Þjóðviljinn - 15.01.1982, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. janúar 1982
MOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkaiýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
titgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ölafsson.
Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadótlir.
Omsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón F’riðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamr ín: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar
Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson.
iþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ölafsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns-
dóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guovaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfúr Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6,
Keykjavik, simi 813J3
Prentun: Blaðaprent hf.
Samningar — Fiskverð
• Eftir langar og strangar samningaviðræður hef ur
samkomulag nú tekist í kjaradeilu útgerðarmanna og
sjómanna með fyrirvara þó, hvað varðar ákvörðun
fiskverðs.
• Þegar þessi orð eru skrifuð hefur fiskverð hins
vegar enn ekki verið ákveðið/ enda síðustu sólar-
hringa verið beðið með lokatörn í f iskverðsmálinu eft-
ir væntanlegu samkomulagi sjómanna og útgerðar-
manna. Ekkert skal hér um það fullyrt hversu skjótt
muni takast að ákveða f iskverðið og koma f lotanum á
veiðar. Á miklu veltur að sá tími verði sem allra
skemmstur. í þeirri yf irnef nd verðlagsráðs, sem á að
ákveða f iskverðið eiga sæti tveir fulltrúar fiskvinnsl-
unnar, einn fulltrúi útgerðarmanna, einn fulltrúi sjó-
manna og síðan oddamaður skipaður af ríkisstjórn-
inni.
• Strax um áramót voru kynntar hugmyndir sjáv-
arútvegsráðherra um nýtt fiskverð. Þar var gert ráð
fyrir 13,5% almennri fiskverðshækkun, en auk þess
miðað við lækkun olíugjalds, sem tekið er af óskiptum
af la, úr 7,5% í 5,5%, þannig að skiptaverð til sjómanna
hækki um 15,5%. Þessa f iskverðshækkun á vinnslan
að geta borið, miðað við þær ráðstafanir stjórnvalda
sem ákveðnar hafa verið. Þessi fiskverðshækkun á
lika fylliiega að geta dugað til þess að koma útgerð-
inni almennt á þokkalegan grundvöll, enda þótt
vandamál þeirra útgerðarfyrirtækja sem þyngstan
f jármagsnkostnað bera verði ekki leyst með þessu
móti. Þeirra vandamál verða aldrei leyst eingöngu
með ákvörðun f iskverðs. Þar þurfa aðrar ráðstafanir
að koma til.
• Sjómenn hafa lagt mikið upp úr afnámi þess olíu-
gjalds, sem nú er tekið af óskiptum afla. Við erum
þeirrar skoðunar að þetta gjald eigi að hverfa, ef ekki
strax, þá í áföngum. i þeim efnum mætti ganga
lengra nú heldur en upphaflegar hugmyndir Stein-
gríms gerðu ráð f yrir, og það á útgerðin að geta þolað,
þótt almenn fiskverðshækkun yrði ekki nema álíka og
gert var ráð fyrir í áramótahugmyndum sjávarút-
vegsráðherra.
k.
Niðurfœrsla verðlags
— ekki lausn
• Á f undi sínum í gær ákvað ríkisstjórnin, að gengi
íslensku krónunnar yrði lækkað um 12% og veldur sú
gengislækkun 13,6% hækkun til jafnaðar á erlendum
gjaldeyri.
• Lengi hefur verið vitað að vandi sjávarútvegsins
nú um þessi áramót yrði tæplega leystur nema með
einhverri breytingu á gengi á fyrstu vikum nýs árs.
Alltsíðasta ár var haldið uppi mjög strangri aðhalds-
stefnu í gengismálum, og þannig hækkaði verð á er-
lendum gjaldeyri ekki nema um rösklega 20% á öllu
árinu 1981, en hafði hins vegar hækkað um nær 50%
næsta ár á undan. Árangur hinna ströngu aðhaldsað-
gerða ríkisstjórnarinnar á síðasta ári kemur hins
vegar m.a. fram í því að gengislækkunarþörfin nú í
byrjun nýs árs varð mun minni en orðið hefði, ef spá-
dómar Vinnuveitendasambandsins um 80—90% verð-
bólgu á árinu 1981 hefði fengið að rætast. Eða hvað
halda menn að þá hefði þurft að lækka gengið mikið
nú um þessi áramót og fyrr?
• Á árum áður mátti það heita föst regla, þegar Al-
þýðubandalagið var i stjórnarandstöðu, að gengis-
lækkunum mörgum og stórum fylgdi jafnan meiri-
háttar skerðing verðbóta á laun. Ekkert slíkt kemur til
greina í tengslum við þá gengislækkun, sem nú hefur
verið ákveðin. öllum hugmyndum í þá átt hefur Al-
þýðubandalagið staðfastlega neitað, þvi þátttaka
f lokksins í núverandi ríkisstjórn er m.a. við það miðuð
að verja kaupmátt launa hjá almennu launafólki og
sækja fram á þvi sviði þegar færi gefst.
