Þjóðviljinn - 16.12.1981, Blaðsíða 19
Jólablað Þjóftviljans — SÍÐA 19
klapp i kirkju fyrr en i kirkjunni á
Hilsavik þegar viö félagar i Heklu
(Samband norölenskra karla-
kóra) sungum þar hér á árunum,
en söngstjóri Þryms á Húsavik
var þá sr. Friörik A. Friöriksson.
Hann mátti ekki annaö heyra en
allir klöppuöu af hjartans lyst
þótt í kirkju væri, enda ekki
sparaö. Siöan hefur vesölum
blaöamanni alltaf þótt vænt um
sr. Friörik. Hann skilur aö hrifn-
ing af söng getur aldrei veriö
nema af hinu góöa og hvaö væri
kirkja án söngs? Og sr. Glenn leit
likt á máliö og sr. Friörik varö
fyrstur til þess aö klappa fyrir
kórnum og uröu samstundis allir
til aö fylgja i þau fótspor. Og
siöan tók viö kaffiboö i kirkju-
kjallaranum.
Sungið á útivistarsvæði
Siöar um daginn hélt svo kórinn
aðra tónleika. Voru þeir þar sem
heitir Harborfront. Þarna viö
vatnsbakkann, suöur úr miöbæ
Toronto, voru á árdaga vöruhús
og bryggjur, sem nú var hætt aö
nota og i niöurniöslu. Nú hefur sú
ákvöröun verið tekin af bæ og
riki, að þetta skemmtilega og sér-
stæöa svæöi skuli endurfæðast i
sinni fyrri mynd og er kappsam-
lega aö þeirri endursköpun unniö.
Komiö hefur veriö upp veitinga-
húsum, sýningarsölum fyrir
myndlist, ljósmynda- og kvik-
myndasýningar, aöstööu til tón-
leikahalds og óperuflutnings
o.s.frv. Þarna eru og skólar og
námskeiö af öllum mögulegum
geröum. Þá má sjá þarna starf-
andi handverksmenn viö ýmsar
iönir á gamal visu. Og i þessu
heillandi umhverfi löngu liðinna
tima söng nú kórinn i bliöskapar-
veöri á rúmgóöu útivistarsvæði.
Hvar vorum viö stödd? Vorum
viö i fortiöinni eöa nútimanum?
Kannski hvorugt. Kannski vorum
viö einskonar tengiliöur á milli
þess sem var og er? Um þaö
veröa þeir, sem hlýddu á sönginn
að dæma.
Þarna sungum viö islensk tvi-
söngslög, þjóölög og ættjaröarlög
og Ólöf, hvaö geröi hún, hún söng
Draumalandiö hans Sigfúsar Ein-
arssonar, (og hvert er drauma-
land Vestur-íslendinga, þrátt
fyrirallt?) II Bacio eftir L’ Arditi
og Svanasöng á heiði.
Nú leiö aö lokum dvalarinnar i
Toronto. Siöasta deginum var
ákveðiö aö verja til þess aö skoöa
Niagarafossana og hlýöa um
stund á „fimbulróm” þeirra.
Varö enginn fyrir vonbrigöum
meö aö sjá og heyra mikilleik
þeirra og „sönglist”.
Enn er þess þó ógetiö sem sist
skyldi liggja i láginni, aö þegar er
til Toronto kom, gaf söngstjórinn
út æfingaráætlun, æriö stranga en
þó kvartaöi enginn. Var áætlun sú
i stuttu máli þannig, aö mætt
skyldi jafnan i morgunleikfimi kl.
9.30. Jafnframt fóru fram radd-
æfingar og fékk þindin einkum aö
kenna á þeim. En æfingarúm
fyrir 50 manns var ekki á hverju
strái. Loks fann raddþjálfari
kórsins, ólöf Kolbrún, tilvalinn
æfingapall uppi á þaki 23 hæöa
húss og var vel af sér vikiö.
í Winnipeg
Hinn 20. ágúst var flogiö til
Winnipeg. Móttökunefnd var
mætt á flugvellinum: Birgir
Brynjólfsson, konsúll Islands i
Winnipeg, Haraldur Bessason og
Neil Bardal, en hann haföi veg og
vanda af móttökunum i Winnipeg
og voru þær þar i góöum höndum.
1 Winnipeg gisti hópurinn i Place
Louis Riel og var þar á allan hátt
„lifaö i vellystingum praktug-
lega”. Viöurgerningur ágætur og
framkoma starfsfólks eftir þvi.
Daginn eftir var æft i St. Stev-
ens Lutheran Church. Er kirkjan
rekin sameiginlega af fólki is-
lenskrar ættar og enskrar. Þarna
skyldi svo siðar sungiö og gott aö
hafa kynnst húsinu.
Fyrsti konsertinn i Winnipeg
var svo þann 23. ágúst. Sungið var
allt kirkjulega prógrammiö og
mátti ekki lengra vera eins og á
stóö. Einnig söng svo ólöf — Já,
eins og á stóö. Mjög heitt var og
rakt i 'veðri. Þar viö bættist aö
stöðva þyrfti loftræstinguna. Af-
leiöingar þessa uröu þær, aö karl-
mennirnir uröu eins og þeir kæmu
beint upp úr sundlaug. Kvenfólkiö
þoldi hitann betur og er það löng-
um seigt þegar á reynir. Eftir
sönginn var öllum viöstöddum,
bæöi kór og áheyrendum, boöiö til
kaffidrykkju i Safnaöarheimilinu.
