Þjóðviljinn - 19.02.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.02.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. febrdar 1982 KIÖTVERSLUN TÓMASAR Laugavegi 2 Símar 11112-12112. AUGLYSING um rannsóknastyrki frá I. E. Fogarty International Research Foundation J.E. Fogarty-stofnunin í Bandarikjunum býður fram styrki handa erlendum visinda- mönnum til rannsóknastarfa við visindastofn- anir i Bandarikjunum. Styrkir þessir eru boönir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (bio- medical science). Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu 1983—1984. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrki þessa fásti menntamálaráðuneytinu. Umsóknir þurfa að hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. júli n.k. Mennta má la ráðuneytið, 11.febrúar 1982 Auglýslng Með tilvisun til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi i Grjótaþorpi. Tillagan tek- ur til lóðaskiptingar, landnotkunar, nýt- ingarhlutfalls, umferðarkerfis og húsa- hæða. Nánar tiltekið er hér um að ræða svæði, sem afmarkast af Túngötu, Garða- stræti, Vesturgötu og Aðalstræti. Sá fyrir- vari er gerður, að tillagan nær ekki til lóð- anna nr. 2, 4, 6, 8,12, 14, 16 og 18 við Aðal- stræti, nema hvað lóðaskiptingu varðar, og haldast þvi ákvæði hins staðfesta aðal- skipulags frá 1967 á þessum lóðum að öðru leyti. Uppdráttur ásamt greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis hjá Borgar- skipulagi Reykjavikur, Þverholti 15, frá, og með föstudeginum 26. febrúar til 13. april n.k. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á sama stað eigi siðar en kl. 16.15 föstudaginn 23. april 1982. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Borgarstjórinn I Reykjavik, 12. febrúar 1982. Kaupfélag Hafnfirðinga: Aldraðir f á tíundu hverja krónu Kaupfélag Hafnfirðinga fagnar aldarafmæli sam- vinnuhreyf ingarinnar, sem verður 20. febr. nk. og minnir á, við þessi tíma- mót, 100 ára starf sam- vinnuhreyf ingarinnar til sjávar og sveita, landi og þjóð til hagsældar og far- sældar. t tilefni afmælisins hefur Kf. Hafnfirðinga boðið viðskiptavin- um vefnaðarvörudeildar félags- ins að Strandgötu 28 20% afslátt á öllum vörum sem þar eru seldar frá og meö 28. jan. sl. og til dags- ins i dag. Hafa margir notaö sér þetta kostaboö félagsins. Þá mun Kf. Hafnfiröinga halda sérstaklega upp á þetta merkisaf- mæli samvinnuhreyfingarinnar i verslun sinni á Miðvangi 41 nú i dag. Verður þar margskonar vörukynning frá kl. 16. Kl. 17 mun kór öldutúnsskóla koma i heim- sókn og syngja nokkur lög fyrir viöstadda. Lúörasveit Hafnar- fjarðar verður einnig mætt til leiks i Miðvangi 41, kl. 17,30 og mun leika þar létta og skemmti- lega tónlist i hálfa klst. Þeim sem búsettir eru á félags- svæði Kf. Hafnfirðinga, þ.e. i Hafnarfirði og Garöabæ, gefst gott tækifæri og tilefni til þess aö gerast félagsmenn kaupfélagsins, ef þeir eru það ekki þegar, með þvi að fylla út inntökubeiðni i félagið og greiða tilsett inntöku- gjald. Veröur sérstakur maöur i versluninni til þess að annast þessa þjónustu og veita frekari upplýsingar, ef óskað er. Þarna gefst kjörið tækifæri til þess að slást i hóp samvinnumanna á 100 ára afmæli samvinnuhreyfingar- innar með þvi að gerast félagi i Kf. Hafnfirðinga. Jafnframt öðl- ast það full félagsréttindi, — rétt- indi til þess að hafa áhrif á og móta starfsemi kaupfélagsins i framtiðinni. Stjórn Kf. Hafnfiröinga, ásamt kaupfélagsstjóra, veröur stödd i Miðvangi 41 frá kl. 17-19 og er reiðubúin að svara spurningum og veita upplýsingar um félagið og starfsemi þess þeim, er þess óska. Þá verður einnig