Þjóðviljinn - 01.12.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.12.1981, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Hjalti Kristgeirsson skrifar um ráðstefnuna í París um horfur á lýðrœðislegri þróun í Austur-Evrópu: Evrópu-kommúnismi að vestan, „raungerður sósíalismi” eystra Svipmyndir í tilefni umræðna um ,,vorið í Prag” og „sumarið í Póllandi” Fyrir okkur sem stönd- um í baráttunni á Vestur- löndum, var „vorið í Prag" 1968 mikið fagnaðarefni/ sagði spænski kommún- istaforinginn Manuel Azc- arate á Parísarráðstefn- unni um ástand og horfur i Austur-Evrópu. Við töldum hvert skref sem Tékkar stigu í átt til lýðræðis og al- ma nna þátttöku vera ávinning fyrir málstað só- sialismans. Að sama skapi var gremja okkar bitur, þegar Kremlverjar lömdu tékkneska kommúnista niður með hervaldi. Þetta var nefnilega um leið árás á byltingarmóð okkar sjálfra. Þess vegna varð //vorið i Prag" og ósigur þess beint tilefni til hins hugmyndalega og pólitíska endurmats sem kennt er við Evrópukommúnisma. Á hinn bóginn bjóst sov- éska valdakerfið til varnar gegn hvers kyns endurnýj- un í eigin herbúðum með þeirri gersamlega ómarx- ísku hugmyndafræði sem það nefnir ,,raungerðan sósíalisma". Með þeim orðalepp eiga valdhafarnir við það að sósíalisminn sé hjá þeim hér og nú og geti ekki öðru vísi verið. Allt 'annað sé í besta falli óraunhæft blaður en yfir- leitt andsósialískur áróöur og þar með glæpsamlegt athæfi. Þetta er ömurleg réttlæting ömurlegs veru- leika. Þaö fylgir gustur og kraftur þeim sólbitna Azcarate, og ég hugsa meö mér aö gaman væri aö sjá þá félagana saman, hann og formanninn Carrillo, sækja á villuráfandi sauöi Brésnefs sem enn munu láta á sér kræla i verkalýösarmi spænska komm- únistaflokksins. Þar er ugglaust ekki veriö meö neitt hulduhrúts- tal. En nú eru menn i orlofi frá daglegri önn og fjarri heimavelli og þurfa þvi ekki aö taka á honum stóra sinum i kappræöum. Hér i kyrrö Lúxemborgarhallar — franskir þingmenn farnir i helg- arleyfi — ræöa menn kreppu póli- tiska kerfisins i Austur-Evrópu, hver út frá sinum forsendum sem þó eru svo sviplikar aö hug- myndastraumar ganga greitt á milli þátttakenda frá um 30 þjóö- um. Frummælandi um þennan þátt mála á ráöstefnu evrópskra vinstri sinna um sovétskipulagiö haföi Tékkinn Zdenek Mlynar, nú útlagi i Vinarborg. Fyrrverandi flokksþræll Mlynar virtist mér hafa dálitiö deyföarlega framsögn, en kann- ske var þaö ekki aö marka, þvi að hann mælti á tékkneska tungu og ég lagði mig allan fram um aö hlusta á enska túlkinn sem suöaði i heyrnartækinu. Mlynar talaöi samanþjappað mál sem var laust viö málalengingar og oröskrúö, hreinn háskólafyrirlestur aö formi. Kannske hann hafi aldrei þurft aö leggja sig eftir ræöu- mennsku, þótt hann komi úr innsta hring þeirra stjórnmála- manna sem mótuöu „voriö i Prag”. Ungur varö Mlynar flokksþræll þar eystra, og þjón- ustumenn valdakerfis af sovéskri gerö þurfa yfirleitt ekki aö hafa fyrir þvi að ná til almennings meö málflutningi. Völdin koma nefni- lega „innan frá” úr Flokknum en ekki „utan frá”, menn sækja sér ekki umboö út i þjóöfélagiö enda vantar til þess pólitisk form. En nú er ég