Þjóðviljinn - 12.01.1982, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 12. janiiar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Hver
var
bestur?
Sólveig Halldórsdóttir
skrifar um sýningu
Leikfélags Akureyrar á
„Dýrunum í Hálsaskógi”
Leikfclag Akureyrar frumsýndi
þann 28. des. s.i. bamaleikritið
..Dýrin i Hálsaskógi" cftir Thor-
björn Egner.
Þetta er sígilt verk sem flestir
leikhiísgestir þekkja, bæði for-
eldrar og börn, og tcl ég þvi ekki
ástæðu að rekja innihaldþess hér.
Þetta vinsæla verk hefur verið
sett upp nokkru sinnum i Þjóð-
leikhúsinu.plata hefur verið gefin
út með flytjendum úr þeim
sýningum, sem ég trúi að sé til á
mörgum heimilum hér á landi.
Og ekki eru nema 10 ár siðan
Leikfélag Akureyrar hafði þetta
verk á fjölunum.
Áhugi atvinnuleikhúsanna fyrir
barnasýningum, virðist vera vax-
andi, og er það vel. Og ungir
Akureyringar ættu að verða glað-
ir við þessa uppfærslu, þvi enga
sýningu sýndi L.A. fyrir börn á
siðastliðnu ári.
Þórunn Sigurðardóttir leik-
stjóri fer hér nýjarleiðir að verk-
inu og tekur nokkra áhættu og það
finnst mér takast vel. Börnin
gripu það sem máli skipti án þess
að það væri sagt með neinum lát-
um.
Heildarmynd og hrifandi áferð
sýningarinnar, finnstmér hennar
aðalkostur.
Guðrún Auðunsdóttir gerði
leiktjöld og búninga. Leikmyndin
einkenndist fyrst og fremst af
einfaldleik og mildi. Otisenur
þóttu mér hvað fallegastar, og
alveg makalaust að sjá einfaldar
tuskur verða að lifandi trjám, við
lýsingu. Búningar fannst mér
skemmtilegastir þegar gleði
gættiílitum, t.d. hjá Mikka ref og
Lilla klifurmús.
David Walters hannaði lýsingu
og gaf skemmtilega afgerandi
tóna, eftir þvi hvað um var að
vera, t.d. drungalega lýsingu á
heimili hjónanná, aridstætt blið-
um litum i morgunsárið i sktígin-
um. Gaman fannst mér að sjá
rómantiskt fortjaldið lifna I
ýmsum blæbrigðum i skipti-
lýsingu. Það gaf heilmikla
stemmningu.
Ingimar Eydal sá um undirleik
iverkinu, en Hákon Leifsson æfði
tónlist. Fóru leikarar allir sér-
staklega vel með texta. Gaman
var að sjá Ingimar i fullum
skrúða, i lokasöngnum tók hann
smátexta úr hljómsveitargryfj-
unni, og hefði mátt gera meira af
þviað virkja hann,fyrst verið var
að þvi' á annað borð.
Annars fannnst mér lokasöng-
urinn einna sista senan i sýning-
unni.
Leikstjóri hefur á að skipa, i
þessari mannmörgu sýningu,
blönduðum hóp af ftílki, reyndum
leikurum með greinilega mis-
jafnan bakgrunn og svo óreyndu
ungu ftílki.
En vegna hinnar dempuðu og
jöfnu linu sem dregin er i þessari
sýningu, kemur slikt ekki að sök.
Ekkert er ofgert, hvorki i leik né
leikmynd.
Mórölsk uppbygging verksins
er sú, að vondu dýrin, eiga að
hætta að borða hin dýrin. (Þrátt
fyrir náttúrulögmálið sem börn
kynnast fljótt). En semsagt, ein-
föld dæmisaga um samstöðu og
allir eiga að vera góðir við alla og
enginn að gera neinum neitt.
Aumingja Rebbi verður að hætta
að stela kjöti, en Lilli klifurmús
betlar bara kökur og hnetur úti
bæ. Einhvem veginn bætir nú
Rebbi kallinn upp þessa einföld-
un, með þvi að sýna að enginn er
alvondur (eða algóður).
Litill vinur minn sem var með
mér, sagði, þegar hann var
spurður, hvort honum hefði fund-
ist gaman. „Jú jú, en þetta var
lika soldið sorglegt”. Og þá held
égaðhann hafi átt við Mikka ref.
Mikki refur vakti nefnilega
samúð i meðförum Gests E.
Jónassonar, sem annars var
mjög skemmtilegur rebbi.
Lilli Klifurmús varð aftur á
móti sjálfumglaður og það kom
mér skemmtilega á óvart, enda
þjónar það ágætlega. Guðbjörg
lék af frábærri tækni og ttíkst
einna bestað tengja sina persónu
þvi að vera dýr. En einhvern veg-
inn náði hún ekki að hrifa hjörtu
unga ftílksins. Það var eins og
Lilla vantaði svolitinn lit i til-
finningastigann.
