Þjóðviljinn - 16.03.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.03.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. mars 1982 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi — Framboðsmál — Félagsfundur i Alþýðubanda- laginu á Seltjarnarnesi verður haldinn i Félagsheimilinu miö- vikudaginn 17. mars kl. 20.30. Geir Gunnarsson alþingismaður og Kristbjörn Árnason formaður kjördæmisráðs mæta á fundinn til skrafs og ráðagerða. A dagskrá er framboð til bæjarstjórnar og önnur mál. Kristbjörn Geir Fræðslu- og rabbfundur ÆnAb Annar fræðslu- og rabbfundur Æskulýðsneíndar Alþýöubanda- lagsins veröur haldinn íimmtu- daginn 18. mars n.k. að Grettis- götu 3 kl. 8.30. Fundarefni: Þátttaka Alþýöubandalagsins i rikisstjórnum Málshefjendur: Lúðvik Jóseísson og Svanur Kristjánsson Umsjónarmenn: Helgi Kristjánsson og Margrét S. Björnsdóttir Æskulýösnefndin Lúðvik Svanur Alþýðubandalag Borgarness og nærsveita Aðalfundur félagsins verður haidinn laugardaginn 20. mars kl. 14.00 i EfrisalHólel Borgarness. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar og reikningar, 2) Félagsgjöldin 3) Skýrsla ritnefndar Röðuls og reikningar, 4) Kosn- ingaundirbúningurinn, 5) Inntaka nýrra felaga, 6) Kjör stjórnar, 7) önnur mál. Skúli Alexandersson mætir á íundinn og ræðir um stjórnmálaviðhorfið. — Stjdrnin. Lánakjör Framhald af 7. siðu. áttu fuilgildar og lánshæfar umsóknir 1. janúar sl. ca. 12 millj. kr. 3. Lán til orkusparandi breytinga skulu veitt til greiðslu eftir 5. april n.k. þeim umsækjendum sem lögðu inn umsóknir sinar á timabilinu 1. júli til 31. desem- ber 1981 að uppiylltum þeim skilyröum, sem húsnæðis- málastjórn hefur sett. 4. Lán til meiriháttar viðbygg- inga, sem fokheldar urðu á 4. ársfjórðungi 1981, skulu veitttil greiðslu eftir 5. april n.k. þeim umsækjendum sem áttu láns- hæfar umsóknir 1. janúar sl. 5. Lán til meiriháttar endurbóta skulu veitt til greiðslu eftir 5. apríln.k. þeim umsækjendum, sem lögðu inn umsóknir sinar á timabilinu 1. júli' 1981 til 31. desember 1981 að uppfylltum þeim skilyrðum, sem húsnæðismálastjórn hefur sett. 6. Miðlán (2. hluti) skulu veitttil greiðslu eftir 5. april n.k. þeim umsækjendum, sem fengu frumlán sin greidd 5. október 1981 3,3 millj. kr.”. FRAMLEIÐUM BRAUÐKÆLA ÖL- OG GOSDRYKKJAKÆLA og önnur frysti- og kælitæki simi 50473 ^ránlvmrh Reykjavíkurvegi 25 Hafnarfirði Stjórnun áriö 1990 Povl Hjelt, stjornar- formaður Dansk Management Center og í'yrrum íorstjóri dönsku rikisjárn- brautanna, mun flytja fyriríestur i boði viðskiptadeildar Háskóla íslands miðvikudaginn 17. mars kl. 17.00 i hátiðasal Háskolans. 