farinn aö endursegja þaö sem Mlynar sagöi mér og öörum þátttakendum á ráöstefnunni góöu. Með Kremlarföngum 1968 Rifjum nú upp að Mlynar komst á valdatindinn með Dubcek 1968. Þaö fyrsta sem Rússar geröu um innrásarnóttina i ágúst var aö handtaka Dubcek, Smrkovski og þá 4 - 5 menn sem gegndu æöstu embættum I landinu og færa þá til Moskvu — meö pústrum og hrind- ingum sem hverja aöra dauöa- menn og gálgamat — en svo sneru Kremlverjar skyndilega viö blaö- inu og veittu föngunum áheyrn sem tignargestum. Tékkar kváö- ust vanbúnir aö ræöa eitt né neitt þar sem þeir vissu ekkert um framvindu mála heima hjá sér, hvort ekki væri hægt aö fá áreiö- anlega menn aö heiman? Þá var Mlynar sóttur á leynilega flokks- þingiö sem haldiö var i skjóli verkamanna i einni af verksmiöj- um Pragborgar. Hjá okkur snú- ast allir sem einn gegn sovésku ihlutuninni, og einmitt þess vegna er ykkur óhætt aö reyna aö ná sem mestu út úr Rússum meö góöu, var ráölegging Mlynars til fanganna i Kreml. Þetta varö stefnan, Tékkar fengu aö halda embættum sinum aö nafni til, en Rússar geröust skömmtunar- stjórar hins pólitiska frelsis. Aö ári liönu var algerlega sovéskt ástand komiö á aö nýju i landinu, og Rússum þóknanlegir menn teknir viö öllum forystustörfum. Mlynar sjálfur neyddist til aö flýja land nokkrum árum siöar. Ungverskur áfellisdómur Hún Agnes mln Heller, góö- kunningi ýmissa vina minna I Búdapest, nú háskólakennari i Ástraliu viö sömu deild og Jóhann Páll Arnason, hún var ekkert ab skera utan af fyrirlitningu sinni á þessari undansláttarpólitik fang- anna i Kreml: Þaö voru þessir „samningar” sem Rússar þurftu helst á aö halda, eins og á stóö. Imre Nagy okkar Ungverja sýndi þó manndóm fallinn, og Rússar tóku hann af lifi hálfu öðru ári eft- ir uppreisnina án þess aö þeir gætu veifaö nokkurri játningu eöa iörun framan i heiminn. 10 árum siöar „semjiö” þiö um pólitiskt sjálfsmorö, þaö er vesældómur sem aldrei fær uppreisn. Uppreisn i fræðimennsku Væri Mlynar betur kominn dauöur? Ekki held ég þaö, og er litill vor hetjuskapur eöa skiln- ingurá pislarvætti! En mér kæmi ekki á óvart þótt einhverjum hug- myndafræöingum sovéskrar ætt- ar þyki Mlynar illa hafa launaö lifgjöfina. Hann er nefnilega for- ystukraftur i hópi útlaga Tékka sem stunda rannsóknir á sovét- skipulaginu, einkum sovéska kerfinu i Tekkóslóvakiu og þá með „voriö i Prag”, sem þunga- miöju. Þegar eru komin út 15 fjöl- rituö hefti, og get ég útvegaö aö- gang aö þeim. Sýnist mér enginn efi leika á þvi aö þessi fræöi- mennska Mlynars og annarra þeirra, sem kusu fremur lif en hetjuskap, hafi borið sýnilegan ávöxt hjá öllum frummælendum á Parisarráöstefnunni. Meö rann- sóknum þessum hafa afmarkast betur en áöur þeir þættir valda- byggingarinnar sem gera þjóöfé- lagsgeröina „sovéska”, og þaö veröur einkar skýrt hvaö þeir ganga þvert á alla sósialiska arf- leifö, bæöi hugmyndalega og póli- tiskt. Kveðjurvegna Kafka 1 þessum heftum ýmsum er rakin mjög nákvæmlega sú saga, hvernig sovéska kerfið var flutt mn i Tékkóslóvakiu og meö hvaða átburöum þaö breiddi úr sér eins og krabbamein uns það haföi hel- tekib þjóðfélagslikamann. Viö aö lesa þá lýsingu gerast