Þjóðviljinn - 19.02.1982, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN
Föstudagur 19. febrúar 1982
Aöalsbni Þjóöviljans er 81333 kl. 9-2« mánudag til föstudaga.
Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn
hlaösins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí
8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i“af-
greiöslu blaösins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og
eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld.
Aðalsími
81333
Kvöldsími
81348
Helgarsími
afgreiðslu
81663
Foreldrafélag Árbæjarskóla:
Vill láta loka Vatnsveituvegi
Á fundi sem Foreldrafélag Ár-
bæjarskóla hélt i fyrrakvöld meö
borgarverkfræöingi, kom fram
eindregin ósk um að Vatnsveitu-
vegi yrði lokað sem allra fyrst,
cnda er þessi gamli vegur ekki
inni skipulaginu. Borgarverk-
. fræðingur taldi tormerki á þvi að
loka veginum strax, en um hann
fara hestamenn þegar þeir þurfa
til gæðinga sinna.
Ástæðurnar fyrir þvi að Árbæ-
ingar vilja láta loka veginum eru
margar. Hann liggur yfir lóð
skólans og ekki er hægt að ganga
frá henni fyrr en veginum hefur
verið lokað. Þegar þurrviðri er,
leggur rykmökk yfir skólalóðina
og börn eru i slysahættu vegna
umferðarinnar.
Einnig fer vegurinn oft i' sundur
niður við knattspyrnuvöll Fylkis
og tekur fólk þá það til bragðs að
aka yfir völlinn og skemmir hann.
Steinn Halldórsson lormaður
knattspyrnudeildar Fylkis sagði i
samtali við Þjóðviljann að völlur-
inn væri að verða ónýtur af þess-
um sökum. Hann sagði að Fylkis-
menn hefðu sett ýmsar hindranir
til þess að verja völlinn en þeim
ýttu hestamenn úr vegi og ækju
yfir völlinn. Yfir sumarið væri
stundum ekki hægt að æía á vell-
inum fyrir ryki sem legði af veg-
inum yfir völlinn þegar umferðin
er mest, en á háanna timum, sem
er um kl. 12 og 17 til 18,fara um
veginn 1200 bilar og þegar Höfða-
bakkabrúin veröur tekin i notkun
er taliö aö umferöin aukist uppi
1600 lil 1800 bila á dag.
Þetta er oröiö algerlega óþol-
andi ástand og krafa okkar er að
veginum verði lokað enda ýmsir
aðrir vegir til að fara eftir uppi
hesthúsin, sagði Steinn Halidórs-
son. — S.dór
Vigdís Finnbogadóttir skoðar egypsku höggmyndadeildina I British Museum sl. miðvikudag.
_______________ ____________________________ Ljósm.—gel-
Loforð fjármálaráðuneytisins:
Stefnt að kiarajöfnun
A fundi þeim, sem starfsmenn á
Kópavogshæli og Kleppsspitala
héldu f fyrradag, var dreift bréfi
frá fjármálaráðuneytinu, sem
varð grundvöllur þess, að deilan
leystist i gær. Bréf þetta kallast.
„Drög að bréfi til stéttarféiags
ófaglærðs starfsfólks við Klepps-
spitala og Kópavogshæii”, og fer
efni þess hér á eftir.
t framhaldi af viðræðum sem
átt hafa sér stað á milli fulltrúa
starfsmannafélaganna annars
vegar og fjármálaráðuneytisins
hins vegar vegna deilu ófaglærðs
starfsfólks á ofangreindum stofn-
unum vill fjármálaráðuneytið að
höfðu samráði við heilbrigðis-
ráðuneytið taka fram eftirfar-
andi:
1) 1 komandi kjarasamnmgum
mun fjármálaráðuneytið beita
sér fyrir jöfnun kjara ófaglærðs
starfsfólks á heilbrigðisstofnun-
um rikisins, óháð þvi hvort
starfsfólkið er félagsbundið i
Sókn eða Starfsmannafélagi rik-
isstofnana. Um þetta atriði hafa
veriö i gangi viðræður við
verkalýðsfélögin um nokkuð
skéiö.
