Þjóðviljinn - 01.12.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 01.12.1981, Qupperneq 11
Þriðjudagur >l..desember .1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11. íþróttir ÍAJ iþróttirg) íþróttir Það er oft mikil keyrsla á Þorbergi. Hér hefur hann rifið sig lausan og skorar örugglega. A bekknum fylgjast Norðmenn þungbúnir meö. — Ljósm.: — eik. Seinni landsleikur íslendinga og Norðmanna Island náði hefndum tslenska landsliðið i handknatt- leik hefndi rækilega fyrir ófarirnar i fyrri landsleik þjóðanna á sunnudaginn. t gær- kvöldi sýndu þeir allt aðrar og betri hliöar; markvarsla vörn og sókn var þegar á allt er litið til muna betri. Kristján Sigmunds- son átti t.a.m. ekki aðeins góðan seinni hálfleik heldur einnig fyrri hálfleik, varði m.ö.o. eins og berserkur allan timann. Það verður þó að segjast eins og er að þetta norska lið er ekki upp á marga fiska og þvi e.t.v. vafa- samt að upphefja leik Islenska liðsins; enginn leikur betur en andstæöingurin leyfir. bað þótti sýnt aö lið tslands, sem var óbreytt frá fyrri leikn- um, að þvi undanskildu að Kristján Arason kom inn fyrir Guðmund Guðmundsson, ætlaði sér ekkert annað en sigur i leikn- um i gær. Mikil barátta i vörninni og markvarslaKristjáns afbragðs góð. Norðmenn skoruðu aö visu fyrsta mark leiksins, en það var lika i eina skiptið i leiknum sem þeir höfðu yfirhöndina. Kristján Arason jafnaði úr viti og Páll kom landanum yfir með góðu marki. Norðmenn jafna, en Þorbergur skorar tvö mörk i röð, 4:2. Dágóða stund hélst tveggja marka munur, 5:3 og 6:4. Þá 6:6 er Kristján þrumaði i slána og Norömenn brunuðu upp og jöfn- uðu. Staðan breyttist i 9:6 fyrir tsland, en slakur kafli Islendinga gerði Norðmönnum kleift að jafna, 9:9. Páll Ólafsson skoraði siðasta markið fyrir leikhlé, þannig að staðan i hálfleik var 10:9. Atli skoraði Diisseldorf Asgeir Sigurvinsson lc'k seinni hálfleikinn þegarBayern Mllnch- en gerði jafntefli á heimavelli sin- um, Olympiuleikvanginum i Miinchen. Leikið var viö Rorussia Mönchengladbach og urðu urslit- in 1:1. Bayern hafði yfir i hléi, 1:0 en mótherjarnir náðu aö jafna metin isfðari hálfleik og reyndist það eina mark Beyern sem átt hefur við mikla erfiðleika að etja i siðustu leikjum Bundesligunnar. Atli Eðvaldsson skoraði fyrir Fortuna Dusseldorf i jafnteflis- leik liðsins gegn Frankfurt. Or- slitin urðu 2:2 og var mark Atla fyrsta mark leiksins. Dusseldorf komst i 2:0. Úrsliti Bundesligunni urðu sem hér segir: Jafnteflið við íslendinga reyndist Walesbúum dýrkeypt: Sovétmenn og Tékk- ar komast í úrslitln Jafntcfli Wales við lsland i októbermánuði reyndist heldur betur afdrifarikt fyrir þátttöku Wales I heimsmeistarakeppn- inni I knattspyrnu. A laugardag- inn gerðu Tékkar jafntefli, 1:1 I siðasta leik 3. riöils undanrása HM. Leikurinn fór fram I Brati- slava og var hann æsispenn- andi. Þegar dómarinn flautaði ætlaði allt um koll að keyra á áhorfendapöllunum og báðum liðum fagnaö geypilega þar sem þau hafa tryggt sér sæti I úrslit- unum á Spáni. Lokastaðan I 3. riðli varð þessi: Sovétrikin 8 6 2 0 20:2 14 Tékkóslóvak. 8 4 2 2 15:6 10 Wales 8 4 2 2 12:7 10 tsland 8 2 2 4 10:21 6 Tyrkl. 8 0 0 8 1:21 0 Tékkar eru með betra marka- hlutfall en Walesbúar og komast þvi áfram. Þátttöku tslendinga i þessari heimsmeistarakeppninni er þvi að fullu lokið með miklum sóma og ljóst að uppgangur islenskrar knattspyrnunnar er mikill a.m.k. á alþjóðavettvangi. fyrir Darmstadt-Duisburg 3:2 Bayern-Mönchengl. 1:1 Braunschw-Nurnberg 4:2 Karlsruher-Köln 1:4 Dusseldorf-Frankfurt 2:2 Bremen-Hamburger SV 3:2 Leverkusen-Stuttgart 0:0 Dortmund-Kaisersl. 