Þjóðviljinn - 15.01.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. janúar 1982
Föstudagur 15. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
ír vikur Ira p
húsiö og V>ar
tlutt inn i t
settar
: ■■><•:• \ ■■ ■■ v . ■' : ■■
’Vo >
Fyrst og fremst tekur það nú
miklu skemmri tima aö koma upp
svona húsum. Og timinn er dýr i
veröbólguþjóðfélagi. Stuttur
byggingartimi hefur ekki hvað
sist i för meö sér umtalsveröan
sparnað fyrir fólk út um land þar
sem oft er erfiðleikum bundið aö
fá iðnaðarmenn i vinnu. Það er
ekki lítils virði fyrir bændur t.d.
að geta sparað sér kostnaö við
uppihald iðnaðarmanna i lengri
tima. Ég fullyröi að hús frá okkur
séu 20-25% ódýrari en sambærileg
hús úr öðru efni, en annars er
Rannsóknarstofnun bygginga-
iðnaðarins að láta gera á þessu
hlutlausa könnun og ég vil ein-
dregið hvetja fólk til þess að
kynna sér þær niðurstöður, þegar
þær liggja fyrir.
40 manns í fastri
vinnu
— Ilvaö vinna margir menn viö
fyrirtæki ykkar?
— Við erum með um 40 manns i
fastri vinnu og fleiri yfir sumar-
mánuðina. Þessi tala skiptist
nokkurn veginn til helminga i
faglærða menn og ófaglærða.
Ég vil lika láta þess getið, aö
við erum i samráöi við hönnuði
okkar ávallt reiðubúnir til þess
að ræða um breytingar á fyrir-
komulagi húsanna ef þess er
óskað. Og þá er einnig ástæða til
þess að benda á, að Rafhönnun
S.Ó. á Selfossi hefur nú tekið að
sér aö sjá um allar raflagna-
teikningar i S.G. einingahús. Auk
þess rafhitunarteikningar, upp-
lýsingar um rafofna, hitakúta
o.fl. Þá eru og möguleikar á að fá
kostnaðaráætlanir um raflagnir
og ráðleggingar um lýsingu og
lampaval.
Greiðslukjör
— Ef við vlkjum svo aöeins aö
greiðsluskilmálunum.
— Jú, ekki er nú óeölilegt að frá
þeim sé skýrt i þessu spjalli. Og i
sem stystu máli eru þeir þannig
að 30% verðsins greiðast við
undirskrift samningsins. Siðan
eru 40% greidd við afhendingu
hússins. En fram skal tekiö að
samkomulag getur orðiö um að
dreifa þessum greiðslum á af-
hendingartimann. Loks greiðast
svo 30% er fyrsti hluti húsnæðis-
málastjórnarlánsins hefur verið
greiddur út á húsin. Semja má
svo um aðra greiðslutilhögun.
Hvað snertir söluskatt og
uppsetningarkostnað þá er hann
innifalinn i verðinu á öllum bygg-
ingarstigum, en teikningar greið-
ast sérstaklega.
Ranglát
tollheimta
— Nú er nokkuö um þaö aö til-
búin hús séu flutt inn erlendis frá.
Hvernig kemur sú samkeppni viö
ykkur, innlenda framleiðendur?
— Jú, eins og menn vita þá hafa
tollar af innfluttum húsum verið
felldir niður i kjölfar fri-
verslunarsamninganna við EFTA
og EBE. Afleiðing þess hefur
orðið aukinn innflutningur tilbú-
inna húsa. íslenskir fram-
leiðendur eru ekki að kvarta und-
an eðlilegri og heilbrigðri sam-
keppni við innflytjendur. En þeg-
ar þessi hús eru flutt inn tollfrjáls
með ýnsum þeim búnaði og efni-
vöru sem islenskir framleiðendur
veröa á hinn bóginn aö greiða af
háa tolla, sé hún flutt inn sérstak-
lega, þá er þar hvorki um eðlilega
né heiðarlega samkeppni að
ræða.