• Þær efnahagsráðstafanir, sem nú hafa verið
undirbúnar og brátt verða kynntar hafa það tvíþætta
markmÍG að eyða svo sem unnt er verðbólguáhrifum
gengislækkunarinnar og jafnframt að tryggja kaup-
mátt hinna almennu kjarasamninga. Á þetta tvennt
leggur Alþýðubandalagið höfuðáherslu svo sem fram
kemur i viðtali sem Þ jóðviljinn birtir í dag við Ragnar
Arnalds, fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra tekur
þar fram, að ætlun ríkisstjórnarinnar sé að koma
verðbólgunni niður í 35—40% á þessu ári, og beita til
þess niðurfærslu verðlags þrátt fyrir gengislækkun.
— k.
Helmut Schmidt
Oregon og
j V-Þýska/and
„Vestur-Þýskaland er
svipað á stærö og Oreg-
on-fylkiö i Bandarikjunum.
En hjá okkur búa ekki 3 mill-
jónir manna eins og i Oreg-
on, heldur 60 miljónir
manna. Hugsið ykkur nú
ástandið, ef bandarisk
stjórnvöld kæmu fyrir 5000
kjarnaeldflaugum i Oregon
og heföu uppi fyriræitlanir
um að bæta nokkrum hundr-
uðum við þar, sem náð gætu
til Sovétrikjanna og þar með
gert Oregon að höfuðskot-
marki sovéskra eldflauga.”
Þannig reyndi Helmut
Schmidt kanslari Vest-
ur-Þýskalands að lýsa fyrir
Bandarikjamönnum andúð
Vestur-Þjóðverja á áætlun-
um NATÓ um nýju Evrópu-
atómvopnin, þegar hann var
á Florida að safna kröftum
fyrir ágreiningsjöfnun við
Reagan Bandarikjaforseta.
I Forsetamœlgi
J Ronald Reagan hefur oftar
en einu sinni misst út úr sér
orð um Evrópu sem vigvöll I
atómstrlði. Af þvi tilefni
sagði Helmut Schmidt i Flor-
ida:
„Það er ekki ósennilegt, að
miklu minna hefði orðið um
mótmælafundi I Evrópu, ef
lausmælgi hefði verið i hófi i
Bandarikjunum. Lausmælg-
in varð þess valdandi að
Evrópumenn skildu mál á
þann veg að þeir lifðu ekki á
eftirstriðstimum heldur á
aðdraganda styrjaldar. Það
hafði stórskaðleg sálræn
áhrif.”
I Fíll í glerinu
Þar með hefur Schmidt átt
viö að bersögli Reagans hafi
valdið miklum pólitiskum
erfiðleikum fyrir Banda-
rikjavini i Vestur-Evrópu
sem reyna að vega salt á
stórveldaásnum. Meö öðrum
oröum sagt að Reagan hafi
veriö eins og fill i glervöru-
búö. Svo er það annað mál að
um helmingur flokksbræðra
og kjósenda Schmidts i Vest-
ur-Þýskalandi er honum ekki
sammála um skaðvænlegu
áhrifin, heldur telur sann-
leikann sagna bestan, þótt
hann skreppi óvart út úr.
Bandarik jaforseta.
klippt
ísland gegn
Sovét
I forystugrein
Morgunblaðsins sl. miðvikudag
er rætt um samþykkt
NATÓ-rikjanna um gagnaö-
gerðir þeirra vegna valdatöku
herforingjastjórnarinnar I Pól-
landi. Blaðið talar um lofsverða
samstöðu utanrikisráðherra
NATÓ um refsiaðgerðir gagn-
vart Sovétrikjunum vegna
þáttar þeirra I setningu herlaga
i Póllandi. Siöan segir:
„Engin skýring hefur verið
gefin á þvi, hvers vegna utan-
rikisráðherra Islands lét hjá
liða að sækja þennan fund.
Erfiöleikar innan Framsóknar-
flokksins og rikisstjórnarinnar
ráða þar vafalaust mestu.
Fastafulltrúi Islands hjá At-
lantshafsbandalaginu sat fund-
inn og niðurstöður hans ná til
islensku rikisstjórnarinnar eins
og annarra. Verður sérstaklega
fróðlegt að fylgjast með þvi,
hvort Islensk stjórnvöld komist
að þeirri niðurstöðu eftir athug-
un samkvæmt ályktuninni, að
hefta ferðafrelsi sovéskra og
pólskra sendiráðsmanna, draga
úr visindalegum og tæknilegum
samskiptum við Sovétrikin og
takmarka afnot sovéskra skipa
af 1 islenskum höfnum og
innflutning frá Sovétrikjunum.”