1 fyrirlestrinum fjallar hann um stjórnun og stöðu stjórnenda árið 1990 og gerir þar grein fyrir niðurstöðum umfangsmikilla athugana og umræðna sem fram hafa farið i Danmörku um þetta efni. Viðskiptadeild Háskóla íslands A STJÓRNUNARFÉLAG íslands Síðumúia 23, 105 Reykjavik. Sími 82930 Selma Jónsdóttir, forstööumaöur Listasafns islands, sagði Asger Jorn hafa komiö hingaö tii iands áriö 1967 og sýnt þá handritunum mikinn áhuga, og meira að segja útlitsteiknað bók um handritin. Af þessu verki varö þó aldrei, þvi Jorn lést áður en þaö komst i framkvæmd. — Listasafnið veröur með sýningu á nokkrum verka Jorns frá 13. mars n.k. og var myndin tekin af Selmu framan viö nokkrar myndanna. (Ljósm. —eik — ) Asger Jorn I Listasafninu Sameiginlegt próf- kjör í Grindavík: Allgóð þátttaka Allgóð þátttaka var i sameigin- legu prófkjöri stjórnmálaflokk- anna i Grindavik, eitthvað unt 70% eftir þvi sem heimildarmaö- ur Þjóðviljans i Grindavik komst næst. i prófkjörinu fékk listi Alþýðubandalagsins 66 atkvæði, en l'imm efstu menn á listanum urðu eftirtaldir: 1. Kjartan Kristóíersson 2. Hinrik Bogason 3. Helga Enoksdóttir 4. Guðrún Matthiasdóttir 5. Olöí ólai'sdóttir. Þrjú efstu sætin i próikjörinu eru bindandi. D-listi Sjálistæðisíiokks hlaut 317 atkvæði, en ei'sti maður i prói- kjörinu varö Ölina Ragnarsdóttir. B-listi Framsóknarílokks hlaut 154 atkvæði. Eisti maöur Kristinn Gamalielsson og A-listi Aiþýðu- ilokks hlaut 159 alkvæöi, en þar varðeístur á lista Jón Hólmgeirs- son. —hól Skjaldhamrar fara viöa og er nú verið að sýna leikritið að Loga- landi og viöa i Vestur-Noregi. Myndin er úr uppfærsiu Leik- félags Reykjavikur. Skjaldhamrar að Logalandi Leikrit Jónasar Árnasonar Skjaldhamrar hcfur nú vcriö sýnt að Logalandi i hálfan mánuö við mikla aösókn og hrifningu. Góð færð er nú um Borgarfjörð og hafa hópar komið viða að til þess að sjá sýninguna, m.a. hópur frá Verkalýðsfélagi Borgarness. Næstu sýningar eru i kvöld og á fimmtudagskvöld, og siðan verður sýning n.k. sunnudag um miðjan dag, eða kl. 16. Upp úr þvi er gert ráð fyrir að sýningum taki að fækka. En Skjaldhamrar eru viðar á fjölunum en i Borgarfiröi. Verið er að sýna leikritið á vegum Fylkisleikhússins i Vestur-Noregi og vegna góðra undirtekta hefur nú verið ákveðið að bæta mörgum sýningum við upphaflega sýningaráætiun þess i Noregi. — ekh Prófkjör í Bolungarvík: Dræm þátttaka Fremur dræm þátttaka var i sameiginlegu prófkjöri stjórn- málaflokkanna á Bolungarvik. U.þ.b. 50% þeirra sem á kjörskrá eru tóku þátt i prófkjörinu. Fjórir efstu menn i forvali Alþýðu- bandalagsins urðu þessir: l.sæti: Kristinn Gunnarsson, 2. sæti: Þóra Hansdóttir, 3. sæti: Guðmundur Magnússon,4. sæti: Lára Jónsdóttir. Tvö efstu sætin eru bindandi. — hól. Listasafn tslands opnaði s.l. laugardag sýningu á 27 graflk- verkum cftir hinn heimskunna danska listmálara Asger Jorn, Sýningin er fengin að láni frá Frakklandi og eru öll verkin i cinkaeign. Asger Jorn fæddist i Verjum i Danmörku áriö 1914 og lést árið 1973. Hann bjó lengst ai' i Frakk- landiogá italiu. Hann var einn af stoínendum Cobra-hópsins og var afar afkastamikill listamaður og vann i ýmis eíni. Hann sýndi mjög viða og eru verk hans i öll- um helstu listasöfnum austan hafs og vestan. Listasafn íslands A vcgum borgarmáiaráðs Al- þýðubandalagsins i Itcykjavik eru starfshópar