frásagnir rithöfundarins Kafka æöi áleitn- ar, stilfærsla hans ætti hér vel viö. Ekki aö ófyrirsynju aö Kafka, löngu dauöur, var á bann- lista, og engin tilviljun heldur aö bókmenntafræðingurinn Eduard Goldstflcker, sérfræðingur i Kafka, var einn af hugsuöum um- bótasósialismans i Tékkóslóvakiu á árunum 1966 - 68. Stillilegur og óræöur á svip sat hann viö há- borðið á Parisarrábstefnunni, heilsaöi mér elskulega og baö fyr- ir góöar kveðjur til kunningja sinna á Islandi þeim er hann muna frá heimsókn þeirra, hans og Hejzlars i ágúst 1978. Þeir voru hér þá i boöi Tékkóslóvakiunefnd- arinnar. Kem ég hérmeö á fram- færi kveðjum frá þeim báöum, Hejzlar úr Sviþjóö og Goldstucker úr Englandi. Lykiil að Póllandi En er þetta ekki allt liöin saga, koma okkur þessi 13 ára gömlu Lögfræöingurinn Zdenek Mlynar var af gömlu valdstjórninni i Prag settur til að rannsaka, hvaða breytingar þyrfti aö gera á stjórnkerfinu til að hraða mætti framsókn sósialismans. Niður- staða hans: afnema valdaeinokun Flokksins og koma á lýðræði. Við vaidatöku Dubceks I Flokknum i janúar 1968 varð Mlynar einn af riturum miðstjórnar. Rúmu ári siðar var hann oröinn starfsmað- ur skordýradeildar náttúrugripa- safnsins i Prag. Stefnan hafði nefnilega verið sett á „raungerö- an sósialisma”. umbrot i Tékkóslóvakiu nokkuö viö? Er ekki nær aö beina athygl- inni aö Póllandi? Þvi ekki þaö, gegndi Mlynar i ræöu sinni, en Tékkóslóvakiu 1968 og Pólland 1980/81 ber aö skoöa I ljósi þróun- ar sama kerfis, sovétkerfisins i báöum löndum. „Raungeröur só- sialismi” var bein afleiöing af ósigri „vorins i Prag”. Hvar- vetna var hert á pólitisku eftirliti, umbótasósialistar og aörir sem „hugsa ööruvlsi” gersamlega úti- lokaöir frá öllum áhrifum. Ævin- týramennskan I efnahagspólitik Giereks hlaut aö enda meö ósköp- um úr þvi aö ekki leyföist nein sú lýöræöislega umræöa um valkosti sem heföi getaö stöövaö hana. Solidarnosc er varnarsamtök verkafólks, en um leið pólitiskur vettvangur fyrir hugmyndir, um- ræöur og kröfur sem eru bannab- Pólski öreiginn 1981: „Gerir ekk- ert til, við búum þó alltént við sósialismann.” ar i kerfi Flokks og rikis. Efna- hagskreppan varö aö pólitiskri kreppu sem Solidarnosc er aö leitast vib ab leysa aö lýöræöis- legum hætti I átökum og sam- vinnu viö opinbera kerfið, en I fullri óþökk þess. Nauösynin á þvi aö uppræta þaö pólitiska kerfi sem aðeins er tæki til fram- kvæmdar ákvöröunum en ekki vettvangur til mótunar ákvarö- ana er jafn brýn I Póllandi nú og hún var fyrir okkur i Tékkósló- vakiu 1968. Munurinn er sá, aö hjá okkur i miðstjórn tékkneska Flokksins var þetta fræöilegt viö- fangsefni sem við héldum aö viö gætum leyst i friði og afskipta- leysi, en I Póllandi er þetta bit- bein opinna pólitiskra átaka. Og er ekki pólitlkin sannari sem átakamál en sem fræöimennska? Svo spuröi Mlynar hinn tékk- neski og haföi sinar ástæöur til. Ekki stóö á þeim spænska Axcar- ate aö svara slikri spurningu ját andi. Hjalti Kristgeirsson Verkalýösforinginn Walesa andspænis hinni sovésku „real-sóslalisku” ásjónu kenningarinnar: Enn er þörf á baráttu fyrir verkalýösvöldum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.