Þjóðviljinn - 16.12.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.12.1981, Blaðsíða 5
JólablaO Þjóöviljans — SIÐA 5 Ræða flutt á fullveldisfagnaði stúdenta 1. des. 1981 eindasprengjunni sem djöfullegu vopni, sem muni auka líkur á kjarnorkustyrjöld. Það hefur einnig hvatt þjóbir heims til þess að vinna aö áætlunum um að mynda kjarnorkuvopnalaus svæði, sem smám saman muni siðan teygja sig um heim allan. Það hefur brýnt aðildarkirkj- urnar til þess að hvetja til um- ræðna meðal almennings um málefni friðarins og efna til friðarvaka, friðarsamkoma og friðarvikna. Lútherska heims- sambandið hefur tdcið i sama streng. Islenska þjóðkirkjan er aðili að báðum þessum samtökum, enn er eftir hennar hlutur, en minnumst þess, að kirkjan erum við öll, sem Að leika friðinn Það fagnaðarerindi, sem kirkjan flytur, kann þvi að boða ymsum mikinn fögnuð en öðrum litinn, það kann oft á tiðum aö vera eins konar ögrun.Fagnaðar- erindið merkir ekki aðlögun, ekki þess háttar fögnuð, sem grund- vallast á hugsunarlausri aðlögun að rikjandi aðstæöum hverju sinni. Það er árás á ill öfl i heim- inum, hverju nafni sem þau kunna að nefnast. Fagnaðarer- indið erárás á þau niðurbrjótandi öfl, sem vilja leiða sköpunar- verkið til heljar. Sá fagnaðarboð- skapur friðarins, sem friðarverð- launahafinn séra Martin Luther King flutti var árás á þá skerö- ná sköpunarverkinu á sittvald og leiða það til heljar. Sá óvinur sem mannkynið berst nú við, það afl, sem hefur tekið valdið i sinar hendur og stýrir • sköpunarverkinu til heljar birtist okkur i vigbúnaðarkapphlaupi risaveldanna. Bæði lita þau á friðarumræðu kirkjunnar sem ógnun og truflun við starfsemi sina, bæði eru þau tilbúin að stimpla kirkjunnar þjóna sem nytsama sakleysingja í þágu and- stæðingsins, það hefur borið við, að prestar, jafnvel kirkjuleið- togar og leiðtogar alþjóðlegra kirkjusamtaka hafa verið kall- aðir kommúnistar hér vestan- tjalds en kapitalistar austan- tjalds. Fagnaöarboðskapur strið, sem merkir strið til varnar gegn árásum. En til þessber ekki aðeins að beita vopnum heldur réttlátum vopnum og ennfremur réttlátum aðferðum. NU spyrja kristnir menn um hvort tveggja: eru kjarnorkuvopn réttlát vopn, eru þau aðeins til varnar, felur notkun þeirra ekki i sér dauða þúsunda ef ekki milljóna óbreyttra saklausra borgara? Og hvað um aðferðir, eru þær að- ferðir i' anda kristinnar tnlar að halda ibúum milljónaborga um allt norðurhvel jarðar i gislingu langdrægra, meðaldrægra og skammdrægra eldflauga, sem bera kjarnorkuvopn? Þessar spurningar eru bornar fram i al- vöru, getur kristinn maður gert allt, sem honum er sagt að gera? Atti — hann að hlýða þegar honum varsagtað skrúfa frá gas- inu i útrýmingarbúðum nasista. þótt gasið væri kallað vopn? Allt eru þetta spurningar um gildismat, hvaða viðmiðun gildir þegar þeim er svarað? Og hvað svo um raunsæið? Hinir fornu kirkjufeður voru svo upplitsdjarfir, að þeir héldu þvi fram, að hvar sem sannleikurinn væri, þá tilheyrði hann okkur, kristnum mönnum. Skv. þessu er raunsæi, sem i sannleika er raun- sæi, þ.e.a.s. leiðir til góðs þegar upp verður staðiðekkii andstöðu. við trúna. Þvert á mdti er trúin skynsamleg þegar allt kemur til alls, en hún hefur viðmiðun, sem stundum kann að virðast dskyn- samleg