Þjóðviljinn - 13.01.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 13. janúar 1982. KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍÖtalÍð llreindýr, Hangifer trandus á látinu, bitu gras i Bláfjöllum og ilengli á 18. öld. Fyrstu hreindýrin til Islands 1771 Reynt hefur verið að flytja til landsins nokkrar tegundir af landspendýrum og ber þar hæst sauðnaut og hreindýr. Arið 1929 voru fluttir hingað 7 sauð- nautskálfar frá Græniandi og settir niður að Gunnarsholti, en þeir drápust allir. Ári siðar komu aðrir 7 en urðu heldur ekki langlffir. Betur hefur tekist til með innflutning á hrein- iýrum, en fyrstu dýrin voru .lutt hingað 1771. Eftirfarandi segir i grein Ingim ars Óskarssonar i Náttdru fslands um hreindýr og inn- flutning þeirra: „Fyrstu dýrin kom u hingað 1771 og voru sett á Iand I Rangárvallasýslu. 7 árum siðar voru send hingað 30 dýr, 24 kýr og 6 tarfar. Af þeim lfiðu af ferðalagið 23 og voru þau sett á land í Hafnarfirði, þau lögðu seinna leið sina suður i Bláf jöll og Helgafjöll. Arið 1787 komu enn nokkur dýr til landsins, og voru þau látin á Vaðlaheiði austan Eyjafjarðar. Og loks var 30 hreindýrum sleppt i Miila- sýslum árið 1787. Siðan hafa hreindýr verið hér og teljast þvi orðið til islenskra landdýra. Dýrunum fjölgaði hér fljótt, og var um skeið mikið af þeim á Reykjanesfjallgarði og töluvert á afréttum Rangæinga. NU eru þau horfin af þessum slóðum. Ýmsir ráðamenn Islands höfðu horn í siðu hreindýranna, töldu, að þau spilltu afréttar- löndum og ætu f jallagrösin. Þetta leiddi til þess, að sam- kvæmt konungsúrskurði var leyftfrá 12. mars 1817 aö skjóta hreindýr hömlulaust, að undan- teknum eins árs kálfum og yngri. Þetta olli því, að dýrunum fækkaði jafnt og þétt, uns þetta allsherjardráp var aö nokkru leyti stöðvað 1882. Arin 1901—1940 voru hreindýr svo alfriðuð og fjölgaði þeim þá svo, að núer álitið, aöstofninn sé um hálft þriðja þúsund. Hefur hann verið nýttur innan vissra tak- marka.” Rætt við Odd Björnsson leikritahöfund, sem er fastráðinn við Þjóðleikhúsið næstu 6 mánuði: Tvö verk r 1 smíðum og mjög ólík Oddur Björnsson leikritahöf- undur hefur verið ráðinn aö Þjóðleikhúsinu sem leikritahöf- undur næstu sex mánuði, en siðari hluta ársins mun Birgir Sigurðsson verða á launum við húsið í sömu erindum. 1 fyrra var i fyrsta sinn nýtt heimild 1 lögum um Þjóðleikhús til að fastráða höfnd, og var þá Guðmundur Steinsson fyrir val- inu, en i vor hefjast æfingar á verki hans, „Skilningstréð”. „Ég mun nota þennan tíma til að ljúka við verk sem ég hef verið með i nokkurn tima og byrja á öðru,” sagði Oddur, þegar við spjölluðum við hann. „Um hvað fjalla þessi verk? „Það er nú liklega best að segja sem minnst um efni þeirra, en þeir sem hafa lesið fyrra verkið, sem ég er langt kominn með, segja að þaö sé mjögóliktfyrri verkum minum. Það er raunsærra og absurdisminn liggur ekki i stilnum, heldur i undirtónunum, eins og oft vill vera i sjálfu lif- inu. Ég kalla þetta verk „Eftir konsertinn”. Um seinna verkiö, sem ég hef gengið meö i mag- anum lengi, en er ekki byrjaöur á, er það að segja, að það er hrikalega erfitt og torsótt i vinnslu og framsetningu”. „Er það sagnfræðilegt”? „Já, og nei. Það gerist eigin- lega bæði á timum krossfaranna og i dag, en er þó fyrst og fremst um manneskjuna sjálfa.” „Eru þessi verk bæði fyrir stóra sviðið?” „Já, en þau eru mjög ólik i formi og ég get ekki byrjað á seinna