21 'Um launakjör ófaglærðs
starfsfólks að ööru leyti ræðst i
kjarasamningum samningsaöila
sem er eini mögulegi vettvangur
þessa máls.
3) Heilbrigðisráðuneytið mun
vinna að þvi á næstu vikum að
koma á fót simenntunarkerfi inn-
an rikisspitalanna með það
markmið að mennta ófaglært
starfsfóik til faglegra starfa við
stofnanir spitalanna. Eðlilegt er
að starfsreynsla og fyrri menntun
verði metin nokkuð i þvi sam-
bandi. Framkvæmd, starfskröfur
og önnur atriði svo og réttindi að
námi loknu verða ákveðin af heil-
brigðisráðuneytinu i samráði við
verkalýðsfélögin. Heilbrigðisráð-
herra mun skipa nefnd sem gera
á tillögur um framangreind atr-
iði. Trvggt verður að sjónarmið
allra aðila komi fram i þeirri
nefnd.
4) Ráðuneytið mun beita sér
fyrir þvi að áfram verði haldnar
viðræður milli ráðuneytisins og
verkalýðsfélaganna um skýrari
mörk félagsaðila ófaglærðs
starfsfólks og þá m.a. höfð að
leiðarljósi mörkin milli ófaglærðs
og faglærðs starfsfólks.
5) Þeir einstaklingar sem lagt
hafa niður vinnu á Kleppsspitala
og Kópavogshæli geta hafið störf
aftur á sama stað og þeir voru áð-
ur en aðgerðirnar voru hafnar,
enda verði þeir komnir til starfa á
ný ekki seinna en á miðnætti n.k.
föstudagskvöld þann 18. febrúar
n.k.
Erlingur Hansson og Astráður
Haraldsson báru upp t'illögu á
fundinum i gær, sem efnislega
var á þá leið, að fundurinn fæli
Sókn og SFR að hefja viðræður
við fjármálaráðuneytið á grund-
velli ofangreindra tillagna og
jafnframt að hefja störf á mið-
nætti i gær. Þessi tillaga var sam-
þykkt með 65 atkvæðum gegn 35,
eins og kemur fram hér annars
staðar. ast
Stríðið um verð á *
grásleppuhrognum:
Verðmætið
myndi *
tvöfaldast
ef hrognin
væru
flutt út
fullunnin
í stað þess að flytja
þau út sem hráefni
í kjölfar skrifa i Þjóðviljanum
um stöðuna i sölumálum á grá-
sleppuhrognum hefur fylgt all
mikil umræða um málið. Talað er
um nauðsyn þcss að iækka verðið
svo hægt sé að selja hrogniu. Og á
mcðan menn deila um verð á
þessu óunna hráefni, blasir sú
staðreynd við, að ef hrognin væru
fullunnin i kaviar hér á landi,
myndi útflutningsverðmæti
þeirra tvöfaldast. i stað þess að fá
330$ fyrir tunnuna af söltuðum
hrognum, myndi tunnan gefa 660$
af fullunnum kaviar.
Þessar upplýsingar l'ékk Þjóð-
viljinn hjá Þorsteini Jónssyni
framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar
Arctic á Akranesi en þar er unn-
inn kaviar úr grásleppuhrognum.
Og sú staðreynd blasir einnig við
að Islendingar ráða yíir um 70%
af hráefnismarkaði grásleppu-
hrogna i heiminum. Samt látum
við aðrar þjóðir um að íullvinna
hrognin og hirða tvöföldun verð-
mætis.
