Þjóðviljinn - 16.12.1981, Blaðsíða 15
Jólablaö Þjóöviljans — SIÐA 15
byltingu var italski málarinn
Giotto (1266-1337), en hann upp-
götvaði á nýjan leik notkun ljóss
og skugga, náði fram áður
óþekktri dýpt i myndir sinar,
m.a. með notkun landslags i bak-
grunn, auk þess sem persónur i
myndum hans verða okkur mun
nálægari og áþreifanlegri en i
gotnesku/býsönsku listinni, sem
áður hafði tiðkast. Giotto málaði
m.a. seriu freskómynda um æfi
frelsarans á steinveggi dómkirkj-
unnar i Padova árið 1306.
Myndir þessar hafa varðveist
misjafnlega vel, en mynd sú sem
við birtum hér af flóttanum til
Egyptalands sýnir okkur Mariu
sem konu handverksmannsins en
ekki sem drottningu. Endur-
reisnartfminn i myndlistinni fór
saman við fall lénsveldisins i
Evrópu — þetta voru þeir timar
þegar handverksmenn kaupmenn
og fjármagnseigendur komust til
valda i borgrikjum eins og Flór-
ens og landeigendur hættu aö
vera hin drottnandi stétt. Jafn-
framt hættir Maria að bera
drottningarskrúðann í myndlist-
inni, hún verður okkur nálægari
og nákomnari. Hér sjáum við
tignarlega konu, holdi klædda,
riðandi á asna með reifabarn i
kjöltu sér, en Jósef gengur á und-
an ásamt fylgdarliði. Kletta-
landslagið og smjörviöurinn i
baksýn gerir þessa sviðsmynd
okkur enn nákomnari. Það er að-
eins eitt sem vekur athygli: þetta
er ekki sú fjölskylda feðraveldis-
ins sem enn má sjá meðal sveita-
fólks við Miðjarðarhafið, þarsem
bóndinn riður á undan á múldýri
sinu en móðirin gengur á eftir
með byrðar sinar og börnin. Hér
drottnar móðirin i krafti sins heil-
aga getnaðar.
Maríumynd frá
Niöurlöndum
Þótt endurreisnin hafi átt upp-
tök sin á ítaliu, og þá fyrst og
fremst i Flórens með þeirri
breytingu i atvinnuháttum og
þjóðlifi, sem henni fylgdu, þá náði
hún einnig undrafljótt að festa
rætur norðar i álfunni og þá ekki
sist á Niðurlöndum, eins og með-
fylgjandi mynd eftir málarann
Robert Campin (1378-1444) ber
með sér. Á þeim tima sem þessi
mynd var máluð höfðu italskir
málarar náð valdi á rúmskyni og
fjarvidd i myndum sinum, en á
meðan raunsæi þeirra var ávallt
blandað leit eftir hinni klassisku
fullkomnun forms og fegurðar i
anda húmanismans, þá voru hinir
hollensku og þýsku meistarar
endurreisnarinnar yfirleitt mun
jarðbundnari.
Við sjáum hér fyrir okkur vel
haldna hollenska yfirstéttarmad-
dömu frá þvi um aldamótin 1400
(athugið að hún ermáluð um
svipað leyti og islenska myndin
úr teiknibókinni), en á meðan
italski málarinn hefði málað
gylltan geislabaug um höfuð
guðsmóðurinnar þá lætur hinn
hollenski meistari skerminn fyrir
eldstæðinu i bakgrunni gegna
hlutverki geislabaugsins til þess
að raska ekki raunsæisblæ
myndarinnar. Hér sjáum við
aftur hið bera móðurbrjóst af-
hjúpað, ekki sem kyntákn eins og
siðar varð, heldur sem tákn
hinnar helgu lifslindar.
Endurreisnartiminn á ítaliu
var i rauninni timabil djúptækrar
menningarbyltingar, sem átti
siðan eftir að breiðast út um alla
álfuna og viðar. Þessi
menningarbylting átti sér ekki
einungis stað i myndlistinni,
heldur settu hinir efnuðu prinsar
og furstar endurreisnartimans
metnað sinn i það að efla hvers
kyns visindi og listir, og með þvi
breyttust jafnframt viðfangsefni
listamannanna: þeir tóku nú hið
einstaka fram yfir hið almenna,
myndir þeirra voru nú ekki
lengur bundnar hinum þröngu
guðfræðilegu forskriftum
gotneska og býsanska stilsins —
náttðran sem slik og maðurinn
sem slikur urðu nú viðfangsefni
listanna i æ rikari mæli.
Endurreisnartimanum fylgdi
bæði viss einstaklingshyggja, og
aukin veraldarhyggja og mynd-
listin var nú einnig notuð til þess
að prýða vegleg einkaheimiii
endurreisnarhertoganna.
„Sixtfnska madonnan”. Frægasta Mariumynd allra tfma, máluö af
Rafael áriö 1515.
Parmeggianino: Madonna del collo iungo — Hálslanga Maria — Máluö
á fyrrihiuta 16. aldar viö lok endurreisnartimans.
