Þjóðviljinn - 19.02.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. febrúar 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
Kolmunnaahirðir
að hasla sér völl
A sama tíma og íslendingar líta varla við kol-
munnaveiðum berast þær fréttir frá Englandi að
þar séu kolmunnaafurðir að verða mjög eftirsóttur
matur og vinni sifellt á. Og frændur okkar Færey-
ingar hafa gripið tækifærið og gera nú út verk-
smiðjutogara til kolmunnaveiða og græða vel á öllu
saman.í síðasta hefti timaritsins Ægis er grein eftir
Birgi Ilermannsson um þetta mál og fer hún hér á
eftir:
Færeyingar
hafa gripið
tækifærið og
græða vel
Færeyski verksmiðjutogarinn
„Giljanes”, (87 m langur og 1.594
brt), landaði i Grimsby i byrjun
október s.l. tæpum 700 tonnum af
kolmunnaflökum og -marningi.
Af þessum farmi voru 200 tonn af
kolmunnamarningi tekin til frek-
ari vinnslu af Ross samsteypunni,
en áður hafði marningurinn verið
unninn um borð i rúmlega 3 kg
blokkir, 100 tonn af marningi var
selt til Bandarikjanna ásamt 10
tonnum af flökum, en eftir-
stöðvarnar af aflanum, sem var
flök, var umskipað fyrir kaup-
endur i Austur-Þýskalandi.
Aður hafði „Giljanes” komið
við i Færeyjum og landað þar
rúmlega 100 tonnum af kol-
munnamjöli. Fullfermdur getur
togarinn verið með 900 tonn af
fullunnum kolmunna og 150 tonn
af m jöli, en hægt er að framleiða
5 tonn af mjöli á sólarhring um
borð. Auk þess sem að framan er
talið i' þessum túr, var allverulegt
magn af heilfrystum kolmunna i
farminum sem ætlað var til rann-
sókna og markaðstilrauna. Túr-
inn tók 7 vikur.
Um borð í „Giljanes” er hægt
að framleiða allt að þvi hvað sem
er úr kolmunna til manneldis
undir þeirra eigin vörumerki
samkvæmt þvi sem talið er að
eigi best við á hverjum markaði
fyrir sig.
„Giljanes”er einvörðungu gert
út til kolmunnaveiða og er þetta
fyrsta alvarlega tilraunin sem
gerð hefur verið til að veiða kol-
munna árið um kring. Fram til
þessa hefur það tekist framar
vonum og er útkoman á út-
gerðinni hagstæð.
Um borð i togaranum er 60
manna áhöfn en skipstjórinn,
Sigurd Simonsen er talinn ein-
hver sá snjallasti og reyndasö á
þessu sviði á Norður-Atlantshaf-
inu. „Giljanes” hefur hingað til
Færeyski verksmiðjutogarinn „Giljanes”.
verið að mestu að veiðum innan
færeyskrar landhelgi, en leitar
jafnframt fanga viðsvegar um
Norður-Atlantshafið, s.s. við Jan
Mayen og i Ishafinu. Trollið sem
þeirnota er sett upp i Færeyjum.
Er það 250 m langt með 4.000
ferm. opnun og 16 m möskva-
stærði'kjaftinum.Toghraðinn hjá
þeim er að öllu jöfnu um 5 sjómil-
ur.
í endaðan október kom svo
franski verksmiðjutogarinn
„Captaine Pleven II” til Hull og
landaði þar 350tonnumaf flökum,
en það var helmingurinn af afla
hans, hinn helmingurinn fór á
franska markaðinn. Er þetta
stærsti togari sem lagst hefur að
bryggju i Hull fyrr og sRiar, en
hann er 3 m lengri en „Giljanes”.
Lákt og um borð i „Giljanes”
voru kolmunnaflökin unnin i
blokk en Bretar endurvinna flökin
og gera úr þeim gæðavöru, enda
erhráefnið talið frábærtog flökin
með fallega hvitum lit.
Samkvæmt upplýsingum frá
skipverjum á „Captaine Pleven
II”, er daglegur útgerðar-
kostnaður togarans um 7.000 pund
(135.000isl.kr.),ogerhann rekinn
með verulegum ágóða meðan á
þessum veiðiskap stendur. Þessi
umræddi túr hjá Frökkunum tók
um 11 vikur og hófu þeir veiðarn-
ar við Jan Mayen en þokuðust
smám saman suður á bóginn og
varendað útiaf Færeyjum. Afli I
hali var þetta á bilinu 40 til60 tonn
að jafnaði en aðeins er hægt iað
vera að á daginn, þar sem kol-
munninn dreifir sér á nóttunni.
Frakkarnir gerðu ráö fyrir að
farinn yrði annar túr á árinu og
hefur það m.a. vakið vonir með
Bretum um að stöðugt framboð
komitilmeðað verða á kolmunna
aDt árið þannig að um samfellda
framleiðslu á kolmunnaafurðum
veröi að ræða í fiskvinnslu-
stöðvum þeirra.
Kolmunnaafurðir eru hægt og
bitandi að hasla sér völl á fisk-
mörkuöum. Þykir fiskurinn al-
mennt góður á bragöið; fáist
menn til að reyna hann, þá sé ekki
að sökum að spyrja, menn biðja
um hann aftur.
