Þjóðviljinn - 12.01.1982, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 12. janúar 1932 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Hringiö í síma 81333 kl. 9-5
alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
fra
lesendum
Dallas, — fyrsta, annars eða þriðjaflokks rusl?
Oánægður með sjónvarpið
Karl Sveinsson skrifar:
Af hverju er isienska sjón-
varpið svona leiðinlegt? Þessi
spurning brennur á margra vör-
um i videotiðinni. Ég hef nú
mina skoðun á þvi, mér finnst
að það ætti að efla islenska sjón-
varpið, þannig að það gæti gert
fleiri og vandaðri islenska þætti.
Ilvernig væri að það yrðu geröir
fréttaskýringaþættir — þarsem
málin yröu tekin aðeins gagn-
rýnum tökum.
Hvernig væri nú að sjónvarpið
fengi fleiri til liðs við sig um
gerð menningarlegs efnis — það
kostar auðvitað meiri peninga,
en auðvitaö vill fólk alveg eins
borga meira fyrir áhugavert
efni, eins og þeir vilja borga
meira sem ánetjast videoinu.
Auk þess langar mig til að
benda á, að sjónvarpiö mætti
vel gera meira af þvi að leita til
Skandinaviu, Bretlands og
Þýskalands svo eitthvað sé um
efni bæði pólitik og skemmtiefni
i stað þess að liggja alltaf undir
þessu þriðja flokks rusli frá
Bandarikjunum.
Þaö er merkilegt, að það er
alltaf verið aö segja manni frá
skemmtilegum kvikmyndum og
vönduðum og gagnrýnum póli-
tiskum fræðsluþáttum i öllum
þessum löndum, sem af ein-
hverjum ástæðum sjást aldrei
hjá þessari stofnun hérna. Ætli
vandaðir og gagnrýnir sjón-
varpsþættir frá Sviþjóð og Dan-
mörku séu dýrari en pólitiskir
„fræösluþættir” frá Bandarikj-
unum?
Karl Sveinsson
s jónvarpsáhugamaöur.
Brúðuleikhúsið heimsækir fötluð böm
f tilefni af ári fatlaðra kynntu nem-
endur i forskóladeild Æfingaskóla
Kennaraháskóla íslands sér fötlun
þeirra sem eru heyrnarlausir, blindir,
hreyf ihamlaðir og vangef nir.
Kveikjan að þessu var heimsókn
brúðuleikhúss sem nú ferðast á milli
skólanna á vegum Alfa nefndarinnar.
Börnin heimsóttu Heyrnleysingjaskól-
ann, Blindraheimilið, Hjálpartækja-
bankann. Einnig fengu þau að skoða
verkefni sem nemendur i Fossvogs-
skóla höfðu unnið um fötlun. Drengir
úr Lyngási komu í heimsókn í skólann
og tóku þátt í skólastarf inu einn dag.
Börnin unnu úr þessum heimsóknum
með því að semja saman ferðasögur
um það sem þeim þótti markverðast.
Einnig teiknuðu þau myndir og skrif-
uðu hvert fyrir sig um það sem þeim
Barnahornið
varð eftirminnilegt. Bókasafnsverðir
skólans sýndu þeim efni frá Alfa-
nefndinni skyggnur og snældu með
texta sem fjallaði um fötlun.
í dag og næstu daga birtast myndir
og annað efni eftir krakkana hér í
Barnahorninu.
Sagan um fötlun
Sagan um fötlun
Brúðan var í hjólastól.
Hann var lamaður í fótunum.
Hann var með hjálm á höfðinu.
Hann talaði skringilega.
Strákurinn hafði hjólastólinn
fyrir kappakstursbíl.
Hann hét Markús.
Hinn strákurinn hét Rögnvaldur.
Hann var með blindrastaf og
blindrabókog blindraúr.
Græni hópurinn. nóv.'81.
Þetta er eitt brotabrotið af þvi krlli sem alheimurinn er og er úr
þættinum I kvöld.
Alheimurinn
Það leggst ekkert litið fyrir
kappana sem gera þáttinn
sem sýndur verður i kvöld.
Efniö er ekkert smálegra en
alheimurinn gjörvallur.
Ahorfendur fá væntanlega aö
ferðast um þann ómælda
geim. Þetta er þriðji þáttur i
röð um stjörnufræði og geim-
visindi. Leiðsögumaður er
Carl Sagan.
Eddi þvengur stendur I ströngu i nýjum sakamálaþætti.
Nyr sakamálaflokkur um plötusnúð
Eddi þvengur
á skjáinn
Sjónvarp
kl. 21.40
t kvöld hefur göngu sina nýr
framhaidsmyndaflokkur af
breskum uppruna.
I kynningu frá sjónvarpinu
myndaflokkur um einkaspæj-
arann og plötusnúöinn Edda
Þveng. Hann var áður forrit-
ari en ákveöur aö hefja störf á
öðrum vettvangi. Hann fær
starf við útvarpsstöð og er
jafnframt einkaspæjari sem
tekur að sér verkefni frá
hlustendum. Og nú færist
væntanlega fjör i leikinn.
Ópbjöllumiar
■|É[É| Útvarp
'%/p kl. 21.45
Thor Vilhjálmsson rithöf-
undur les nú 21. lestur sögu
sinnar Óp bjöllunnar i kvöld.
Lesendur Sunnudagsblaðs
Þjóöviljans hafa nú um skeið
átt kost á að njóta snilldar
skáldsins — og sjálfsagt fylgj-
ast margir þeirra með lestri
Thors á Ópinu...
Fj árf estingin
Jón Danielsson kennimaður,
•Útvarp
kl. 20.40
skáld og strætisvagnastjóri i
Sviþjóð les i kvöld, þýðingu
sina á „Fjárfestingin”, smá-
sögu eftir ónnu Dahl. Jón hef-
ur þýtt margar smásögur og
lesiö sumar góðar i útvarpið.