Börn nefnilega skilja betur,
held ég, tilfinningar frekar en orð
i leikhúsi. Að visu er þarna tekin
áhætta, þessi tvö aðalhlutverk
hafa imynd ihugum barna, og hér
er gerð tilraun til nýsköpunar,
sem vel á að meta, þó svolitil á-
hætta sé.
Þórey Aðalsteinsd. dró upp
tvær skemmtilegar persónu-
myndir, Sunna Borg og Bergljót
litla áttu skemmtilegan samleik,
Marteinn sktígarmús, Andréá
Sigurvinsson, féll tíneitanlega i
skuggann af Lilla Klifurmús, en
það gerist kannski óhjákvæmi-
lega, samæmt verkinu, en hann
leyndi á sér.
Um misræmi i leikstil hjá leik-
urum, er kannski ekki hægt að
fjalla um hér svo réttlátt sé.
Við búumst hvort sem er, ekki
viö neinum leiksigrum i barna-
leikhúsi, eða hvað?
Leikurum hættir oft til að
gleyma áhættunni, sem er nauð-
synleg i öllum leik, þegar börn
eru annars vegar.
Þetta á að visu alls ekki ein-
göngu við um þessa fallegu
sýningu, heldur loðir þetta við
okkur öll. Kannski vegna þess að
við höfum ekki leikhús hér á
landi, sem eingöngu er ætlað
börnum?
Aftur á móti langar mig að tina
til skemmtileg atriði úr sýning-
unni eins og t.d. fyrstu senuna
heima hjá bangsapabba, þegar
Lilli Klifurmús heimsækir
Martein skógarmús, Piparköku-
söngurinn, og þegar rebbi kaupir
piparkökur, amma skógarmús,
þegar hún flaug o.fl.
En semsagt á Akureyri er
skemmtilegt leikhús, metnaðar-
fullt i verkefnavali, mikiö af nýju
fólki sem kemur til starfa.
Og þá er bara að heilla bæjar-
búa til sin með vönduðum
sýningum eins og þessari. Og ég
heyrði ekki betur en börnin not-
uðu tækifærið til að klappa og
sýna ánægju sina, og það hlýtur
að vera besta merkið um góðan á-
rangur.
Hópmynd dr Dýrunum i Hálsaskógi. Frá vinstri: Hiidigunnur Þráinsdóttir, Jónsteinn Aðalsteinsson,
Guðlaug Hermannsdóttir, Þórey Aöalsteinsdóttir, Marinó Þorsteinsson, Guðbjörg Thoroddsen, Bergljót
Friðgeirsdóttir, Sunna Borg og Theodór JUIiusson. (Ljósm.: GIsli).
Hrafn Baldursson:
ÚTLAGINN
Fátt af efni fjölmiðla um hátið-
arnar hefur orðið fólkiað jafn al-
mennu umræðuefni og viðtals-
þáttur Ómars við Gisla bónda á
Uppsölum.
Vist er það vel þegar svo
merkilega tekst til að sjtínvarpið
kemst inn úr skrápnum sem um-
lykur tilfinningar okkar flestra,
með eitthvað annað en eigið aura-
leysi og vesaldóm. Að visu bar
þátturinn merki tima og fjár-
skorts sjónvarpsins en það er
önnur saga og ekki ætlunin að
fjalla um það hér.
Það sem rekur höfund þessara
lina til að senda þær frá sér er að
likindum forystugrein sem birtist
i Dagblaðinu & Visi fjórða dag
jóla og inniheldur e.t.v. skoðanir
fleiri en höfundar á kjörum ein-
búans i Selárdaí og annarra hans
lika og raunar kjörum miklu
fleiri.
Nú er það svo að öllum sem sáu
og þó miklu fremur heyrðu þátt-
inn má vera það ljóst að höfuð
ástæða einangrunar einbúans
gæti sem best legið i þvi að hann
er verulega blestur á máli.
Ef fólk rifjar upp fyrir sér hvað
það þekkir i þessum efnum, og
það hafa vonandi margir gert,
kem st það vafalaust að þviað það
þekkirsjálftmis mörg dæmisem
ekki eru orðin 60—70 ára gömul,
heldureru i fullu gildi og óleyst að
afloknu sérstöku ári tileinkuðum
ftítluðum.
Vissulega eru fleiri atriði sem
valda einangrun á borð við bú-
skapinn á Uppsölum, það má
nefna til einangrun byggðar sem
nokkuð stóra tölu i dæminu og
vissulega geta komið til ýmis f jöl-
skyldubundin atriði, en ekkert
siður atriði bundin umhverfinu.
Ef til vill má setja þetta upp
þannigaðheildar dæmið skapi út-
kofnu sem er einangrun, og það
var sú útkoma sem skefldiþá sem
stundum eru kallaðir saklausir
áhorfendur, á jóladagskvöld.
