Þjóðviljinn - 12.01.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.01.1982, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 12. janiiar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 I Fyrirlestur \ j um hafbeit j Þriöjudaginn 12. janúar ■ I" n.k. heldur Arni tsaksson er- I indi á vegum Liffræðifélags ! islands scm hann nefndir | „Nokkrir þættir sem áhrif ■ I' hafa á stærð og kynþroska- I aldur laxa i hafbcitartilraun- I um’. Alkunna er að lax á norð- « I' anverðu landinu verður mun I seinna kynþroska en lax á I suður- og vesturlandi, og er | mikið um það rætt hvað ■ I* valdi. 1 erindi sinu mun Arni I ræða niðurstöður er varpa I ljósi á þetta atriði, sem feng- | ist hafa i hafbeitartilraunum ■ I" á undanförnum árum. Erindið verður haldið i I stofu 101 i Lögbergi og hefst | kl. 20.30. öllum er heimill að- ■ Jgangur. Hverju breytirskrefa- talningin? Þessa dagana eru simnotend- um að berast reikningar fyrir umframskref i september, októ- ber og nóvember á liðnu ári, en sem kunnugt er hófst skrefamæl- ing innanbæjarsimtala 1. nóvem- ber s.l. A þessum reikningum er ekki hægt að sjá notkunina i hverjum mánuði fyrir sig, og aö sögn forsvarsmanna Pósts og sima vcrður það ekki unnt fyrr en 1. mars, þegar mánuðirnir nóv- ember, desember og janúar verða gcrðir upp hver fyrir sig. kvöldin. Hins vegar vildi þetta gleymast og trúlega sækti not- kunin i sama farið eftir smátima. Viö völdum af handahófi þrjú simanúmer i Reykjavik og feng- um samanburð á umframskref- um i október nóvember og des- ember 1981. Um er að ræða tveggja manna heimili, sex manna heimili og heimili aldraðs einstaklings. 1 fyrsta tilfellinu voru skrefin 361 i október, 548 i nóvember og 649 i desember. í ööru tilfellinu 695 i október, 821 i nóvember og 1334 i desember. í siðasta tiifellinu var aðeins 1 um- framskref i október, 5 i nóvember og 7 i desember. Starfsmaður á innheimtudeild Pósts og sima sagði að varast bæri að taka þetta sem gilt úrtak, til þess þarf auðvitaö mun fleiri númer, og einnig benti hann á að simnotkun væri mun meiri og dýrari i desember en i öðrum Reikningar fyrir nóvember komnir Erfitt að sjá mun fyrr en í mars Þorskafllnn um 460 þús. lestir 1981 Þá mun væntanlega verða gerður samanburður á nóvember 1981 og nóvcmber 1980 og mun þannig sjást sú hækkun sem simskrefa- talningunni fylgir. Hörður Bjarnason hjá Pósti og sima sagði i samtali við Þjóðvilj- ann i gær að simnotkun á daginn væri nú minni en áður og nokkur aukning væri merkjanleg á mánuðum ársins. Þá hringdu menn gjarnan til ættingja út á land og til útlanda, en slik samtöl eru ekki skráð sérstaklega þegar hringt er beint. — AI Forval Alþýðubandalagsins í Reykjavík: Leið til áhrifa tflS® Gangið 7m' —§£jj 'I >*■' .A í Alþýðu- I bandalagið rf/ yVJ M Fyrri umferð forvals Alþýðu- handalagsins i Reykjavik vegna komandi borgarstjórnarkosninga fer fram að Grettisgötu 3, föstu- daginn 15. janúar nk. kl. 18—23 og laugardaginn 16. janúar kl. 10—23. Tilgangur fyrri umterðar for- valsins er að stinga upp á einstak- lingum til þátttöku i siðari umferð en þá er kosið um röðun á lista Alþýðubandalagsins vegna borgarstjórnarkosninga i vor. Listi Alþýðubandalagsins til borgarstjórnar Reykjavikur myndar borgarmálaráð félags- ins, nefndir og baknefndir þess i einstökum málaflokkum, m.a. um framkvæmdir borgarinnar, heilbrigðismál, iþrótta- og æsku- lýðsmál, skólamál, dagvistarmál o.fl. o.fl. Þátttaka i forvali Alþýðubandalagsins i Reykjavik er leið til þess að hafa áhrif á stjórn borgarinnar. Rétt til þátttoku i forvalinu hafa allir félgar i Alþýðubandalaginu 16 ára og eldri, — einnig nýir félagar. Hægt er að gerast félagi með þvi að hafa samband við skrifstofuna að Grettisgötu 3, simi 17500, fram að forvalinu og einnig forvalsdagana á sama stað. Endanlegar tölur um heildar- fiskafla landsmanna fyrir árið 1981 liggja enn ekki fyrir, en sam- kvæmt bráöabirgöatölum mun þorskaflinn vera um 460 þúsund lestir, og heildarafiinn á milli 1420 og 1430 þúsund lestir, sem er heildur minna en árið á undan og munar þar mestu um minni loðnuafla á sfðasta ári. —S.dór