Verði ekki sem allra fyrst ráðin
bót á þessu fáránlega misrétti er
ekki annað sýnna en að islensku
framleiðslunni sé stefnt i algeran
voöa. Og hver hagnast á þvi? Aö
minnsta kosti ekki þeir mörgu,
sem þurfa að byggja. Samtök
okkar hafa nú fariö þess á leit við
fjármálaráöherra aö misrétti
þetta verði afnumiö hið bráðasta
og verður ekki öðru að óreyndu
trúað en að það veröi gert.
Þvi skal svo bætt við af blaða-
manni að Alþingi mun á slöustu
dögum sinum fyrir jól hafa tekið
rögg á sig og komið hér á jafn-
ræði.
—mhg
Óttumst ekki svörin”
„Ef þú átt leið um,
komdu þá og skoðaðu
framleiðslu okkar að Eyr-
arvegi 37 á Selfossi".
Ekki man ég hvar eða
hvenær ég sá eða heyrði
þessi orð, en hafði samt
einhverja hugmynd um að
bak við þau stæði þokka-
sælt og umsvifamikið
fyrirtæki, sem nefnist S.G.
einingahús. Og þegar nú
við Gunnar Ijósmyndari
áttum „leið" um Selfoss,
þá rifjuðust þessi orð upp
fyrir mér og við ákváðum
að stinga sem snöggvast
við fótum og skoða fram-
leiðsluna á Eyrarvegi 37.
Það er mikil bygging og
viðlend og athafnasemi
rikti þar innan dyra. Við
spurðum eftir ráðamönn-
Guðmundur Sigurösson:
Ég vil ráöleggja þeim,
sem hug hafa á því aö
koma sér upp einingahús-
um, aö spyrja þá, sem
þegar hafa reynslu af
slikum húsum.
um fyrirtækisins og var
vísað inn til Guðmundar
Sigurðssonar. Hann tók
okkur Ijúfmannlega og við
vörpuðum fram fyrstu
spurningunni:
Ekki við eina f jöl
felldir
— Hvenær var þetta fyrirtæki
stofnaö Guömundur?
— Faðir minn, Sigurður Guö-
mundsson, hratt þessu fyrirtæki
af stað árið 1965 og hefur það þvi
starfað i 15 ár. Tilgangurinn með
þvi var sá, að hefja framleiðslu á
einingahúsum úr timbri. Faöir
minn hefur lengst af rekið fyrir-
tækið einn, en nú er verið að
breyta þvi i hlutafélag, sem fjöl-
skyldan stendur að.
— Og reksturinn hefur gengiö
vel úr þvi aö þiö starfiö enn?
— Já, hann hefur gert það og
raunar hefur starfsemin farið si-
vaxandi með ári hverju,
— Framleiöiö þiö einungis
ibúöarhús?
— Nei, viö erum engan veginn
við eina fjölina felldir i fram-
leiðslunni. Við höfum t.d. byggt
húsnæði fyrir leikskóla svo sem i
Hveragerði, Eyrarbakka og
Búðardal, dagheimili á Sel-
tjarnarnesi og svo sumarbústaði.
Ég gæti trúað við værum búnir að
byggja eina 50 sumarbústaöi en
kjarninn er náttúrlega ibúðarhús-
in.
— Veistu tölu á þeim húsum,
sem þiö hafiö byggt á þessum 15
árum?
— Ég hygg að þau muni vera
oröin um 700 og þar af um 70 á
þessu ári. Núna munum við geta
framleitt ein 5-6 hús á mánuði.
Húsagerðin
— Geturöu lýst fyrir okkur i
stórum dráttum sköpunarsögu
hússins?
