Þjóðviljinn - 13.01.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1982, Blaðsíða 7
Miövikudagur 13. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Rætt við Hafstein Ólafsson um steinullarblástur 1 ný og eldri hús — Hér er nánast um frá- bæra tækninýjung aö ræöa, sem byggist á því að blása steinull í hola veggi, gólf, loft eða þök, sagði Haf- steinn ólafsson er hann var spurður um nýja einangrunaraðferð, sem hann beitir við eldri hús meðgóðum árangri. — Steinullinni má einnig blása ofan á loftplötur eöa yfirleitt þar sem handafli verðbr ekki viö komið án þess að rjúfa klæðningar að meira eða minna leyti með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. byggðir úr lofti með infrarauðum filmum og kanna þannig ástand hvers einasta húss. Siðan eru skipulagðar aðgerðir meö nefnd- um tækjabúnaði. Ég þykist hafa sannfrétt að Islendingum hafi verið boöin aðstoCT til að kanna einangrun húsa með þessum hætti, en það hafi verið afþakkað. — Hafið þið farið viða með þessi tæki og einangrað hús? — Við höfum starfað frá i april i fyrra við þetta og aðalliga farið um vestanvert landið, eða frá Vestmannaeyjum til tsafjarðar og blásið i langt i hundrað hús. t þeim húsum, sem við höfum einangrað að fullu hefur kyndingarkostnaður lækkað allt eru i meginatriðum réttar, er um að ræða mikla fjármuni fyrir þjóðarbúið. Hefur hið opinbera ekki sýnt þessu áhuga? — Við skyldum halda að yfir- völd hafi tekið viö sér, en það er nú þaö. Eg verð þó að halda að eitthvað sé nú á döfinni, en viö verðum að sjá hvað setur. Hingað til hefur þessi tækni ekki fengist viöurkennd sem innlegg i orku- málin hér á landi, a.m.k. er ekki lánað út á hana. I gildi eru reglur um lán til orkusparandi fram- kvæmda, en þær eru sniönar að dýrari lausnum s.s. einangrun og klæðningu utan á húsin, eða að menn rifi innan úr þeim, einangri og klæði siðan upp á nýtt. Skýr- ingin á slikum reglugerðum er einfaldlega sú, að menn þekktu ekki hina nýju tækni, þegar þær voru settar. Þær eru háðar marg- vislegum eftirlits- og úttektar- ákvæðum, vottorðasöfnun o.fl. Menn verða að sækja um úthlutun fyrir ákveðinn tima á hverju ári, en til hennar kemur ekki fyrr en eftirá. Menn ráðast ekki i slfka fyrirhöfn til að fá lán út á eins eða hálfs dags verk. — Hvers vegna helduröu að tslendingar séu svona seinir að átta sig? — Það að við höfum ekki áttað okkur fyrr skrifa ég ekki beint á stjórnvöld, heldur á embættis- mannakerfið og tæknimennina. Ef maður reynir að vera sann- gjarn, verða t.d. ráðherrar i nokkrum vanda, þegar sérfræð- ingar telja sig geta dregið eitt- hvað i efa. Tækninýjung í emangrun húsa Þannig er steinullinni blásið i veggi. Gat er borað á veggklæðninguna og siðan blásið uliinni. Tappar eru svo settir i götin. Steinullinni má blása ulanfrá ef það hentar betur. Við erum með nýjasta tækja- búnað og sérstaka tegund af steinull frá Elkem Rockwool ! Noregi. Þessi ull er sérlega vatnsþolin og hún bráðnar ekki fyrr en við 1000 stig. Ullin er látin i blásturstækin, en hvort tveggja er staðsett i stórum bil, Þar tætist ullin sundur og þannig er henni blásið eftir slöngum allt að 150 metra á þann stað sem á að ein- angra. — Nú eru veggir sundurstúkað- ir með stoðum og þverslám. Hvernig komist þið að slíkum hólfum? — Ef holrúm eru lokuð, t.d. með veggjum, borum við 32 mm gat ofarlega ihvert hólf og er ull- inni blásið þar inn og siðan settur tappi i gatið, helst úr samskonar efni og veggklæðningin er, ef þess er kostur.