Þjóðviljinn - 13.01.1982, Síða 10

Þjóðviljinn - 13.01.1982, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 13. janúar 1982. Magnús H. Gíslason skrifar um bækur ,.Má cg ckkiciga annaft lambið þitt, Grána min”? SAUÐKINDIN, landið og þjóðin Til er bókaútgáfu- fyrirtæki, sem nefnist Bjallan. Það lætur ekki mikið yfir sér, býr við þröngan og kannski ekki beinlinis nýtisku- legan húsakost að Brekkugötu 3 A, ber ekki mjög auglýsinga- bumbur en einbeitir orku sinni að þvi, að gefa út þær bækur einar, sem ótviræður fengur er að. Skömmu fyrirsiöustu jól kom út hjá Bjöllunni bók, sem hefur algjöra sérstöðu i jólabókaflöð inu. Og í raun og veru er ekki hægt að flokka hana með hinum svonefndu jólabókum. Sá, sem hefur hug á að verða sér út um þessa bók geturalveg eins keypt hana i janúar eins og desember. En skynsamlegast er þó að láta það ekki dragast úr hömlu þvi „,allt eyðist, sem af er tekið”. Það kemur þvi naumast að sök þó að þau orð, sem rituð voru um þessa bók fyrir jólin og ætluð voru til birtingar hér i blaðinu þá, lentu utangarðs i jólaösinni. Eftil villná þau bara betur tilgangi sinum nú, þegar blöðin eru ekki lengur yfirfull af bókadómum og ritfregnum. Og hver er hún þá, þessi nýja Bjöllubók? Jú, hún nefnist Sauðkindin, landið og þjóðin og er höfundur hennar dr. Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur. Efninu skiptir höfundur i 16 megin kafla: Nokkur heiti á sauðfé og sauðfjárrækt. Villifé. Hversvegna var sauðfé tamið? i Tamið sauðfé. Helstu nytjar af Isauöfé. Uppruni islenska fjárins og helstu einkenni. SambUð manns og sauðkindar á Islandi f • 1100 ár. Fjárhús. Beít sauðfjár. ISauðfjárhald. Sjúkdómár i sauðfé. Heyöflun og vetrar- fóðrun. Fengitfmi, frjósemi áa • og sauðburður. Forystufé. Fjár- hundar. Fé í sögum og skáldskap. Þá er ýtarleg atriðisorðaskrá, getið helstu • heimildarrita og þeirra rita, I_______________________________ sem myndir hafa verið fengnar úr og loks er myndaskrá. t formála segir höfundur m a.: „Bókin, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, er fyrsta bókin, þar sem reynt er að draga saman á einn stað marg- háttaðan fróðleik um, islensku sauðkindina. t bókinni er rakinn uppruni fslenska fjárins og helstu sérkenni þess, en megin- efni bókarinnar fjallar um það hvernig tslendingar notuðu sauðkindina sem húsdýr til þess að gcta lifað i landinu”. (Lbr. blaðam). thinum undirstrikuðu orðum er raunar tekið undir þá staðhæfingu dr. Halldórs Páls- sonar, fyrrv. búnaðarmála- stjóra að ,,án sauðkindarinnar hefði tsland verið óbyggilegt menningarþjroð frá upphafi vega”. Nú eru þetta að visu orð manna, sem unna sauðkindinni okkar umfram flest annað. Og fráleitt verður undir þau tekið af Svarthausum þeim ýmsum, sem telja sauðkindina meðal þeirra mestu neimvætta, sem þjakað hafa þetta land. t aum kunarverðri sjóndepru sinni átta þeir sig ekki á þvf, að án landvistar þessarar skepnu væru þeir sjálfir ekki til, — raunar bættur skaðinn. Og hvernig hefur þá dr. Stefáni Aðalsteinssyni tekist að draga saman þennan „marg- háttaða fróðleik” og færa rök að þvi að sauðkindin hafi, öðru fremur gert þjóðinni mögulegt að lifa 1 landinu? Litum nánar á það. t fyrsta kafla bókarinnar nefnir dr. Stefán nokkur heiti á sauðfé og sauðfjárrækt. Sveita- fólk mun þekkja þau öll en varla þarf langa leit hér á götum höfuðborgarinnar til að Ijóst verði að þar eru sum þeirra óskiljanleg