Reykjavíkurskákmótid / 8. umferð
Umsjón: Einar Karlsson
Abramovic að öllum lík
indum í efsta sætið
— átti unna biðskák við Gurevic í gærkveldi
X.REYKJAVIKUfl
SKAKMOTIÐ
en sprengir sig og tapar. „Útrú-
lega vitlaus skák”, sagði Jón
Þorsteinsson lögfræöingur i
skákskýringum sinum um við-
ureign þeirra Sahovic og Helga.
Úrslitin i gær urðu annars
þessi:
Abramovic-Gurevic .......BIÐ
Alburt-Jón L..............1-0
Adorjan-Kogan............ 1/2
Burger-Schneider .........BIÐ
Sahovic-Helgi.............1-0
Wedberg-Shamkovic.........0-1
Forintos-Byrne............1/2
Ivanovic-llortvath........1-0
Haukur-Zaltsman...........1-0
Jóhann-Firmian............BIÐ
Helmers-Sævar.............1/2
Bajovic-Kaiszauri.........1/2
Mednis-Kindermann.........1/2
Bischoff-Kuligowski.......BIÐ
Stefán-Westcrinen.........0-1
Jóhannes G.-Iskov.........BIÐ
Höi-Guðm. Sigurj..........0-1
Griinberg-Friðrik.........1/2
Dan Hansson-Frey..........BIÐ
Július-Margeir ...........1/2
Elvar-Magnús Sól..........BIÐ
Benedikt-Krá’henbQhl......BID
Leifur-Hilmar ............0-1
JónasP.-Karl .............BIÐ
Goodinan-Ásgeir Þór.......0-1
Savage-Róbert.............1-0
Jóhann Örn-Jóhann Þórir ...1-0
Þegar aðeins þremur umferð-
um er ólokið, virðist baráttan
standa milli þeirra, Abramovic,
Gurevic og Alburt um efsta sæt-
ið. Margt getur þó breyst i
þessum þremur umferðum, og
má nefna að auki þá Hauk, Jón
L. og Schneider, Sviþjóð, sem
allir eru skammt undan.
Skák Ásgeirs var iiíleg, eins
og hans er von og visa:
Hvitt: Goodman, Englandi
Svart: Ásgeir Þór Árnason
Kóngs-indversk vörn
1. d4-Rf(i 2. c4-g6
Allt benti til þess að júgó-
slavneski alþjóölegi meistarinn
Abramovic næði elsta sætinu
eftir 8. umferð Reykjavikur-
skákmótsins, sem teíld var i
gærkveldi að Kjarvalsstööum.
Sérfræðingar voru sammála um
að biðskák hans viö hinn Sovét-
ættaða Bandarikjamanna Gur-
evic væri unnin, og nær hann þá
6.5 vinningum.
Biðstaðan var þessi, og þaö er
Abramovie sem stýrir hvitu
mönnunum:
abcdefgh
Gurevic lék biöleik.
Haukur Anganlýsson hefur nú
náð Jóni L. Arnasyni að vinn-
ingum, og eru þeir efstir is-
lensku keppendanna með 5
vinninga hvor. Haukur vann
Zaltsman, Bandarikjunum. Jón
L. beið lægri hlut i viöureign
sinni við Alburt, sem aftur er
kominn i toppbaráttuna meö 6
vinninga.
Ásamt Hauki, voru það þeir
Guðmundur Sigurjónsson og
Asgeir Þór Árnason, sem héldu
uppi merki landans. Guðmund-
ur vann Höi, Danmörku, en Ás-
geir vann Goodman, Englandi.
Helgi Ólafsson tapaöi þriðju
skák sinni i röð, að þessu sinni
gegn Shamkovic, Júgóslaviu.
Virðist hann leggja allt á eitt
spil til að ná inn vinningunum,
21. a4-h6 24. Bd3-Hf7
22. a5-I)e8 25. cxd6-cd(i
23. Hacl-Dg6 26. Hc3?
(Mun vænlegri leiö lyrir hvitan
var að leika 26. Hxc8, og upp-
heljast þá flækjur miklar, þar
sem hvitur viröist eiga alla
möguleikana).
26. — Kh8 28. IIc7-IIg8
27. Dc 1-Bd7 29. I)d2-Hh4-(-!
abcdefgh
(Svarturer með vinnandi sókn.)
36. gxh4-gxh4+ 34. Kgl-Hfg7
31. R4g3-Dh5 35. Del-Dh3
32. Bc4-hxg3 36. Hxd7
33. Kxg3-Rf4 +
Guðmundur Sigurjónsson þungt hugsi. llann sigraði i gærkveldi
IIöi, frá Danmörku, og er nú með 4.5 vinninga. Ljósm. — eik
3. Itc3-Bg7 7. 0-0-RC6
4. e4-0-0 8. d5-Ite7
5. Be2-d6 9. b4
6. Rf3-e5
(Leiðir til skarprar baráttu.
Varkárari sálir leika hér oft 9.
Rel).
9. ...-Rh5 10. c5-f5
(Upphefst nú hið klassiska
kapphlaup i þessari byrjun, þar
sem hvitur sækir á drottningar-
væng og svartur á kóngsvæng.)
11. Rg5-Rf4 16. Khl-R15
12. Bc4-fx4 17. Kg2-Bh6
13. Rgxe4-Rf5 18. Bxh6-Rxh6
14. f3-Rh4 19. Dd2-Rf5
15. g3-Rh3+ 20. Re2-g5
abcdefgh
Og gafst upp um leiö, enda
mátar svartur i næsta leik.
—eik—