og draunsæ. Kristin tni felst i þvi einu saman að taka þessa viðmiðun gilda i einu og öllu og sú viðmiðun er JesUs Kristur sjálfur, sem var svo óraunsær, aö láta krossfesta sig fyrir augum hins volduga þögla meirihluta. Það er hugrekki krossins og hins krossfesta, sem kallar kirkjur heimsins til ábyrgðar i dag. Sá, sem vegur að þvi hug- rekki vegur um leið að einni sterkustu rót vestrænnar menn ingar, þeirri rót, sem birtist i þessum að þvi er mörgum virðist óskynsamlegu orðum Fjallræð- unnar: „Þér hafið heyrt að sagt var: elskið náunga yöar en hatið óvini yðar en ég segi yður elskið óvini yðar og biðjist fyrir þeim sem ofsækja yður”. í þessum orðum felst séreinkenni krist- innar trUar og eina leið, sem kirkjan þekkir til þess að hatri og ótta verði bægt frá. Svo framandi og ókunnug er rödd þessi orðin i heimi gagn- teknum af hatri og gereyðingar- tólum,aðþað fyrsta sem mörgum dettur i hug, þegar á þau er bent er „kommúnistaáróður”, svo gleymd eru þau rök orðin, sem kristnir menn hafa fært fyrir li'fs- skoðunsinnii'tvöþúsund ár. Orðin úr Fjallrasðunni setja veruleika óvináttu og haturs i dýpra sam- hengi, fela i sér spurningu um óvininn, hver er hann, er ég dvinur i augum náungans, ðttast hann mig, kannski meira en ég hann? Fagnaðarerindi friðarins Alþjóðleg kirkjusamtök hafa fordæmt vigbúnaðinn, sömuleiðis rómversk-kaþólska kirkjan. Þau hafa fm-dæmt risaveldin fyrir að snúa sér ekki af alefli að þvi að ráðast sameiginlega að rótum vandans, sem er efnahagslegt misrétti i heiminum, skerðing á mannréttindum og fleiru. Alþjdð- leg kirkjusamtök hafa hvatt risa- veldin til þess að verja sttírfé til verkefna, sem tryggja varan- legan frið i heiminum og eyða tor- tryggni milli þjóða, til þess eru ótal leiðir. Alkirkjuráðið, sem eru stærstu kirkjusamtök heims og sameina kirkjudeildir bæði austan járntjalds og vestan, bæði rikar þjóðir og fátækar, hefur for- dæmt árdður risa veldanna, þar sem þau draga miskunnarlaust upp grýlumyndir af andstæðing- um sínum og undirbúa þannig jarðveg striðsins, sem er hatur og ótti. Alkirkjuráðið hefur lýst nift- henni tilheyrum. Hin alþjoðlegu kirkjusamtök hafa einnig hvatt kirkjurnar til þess að ganga til samstarfs við hvern þann aðila, sem hefur góðan vilja til þess að tryggja friðinn og að rækta þann jarðveg.sem hann getur þrifist i. Og það er ekkert nýtt, aö kirkjan gangi til samstarfs við aðila sem vinna að sama marki og hún þótt munursé á aö öðru leyti. Kirkjan er ekki fædd i gær, hún hefur i 2000 ára sögu sinni ekki óttast samstarf við fólk af ýmsum stjdrnmálaskoðunum og ólikum trúarskoðunum og þannig er það enn i dag, stdr hluti heimskirkj- unnar er nú i löndum austur- blokkarinnar og sumir segja, að þar sé hún ekki veikust, þján- ingar og pislarvættir hafi aukið hana þrótti. Ég minni á Pólland. Kirkjan byggir ekki upp múra milli manna nú á timum það er i andstöðu við hlutverk hennar i heiminum. „Hafið frið við alla menn” sagði Páll postuli. Kirkjan á samleið með einum i dag og öðrum á morgun, hún lætur stjórnmálamenn ekki segja sér fyrirverkum, hvorki frá hægri né vinstri, kirkjan hefur aðeins skyldur við einn: Jesúm Krist. Marteinn LUther sagði, að kirkjan hefði ekki aðeins hlýðnis- skyldur við réttlátt yfirvald heldur einnig