að hefja störf til undirbúnings stefnuskrár félags- ins við borgarstjórnarkosning- arnar i vor. Fundir hópanna verða aug- lýstir i flokksstarfsdálki Þjóðvilj- ans, en nauðsynlegt er að biðja þá sem taka ætla þátt i starfi hóp- anna að skrá sig til þátttöku. Það má gera á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 3, simi 17500, eða á skrifstofu kosningastjórnar að Siðumúla 27, simar 39813 og 39816. Eru félagsmenn hvattir til að skrá s:g sem fyrst og eigi siðar en 18. mars. Eftirtaldir hópar munu starfa: 1) Stefnuskrárhópur um at- vinnumál. Hópstjórar: Guð- mundur Þ. Jónsson og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. á eitt oliumálverk eftir Asger Jorn og nokkur grafikverk. Safnið hefur ekki haldið einkasýningu á verkum hans áður, en Norræna húsið hélt á sinum tima sýningu á bókinni „Sagan af brauðinu dýra” en sú bók geymir smásögu eftir Halldór Laxness meö mynd- skreytingum Asgers Jorns og var gefin út i nokkrum eintökum i Sviss. Sýningin á verkum Jorns i Listasafni islands veröur opin á almennum sýningartima safns- ins, sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30—16.00. ast 2) Stefnuskrárhópur um fræðslu- og skólamál. Hópstjór- ar: Arthúr Morthens og Siguröur G. Tómasson. 3) Stefnuskrárhópur um æsku- lýðs- og iþróttamál. Hópstjórar: Gisli Þ. Sigurðsson og Margrét S. Björnsdóttir. 4) Stefnuskrárhópur um heil- brigðismál. Hópstjóri: Adda Bára Sigfúsdóttir. 5) Stefnuskrárhópur um félags- og dagvistarmál. Hópstjórar: Guðrún Helgadóttir og Þorbjörn Broddason. 6) Stefnuskrárhópur um um- hverfis- og skipulagsmál. Hóp- stjórar: Alfheiður Ingadóttir og Sigurður Harðarson 7) Stefnuskrárhópur um stjórn- kerfi Reykjavikurborgar Hóp- stjórar: Adda Bára Sigfúsdóttir og Sigurjón Pétursson. fFrá gmnnskólum Hafnarfjarðar Dagana 15. - 19. mars n.k. fer fram á Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar,Strandgötu 4, skráning skólaskyldra barna og unglinga er flytjast milli skólahverfa bæjarins næsta skólaár. Ef væntanlegur flutningur verður ekki tilkynntur ofangreinda daga er óvist með skólavist i þvi hverfi sem nemandinn verður búsettur i. Sömu daga verða skráðir grunnskólanemendur sem flytjast til Hafnarfjarðar fyrir næsta skólaár. Simi Fræðsluskrifstofunnar er 53444. Fræðsluskrifstofa Ilafnarfjaröar ÚTBOÐ Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum i einangrun og klæðn- ingu stálgeyma viö Stórakropp, Seleyri og Akranes. Heimilt er að bjóða i vinnu við hvern geymi fyrir sig sérstaklega. Útboðsgögn verða afhent gegn 1000 kr. skilatryggingu á eftirtöldum stöðum: Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavik og Berugötu 12, Borgarnesi. Verkfræðistofan Fjarhitun hf., Borgartúni 17, Reykjavik. Verkfræði og teiknistofan sf., Kirkjubraut 40, Akranesi. Tilboð verða opnuð á skrifstofu hitaveit- unnar Kirkjubraut 40, Akranesi, föstudag- inn 28. mars kl. 11:30. Stefnuskrárhópar eru að hef ja störf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.