Hjá gamla fólkinu
Akveöiö haföi veriö aö heim-
sækja og syngia fyrir aldraöa Is-
lendinga á elliheimilunum Sel-
kirk og Gimli. A leiöinni til Sel-
kirk þann 24., var komiö viö i
Lower Fort Garret, þar viö vötnin
miklu, voru hinar upphaflegu
höfuöstöövar Hudson Bay félags-
ins, ásamt bústaö landsstjórans.
Virkiö sjálft er varöveitt i sinni
upprunalegu mynd, starfsmenn
viö ýmis störf i virkinu klæddir aö
þeirra tima hætti, og þannig leit-
ast viö aö sýna mannlifiö eins og
þaö geröist þarna i þá daga.
A elliheimilinu var kórnum
tekiö meö kostum og kynjum.
Sungiö var kl. 19.00 en sagt var aö
sumt gamla fólkiö væri búiö aö
biöa i salnum frá þvi kl. 15.00 til
þess að vera nú öruggt meö aö
missa ekki af neinu. Þarna
hljómaöi tslenskan af vörum
fólks, sem þó hefur aldrei til Is-
lands komiö. Og fullum hálsi tók
þaö undir islensku söngvana, sem
sungnir voru er eiginlegri efnis-
skrá var lokiö. Og svo kom bless-
aö kaffiö.
Daginn eftir var svo fariö til
Gimli. A leiöinni þangaö var
stungiö viö fótum á nesinu þar
sem fyrstu Islendingana bar að
landi fyrir rúmum 100 árum. Þar
er steinn, sem reistur hefur veriö
til minningar um þennan atburö
og þarna söng kórinn islenska
þjóösönginn. Þarna tóku þau á
móti kórnum Ted og Majory
Arnason, sýndu staöinn og buöu
siöan upp á veitingar i sumarhúsi
sinu þarna i grenndinni.
A Gimli endurtók sig i einu og
öllu sagan frá Selkirk, aö þvi viö-
bættu aö eftir sönginn greip ein
gamla konan harmonikku sina og
lék á hana Gimli-valsinn.
Siglingar á Rauðá
Akveöiö haföi veriö aö næstu
tónleikar i Winnipeg yröu þann
26. i Planetarium Auditorium, og
rúmar sá salur 230 manns. Þeir,
sem heyrt höföu til kórsins, ótt-
uöust að sá salur yröi alltof lftill
og endirinn varö sá aö kórnum
var boöiö aö syngja i Centennial
Consert Hall, en þar reyndist
vera einhver sá albesti tónleika-
salur, sem kórinn hefur nokkurn
tima sungiö i. Aheyrendur voru á
milli 6 og 7 hundraö og var
kórnum ákaft fagnaö. Eftir tón-
leikana héldu „fylgifiskar” kórs-
ins honum hóf i hótelinu i heiöurs-
og þakklætisskyni viö Neil Bar-
dal, fyrir frábæra fyrirgreiöslu
hans viö kórinn.
Siöasta kvöldiö i Winnipeg var
svo fariö i bátsferö um Rauðá og
kvöldveröur snæddur um borö.
Varö litið um svefn þessa nótt þvi
þegar báturinn lenti var kl. orðin
meira en 1 eftir miönætti, eftir aö
komast i hótelið en ákveöiö aö
risa úr rekkju kl. 5. Þá skyldi
stefni snúiö til Bandarikjanna og
sungiö þar i þremur borgum á
þremur dögum. En nú kom i ljós
aö bandariskir tollverðir eru
lengi aö boröa og máttu ferða-
langarnir biöa þess i klt. aö þeir
lykju morgunveröinum. Þegar
þeim svo haföi tekist þaö var
flogið frá Winnipeg til Minnea-
polis og siðan fariö meö bil til Eau
Clair, þar sem syngja átti um
kvöldið. Fyrir einhvern misskiln-
ing var þarna enginn mættur til
að taka á móti kórnum. Kom þaö
sér illa þvi allir voru slæptir eftir
litinn svefn. Þó reyndust sumir
nógu brattir til þess aö bregöa sér
i innkaupaleiöangur, aörir fengu
aö halla sér útaf i kirkjunni eöa
náöu sér i hótel herbergi.
Þetta gat nú ekki beinlinis kall-
ast góöur undirbúningur undir
væntanlegan konsert um kvöldiö,
enda þótt ágætur kvöldveröur
bætti þar nokkuö úr. En einhvern-
veginn er þaö nú svo, aö aldrei
stendur kórinn sig betur en þegar
mest hefur gefið á bátinn, þaö er
eins og aö i pokahorninu sé alltaf
einhver varasjóöur, sem grípa
má til. Var svo gist á heimilum
viösvegar um bæinn og bar ekki á
ööru en vel færi um alla.
Fagurbær og friðsæll
Næsti viökomustaöur var
Madison, háskólabær. Þar stunda
Framhald á 23. siðu
Jón söngstjóri, Ólöf K. Harðardóttir og Ted Arnason bæjarstjóri i Gimli.
islenski og kanadiski þjóösöngurinn sunginn á Nýja-tsiandi viö Gimli. Undir steininum fæddist islensk-
kandískt barn I hriöarveöri stuttu eftir aö landnám islendinga hófst fyrir rúmum 100 árum.
Gimli-valsinn spilaöur á harmoniku á elliheimilinu I Gimli.
»♦*** 4
Hlustaö á kórinn syngja um borö I River Rouge á skemmtisiglingu á Rauöuá i Winnipeg