þannig að oftast verður litið eða ekkertgreinteftirá. Þök, loft og gólf eru ekki boruð, ef unnt er að þræða slöngunum á milli sverra og bita. — Tekur langan tima að ein- angra t.d. venjulegt timburhús? — Venjulegt einbýlishús er hægt að einangra á einum degi, þ.e. þak. gólf og veggi. Meöal- kostnaður viö slik hús hefur verið um 20-25 þúsund kr. Innblásinn rúmmetri af steinullinni kostar frá 1.100 kr. — 1.240 kr. eftir að- stæðum. Þekkt aðierð í Noregi — Þú sagðir áðan að þessi ein- angrunaraðferð væri nýjung. Hefur hún ekki veriö þekkt er- lendis lengi? — Þegar ég kallaði þetta nýjung, þá á þaö bara við hér á landi. Norömenn hafa notað þessa aðferö frá 1958. Það komu hingað tveir Norðmenn i áprtl i var t il að kom a okkur af stáð tn eð þetta. Þá stóðu málin þannig, að þeir höfðu blásið síðustu 2 árin, i yfir 10 þúsund hús. Svo aivar- legum augum lfta þeir á orku- málin. 1 flestum nálægum löndum er nú gerð herför i þessum efnum. Stjórnvöld láta gjarna mynda að þriðjungi til helmings. Svo býr fólkið við hærra hitastig en áöur, þrátt fyrir lækkaðan upphitunar- kostnað. Einangrunarkostn- aður skilar sér — Hefurðu gert þér einhverja grein fyrir hversu háar upphæðir þetta gætu verið yfir landið? — Ég vil helst láta öðrum eftir að reikna það dæmi, en viö getum tekið eitt litið. 1 október 1979 gaf iðnaðarráðuneytið út bækling i þvi skyni að hvetja landann til orkusparnaðar. Var fólk einkum hvatt til að láta stilla kynditæki sin rétt, þvi þannig mætti spara 10% oliukostnaðar, eða sem næmi 10 miljónum nýkróna fyrir þjóðarbúið. Setjum svo að með bættri einangrun væri hægt að spara 30% kyndingarkostnaðar, þvi sannleikurinn er sá að allflest hús I landinu eru með það, sem nú kallast vaneinangruð eða jafnvel óeinangruð þök. Þetta vita allir eldri byggingamenn. Ef við tök- um þau sérstaklega fyrir hefur okkur sýnst aö kostnaðurinn við einangrun þeirra gæti veriö að jafnaði um 12.000 kr. Bara 20% hitasparnaður gæti eftir formúl- unni þýtt um 20 miljónir króna fyrir þjóðarbúið á ári. Fyrir þá upphæö eina mætti einangra um 1600 þök. Ef við tökum annað dæmi, þá mun oliustyrkurinn vera oröinn um 4.000 kr. á ári. Þar fyrir utan telja t.d. Vestfirðingar að þeir eyði um 28 þúsund krónum i kyndingarkostnað að meðaltali og af þeim sökum eigi þeir erfitt með að gera kjarasamninga á borð við samninga ASI frá i haust. Ef við reiknum kyndingar- kostnaðinn 32 þúsund krónur i heild á ári þá eru 20% af þvi 6400 krónur. Það þýðir að einangrunarkostnaðurinn með blástursaðferðinni skilar sér að fullu á tveimur árum. Þessar töl- ur eru hliðstæðar norskum um sama efni. — Samkvæmt þvi sem þú hefur nú upplýst, þá er þarna um gifur- lega háar tölur að ræða, og ef þær Efasemdir sérfræðinga — Hafa sérfræðingar efast um þessa einangrunaraðferð? — Jú, þvi er ekki að