— Þessi hús sem við fram-
leiöum, eru allt frá 82 upp i 160
ferm., ýmist einnar hæðar eða
tveggja. 1 verksmiöjunni er sam-
timis unnið að smiði á flekum i
veggi, gluggum og huröum. Tek-
ur það verk svona 3-4 daga. Á
meðan þvi fer fram er gengið frá
grunni hússins. Oftast stenst það
á endum að þegar grunnurinn er
tilbúinn þá höfum við lokiö þeirri
smiði sem fram fer I verksmiðj-
unni, svo hægt sé að flytja ein-
ingarnar þangað sem þær eiga að
fara. Siðan tekur það svona fjóra
daga að koma húsinu á grunninn
og ganga frá þvi að utan. Þegar
þvi er lokið sér húseigandinn um
aö komið sé fyrir hita- og raflögn-
mhg ræðir við
Guðmund
Sigurðsson á
Selfossi um
framleiðslu á
S.G. eininga-
húsum
um. Að þvi búnu komum við aftur
og þá tekur það um eina viku að
ganga frá fataskápum, koma
fyrir innihurðum o.fl. og að þessu
vinna svona 4-5 menn frá okkur.
Nú, þá geturðu málað og siðan
flutt inn I húsið.
Til þess aö skýra þetta nokkru
betur þá er rétt aö benda á, að
húsin eru klædd utan meö stand-
andi klæöningu, 3/4 x 5, og er hún
rækilega fúavarin. Útveggir og
loft eru einangruö meö glerull.
Neðst á útveggjum er stokkur
fyrir rafmagns- og hitalagnir og
er auðvelt aö koma þeim þar
fyrir. tJtihurðir eru úr harðviði
með innfræstum þéttilistum.
Þröskuldar eru klæddir ryðfriu
stáli. Allir gluggar eru smiðaðir
úr valinni furu og með tvöföldu
verksmiðjugleri. Það liöa svona
þrjár vikur frá þvi byrjað er að
reisa húsið og þar til þú getur flutt
inn i það.
Spurðu náunga
þlnn
— Hver hefur reynslan oröiö af
þessum húsum miðaö viö hina
hefðbundnu húsagerö og á ég þá
viö steinhúsin, þvi siöan þjóöin
fór að endurbyggja húsakost sinn
hefur steinninn veriö rikjandi
byggingarefni?
— Jú, þegar þú ferð að velta þvi
fyrir þér að koma þér upp ein-
ingahúsi þá viltu auðvitað gera
þér sem gleggsta grein fyrir þvi
hvað þú ert að kaupa. Enginn vill
kaupa köttinn I sekknum. Það er
auðvitað lakur kaupmaður sem
lastar sina vöru. Hinsvegar hefn-
ir fölsk gylling sin.
Ég vil ráðleggja þeim sem hug
hafa á þvi að koma sér ]upp
einingahúsi að spyrja þá, sem
þegar hafa reynslu af slikum hús-
um. Og þeir eru orðnir býsna
margir þótt ekki séu ýkja mörg ár
siðan farið var að reisa slik
ibúðarhús að ráði. Við óttumst
ekkert þau svör sem þú munt fá.
Og ég fullyrði að húsin standast
fyllilega samanburð við þau hús
sem byggð eru á hefðbundinn
hátt, bæði hvað snertir verð og
gæöi.
— Og eftirspurnin er yfirdrifin,
kannski segir þaö lika einhverja
sögu?
— Við þurfum vissulega ekki að
kvarta. Mest höfum við byggt hér
á Suðurlandi að sjálfsögðu, og
Suöurlandið er stórt markaðs-
svæði. En hús okkar hafa annars
farið um allt land: til Norður-
lands, Vestfjarða og Austfjarða.
Það fer mjög i vöxt að menn kjósi
frekar að byggja timburhús en
steinhús og við höfum alltaf haft
yfirdrifið að gera, reynum bara
að fylgja markaðinum eftir.
— Hvaö er afgreiöslufrestur
langur á húsum hjá ykkur?
— Hann er þetta þrir til fjórir
mánuðir.
Spamaðuriim
— t hverju er einkum fólginn
sparnaöurinn viö aö byggja svona
hús miöaö viö steinhús?
— Hann sýnist okkur nú vera
fólginn i ýmsu og kemur þar til
bæði beinn kostnaður og óbeinn.
Einnar hæöar hús frá Einingahúsum.
erlendar
bækur
Georg BOchner:
Werke und Briefe.
Deutscher Taschenbuch
Verlag. 1981.