1 sl. viku var sendimaður
Jaruselskis, Wieslaw Cornicki
kapteinn, en slikir sendimenn
skjóta nú upp kollinum viða á
Vesturlöndum til þess að túlka
málstað pólsku herstjórnar-
innar, staddur I Kaupmanna-
höfn. t samtölum við frétta-
menn sagði hann að brátt kæmi
að þeim punkti að Lech Walesa
gæti tekið til við umsvif sin á ný
sem verkalýðsleiðtogi. Sovésk
málgögn hafa klifað á þvi
undanfarið að Samstaða eigi sér
enga framtið i Póllandi og jafn-
vel sett upplausn samtakanna
sem skilyrði fyrir efnahags-
aðstoð. Cornicki sagöi hins-
vegar að herlögum yrði aflétt i
áföngum, föngum sleppt á
næstu vikum og Samstaða fengi
áfram að starfa sem verkalýðs-
samband en ekki sem stjórn-
málaflokkur.
Einkaframtak?
Um hlutverk Sovétríkjanna
sagði Cornicki orðrétt á fundin-
um: „Ég visa þvi algerlega á
bug að um nokkurskonar
sovéska ihlutun eða fyrirfram-
vitneskju Sovétmanna hafi
verið að ræða” i sambandi við
valdatöku pólsku herfor-
ingjanna. „Ég myndi ekki gefa
þessa yfirlýsingu, ef ég ætti það
á hættu, að þurfa að draga hana
til baka eftir nokkrar vikur eða
mánuði. En ég geri mér ljóst, að
það er erfitt fyrir marga ykkar
að trúa þessu.”
Evrin og aðrir broddar í tyrknesku herforingjaklfkunni*
Tyrkland gegn
Sovét
Það er rétt að islenska hliöin á
málinu verður fróðleg. En hvað
um þá tyrknesku? Tyrkland er
aðili að NATÓ og þar hefur her-
foringjastjórn rétt einn ganginn
hrifsað völdin og stefnt verka-
lýösforingjum fyrir herrétt að
þvi er virðist til þess að láta
hengja þá. Við vitum að Morg-
unblaðiö mun taka heilshugar
undir með Þjóðviljanum að
fróðlegt verður þegar
NATÓ-herforingjarnir i Tyrk-
landi fara að fo dæma Jaru-
selski og hans . nóta fyrir að
hrifsa völdin i Póllandi, og beita
Sovétrikin refsiaðgerðum fyrir
samskonar athæfi og forysturiki
NATO-Bandarikin — lætur sér
vel lika á sinu áhrifasvæði.
Sendimenn
Jaruselskis
Annars er fróðlegt að fylgjast
með þvi I erlendum blöðum
hversu mikla áherslu talsmenn
herforingjastjórnarinnar I Pól-
landi leggja á það um þessar
mundir aö Sovétmenn hafi ekki
staðið að baki ákvörðunum um
setningu herlaganna i Póllandi.
Fiskur og
skriðdrekar
Ekki skal lagður dómur á
þessar yfirlýsingar en aðeins
vakin athygli á þessa áherslu
sem Jaruselski-stjórnin viröist
leggja á sjálfstæði sitt, og mis-
visandi afstööu hennar og
Sovétstjórnarinnar á framtiðar-
hlutverki Samstöðu. En
Gornicki kapteinn hafði ýmis-
legt miður fallegt að segja um
„lygi og róg” pressunnar á
Vesturlöndum, og kvað tam.
tölu fanga vera 4.600 I staö 70
þúsund, eins og sumsstaðar hef-
ur sést. Þá gerði hann harða
árás á afstöðu Reagan-stjórnar-
innar i Bandarikjunum i Pól-
landsmálunum, og kvað
ákvörðun hennar um að hætta
efnahagsaöstoð siðlausa.
„Halda Bandarikjamenn að við
breytum fiski i skriðdreka?
Halda þeir að það sé aðeins her-
ráðið sem étur fisk? Fólk stend-
ur I biðrööum eftir að fá fisk.
Þetta er þrýstingsaðgerð af
hálfu Bandarikjamanna sem er
I hæsta máta siðlaus.”
Hér a6 framan hefur verið
stuðst við frásögn danska
blaðsins Information, en Islend-
ingar ættu i það minnsta að hug-
leiða þetta siðasta með fiskbið-
raðirnar.
— ekh.
•9 skortfð