fjölbreytt vörukynning i verslun Kaup- félagsins á Garðaflöt 16-18 á föstudaginn. Hefst hún kl. 14 og stendur yfir til kl. 19, þegar verslunin lokar. Kf. Hafnfirðinga er minnugt á það hlutverk kaupfélaga að leit- ast við aö bæta á sem fjöl- breyttastan hátt lifskjör fólksins á félagssvæði sinu og stuöla aö betra og fegurra mannlifi þar. Þessvegna hefur Kaupfélagið ákveðið að láta 10% af allri sölu i verslunum félagsins i dag föstu- daginn 19. febr. renna til styrktar málefnum aldraöra á félagssvæö- inu. Þaö þýöir aö 10 kr. af hverj- um 100, sem koma i kassana i öll- um verslunum og verslunardeild- um félagsins i dag renna til styrktar félagsstarfi fyrir aldraða i Hafnarfiröi og i Garða- bæ. Það þýðir, að hver sá, sem i dag verslar i verslunum Kaupfé- lags Hafnfirðinga á Strandgötu 26, á Miðvangi 41 og á Garðaflöt 16, styrkir starf aldraðra um 10 kr. fyrir hverjar 100 kr., sem hann kaupir fyrir. Með þvi gerir hann tvennt i einu: Nýtur góðra viðskiptakjara og þjónustu og styrkir um leið gott málefni. — Og það fer vel á þvi á þessu ári, sem sérstaklega er tileinkaö öldruð- um. — mhg Andrés Sigurvinsson, Guðbjörg Thoroddsen, Þórey Aöalsteinsdóttir og Sunna Borg i hlutverkum sinum I ,,þrem systrum”. Leikfélag Akureyrar sýnir: „Þrjár systur” 1 dag 19. febrúar frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikritið „Þrjár systur” eftir eitt þekkt- asta leikritaskáld allra b'ma, rússann Anton Tsékhov. Leik- ritið fjallar um grundvallar- spurningar mannlegs eðlis og lifs á þann hátt aö við könn umst öll við. Af þessum sökum gli'mirleikhUsfólk ennþanndag i dag, viös vegar um heim, við aðsetja leikrit Tsékhovs á svið. Leikstjóri sýningar L.A. er Kári Haildór, leikmynd og bún- inga gerði Jenny Guðmunds- dóttir. Lýsingu annast Ingvar Björnsson og Oliver Kentish flytur frumsamda tónlist. Þýðinguna gerði Geir Kristjánsson. Leikarar i sýningunni eru 12: Guðjón Pedersen, Ingibjörg Björnsdóttir, Sunna Borg, Ragnheiður Elfa Arnardóthr, Guðbjörg Thoroddsen Þórey Aðalsteinsdóttir, Þröstur Guð- bjartsson, Gestur E. Jónasson, Andrés Sigurvinsson, Theodór Júliusson, Marinó Þorsteinsson og Jónsteinn Aöalsteinsson. I tilefni af frumsýningunni á „Þrem systrum” fékk L.A. hingað rússneskan bókmennta- fræðing Sergei Alisjonok til þess að kynna skáldið og verk hans. Þessi Tsékhov-kynning fór fram s.l. laugardag 13. febrúar i Samkomuhúsinu. Kynningin var öllum opin og fór fram á ensku. Á samkomunni færði Ás- geir Höskuldsson L.A. fyrir hönd Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarrikjanna kær- komna bókagjöf sem verður visir að bókasafni félagsins. Formaður L.A. Guðmundur Magnússon þakkaði báðum gestum okkar fyrir ómetanlegt framlag. L.A. sýndi stórmyndina „Ófullgert verk fyrir sjálfspil- andi pianó” eftir Nikita Mik- halkov. Myndin sækir efni sitt i verk Téskhovs. Sýningin var i Borgarbió mánudaginn 15. febrúar. Sýningar á ,,Þrem systrum” verða a.m.k. á venju- legum sýningarkvöldum þriðju- daga, fimmtudaga ogog sunnu- daga svo lengi sem aðsókn helst. Bændaskólinn á Hólum auglýsir Á Bændaskólanum á Hólum verða haldin tvö námskeið i vetur fyrir bændur: 1. 10. - 15. mars — fóðuröflun og fóðrun sauðfjár. 2. 17. - 22. mars — fóðuröflun og fóðrun nautgripa. Þátttaka tilkynnist til Bændaskólans á Hólum fyrir 5. mars n.k. Skólastjóri Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa starf yfirtækniteiknara laust til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un, aldur og fyrri störf sendist starfs- mannastjórafyrirl. marsnk. Ra f ma gnsv eitur r ikisins, Laugavegi 118 105 REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.