Þorsteinn Jónsson var inntur
eftir þvi hvort ekki væri hægt að
efla til muna kaviar framleiðslu
hér á landi. Sagöi hann svo ekki
vera eins og málin stæðu nú:
fyrst þyrfti að vinna markaöinn
sem aðrar þjóðir réöu nú. Hins-
vegar sagðist hann ekki vera i
vafa um að ef skipulega væri unn-
ið að markaðsöflun fyrir kaviar
úr grásleppuhrognum, þá gætum
við náð þeim markaöi á löngum
tima, vegna þess hve stórum
hiuta hráefnismarkaðarins við
réðum yfir. Menn yröu aö gæta
þess að við hoppuðum ekki inná
kaviar-markaðinn i einni svip-
ann. —S.dór
I Alþýðuflokkurinn krefst hækkunar á raforkuverði til ÍSAL:
jVerði í samræmi við orku-
verð irá nýjum virkjunum
Tekur eindregið undir ýmis atriði í samþykkt ríkisstjómarinnar frá 16. júlí 1981
Flokksstjórn Álþýðuflokksins
liefur ályktað um nauðsyn
endurskoðunar á samningum
um álverið i Straumsvik og
lialdið verði á islenskum mál-
stað af festu og frainsýni i þeim
samningaviðræðum.
Flokksstjörnin leggur áherslu
á að raforkuverð hækki þannig
að þaö verði i samræmi við
orkuverð frá nýjum virkjunum
og sett verK i samning ákvæði
sem tryggi að svo verði í fram-
tiðinni. Þá verði skattaákvæði
endurskoðuð með það að mark-
miði að skattar verði sem
minnst háðir ákvörðunum eig-
enda um verðlag á afurðum og
hráefnum. Sett verði i samning
ákvæði sem tryggi islensku
rikisstjórninni eftirlits- og
ihlutunarrétt um málefni fyrir-
tækisins og um reglubundna
endurskoðun samnings.
Loks telur flokksstjórnin
áriðandi að yfirstandandi deilu-
mál Alusuisse og rikisstjórnar-
innar verði til lykta leidd sem
fyrst, þannig aö samningar um
ofantalin meginatriði dragist
ekki á langinn.
Til samanburðar er ályktun
rikisstjórnarinnar frá 16. júli
1981, en hún var gerð i fram-
haldi af niðurstöðum rannsókn-
ar á verðlagningu súráls til
ISALS á timabilinu 1974 til 1980.
Þar segir m.a.:
„Vegna væntanlegra
samningaviðræðna við Alu-
suisse er af hálfu rikisstjórnar-
innar m.a. lögð áhersla á
meginatriði:
a) Greiðslur á vangoidnum
sköttum (framleiðslugjald)
vegna of hárrarverðlagningar á
aðfóngum til ISAL á ti'mabilinu
1975 til 1980.
b) Endurskoðun á gildandi
samningsákvæðum um fram-
leiðslugjald i þvi skyni að
tryggja öruggar skatttekjur frá
ÍSAL.
c) Endurskoðun á samningi um
raforkusölu til tSAL i þvi skyni
að fá verulega hækkun á raf-
orkuverði.
d) Eignáraðild íslendinga að
fyrirtækinu með meirihlutaeign
i áföngum að markmiði.
e) Byggingu verksmiðju hér-
lendis er framleiði rafskaut
(ánóður) sem fullnægi þörfum
álversins eða öflun rafskauta á
annan hagkvæman hátt.
f) Breytingu á samningum um
ýmis önnur atriði, þar á meðal
endurskoðunarákvæði.
Um leið og rikisstjórnin gerir
kröfu til að staðið sé við gerða
samninga væntir hún þess að
orðið verði við eindregnum og
rökstuddum óskum sinum um
endurskoðun á samningum um
álverið i Straumsvik i ljósi gjör-
breyttra aðstæðna á mörgum
sviðum frá þvi þeir samningar
voru gerðir og endurskoðun fór
siðast fram”.
—e.k.h.