nema kannski tiunda til tuggugasta hverjum manni, sem þú mætir. Engum væri óhollt aö skilja merkingu þessara orða þótt hann þurfi ekki að nota þau við dagleg störf og þarna er þau að finna. • 1 fimm næstu köflum bókar- innar er fjallað um villifé, hvernig menn gerðu sér það undirgefið og lærðist að nota af- urðir fjárins til fæðis og klæða. Þessu næst vikur höfundur að uppruna og helstu sérkennum islenska fjárins, sem hingað hafi komið með landnáms- mönnum, en fé af sömu grein er nú aðeins til á örfáum stöðum i Norður-Evrópu. Dr. Stcfán Aöalsteinsson 1 kaflanum um sambúð manns og sauðkindar er fyrst sagt frá fráfærum, með hverjum hætti þærfóru fram og hvernig sauðamjólkin var notuð til matargerðar. Fráfærur tiðkast nú ekki lengur á tslandi en eru þó ekki svo langt að baki, sem ýmsir kynnu að ætla. Á Austurlandi var siðast fært frá að Vaðbrekku á Hrafnkelsdal sumarið 1942 en á Krikjubóli i önundarfirði sumarið 1951, og lauk þar með langri sögu. Þar ræðir dr. Stefán um sláturtiðina og hvemig menn nýttu sauðfjárafurðirnar til fyllstu hlýtar. Þaðmá nýta bók- staflega allt af sauðkindinni nema jarminn, var einhvern- tima haft eftir Páli minum Zóphóniassyni, og gat verið bæði i gamniog alvöru mælt, en Páll var maður stórgáfaður og gat komist flestum mönnum skemmtilegar að orði. Þá er komið að ullinni, með- ferð hennar og þýðingu, gær- unum, sem skófatnaður og sjó- klæði tslendinga voru öldum saman gerð af og beinum, hornum og sauðataðinu er heldur ekki gleymt. — Lýst er gerð fjárhausa og hvernig bygging þeirra hefur þróast frá fyrstu tið til þéssa dags. Lengsti kaflinn i bók dr. Stefáns fjallar um sauðfjárbeit- ina og hvernig henni hefur verið háttað gegnum aldirnar og áhrif hennar á gróðurlendið. Það hefur reynst mörgum viðkvæmt umræðuefni og tilfinningahita stundum gætt um of á báða bóga. Auðvitað hefur sauð- kindin oft gengið nærri landinu og átt sinn þátt i þeirri gróður- eyðingu, sem orðið hefur. En fleira kemur til. Veðurfar og náttúruKl hafa einning markað sin spor, eins og dr. Stefán bendir á. Og hvernig verða gróðurvemdarsjónarmið sam- ræmd sumum stórvirkjunar- áformum? Skyldu ekki ýmsir eiga þarna högg i annars garð þegar á allt er litið? 1 kaflanum um sauöfjárhald er rætt um fjármörk, afréttir, göngurréttir og fjárrekstra. At- hyglisvert er, að nöfn á sumum fjármörkum á Hjaltlandseyjum eru hin sömu og á tslandi t.d. miðhlutað — middlet or grind, fjöður — fidder, hangifjöður — hingin Widder, biti — bit, stýft — stoo, stúfrifað — bit i de stoo, gagnbitað — gong bit. Nefndir eru nokkrir helstu sauðf jársjúk- dómar, fjallað um heyöflun og vetrarfóðrun, fengitima, frjó- semi áa og sauðburð. Sérstakur kafli er um forystufé en það er óþekktnema á tslandi. Mun þvi þó hafa farið fækkandi hér á siðari árum, eftir að vetrarbeit lagðist niður að mestu. Enn er það þó allviða við lýði og til munu þeir vera, sem leggja sér- staka stund á ræktun þess. Er það vel þvi að sjónarsviptir væri að þessum merkilegu skepnum sem búa yfir þeirri skynjun, sem mannlegir vitsmunir fá engan fangstað á. Og eins og vænta mátti gleymir Stefán ekki að geta fjárhundanna, sem jafnan hafa verið mönnum ómetanlegir við alla fjárgæslu. Þeir eru nú fátiðari en áður og kunna ástæðurnar að vera þær sömu og leitt hafa til fækkunar forystufjárins. En hlutverki góðra fjárhunda lýkur ekki á meðan sauðkindin er til i land- inu. Siðasti kafli bókarinnar fjallar svo um fé i sögnum og skáldskap. 