Þjóðviljinn - 13.01.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.01.1982, Blaðsíða 9
Miövikudagur 13. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Sjáiö þiö bara fallegu bókina mina. — Mynd: gel 28 loðdýrabú eru á landinu og afkoma þeirra góð Nú um áramótin voru 28 loðdýrabú starfandi á landinu. Af þeim voru 22 með blárefi einvörðungu, 2 aðeins með minka og 4 eru blönduð. Meira en helmingur þessara búa var stofnsettur á sl. ári eða 17 allS/ 16 refabú og 1 minka- bú. Meiri áhugi er á refabúum en minka- þvi lifdýrastofninum fjölgaði úr 650 refalæöum i 1500 en minkastofninn fór hinsvegar úr 7500 læðum niöur i 6500. Orsök þessa samdráttar i minkabú- skapnum er sú, að stórt minkabú fækkaöi hjá sér minkum en tók upp refarækt i staðinn. Flest eru ioödýrabúin viö Eyja- fjörð og i Skagafiröi. Fóður fá loð- dýrabændur þar frá fóður- stöðvunum i Grenivik og á Sauð- árkróki. Yfirleitt var afkoma loðdýra- búanna góð á sl. ári og mátti raunar teljast ágæt hjá refabúun- um. Kemur einkum tvennt til: verð á refaskinnum hækkaði um- fram verðbólgu og frjósemi dýra og þrif yrðlinga var mjög góð. Verð á minkaskinnum hélt hins- vegar ekki i við verðbólguna og frjósemi minkanna var lakari en hjá lágfótu. Verð á loðskinnum var hátt er- lendis og eftirspurn næg en verð- bólgan er útflutningsgreinum okkar fjötur um fót enn sem fyrr. Framleidd voru á árinu 4700 refa- skinn og 23 þús. minkaskinn. Söluverðmæti skinnanna nam kr. 7.880.000. Er þá refaskinnið verð- lagt á kr. 600 en minkaskinniö á kr. 220. — mhg Utflutningur á dilkakjöti Ætli þetta komi ekki svona? — Mynd: gel Ailir önnum kafnir. — Mynd: gel Áhersla lögð á sölustarfið Eins og fram hefur komið hér i hiaðinu draga Norömenn nú mjög viö sig dilkakjötskaup frá tslandi. i fyrra námu kaup þeirra 2350 lestum en i ár cr útlit fyrir aö þau fari ekki fram úr 1000 lestum, ef þau ná þá þvi, sem minni likur eru fyrir. Reynt hefur verið að mæta þessu markaðshruni með þvi að leggja vaxandi áherslu á sölu- starf i öðrum löndum, en Utflutn- ingsþörf i' ár er áþekk þvi, sem verið hefur, eða um 4 þús. lestir. Tilraunasendingar hafa farið til Luxemborgar og Sviss og kjöt verið selt til Danmerkur, V - Þýskalands og Bandarikjanna. Veröhækkanir erlendis hafa verið nokkrar, m.a. um 33% í Færeyj- um og 13,5% i' Danmörku, hvort- tveggja miðað við erlenda mynt. Til Sviþjóðar fara væntanlega um 600 lestir eftir áramótin. Vonir eru bundnar við Bandarikja- markað en nú hafa þrjú sláturhús viðurkenningu fyrir hann, á Húsavik, i Borgarnesi og á Sauð- árkróki. Unnið er að markaðsleit i Kanada og fer tilraunasending þangað. t V-Þýskalandi er verðið nokkru hærra en i Danmörku. Heildarsala þangað er áætluð um 200 lestir en fimm islensk slátur- hús eru viðurkennd af þýskum stjórnvöldum. Kjötsala til Araba- landa hefur verið til umræðu und- anfarin ár. Yfir stendur nú þátttaka i vöru- sýningu i Bahrain og mun þá trú- lega á það reyna hvort raunhæfur möguleiki er á þeim mörkuðum. Innmatur verður seldur til Bretlands i ár sem fyrr. Verð er þarþóheiduróhagstætt. Auk þess hefur innflutningsleyfi aðeins fengist til næstu áramóta og óvfst um framhald. Þvi hefur verið kapp lagt á að afla markaða ann- arsstaðar og nokkur árangur náðst i' Færeyjum. Hrossakjötssalan hefur gengið vel. A siöasta ári voru fluttar út 190 lestir,mest til Noreg^en einn- ig til Danmerkur, Hollands og Frakklands. — mhg 15 mínútna skákmót haldið um helgina Litavers-helgarmótið verður haldið helgina 16. og 17. janúar n.k. í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, og hefst báða dagana kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi, 5 um- ferðir á laugardeginum og 4 á sunnudeginum. Um- hugsunartími er 15 mín. á skák. Tef It er um farandgrip, sem Litaver gaf. (Fréttatilkynning f rá T.S.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.