neita, og þvi er staðan eins og hún er. Efa- semdirnar eru reistar á þeirri kenningu að varlegt sé að ein- angra öll hús fyrirvaralaust, þaö vanti i sum þeirra svokallaða rakasperru. Það er loft og vatns- heldur samfelldur dúkur við inn- brún veggja. Hann á að koma i veg fyrir að heitt og rakt loft nái aö streyma út i veggina og mynda slaga, þar sem hiti og kuldi mæt- ast. Afstaða ýmissa sérfræðinga er sú að með þvi að einangra t.d. eldri timburhús geti af þessum sökum safnast raki og myndað fúa i máttarviði. — Þetta hafa Norðmenn hins vegar rannsakað hjá sér um nokkurra ára bil og niðurstaðan er sú að merki þessa hafa fundist i fimm húsum af hundraði. Ég leyfi mér hins vegar að halda, að útkoman hér yrði hagstæðari, það eru ekki sömu húsagerðir hér og i Noregi og hér er miklu vindasamara. Hus hér eru opnari fyrir öndun, en þar sem veðurfar er stilltara. Hér er þvi verið að fordæma skóginn fyrír folnað laufblað. Þetta á e.t.v. að fylla menn öryggiskennd ýfir þvi að mistök skuli ekki liðin i byggingariðnaðinum. Tuga og hundruð miljóna sparnaður komi svo málinu ekki við. Við höfum tekið það sem grinagtugheit, þegar þvi hefur veriö slengt á okkur, hvort við ætluðum að borga skaðann, sem af þessu gæti hlotist. — Já, tilveran getur veriö svolitiö undarleg á köflum. — Ef ég sem húseigandi hringi i opinbera stofnun og vil fá ráð til aö einangra gamalt hús mitt, er þá ekki mælt með blástursaðferð- inni? — Néi, þeir mæla ekki með henni. Mönnum er bent á hefö- bundnar aöferðir, enda eru veitt lán til þeirra. Algengt er svo að einangraðir séu veggir húsanna, en þekjur ekki. Þaö er þó sá flöt- urinn, sem mestur hiti tapast út um aö öllu jöfnu. 6g held þvi lika Þessi mynd sýnir vel hvernig steinullin fyllir út i það holrúm, sem er i útveggjum flcstra eldri timburhúsa. fram, að einangra ntegi *vö hús með blásturstækninni fyrir hvert eitt með hefðbundinni aðferð. Svo er veriö að tala um að ekki séu til of miklir peningar i þennan lána- flokk. — Er þessi einangrunaraðferð þá eingöngu bundin við eldri hús, en ekki við nýbyggingar? — Okkur sýnist aö viö séum vel • samkeppnisfærir viö einangrun tnýrra húsa, þeas. kaupi menn mottur og vinnuna viö aö komá þieim fyrir. Ef einangra á t.d. þak ' ,þá er strengdur plastdúkur neðan á sperrur og siðan settir listar samkv. þeirri klæðningu, sem koma skal þar neðan á. Menn geta látiö ganga frá raflögnum. og siðan látið blása einangruninni á sinn stað. Við slikar aðstæður kostar hver rúmmetri kr. 1.100 ikominn og frágenginn. Þaö sama gildir um veggi t.d. i timburhús- um. Þá vil ég að lokum bæta þvi við aö viö höfum einnig alla möguleika á að einangra skip, en það hefur verið vandamál hingað til einkum vegna þess að oft þarf að framkvæma á þeirn viðgerðir meö logsuöutækjum. I holrilm milli býrðings skipsins og innri klæöningar er auðvelt aö blása steinullinni, sem er bæði vatns og eldþolin. Skiptir engu máli hvaða lögun hólfin hafa. Er þarna komin fram mjög einföld og hentug að- ferö til einangrunar á skipum, hvort sem þau eru ný eöa gömul, sagði Hafsteinn ólafsson að lok- um. —Svkr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.