María Rafaels
Einn frægasti og dáðasti málari
endurreisnartimans á Italiu var
málarinn Rafael Sanzio frá
Urbino, þótt hann næði aðeins 37
ára aldri (1483-1520). Hann lifði
það timaskeið þegar myndlistin
stóð með hvað mestum blóma á
Italiu og Mariumyndir Rafaels
nutu aðdáunar og frægðar um
alla Evrópu, jafnvel meðan hann
var enn á lifi. Frægasta Mariu-
mynd hans er liklega „Sixtinska
madonnan”, sem hann málaði
fyrir munkana i klaustri heilags
Sixtusar i Piacenza á Italiu árið
1515. Hún sýnir okkur Mariu sem
alþýðustúlku, stolta og fasta fyrir
en jafnframt bliða og mjúka þar
sem hún vefur frumburð sinn
örmum. Hún er i fylgd tveggja
kaþólskra dýrlinga, sjálfsagt
samkvæmt pöntun múnkanna:
hér sjáum við heilagan Sixtus og
heilaga Barböru. Hið raunsæis-
lega umhverfi, sem annars ein-
kenndi myndlist endurreisnar-
timans i byrjun er hér viðs fjarri.
Himnadrottningin stendur hér á
hnetti og er umvafin miklu skýja-
fari og i baksýn glittir i loft-
kenndar ásjónur ótal engla. Leik-
tjöld eða gluggatjöld auka á ó-
raunveruleikablæinn og englarnir
i gluggakistunni endurspegla
þann húmor sem leyfður var i
kristnum sið á þessum tima þótt
hann yrði siðar bannfærður, sér-
staklega á meðal Lútherskra.
Uppbygging þessarar myndar
minnir á framsetningu gotnesku
listarinnar i einfaldleik sinum en
að innihaldi er hún dæmigerð
fyrir hápunkt italska endur-
reisnartimans.
En er liða tók á 16. öldina tók
mjög að halia undan fæti fyrir
mörgum hinna voldugu smárikja
á ítaliuskaganum og jafnframt
þessu koma fram ný úrkynjunar-
einkenni i myndlistinni: hinn si-
gildi fegurðarmælikvarði, sem
meistarar endurreisnarinnar
höfðu byggt á, var ekki lengur
fullnægjandi, og upp kom eins
konar kreppa i myndlistinni sem
siðan leystist i stefnu þeirri sem
kölluð hefur verið mannerismi
eða stælastefna, þar sem til-
finningasemin, hið öfgafulla og ó-
venjulega sat i fyrirrúmi og
mettaði þörf lúinnar yfirstéttar
fyrir myndefni jafnframt þvi sem
hin trúarlega innlifun verður æ
fjarlægari og fágætari i myndlist-
inni.
Konan sem kyntákn og fasteign. Venus fráXJrbino eftir feneyska málarann Tizian, máluö 1538.
Hálslanga María
Mynd Parmeggianos frá 1540 af
hálslöngu guðsmóðurinni er
dæmigerð fyrir þetta timabil. Hér
er flest gert til þess að raska hinni
sigildu myndbyggingu og form-
gerð: hlutföllum likamans er
raskað á meðvitaðan hátt til þess
að leggja áherslu á það sem
okkur finnst nú vera næsta upp-
skafningslegur elegans þessarar
hefðarrófu, sem þarna er sest i
hásæti hinnar heilögu meyjar.
Jesúbarnið i kjöltu hennar er sem
dauður hlutur, sem hún virðir
fýrrir sér með fjarrænni vel-
þóknun. Stellingar Mariu eru eins
og hjá fyrirsætu i nútima tisku-
blaði og það er sem hún hugsi:
sjáið hvað ég er sæt! Súlan i bak-
grunninum undirstrikar hin ýktu
og ilöngu form og spdmaðurinn
með pergamentið i bakgrunnin-
um gefur myndinni allt aö þvi
súrrealiska vidd. Við erum hér
komin til þess nútima sem viö
þekkjum i dag, þótt myndin sé
máluð árið 1540. Timi hinnar inn-
lifuðu Mariudýrkunar virðist að
miklu leyti deyja út i myndlistinni
á 16. og 17. öldinni.
Um öreiga-
ömmur
Athyglisvert er, að á 17. öldinni
kemur upp i Evrópu sú tiska
meðal heldri kvenna, að það sé ó-
hollt eða niðurlægjandi að ganga
með barn á brjósti. Kom þá upp
sá siður, að fátækar konur, sem
ekkert áttu nema likama sinn og
börn i ómegð eða i gröfinni, seldu
brjóstamjólk sina til efnaðri fjöl-
skyldna. Urðu slikar „ömmur”
jjölmenn stétt kvenna á þessum
tima, og gengu þær frá einu yfir-
stéttarbarninu til annars og seldu
þvi brjóstamjólk sina fyrir mat
eða lifsbjörg. Siður þessi átti eftir
að auka mjög á ungbarnadauða
þar sem brjóstakonur þessar
báru smit frá barni til barns.
Móðirin, sem gaf barninu að
drekka af brjóstum sinum gekk
nú stafkarls stigu og stóð nagst
betlurum og hórkonum i bjóð-
félagsstiganum.
Sumar kvenréttindakonur hafa
notað það sem röksemd gegn þvi
að konum sé móðurhlutverkið á-
skapað af náttúrunni, hversu al-
gengur þessi siður varð á 18. öld-
inni t.d. i Frakklandi. Hef ég
nýlega séð lærðar ritgerðir um
þau efni.
Konan sem kyn-
ferðislegt viðfang
En svo við höldum okkur aftur
viö myndlistarsöguna, þá kemur
einmitt fyrst fram á 16. öldinni
það viðhorf til kvenna, þar sem
konan er meðhöndluð sem kyn-
tákn eða kynferðislegt viðfang.
Má þar t.d. nefna sumar kvenna-
myndir feneyska málarans
Tizians eða lagsbróður hans
Tintoretto. Meðfylgjandi Venus-
» Framhald á 17. siðu