verkinu fyrr en ég hef lokið alveg við hitt.” „Er þetta ekki i fyrsta sinn sem þú ert á launum hjá leik- húsi sem höfundur?” „Jú, enda er þetta algert ný- mæli. Þetta er ákaflega jákvætt og þýðingarmikið fyrir islenska leikritun og hún á það fyllilega skilið. Það hefur sýnt sig aö islenskir áhorfendur vilja helst islenskt efni og geröar eru æ meirikröfur til leikritahöfunda. Sjónvarpið er eina leiklistar- stofnunin sem sinnir höfundum illa og það er óskiljanlegt, þar sem allir vita hversu mikill áhugi er á islenskum leik- ritum.” „Nú hefur þú fengist talsvert við leikstjórn, settir m.a. upp mjög rómaða sýningu á „Beðið eftir Godot” á Akureyri fyrir nokkrum árum. Hefurðu hug á að halda áfram að setja upp?” „Mér fannst það mjög þrosk- andi og það er lærdómsrikt fyrir höfund að fá að reyna hvað það er að koma hugmyndum i fram- kvæmd á sviðinu sjálfu. Það hefur hjálpað mér að átta mig á þvi hvað stenst i framkvæmd og „gerir sig”. Hins vegar þarf maður að vera feikilega „professional” til að geta farið i hvaða starf sem er i leikhúsi. Ég myndi heldur ekki treysta mér i hvaða verk sem er og held að ég gæti aldrei sett upp nema eitt leikrit á ári. Það sem gerir leik- stjórnina svo ólika leikritun er verkstjórnin sem leggst oft all- þunglega ofan á hina listrænu hliö leikstjórnar.” sagði Oddur Björnsson að lokum. þs Ogleymanleg andlátsorð Hér eru svo andlátsorð nokk- urra mætra manna sem getur verið vert að muna þegar stund- in rennur upp. Þau eru tekin úr bókinni „Krystallar” en Gunnar Arnason valdi i hana fleyg orð og tilvitnanir: Leiknum er lokið (Acta est fa- bula) Agústus keisari. Mikinn listamann missir heimurinn þegar ég dey. (Qualis artifex pereo). Nerókeisari. Keisari á aö deyja standandi. Vespasianús keisari. Ég sé jörðina fjarlægjast, himininn opnast. Guð kallar á mig. Moody. Mér hefur gefist sýn inn i him- ininn. Hversu öðru visi mundi ég nú predika en nokkru sinni áður, ef ég ætti þess kost að hefja starf mitt á ný. — Summerfield. Nú dreymdi mig svo yndis- lega... mig dreymdi að ég hvildi I örmum mömmu. H. Wergeland. Nú tek ég hræðilegt stökk út i myrkriö. Th. Hobbes. Þetta er eini hamingjudagur- inn i lifi minu. María Theresia. Nú er eilifðin að koma N. Söderblom. Og þú lika, barnið mitt Brút- us. Cæsar. Mig vantaöi þó ekki vitið i kollinn. M.A. de Chenier. Hve litlu komið i verk og hve miklu ólokið. Cecil Rhodes. Það gengur vel. Ég er kominn yfir fjallið mikla. Friðrik m ikli. Ég hef lifað svo lengi i þessum heimi að nú leikur mér forvitni á að kynnast hinni veröldinni. B. Franklin. Meira ljós. Goethe. Nú hef ég ekki tima til aö vera þreyttur. Vilhjálmur I. Hærra minn Guð, til þin. McKinley Bandarikjaforseti (var myrtur). Allt er friðþægt. A. Strindberg. En hvaö þetta er fagurt. Edison. Pennavinur Tyrkneskur stúdent I sögu við hákólann i Istanbul með sérsvið um sögu Islands óskar eftir pennavinum frá Islandi. Hann skrifar á ensku, frönsku, þýsku, dönsku eða sænsku. Hann vill skrifast á við fólk á öllum aldri og gjarna skiptastá frimerkjum viö pennavini sina. Nafn og heimilisfang hans er: Ibrahim Bulut, Emrullah Efendi Gaddesi, No. 66/A, LÚLEBURGAZ/TURKEY. Allir krakkar eru stundum góðir og stundum óþekkir! Auðvitaðer ' ÞÆGILEGT að eiga krakka sem ALDREI er óþekkur! ÞAÐER EINFALT \ að eiga krakka sem ALDREI svarar fyrir sig! En það ér EKKI SANNGJARNT! Mundu það!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.