Þjóðviljinn - 12.01.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.01.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN g Þriðjudagur 12. janúar 1982 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍdtalÍd Síminn er að hringja, það er verið að banka á hinar ,dyrnar, það vælir í þurrkaranum og klukkan á of n- inum er að hringja! S £■ Aukning á sölu notaðra bifreiða Salan haustiö 1981 var helmingi meiri en áriö áöur sagöi Óiafur Magnússon hjá Bilamarkaöinum er blaöiö leitaöi til hans um hreyfingar á bilamarkaöinum. Sala notaöra bifreiöa viröist hafa aukist verulega siöustu mánuöi ársins og bendir þaö meö ööru til auk- innar einkaneyslu i landinu. Ólafur sagöi aö haustiö 1980 heföi verið nokkur samdráttur á markaðnum öfugt viö þaö sem nú væri. Aörir bilasalar töku i svipaöan streng en enginn þeirra vildi nefna tölur um fjölda seldra bifreiöa. Mikil aukning var á innflutningi nýrra bifreiöa seinni hluta siöasta árs. 1 nóvember sl. árs voru fluttar inn 658 bifreiðar en i sama mán- uði árið áður voru fluttar inn 278 fólksbifreiöar. Kristmann Hjálmarsson i Bilasölunni Skeifunni sagöi aö þaö heföi einnig oröiö aukning hjá þeim sl. haust. Guöfinnur i Bílasölu Guöfinns sagöi aö eng- inn bilasali vildi gefa upp tölur um selda bila. Slikt gæti valdið misskilningi einsog þeim aö al- menningur héldi aö bilasalar græddu mun meira en þeir i rauninni gera. Guöfinnur sagöi einnig aö verö á gömlum bif- reiöum væri alltof hátt miðaö viö nýjar bifreiöar. -dg Þinghúsið „verra hverjum vindhjalli” Arið 1798 var Alþingi i slðasta sinn haldiö á hinum forna þing- staö, Þingvöllum viö öxará. Næsta þing var háö i Reykjavik. Þessi vistaskipti Alþingis virö- ast ekki hafa mátt dragast öllu lengur þvi svo sýnist sem litlu hafi munaö aö þetta siöasta þinghald á Þingvöllum gengi af flestum helstu fyrirmönnum þjóöarinnar dauöum. Geröi þaö húsvistin. Viö þinglok tók Magnús lög- maöur Stephensen til vitnis þá heiðursmenn, sem þarna voru mættir um þaö, aö ,,húsið væri óheiinæmara og verra hverjum vindhjalli, og lif þeirra i hættu, sem þar neyddust til inni aö sitja”. Þeir, sem um þetta vitn- uðu meö lögmanni voru: Wibe amtmaður, Finne landfógeti, Magnús ölafsson lögmaður, Stefán Stephensen, varalög- maöur, sýslumennirnir Jón Espólin, Vigfús Thorarensen og Jón Þorleifsson og fjórir lög- réttumenn. Áhrifum Alþingis- hússins á sitt eigiö heilsufar lýsti Magnús Stephensen svo, aðhann væri „sökum alþingisó- næöis og heilsuspillandi drag- súgs i gegnum gluggabrotiö og opiö lögréttuhús viö réttarhöld I þessum vindhjalli, oröinn lasinn og veikburöa”. Gekk þingsetan þarna svo nærri lögmanni, aö hann vildi slita þinginu áöur en því var lokiö en fékk þvi ekki ráöið. Um haustiö skrifaöi lögmaöur kanselliinu, beiddist þess aö framvegis yröi þingiö haldiö i Reykjavik og aö þar yröi byggt yfir þaö. Kanselliiö féllst á flutning þingsins en taldi öll tor- merki á húsbyggingu. —mhg Sigurður Helgason bóndi í Hraunholtum í Hnappadal: Við eigum að brauð- fæða okkur sjálf Þaösést alla jafna ekki mikiö af bændastéttinni á rit- stjórnaskrifstofum Þjóöviljans og þvi var Siguröur Helgason bóndi í Hraunholtum i Hnappa- dal i Kolbeinsstaöahreppi grip- inn þegar hann sást þar á göng- um og beðinn um fréttir af bændastéttinni: „Hjá okkur fyrir vestan gengur búskapur allur vel og viö þurfum ekki aö hafa áhyggjur af þvi að missa fólk úr hreppn- um ennþá. Endurnýjun er góð og mikið af ungu fólki sem byggir hreppinn.” „Hvers konar búskapur er al- gengastur hjá ykkur?” „Þetta er blandaður búskapur og litið um stórbúskap. Hér eru talsverð hlunnindi af silungs,- lax- og selveiöi, en