1 bókinni er mikill fjöldi mynda og margar þeirra hreinustu gersemar. Auðvitað er þessi bók dr. Stefánsekki alfullkomin, frekar en önnur mannanna verk. Allt um það er hún einstæð‘i sinni röð og I senn ákaflega fróðleg og skemmtileg. Þar er fléttað saman fortið og nútið, söguirni og deginum, sem er áð liöa. Fæ ég ekki betur séð en bókin sé kjörin til kennslu i skólum. Hafi dr. Stefán og Bjallan heila Þökk. _moh Landssambandið gegn áfengisbölinu: Hætt verði vínveitingum á vegum hins opinbera A fulltrúafundi Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu sem haldinn var 28. nóvember sl. var samþykkt skorinorð ályktun gegn áfengisbölinu. Þar er skorað á stjórnvöld og almenning ,,að vinna af heilum hug og fullri djörfung gegn þvi þjóðarmeini sem áfengisneyslan vcldur”. ^ I ályktuninni er minnt á nokkur atriði sem verði til þess að draga úr áfengisneyslu og afleiðingum hennar: 1. Vinveitingum á vegum hins opinbera verði hætt með öllu og þann veg sýnt ómetanlegt fordæmi. 2. Með skattgreiðslureglum verði ýtt undir að samkomu- hús og matsölustaðir selji ekki áfengi, og mætti gera það til að mynda með skattaiviln- unum. 3. Leyfisgjald til vinsölu verði hækkað verulega og þess gætt við setningu skatt.areglna og álagningu skatta að enginn einstaklingur eða fyrirtæki geti með löglegum hætti hagnast á sölu áfengis. 4. Allt áfengi verði greinilega merkt sem hættulegt eitur- og vanabindandi fikniefni með varúðarmiðum á neyslu- umbúðir. 5. Afbrot, slys og dauðsföll, sem rekja má til áfengisneyslu, verði skráö, svo og kostnaöur eftir þvi sem við verður komið, og þær skýrslur birtar opinberlega þannig að hverj- um einum sé auðvelt að bera þessi gjöld samfélagsins saman við tekjur rikissjóðs af áfengissölu. 6. Beitt verði þeim hömlum sem Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin hefur bent á til að draga úr áfengisneyslu, svo sem hækkuðu verðlagi og fækkun útsölustaða. 7. 011 áfengissala frá Afengis- og tóbaksverslun rikisins verði skráð á nafn, svo sem gert er við löglega sölu ýmissa ann- arra vanabindandi efna. 8. Hætt verði að senda áfengi i pósti eða á annan hátt til staða þar sem ekki eru áfengisút- sölur. 9. Nýir útsölustaðir áfengis verði ekki opnaðir nema meiri hluti af ibúum staðarins eða bæjarhverfisins hafi látið i ljósi ótvíræðan vilja sinn til þess við almenna atkvæða- greiðslu, og gömlum útsölu- stöðum verði lokað að fullu þegar meiri hluti ibúanna á staönum eða i bæjarhverfinu krefst þess meö sama hætti. 10. Framfylgtverði áfengislögum og engin undanlátssemi sýnd, þar með stöðvaður innflutn- ingur á sterkum bjór, inn- flutningur og bruggun úr hraövingeröarefnum, og hvers konar auglýsingastarf- semi bein og óbein stöðvuð. 11. Rikisfjölmiðlum verði beitt markvisst til þess að upplýsa og undirstrika hve varhuga- vert efni áfengi er. Þá skal varað við þeirri óraunhæfu og villandi mynd, sem oft kemur fram i þvi skemmtiefni sem flutt er, t.d. i sjónvarpi. 12. Stjórnvöld auki mjög verulega . fjárframlög til Afengisvarna- ; ráðs svo að grundvöllur skapist til skipulegra, mark- vjssra og virkra fyrirbyggj- andi aðgeröa að frumkvæði opinberra aðila. Þá leggur fundurinn áherslu á stóraukin framlög frá rtki og bæjar- og sveitarfélögum til bindindissamtaka og annarra sem vinna forvarnarstraf 1 áfengismálum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.