I þessari útgáfu, sem er byggð
á útgáfu Werners R. Lehmanns,
eru birt svo til öll verk BUchners.
Skýringar og athugasemdir fylgja
i bókarlok. Georg BDchner var
uppreisnarmaður. Hann gaf út
Der Hessische Landbote 1834 og
eftir það varö honum ekki vært i
heimalandi sinu, var á stöðugum
flótta og komst til Strassburg og
siðan til Zflrich. Þar fékk hann
starf sem kennari I anatómiu, en
hann haföi stundað læknisfræði
áöur. Lifsskoðun hans var af
dekkra tagi, lifið var þjáning, þar
sem hinn sterki kúgar hinn veik-
burða og græögin ræður. Þessi
skoöun kemur fram i leikritum
hans, Dantons Tod og Woyseck.
Þriöja leikrit hans er Leonce und
Lena: söguhetjan sem minnir á
Byron, þjáist stöðugt, þar sem
þjáningin er lifið sjálft. Eitt fræg-
asta verk hans var Lenz, þar sem
hann lýsir hinu sanna skáldi, sem
er undirorpinn lifsþjáningunni.
Bflchner dó ungur úr taugaveiki
i Zurich aöeins 24 ára, en I verk-
um hans bryddir á ýmsu, sem siö-
ar varð útfært á öðrum vettvangi.
„Söguleg nauðsyn”, svartsýnin
og gróf efnishyggja, þetta má allt
marka i ritum og brotum höfund-
ar. Bflchner lifði samkvæmt
mottói söguhetju sinnar i Lenz:
„Ég heimta lif, þá er allt gott.
Þaö er ekki okkar aö spyrja hvort
það sé ljótt eða fagurt”.
Bflchner fæddist 1813 og dó 1837.
DIERCKE-
Weltwirtschafts-
atlas I— Rohstoffe,
Agrarprodukte.
Deutscher Taschenbuch
Verlag — Westermann
1981.
Höfundarnir eru: Fritz Barthel,
Max Eder, Joachim Koch, Klaus
Erich Koch, Helmut Schmidt og
Manfred Dambroth, Nasir E1
Bassam. Þeir skipta meö sér
verkum; þeir fimm fyrst töldu
rita um orkugjafa og hráefni; þeir
tveir siðast töldu um landbúnað-
arframleiðslu og ræktun nytja-
plantna.
Þetta er fyrsta bindi altlassins
um framleiöslu og orkunotkun og
nýtingu og hráefni. Framsetning
hinna mörgu atriöa er mjög skýr
og skilmerkileg i knöppu og að-
gengilegu formi. Kortin eru
prentuð i litum og auk þeirra
fylgja töflur og skrár auk les-
málsins. Uppsláttarrit þetta er
sérstaklega handhægt og auðvelt
inotkun. Dtv hefur einnig gefið út
ágætan almennan atlas, dtv
Perthes-Weltatlas og með útgáfu
Dierckehandbókanna, fimm bindi
hafa þegar komið út auk þessa, er
þakkarvert starf unnið.
The Diary of a Farmers
Wife 1796- 1797.
Illustrations by Brian
Walker. Penguin Books 1981.
Anne Hughes, sem var bónda-
kona á afskekktum bóndabæ i
Monmouthshire, tók sig til og
ákvað að skrifa upp það sem hún
starfaöi og hér er það birt. Dag-
bókin nær yfir eitt ár. Dóttir
hennar eignaðist bókina og siðan
birti Jeanne Preston dagbókina 1
Farmers Weekly 1937. Hér er
bókin gefin út með þeirri staf-
setningu sem tiðkuö var af höf-
undinum.
Anne segir frá þeim atburðum
sem höfðu áhrif á hana og þvi
starfi sem hún vann dag hvern.
Hún virðist hafa haft nóg að
starfa og henni virðist aldrei hafa
leiðst starfi sinn; frásögnin er lif-
andi og einlægleg og kastar birtu
á þessa löngu liðnu tima.
Það vill svo illa til að frumrit
bókarinnar er hvergi finnanlegt
og er stuðst við afrit Jeanne
Prestons.