2-0 FC Köln er i efsta sæti með 22 stig að 15 umferðum loknum, Bayern Múnchen er i 2^1 sæti á- samt Hamburger SV og Borussia Mönchengladbach með 20 stig. I 16. umferð sem leikin verður þann 12. desember, leikur Beyern M'únchen á útivelli við Bielfeíd og Fortuna DttSseldorf leikur við Hamburger SV, einnig á útivelli. Atli skoraði fyrir Fortuna DUssel- dorf Fyrri hálfleikur gat þannig varla talist til meiriháttar afreka tslendinga á iþróttasviðinu, en margt breyttist til batnaðar i þeim siðari. Sigurður Sveinsson sem setið hafði á bekknum i fyrri hálfleik kom brattur til leiks, skoraði 11:9. Kristján skoraði 12:9. Sigurður skoraði siöan stuttu siðar tvisvar með þrumu- skotum og ljóst var að Norðmenn voru algjörlega yfirspilaðir. Mestur varð munurinn sjö'mörk, 20:13, en áður höföu sést tölur eins og 16:11, 17:12 og 18:12. Norðmenn áttu aldrei möguleika á að rétta við og lokatölurnar 21:16 gefa nokkuð góða visbendingu um gang leiksins. Þorbergur, Sigurður og Kristján voru bestir i islenska liðinu, en flestir áttu leikmenn- irnir þokkalegan leik. Hjá Norðmönnum bar Helland af. Mörk tsiands: Þorbergur 5, Siguröur Sveinsson 5, Páll Ólafsson 4, Kristján Arason 4 (öll úr vitum), Alfreð Gislason 2 og Steindór Gunnarsson eitt mark. Hjá Norðmönnum voru þeir Helland og Egeland með flest mörk, 5 talsins. Dómarar i báðum landsleikjun- um voru þeir Karl Jóhannsson og Björn Kristjánsson. — hól. Þróttur vann t gærkvöldi fór fram afar mikilvægur leikur I 1. deild- inni i blaki. tslands- meistarar Þróttar unnu Stúdenta i hörkuleik 3:2. i hrinunum urðu úrslitin 15:3, 15:13, 12:15, 12:15og að lokum 15:12. Bjarni komst í undanúrslit tslensku júdómennirnir lentu I harðri keppni á Opna skandinaviska meistaramót- inu i júdó sem haldið var I Gautaborg um helgina. Bjarni Friðriksson, sem keppti i' 95 kg.-þyngdarflokki var sá eini sem komst i úr- slitakeppnina. Hann sigraöi með glæsibrag I sinum'riöli, lagði alla keppinauta sina á ,,ippon” (10 stig). t úrsiita- keppninni komst hann I bar- áttuna um þriðja sætið en varð að láta i minni pokann eftir góða baráttu. Fjöldi frægra júdómanna frá mörgum löndum Evrópu tók þátt I mótinu að þessu sinni. Austurþjóðverjar sigr- uðu I fjórum þyngdarflokk- um, Pólverjar i tveimur og ltali I einum. Norðurlanda- m enn fengu þvi engan meist- ara að þessu sinni og hefur það aldrei gerst áður. Þrir aðrir af islensku keppendunuin unnu eina viö- ureian hver i sinum riölum: IÓmar Sigurðsson (I ^-78 kg.) Kolbeinn Gislason (I þunga- vigt) og Sigurbjörn Sigurðs- son (I t-71 kg.). ■ Keppendur voru m.a. frá I báðum rikjum Þýskalands, [ Póllandi, Bretlandi, Hollandi | og italiu. Stúdentar óstöðvandi í blakinu Úrslit í leikjum helgarinn- ar I blakinu þ.e. 1. deild, urðu sem hér segir: Vikingur - 1S 1:3 (4:15, 12:15, 15:16, 11:15) Þróttur - UMSE 3:1 (15:8, 12:15, 15:7, 15:8) Staðan I 1. deiid er nú þessi: 1. IS 6 6 0 18 - 4 12 2. Þróttur 3 3 0 9 - 3 6 3. Vikingur 6 2 4 12 - 13 4 4. UMFL 5 2 3 6 - 12 4 5. UMSE 6 0 6 5- 18 0 Einn leikur fór fram i 1. deildinni I gær, leikur Stúd- enta og Þróttar. Er sagt frá honum á öðrum stað i blað- inu i dag. Fram lagðiÍR Rcykjavikurmeistarar Fram halda áfram sigur- göngu sinni i Úrvalsdeildinni i körfuknattleik. Á laugar- daginn unnu þeir tið tR 92:74 eftir að staðan I hálfleik hafði veriö 48:42. Simon Ólafsson skoraöi mest fyrir Fram, 26 stig. Val Brazy skoraði 24 stig. Hjá 1R var Bob Stanley sigahæstur með 34 stig. Glópalán í getraunum t 14. leikviku Getrauna komu fram 7 raöir meö 12 réttum og var vinningshlut- inn kr. 18.460.00 en 49 raðir voru með 11 rétta og vinning- ur fyrir hverja röö kr. 1.291.00. Svo furðulega vildi til, að einn þátttakandi var með 12 rétta á tveimur seðlum og varð heildarvinningur hans þess vegna kr. 47.248.00.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.