin og þeirra börn á þann hátt sem kemur okk- ur öllum við. Pollier lOára og foreldrar hans eru um þritugt. Þau eru fólkið sem komst til vits og ára á upp- gangstimum i efnahagsmálum og trúir ekki öðru en allt gangi þeim i haginn áfram ef þau spili rétt. Þau eru alþýðufólk, hún hár- greiðslukona, hann ófaglærður leigubilstjóri, og litii von til að þau komist ofarlega I goggunar- röðinni með þvi áframhaldi, en þaulifa i þeirri blekkingu og horf- ast ekki i augu við veruleika sinn. Frekar flýja þau veruleikann, mamma til Spánar, pabbi ofan i flöskuna. Þegar sagan hefst er það þó Polli sem er á flótta. Hann hefur tekið þá örlagariku ákvörðun að strjúka að heiman einn dag til að reyna að kenna foreldrum sinum að hætta að rifast stöðugt á sinn mannskemmandi hátt. Honum tekst betur en hann vonaði að vera lengi lengi að heiman en þegar hann kemur heim um siðir hefur enginn tekið eftir fjarveru hans. Mamma hefur loksins gert alvöru úr þeirri hótun sinni að fara að heiman með Systu litlu, pabbi er einn og of upptekinn af eigin vanda til að taka tillit til drengsins. Hverjir taka ábyrgðina? Eíns og i Lyklabarni vill Andrés Indriðason sýna i þessari sögu hvað fullorðnir eru tillitslausir gagnvart börnum. Þeir eru hinir eiginlegu óvitar eins og segir i öðru góðu verki, börnin eru á- byrgðarfullir þjóðfélagsþegnar i samanburði við fullorðna fólkið. Polli gerir allt sem hann getur i sögu sinni til að koma pabba sin- um á réttan kjöl og foreldrum sin- um i eina sæng og sýnir bæði nær- gætni og kænsku i þeim tilraun- um. En þær koma ekki að haldi vegna þess að foreldrarnir hafa ekki þroska til að taka á sig á- byrgð á eigin lifi, hvað þá börnum og heimili. Foreldrar Polla, Einar og Tobba, eru vel gerðar persónur og mun betur rættar i islensku samfélagi en foreldrar Disu i Lyklabarni. Á unglingsárum voru þau bæði hamingjunnar börn, dugleg i iþróttum, vinsæl út á við og vemduð I einkalifinu. Auðvitað búast þau við að lifið haldi áfram að leika við þau, en leigubilstjóri og hárgreiðslukona geta ekki lif- að munaðarlifi nema til komi aukatekjur: Maður verður að hafa allar klær úti til þess að geta lifáð. Það gera lfka allir. Hver ein- asti kjaftur i þessu þjóðfélagi er með eitthvað auka. Og það erekki alltheiðarlegt sem fólk tekur sér fyrir hendur. Er ein- hver munur á þvi að smygla eða svikjaundan skatti? (23-4) Einar selur viðskiptavinum sinum smyglað áfengi fyrir Geira Pé, vélstjóra, og þaðan fær hann peninga fyrir lúxús. Kona hans vill lúxúsinn en þolir ekki við- skiptin né viðskiptamátann. Tog- streitan slitur hana sundur og til að safna pörtunum saman fer hún að heiman. Og skilur eldra barn- ið, Polla, eftir hjá manni sinum, vitandi þó um óreiðuna á honum. Sambúð feðganna gengur stirt þótt Polli sé fullur af samstarfs- vilja og ástúð.Einar er linur og á- hrifagjarn, og þvi miður hefur hann valið að verða handbendi Geira Pé fremur en konu sinnar. Það val er á góðri leið með hann til glöturiar, en þó er hann enginn svartipétur. Eins og margir á- hrifagjarnir menn getur hann verið mjúkur og aðlaðandi. Tobba.móðir Polla, er sterkari persóna en maður hennar og hef- ur enst betur en hann, en einnig hún er barn sins tima, afurð sins samfélags. HUn vill njóta lifsins, fá mikið fyrir litið, og hún gefur litið fyrir skyldur og ábyrgð. Hún var snemma bundin heima og nú langar hana til að vera aftur ung og daðra og djamma. Lifsviðhorf foreldranna beggja koma verst oiður á Polla, sem helst þyrfti að vera sinn eiginn afi við þessar kringumstæður. Skóli/heimili Skólinn er eini staðurinn þar sem PoDi fær að vera jafnaldri sjálfs sin, þar er tillit tekið til lians og hann fær að þroskast á sinum hraða. Aðvísu veröa einn- ig átök þar, en þá á Polli i höggi við jafningja sina og hefur yfirsýn vfir aðstæður. Þau átök gefa hon- um sjálfstraust. Polli er líka svo heppinnað hafa kennara sem ýtir undir sjálfstæða hugsun og sköp- unarþörf nemenda sinna. Skólinn myndar andstæðu við heimiliö i sögu Polla, sterka og nokkuð sannfærandi. Höfundur er augsýnilega hlynntur barnasam- félaginu sem þar þrifst sem mót- vægi við lokaða kjamafjölskyld- una þar sem gengið er á rétt barnanna og þörfum þeirra illa sinnt. I skólanum eru þau meðal jafningja og geta beitt sinum eig- in rökum og aðferðum til að jafna deilur — samanber frábæra senu þar sem Eva, bekkjarsystir Polla, rýfur þagnarmUrinn utan um heimilisvanda Polla og Polli jafnar sakirnar með þvi að troða snjó inn á hana. Eftír það geta þau orðið vinir, þau standa jain- fætis. Andrés Indriöason En Polli getur aldrei staðið jafnfætis foreldrum sinum. Þau svikja hann og sýna honum ó- hreinlyndi, og það er erfitt að sjá að hann hafi nokkuð gott til þeirra að sækja. Afstaða höfundar til fjölskyld- unnar i' þessari sögu er skýr og neikvæð og þó eru foreldrar Polla langt frá þvi vondar manneskjur. Ég held að Andrés sé að biðja um meiri sjálfsákvörðunarrétt barna á þeirni forsendu að sú kynslóð sem nú er að taka við sé ófær um að bera ábyrgð á börnum. Þau geti það betur sjálf, og þá meö hjálp skólans ef hann stendur sig I stykkinu. Sagan um Polla er skemmti- lega skrifuð og gaman að sjá mál- far i samtölum taka miö af raun- verulegu tali persónanna en ekki reglum um hreint mál og óhreint. Þótt alvara og drungi hvili yfir þeim köflum sumum sem gerast heima er létt yfir skólaköfhinum og hæfilega napurt háð i frásögn- um af Geira Pé, ömmu og DUddu frænku sem gerir söguna fjöl- breytilega að tóntegundum. Frá- gangur er góður. Ösk j uhlíðarskóli óskar eftir dvalarheimilum fyrir unglinga frá janúar byrjun til mai loka 1982. Upp- lýsingar um greiðslur og annað fyrir- komulag i sima 23040 GOODWYEAR GEFUR e'RETTA GRIPIÐ VEYRAR Goodyear snjóhjólbarðar eru hannaöir til þess ad gefa hámarks grip og rásfestu í snjóþyngslum og hálku vetrarins Þú ert öruggur á Goodyear FULLKOMIN H JÓLB ARÐ AÞJÓN USTA Tölvustýrð jafnvægisstilling Laugavegi 170-172 Sími 21240 PRISMA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.