annars búskapur almennt ekki sér- hæföur.” „Er mikiö veriö aö byggja i hreppnum?” „Jaröirnar eru yfirleitt meö góðum húsum og flestir eru svo heppnir aö hafa byggt áður en vextirnir og verötryggingin gerðu þetta næstum ómögulegt. Viðhald og endurnýjun á húsa- kosti hefur veriö ágætt, nema á þeim jörðum sem eru i eigu utansveitarmanna, en Thors- ararnir eiga miklar jarðir hér.” „Eru þessar jarðir þá i leigu?” „Flestar eru þaö, en á- búaendurnir njóta ekki hlunnindanna, t.d. fá þeir ekki aö veiöa i ánum. Þaö gera eig- endurnir sjálfir, útlendingar og fínir gestir.” „Væri mögulegt fyrir ykkur aö taka upp einhvern sérhæföan búskap?” „Það væri þá helst „villidýra- búskapur” en ég held aö það sé takmarkaöur áhugi á þvi i sveit- inni. Sömuleiöis er áhugi tak- markaður hjá okkur á „verks- miðjubúskap”, þ.e. tæknivædd- um stórbúskap. Við megum ekki gleyma aö viö erum að vinna með lifandi skepnum. Við getum t.d. ekki gert verkföll eins og aðrar stéttir. Þó held ég aö viö ættum að geta knúiö fram nauösynlegar breytingar á okkar hagsmunamálum með þvi að stöðva matvæladreif- ingu.” „Hvaöa hagsmunamál eru brýnust hjá bændastéttinni?” „Bændur veita þýðingarmikla þjónustu sem skiptir máli fyrir allt þjóöarbúiö. Þaö verður aö tryggja okkur lágmarkslaun eins og öörum stéttum. Við fá- um alltaf afganginn, þegar allir sem únnið hafa úr og selt okkar vöru eru búnir að taka sitt. Ég held þó aö útflutningsbæturnar skipti ekki eins miklu máli og hinn gegndarlausi innflutningur á erlendum matvælum. Viö eig- um aö brauöfæöa okkur sjálf fyrst og fremst. Nú hefur fram- Lítill áhugiá „viliidýrabúskap”, segir Siguröur. Ljósm. — gel — leiðsla Iandbúnaðarafurða dregist svo saman aö við gætum tæplega brauðfætt okkur sjálf á þvi sem viö framleiöum, ef inn- flutningur til landsins stöövaöist af einhverjum ástæöum.” „Eru bændur ánægðir með þaö hvernig þeirra framleiösluvara er kynnt og seld erlendis?” „Satt að segja veit maöur allt of litiö um þetta. Við vitum aö við erum með mjög góða vöru, bæöi matvöru og ullar- og skinnavöru og hún ætti þvi að geta selst á góöu verði. Hins vegar hefur maður fregnir af þvi aö þess séu mörg dæmi að t.d. islenskt lambakjöt sé selt sem 3. flokks matvara, illa kynnt og i lélegum umbúðum t.d. á Norðurlöndunum og slikt er algerlega ótækt.” Og við þökkum Siguröi fyrir spjalliö og óskum góörar feröar heim i sveit. þs Heyfengur 14% minni en 1 fyrra Ljóst viröist nú af þeim fóöur- birgöaskýrslum, sem borist hafa, aö heyfengur sé um 14% minni eftir þetta siðastliðna sumar en hann varð á árinu 1980. Og votheysverkunin sækir heldur á. Hún varö nú um 7% meiri en árið áöur en þurrheys- verkunin varð hinsvegar 16% minni. Fyrir nokkrum árum varö mikils áhuga vart á kornrækt. Siðan fór hann dvinandi en hefur nú færst i aukana á ný og i sumar var korn ræktaö viöar en gert hefur veriö árum saman. Svo fyrr var korn ræktaö á Sámsstööum i Fljótshlíö, Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum og Norðurhjáleigu i Alftaveri. Við bættust nú 7 bændur I Austur- -Landeyjum og einn I Þykkva- bænum. Korn var og ræktaö á Stórólfsvelli. Korn þessara bænda var þurrkaö og kögglaö i verksmiöjunni á Stórólfsvelli. Alls var korn ræktaö og upp- skoriö af 54,2 hektörum. Heildaruppskeran varö 110 lest- ir eöa um 20 tunnur. Þykir þaö allgott eftir þetta ill- yrmislega sumar. Haldiö var áfram grasfræ- ræktinni á Sámsstööum og I Gunnarsholti, á 20 hektörum alls. Var trúnvingull á 13 hektörum og vallarsveifgras á 7. Um fræmagn verður ekki fullyrt fyrr en hreinsun er lokið. _________________________—mhg < o o fL,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.