Þjóðviljinn - 22.01.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Jóhann J.E. Kúld
fiskimáI
Lifið i höfunum lýtur lögmál-
um hafstrauma, sem menn hafa
ekki ennþá fullkomna þekkingu
á, þrátt fyrir miklar rannsóknir
siðustu áratuga. Menn þekkja
að visu þessa strauma og vita
um gang þeirra i meginatriðum.
En hinsvegar brestur menn
þekkingu á þvi, hvað veldur
breytingu þeirra á ýmsum tim-
um.
Norski fiskifræðingurinn Finn
Devold sem áður vann við Nan-
senstofnunina að rannsóknum á
straumum, sérstaklega á hafinu
milli Noregs og Islands, setti
fram þá kenningu löngu fyrir
andlát sitt, á meðan hann vann
við norsku hafrannsóknastofn-
unina, að mikilsverðar breyt-
ingar á hafstraumum yrðu svo
að segja lögmálsbundið með 100
ára millibili. Þetta taldi hann
sig geta lesið út úr norsku sild-
veiðisögunni sem er til skráð i
handritum gegnum margar ald-
ir.
Þá setti sovéskur visinda-
maður fram þá kenningu nú á
yfirstandandi ári, að snúnings-
hraði jarðar ykist mikið á
ákveðnum timabilum, og að eitt
slikt timabil stæði yfir nú. Auk-
inn snúningshraði veldur þvi að
hinn heiti bráðni kjarni jarðar
leitar meira til heimskauts-
svæðanna en venjulega, sem
svo getur valdið þvi að is bráðni
á ákveðnum svæðum meira en
venjulega. Þetta getur valdið
kæiingu sjávar, segir hann. Má-
ske er þessi tilgáta framkomin
vegna hins óvenjulega mikla
sjávarkulda i austanverðu Bar-
entshafi þessa stundina.
íslausa hafsvæöið
i Norðuríshafi
Fyrir um tveimur árum urðu
norskar og rússneskar iskönn-
unarvélar þess varar að islaust
hafsvæði var aust-noröaustur af
Svalbarða. Vakti þetta forvitni
vegna þess að það virtist kyrr-
stætt, en var ekki háö þvi lög-
máli Noröurishafs, aö geysilega
stórar vakir eru ýmist að opnast
eða lokast. Þetta stóra hafsvæði
virðist ennþá vera islaust og op-
ið samkvæmt fréttum sem Sov-
étmenn sendu tii blaða nú i
haust, og telja þeir að það sé nú
um lOOOkilómetrar á hvern veg.
Verið er að undirbúa visinda-
leiðangur i Leningrad sem á að
halda noröur i Ishaf á komanda
vori á einu allra fullkomnasta
rannsóknarskipi Sovétmanna
og verður þar reynt að finna út,
hvað veldur þvi að svo stórt haf-
svæði i Norðurishafi er islaust.
í þessum leiöangri verða auk
Rússa bandariskir visinda-
menn og fellur þessi leiðangur
undir hinar sameiginlegu jarð-
eðlisfræðilegu rannsóknir sem
þessi stórveldi sömdu um fyrir
fáum árum.
Allar breytingar sem verða á
is og straumum i Noröurishafi
eru mjög áhugaverðar fyrir
okkur Islendinga vegna fisk-
veiða okkar, og þvi tel ég rétt að
segja frá þessu hér. Að lfkindum
erhafdýpi mikið á þessu islausa
svæði sem nú á að fara að rann-
saka, þvi svo er viða i Noröuris-
hafi. Friðþjófs Nansens leiðang-
urinn á Fram, sem farinn var
austur fyrir Pólarhafið fyrir
siðustu aldamót kollvarpaði al-
veg þeirri kenningu aö Noröur-
ishafið væri tiltölulega grunnt
haf. Ég fletti nú upp i bók Frið-
þjófs Nansens „Fram over Pol-
arhavet”. Framleiðangurinn er
þá staddur rúmlega á 80. gráðu
norðlægrar breiddar norður af
Siberiu. Þetta er i ágúst 1894.
Þarna mæla þeir hafdýpi sem er
3800 metrar. Þaö er gaman að
fylgjast með hinni visindalegu
nákvæmni Nansens þegar hann
er að mæla hitann i hafinu á
þessu dýpi, og set ég þvi til fróð-
leiks hvernig hitastigið var
breytilegt (miðað er við celcius-
mæli). A yfirborði sjávar +0.80,
2 m undir yfirboröi — 1.40, á 40
m. —1.72, á 80 m. — 1.72, á 100
m. — 1.62, á 140 m. — 1.19, á 180
m. — 0.52, á 200 m. — 0.23, á 220
m. 0.00, á 300 m. + 0.18, á 400 m.