Til hvers var ár
fatlaðra?
Er það misskilningur að ár fatl-
aðra hafi einkum átt að fara í að
vinna á þeim atriðum sem ein-
angrafatlaða frá umhverfinu? Er
þetta 81. ár 20-ustu aldar liðið án
þess að við höfum komið okkur
upp einhverju sem kalla mætti
samræmdri mynd af þvi hvað er
fótlun, og þá hvers vegna ekki er
allt i stakasta lagi með fötlunina?
Er það kannski lika misskilning-
ur að umræða ársins um tileink-
unarefni sitt hafi snúist að of
miklu leyti upp i karp og meting
innbyrðis meðal fatlaðra og
þeirra sem helga sig málefnum
hinna ýmsu hópa, en i of rýrum
mæli að þvi að ráðast gegn for-
dómum og vanþekkingu tífatlaðra
sem fatlaðra á fötlun og afleiðing-
um hennar?
Erþetta er ekkiraunin, hvernig
stendur þá á þvi að við vitum það
ekki að ein af algengustu og al-
varlegustu afleiðingum fötlunar
er minnimáttarkennd og afleið-
ingar hennar eru einangrun. Við
virðumst heldur ekki vita það að
málhelti er fötlun sem veldur
samskiptaerfiðleikum og ein-
angrun likt og heyrnarleysi. Sem
sagt, ef dæma má af viðbrögðum
t.d. ebs.i DB & Visi 28. des. siðast-
liðinn, hefur ár fatlaðra liðið án
þess aö gera okkur þetta ljtíst.
Eða er það misskilningur að
hver sú vesöld sem lögð er á
manneskjuog veldur henni á ein-
hvem máta hömlun i samanburði
við óvesælan, verðiaðteljastfötl-
un og mögulegar afleiðingar séu
likamleg kvöl og minnimáttar-
kennd með sínum andlegu þján-
ingum og einangrun?
/
Osanngjörn náttúra,
sanngjarnari tilvera
Milton Freedman segir okkur
að náttúran sé ósanngjörn og við
þvi sé ekkert að gera, og þó svo
menn taki ekki boðskap hans
alltof hátiðlega, má e.t.v. segja
sem svo að hægt sé að ætlast til
þess að sú dýrategund sem á að
vera sköpuð I mynd Guðs eigi að
minnsta kosti að geta valið sér
fyrirmyndir úr náttúrunni og
kannski gerum við það. Gallinn er
bara sá að þessar fyrirmyndir
Hrafn Baldursson
hefðu að skaðlausu mátt vera
hverri annarri likariog mátt likj-
ast meira samfélagi lundans en
það nú gerir, nú minnir samfélag-
ið okkur stundum full mikið á
hænsnin. Við leggum sem sagt
allt kapp á að varna veíku hæn-
unni ætis og þegar hún er dauð,
étum við hana.
Samfélagið veitir fé til mennt-
unar, endurhæfingar og aögerða,
kannski vegna þessað það skapar
heilum vinnu en þegar kemur að
þvi að veita endurhæfðum vinnu,
finnum við allt til foráttu og við
skiljum ekki einangrun málhalts
manns. Við þolum ekki Ljóta-
Andarungann viö hliðina á okkur.
Ef nú einhver álpast til að lesa
þessar linur og dregur i efa að
svona sé, þá má benda viðkom-
andi á að kynna sér þó ekki væru
nema tvö atriði sem aðeins hefur
verið tæptá i fjölmiðlum á árinu
sem leið, þau eru annars vegar
tilraun til að fá flutt mál sem reis
vegna umsóknar blinds manns
um starf hjá ríkisfyrirtæki i
Gísla saga í
búningi
sjónvarps,
eða
eftirmæli
um ár
fatlaðra
hitteðfyrra, og hins vegar skipun
Alfa-nef ndarinnar.
Kannski er það ekki svo fráleit
ósk á nýbyrjúðu ári, tileinkuðu
öldruðum (óskilgreint hugtak) að
við megum þokast, þó i hænufet-
um væri i átt til samfélagsmynd-
unar lundansj samfélag þar sem
fólk gerði sér grein fyrir aö allir
hafa sin takmörk, lika viður-
kenndir ófatlaðir og ekkienn
aldraðir; samfélags sem felldi
ekki útlegðardóma yfir Ljótum-
Andarungum. Fyrsta skrefa yrði
þá trúlega að hætta að taka fyrir
einstök tilfelli og leita skýringa i
minnihluta þeirra ástæðna sem
leiða af sér útlegðina.
Náttúran var tísanngjörn að út-
hluta Gísla Gislasyni málhelti en
tilveran þurfti dcki að ganga á
lagið og við þurfum ekki að láta
eins og við vitum þetta ekki, til
þess eins að losa okkur undan þvi
að taka i verki tillit til samborg-
ara okkar.
Rjóöri, Stöðvarfiröi
Hrafn Baldursson.