óhlýðnisskyldur við óréttlátt yfirvald. Séu pólitisk yfirvöld eða stjórnmálastefnur i andstöðu við þá viðmiðun, sem kristinn maður getur eina tekiö gilda,þáberhonum aðsýna þeim andóf. ingu á mannréttindum sem svert- ingjar urðu fyrir i landi hans, en sú árás var án valdbeitingar. Sá fagnaðarboðskapurfriðarins sem brasiliski erkibiskupinn og friðarverðlaunahafinn Helder Camara flutti sinni þjóð var einnig árás á ómannúðleg sam- félagsöfl i landi hans, þar sem fáir lifðu í ómældum munaði en þorri ibúanna bjó við hungur- mörkin. Sá fagnaðarboðskapur friðarins sem erkibiskupinn i E1 Salvador, Oskar Romero flutti þjóð sinni, var samstaða með hinum þjáðu og gagnrýni á guð- lausa rikisstjórn. Hann galt fyrir þann friðarboðskap með li'fi sinu er hann var skotinn fyrir altarinu i dómkirkjunni i San Salvador fyrr á þessu ári. t þessu sambandi kemur mér i hug saga Dostojewskijs um rann- sóknardomarann mikla, þar sem skáldið dregur upp mynd af of- sóknarbrjálæði, sem hafði gripið um sig i Evrópu á timum rann- sóknarréttar kaþolsku kirkj- unnar. Rannsóknardómarinn átti að finna hvern þann sem boðaði falska kenningu og útþurrka hann af yfirborði jarðar, ef svo bar undir. Dag einn er það enginn annar en Kristur sjálfur, sem er hinn seki og færður fram fyrir rannsóknardómarann mikla. Þá verður dómaranum að orði: „Hvers vegna kemurðu til þess að trufla okkur”. Skilningur Dostojewskijs á fagnaðarboð- skapnum kemur raunar fram i þessum orðum, fagnaðarerindið truflar þau niðurrifsöfl sem vilja friðarins kallar fram þess háttar viðbrögð þeirra afla, sem vilja ekki láta truflast við þá iðju sina að leiða sköpunarverkið tilheljar. Sá friðarboðskapur, sem kirkj- an flytur er ekki friður kirkju- garðsins, ekki sá friður, sem mun eiliflega hvila yfir þessari jörð fái regnið svarta að leggja sina köldu blessun yfir hana. Sá friður sem elsta kveðj a kirkjunnar snýst um, friðarkveðja hins upprisna Krists, er lifandi friður, heitur og skapandi friður, sem horfist i augu við raunveruleikann en gefst ekki upp. Margir sjá þess þegar merki, að örvænting sé farin að gripa um sig viða um heim. Sliku vonleysi afneitar kristin trú.hún býður öllu vonleysi byrg- inn og mætir þeim fáránleika, sem leiðir til heljar með þvi fifl- djarfa hugrekki sem á krossinn að viðmiðun. Þess vegna gat Marteinn LUther sem lifði á tim- um mikilla heimsendaspádöma sagt: ,,Jafnvel þótt ég vissi, að heimurinn ætti að farast á morgun og ég hefði ákveðið að gróðursetja eplatré i dag, þá myndi ég samt gera þaö”. Til þess að bjóða þeim marghöfða þurs vi'gbúnaðarins byrginn nægir manninum ekkert minna en slikt hugrekki og sllk fullvissa um að hann beri að sigra og hann muni að lokum falla. A þessari fullveldisháti"ð hef ég reynt að leiða hugann að spurn- ingum um gildismat, lifskoðun, um þau hamingjuskilyrði sem börnum framtiðarinnar eru búin i þessum heimi og hér á landi. Kjarnorkuvigbúnaður er ekki einkamál risaveldanna, sú tvi- ræða leiö ógnarjafnvægis, sem nú virðist vafasamari en nokkru sinni fyrr er eina leiðin, sem risa- veldin hafa látið sér detta i hug til þess að tryggja frið i þessum heimi. En allir sjá, að um leið eru ragnarök mannkyns undirbúin. tsland mun ekki standa utan þeirra ragnaraka. Nú þegEæ er landi okkar og fiskimiðum