+0.32, á 600 m. +0.16, á 800 m.
+ 0.02, á 1000 m. — 0.14, á 1400
m. — 0.38, á 2000 m. — 0.71, á
2600 m. — 0.79, á 2900 m. — 0.81,
á 3000 m. — 0.78, á 3400 m. —
0.74. Og niður við botn á 3800 m.
dýpi var hitinn minus 0.69 gráð-
ur. Þannig var hitastigið breyti-
legt eftir sjávarlögum i hafinu.
Norðriðog
leyndardómar þess
Ef einhver hluti hins mikla
fjármagns sem nú er notað af
hinum svokölluðu menntuöu
þjóðum til framleiðslu gereyð-
ingarvopna væri i þess stað sett-
ur i hafrannsóknir og önnur
hliöstæð verkefni, þá mundu
jarðarbúar fljótlega uppskera
þekkingu sem þá skortir nú á
lögmálum okkar hnattar.
Hafis hefur valdið okkur Is-
lendingum miklum búsifjum i
gegnum aldirnar. Þessvegna er
okkur nauðsynlegt að tileinka
okkur alla tiltæka þekkingu sem
fáanleg er um eðli Norðuris-
hafsins og þær breytingar sem
þar kunna að verða á straumum
og hitastigi sjávar á hverjum
tima.
Samvinna allra norðlægra
þjóða á þessu sviöi er nauðsyn
og hefur henni hingað til veriö
alltof litill gaumur gefinn. En
svo undarlegt sem þaö er, þá er
staðreyndin sú, að hver sá sem
einu sinni hefur komið noröur i
riki heimskautaissins og séð þau
mikilfenglegu náttúrulögmál,
sem þar eru ráðandi, hann getur
gjarnan hugsað sér aö koma
þangað aftur. Stórfengleikinn
sem þar birtist verður öllum
ógleymanlegur. Ég hafði lesiö
um þetta mikla aðdráttarafl
norðursins, en trúöi þvi naum-
ast, þar til ég reyndi það sjálfur.
Þá sannfærðist ég um að þetta
er rétt.
Eftir að ég hafði komist norð-
ur á 82. gráðu norðlægrar
breiddar á milli Svalbarða og
norðaustur Grænlands áriö 1924
með hinum mikla garpi Land-
mark frá Brandal, sem var
sambland af veiði- og visinda-
manni, þá fann ég hvað heim-
skautasvæði norðursins getur
haft mikiö aðdráttarafl.
Og það er sama hvar maður
kemur, lifið aðlagar sig alls-
staðar aðstæöunum. Hringanór-
inn, þessi smávaxna selateg-
und, heldur t.d. opnum öndun-
aropum á vökum með lagis allt
norður undir heimsskautið.
Þetta sýnir að sjórinn undir isn-
um þarna er fuliur af lifi, sem
veitir næga fæðu þessari norð-
iægustu selategund. En hringa-
nórinn er uppáhalds fæöa Is-
bjarnarins, konungs norðursins,
sem þrammaði þarna óhultur
um isbreiðuna, þar til flugvél-
arnar komu til sögunnar. En svo
var drápsgræðgi manna mikil
að hætta var á útrýmingu þess-
arar merkilegu dýrategundar.
nú er isbjörninn friðaður og má
ekki drepa hann nema I algjörri
sjálfsvörn. Ég held að öll lönd
sem itök eiga á heimsskauta-
svæðinu standi að þessari sam-
þykkt.
Sjávarútvegur okkar
á hagsmuna aö gæta
i Noröurishafi
Islenski loðnustofninn sem á
siðustu árum hefur orðið þýð-
ingarmikill fiskistofn fyrir út-.
gerð okkar Islendinga er
Norðurishafs fiskistofn þó að
hrygningarstöðvar hans séu nú
hér við land. Liklega er þetta
sami loðnustofninn sem á fyrri
hlýindatimabilum hrygndi lika
mikið viö Austur-Grænland, og
máske við Jan Mayen, þó fyrir
þvi séu liklega ekki til sannanir.
Menn vita nú um meginstöðvar
islenska loönustofnsins norður-
og vestur af landinu eftir haf-
rannsóknir siðustu ára. En hins-
vegar gæti ég trúað að á þvi geti
verið munur milli ára, hvað
noröar- og austarlega stofninn
fer, en að sjálfsögöu þyrfti að
rannsaka það, svo þýðingar-
mikið sem þaö er. Af hálfu
okkar Islendinga er hafið
norður af landinu og lifríki þess
eftir að norður aö is kemur enn-
þá litið rannsakað. En vonandi
stendur það til bóta á næstu
árum, eftir þvi sem mannafli og
fjármagn hrekkur til.