Drengur drukknar í Eyjafjarðará Sá hörmulegi atburður átti sér stað i námunda við Sandhóla i Eyjafirði i fyrradag að fjögurra ára drengur féll i vök i Eyjafjarö- arár og drukknaöi. Drengurinn haföi verið útivið og siðast sést til hans um þrjú- leytið á sunnudaginn. Er fólk fór að svipast um eftir honum rakti það spor hans að ánni, sem er i 60 metra fjarlægö frá bænum. Lög- reglan á Akureyri var beðin um aðstoð um hálfsexleytið og fóru Flugbjörgunarsveitarmenn og menn úr Hjálparsveit skáta að leita drengsins. Leitað var i fyrri- nótt og fram á morgun og fannst lik drengsins i ánni 8 metrum neðan við vökina, sem hann hefur fallið i. Drengurinn hét Sigtryggur Om- ar Jóhannesson og átti heima að Tjarnarlundi 9 á Akureyri. — Svkr. Vilborg Jóhannes Sveinn Einar Karl tllfar Þorbjörn Ráðstefna um Þjóðviljaiui Ctgáfufélag Þjóðviljans boðar til ráðstefnu um málefni Þjóðviljans iaugardaginn 16. janúar i sal Starfsmannafétags- ins Sóknar að Freyjugötu 27 I Iteykjavik. Ráðstefnan hefst kl. 10 og er gert ráð fyrir að henni ljúki sfödegis. Ráðstefnan er opin öllum stuðningsmönnum Þjóöviljans. Ráðstefnustjóri: Vilborg Harðardóttir. Ráðstefnuritarar: • Jóhannes Harðarson, I Sveinn Kristinsson. Dagskrá: Setning: Svavar Gestsson, for- maður útgáfufélags bjóðvilj- ans. Stuttar framsöguræður: Einar Karl Haraldsson, Úlfar Þormóðsson, Þorbjörn Guð- mundsson. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræðmv Hádegisverðarhlé um kl. 12.30. Kl. 14 hefst ráðstefnan að nýju með þvi að skipt verður i tvo umræðuhópa. 1 hópi 1 verður rætt um rekstur blaðsins og i hópi 2 um ritstjórnarstefnu J bjóðviljans. Umræðustjóri i hópi 1. Ragnar I Arnason. Umræðustjóri i hópi 2. Alfheiður J Ingadóttir. Að lokinni hópvinnu verður I gerð grein fyrir niðurstöðum " umræðuhópa. Ráðstefnan lýkur J með almennri umræðu og yfir- I liti ráðstefnustjóra um þau I meginatriði sem fram korria. * Otgáfufélag Þjóðviljans ■ Forval Alþýöu- bandalagsins í Hafnarfirdi: Fyrri umferö 16. jan. „Helst fimm konur og fimm karlar” t Alþýöubandalagi Hafnarfjarðar hcfur verið ákvcðið að viðhafa forval meðal félagsmanna til undirbiinings listanum til bæjarstjórnarkosninga i vor. Fyrri áfanginn verður laugardaginn 16. þessa mánaðar kl. 11 til 19 að Strandgötu 41 (Skálanum). Þá skal vclja lOmenn (hclst 5 karla og 5 konur) til þátt- töku i siðari áfanga. Rétt til að kjósa ciga fullgildir félagar i ABH en utanfélags- menn má tilnefna til fram- boðs. Seinni áfangi forvalsins verður svo laugardaginn 6. febrúar kl. 11—19 að Strand- götu 41. Þá skal raða sex af þeim sem tilnefndir voru i fyrri umferðinni (helst þremur konum og þremur körlum ) í þá röð sem félagar ABH telja heppilegasta og sigurstranglegasta á listan- um. Báðir áfangar forvalsins fara fram samkvæmt reglu- gerð sem samþykkt var á félagsfundi i' ABH þann 12. desember sl.Drög að þessari reglugerð höfðu áður verið send félagsmönnum, en á félagsfundinum voru þau samþykkt með tveimur breytingum. Uppstillingarnefnd er ekki bundin af niöurstöðum for- valsins, en leggur tillögur sinar fyrir félagsfund til endanlegrar samþykktar. s Oánægja í Hampiðjunni Verkfall í fyrrinótt t fyrrinótt kom til setuverkfalls i Hampiój- unni. þegar næturvaktin lagói nióur vinnu til aó iti’eka kröfur sinar um hærra vaktaálag og betri aðhúnaö á vinnu- staðnum. Yfirmenn Hampiðjunnar munu lita þannig á málin, að verka- fólkið hafi sagt uppstörfum með aðgerðum sinum, og þótt setu- verkfall harkaleg aðgerð. Iðja, félag iðnverkafólks, mun nú vera komin i' málið og leitar hófanna um samkomulag milli verkafólks og atvinnurekenda. Setuverk- fallið mun hafa staðið if jóra tima i fyrrinótt. Kröfur verkafólks munu ganga út á aukið vakta- álag, en það er 30% á dagvinnu nú. Kröfurnar hljóða uppá 45%, en engir sérsamningar munu vera til um vaktaálag á nætur- vinnu i Hampiðjunni. Þá mun einnig vera mikil óánægja með opnunartima mötuneytis í verk- smiðjunni og annan aðbúnað á vinnustaðnum. Þjv. tókst ekki að fá staðfestar frekari upplýsingar á þessu stigi málsins i gær. — óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.