og þar meö lifsgrundvelli þjdðarinnar ógnaö af fjölda kafbáta risaveld- anna,allirvita, hvaö það merkir, ef þeim hlekkist alvarlega á i haf- inu kringum landið. Kjarnorku- vigbúnaður er þvi einnig okkar mál, þvi fagna ég þvi, að þings- ályktunartillaga um friöun At- lantshafsins liggi fyrir Alþingi, þvi að hver einasti kjarnorkukaf- bátur á Atlantshafi er vissulega ógnun við tilveru okkar allra, sem byggjum þetta þetta land. Um slik mál eiga smáþjdðir að taka höndum saman og mynda kjam- orkuvopnalaus svæði, sem smám saman teygja sig um allan heim og knýja á þann hátt risaveldin til afvopnunar. Ef vopn kjarnorku- kafbáta við tsland tala, segjum vegna mistaka, þá tala þau hvorki ensku né rússnesku, þá tala þau sama tungumál, tungu- mál dauðans. Aldrei fyrr hafa almennir borg- arar i' Vestur Evrópu staöið eins einhuga um að láta friðinn sigra og nú á þessu ári, þrátt fyrir linnulausan áróður þeirra sem eiga allt sitt undir auknum vig- búnaði hafa menn fjölmennt i milljónatali út á götur og torg stórborga Evrópu til þess að leiða hugann að friði. Hugtakið friður er nú orðið hættulegt hugtak, það er ekki i' fyrsta sinn. Kirkjan mun ekki láta viögang- ast að boðskapur hennar verði tortryggður. Látum umræðu um friðinn ekki slita sundur friðinn milli okkar sjálfra, iðkum málefnalega um- ræðu, látum engan slá okkur út af þvi lagi. Stigum fyrstu skrefin til friðar, sem er málefnaleg umræða, sjálfsgagnrýni, slökunarstefna i stóru sem smáu, reynum að eyða tortryggni i stað þess að auka hana. Striðsleiki kunnum við frá þvivið vorum börn, striðsleikföng umlykja börn þessarar þjóöar á báðar hendur, breytast ekki sum barnaherbergi á sjálfri hátið friðarins, jólunum, i vigvöll, þar sem finna má eftirlikingar af öll- um helstu drápstólum? Er það kannski að undirbúa friðinn? Er nóg að læra aö undirbúa striðið? Er ekki hin gamla viska hinna fomu og vitm Rómverja um að sá sem vilji undirbúa friðinn hann undirbúi striðið löngu orðin úrelt? Vopnin tryggja ekki lengur frið- inn, sú viska er ekki lengur i fulllu gildi;GeorgeOrwellsáþetta fyrir þegar hann ritaði bókina „1984” þar sem hermálaráðuneytið er kallað friöarmálaráðuneyt®. Ott- umst ekki friðinn, óttumst það sem er óttalegt,óttumst það sem getur tortimt þessari jörð, kjarn- orkuvopn og allt sem þeim til- heyrir, þeim til huggunar, sem óttast,aðþá sé ekki lengurtilnóg af vopnum skal það sagt, að nóg er til af venjulegum vopnum til þess að leggja heimsbyggðina rækilega i rúst og Evrópu mörgum sinnum.Sinnum þvisem sinna ber, vinnum aö þvi að gera heiminn byggilegan án skugga gereyðingar. RUssneski barnabdkar- höfundurinn Marschak var einu sinni að horfa á nokkur 6 og 7 ára börn að leik. „1 hvaða leik eruð þið” spurði skáldið. „Við erum i striðsleik” svöruðu börnin. Þá sagði skáldið: „Hvað eruð þið að leika ykkur istriðsleik, af hverju leikið þið ekki heldur friðinn?” „Það er ekki svo vitlaus hug- mynd” sögðu börnin þá. Svo þögnuðu þau smástund, hvfsluðust á, þögnuðu svo aftur. Þá sté eitt barnanna fram og sagði: „Heyrðu gamli maður, hvemig á að leika friðinn?” Leitum svars við þeirri spurn- ingu, reynum að leika friðinn, tökum þá áhættu, það væri lifs- tefna, sem við getum öll tekið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.