Getur hákarlsútgerð
staðið undir sér?
Siðast á nitjándu öldinni og i
byrjun þessarar aldar voru há-
karlaveiðar umtalsverður
þáttur i útgerðarsögu okkar Is-
lendinga. Lýsi var þá í mjög háu
verði og^ var lifur hákarlsins
brædd og gerð að útflutnings-
vöru. Þá var lika nokkuð af
sjálfum hákarlinum verkað til
innanlandsneyslu. Eftir 1920
gerðu Norðmenn lika talsvert
marga linuveiðara sina út á há-
karlaveiðar meö linu við Sval-
barða og stóðu þær veiðar i
nokkur suniur frá vori til
hausts, en féllu svo niður vegna
verðlækkunar á lýsi. Siðan þetta
var, má segja, að hákarls-
stofninn i Noröurishafi hafi
verið friðaður. öðru hvoru hafa
þvi Norðmenn verið að reyna að
fækka honum á heimamiðum
með rfkisstyrk. Þó vitaö sé að
hákarlsstofninn i Norðurhöfum
vex seint, þá er ekki ótrúlegt, að
hann sé orðinn nokkuö stór eftir
svo langa friðun.
En hversu stór hann er veit
liklega enginn. Nú á timum vis-
indamennsku, þegar sjálfsagt
þykir að hafa fulla gát á nýtingu
fiskistofna, sem og sjálfsagt er,
þá væri máske ekki úr vegi, aö
hugleiða hvað alfriðaður há-
karlsstofn, sem sækir æti á
okkar fiskimiö, þarf af nytja-
fiski til fæðuöflunar sér, yfir
árið. Þó að ég geti ekki frekar
en aðrir sett fram neinar tölur i
þessu sambandi, þá er það vitað
aö hver einstákur hákarl þarf
geysilega mikið fæðumagn.
Enda er hann einn allra gráð-
ugasti fiskur hafsins. Þessu
þykir mér að hafi veriö of litill
gaumur gefinn, þegar talað er
um skynsamlega nýtingu hafs-
ins. En skynsamlega nýtingu tel
ég vera i þvi fólgna, að nytja
alla fiskistofna þannig að við-
hald þeirra sé tryggt á hverjum
tima. Og umfram allt, að sjálfri
lifkeðjunni sé hvergi ógnað.
Með þvi aö hagnýta aöeins há-
karlslifrina, þá væri liklega út-
gerð á hákarl fyrirfram dauða-
dæmt fjárhagslega.
En þar með skulum viö ekki
útiloka aðra möguleika á nýt-
ingu hákarls tii manneldis.
Vitað er að nokkur markaður er
hér innanlands fyrir verkaðan
hákarl með sama hætti og hér
hefur viðgengist frá fornu fari.
Um aðra nýtiúgu á þessum fiski
vitum við Islendingar ekki.
Hinsvegar hef ég haft spurnir af
þvi að i Afrlkúrikinu Kongó sé
þurrkaður kæstur hákarl talinn
til lostætis. Til þeirra Kongó-
manna mun hafa verið seldur
hákarl frá vesturströnd Afriku,
Er kominn timi til þess að fara að huga að hákarlaútgerð I stórum stil?
sem þurrkaður hefur veriö á
hjöllum og fengið kæsingu i
þurrkuninni vegna hitans.
Hvort hér er um hákarl likrar
tegundar og hér veit ég ekki. En
ekki er óliklegt að þarna gæti
veriö um aö ræða markaö fyrir
islenskan hákarl eins og hér
hefur verið verkaður i alda-
raðir. Þá eru hákarlsuggar og
sporöur i þurrkuðu formi dýr
verslunarvara i Kina og Hong -
Kong. A þann markaö hefur
Norðmaður selt þurrkaða ugga
og beinhákarl nú um árabil. Og
látið isa þá i kassa fyrir sig á
allri norsku ströndinni, þar sem
beinhákarlsveiðibátar koma að
landi. En þessar veiðar eru ein-
göngu stundaðar i Noregi yfir
hásumarið á meðan góðviðri er
á miðunum, þvi beinhákarlinn
er skotinn á yfirborði sjávar,
þar sem hann liggur oft. Ekki
er ótrúlegt, að markaöur sé
þarna fyrir yfir ugga af venju-
legum hákarli.
„Sveltur sitjandi kráka, en
fljúgandi fær”, segir gamalt
máltæki. Eins er með markaði
fyrir ýmsar afurðir. Menn
verða að leita þeirra.til þess aö
geta selt. Eða aö vera án þeirra
að öðrum kosti. A þessu sviði
eigum við Islendingar ennþá
mikið ólært.