Þjóðviljinn - 16.03.1982, Side 5

Þjóðviljinn - 16.03.1982, Side 5
Þriðjudagur 16. mars 1982 þjóÐVILJINN — SÍÐA 5 Mikil framleiðni í bandarískum landbúnaði Bygglst á skammsýimi rányrkju A hveitiakri: uppblásturinn er a.m.k. þrisvar sinnum hraðari en jarð- vegsmyndunin. Á siðastliðnum áratug jókst framleiðni i bandariskum iðnaði sáraiitið. Hinsvegar jókst fram- ieiðni i landbúnaði um 5,5% á ári og hefur sú aukning verið nefnd m.a. til að sýna fram á ágæti kapitaiismans i heimi sem skortir korn. En færri hafa veitt þvi at- hygli, að hin miklu afköst i bandariskum landbúnaði eru skammgóður vermir: þau byggja að vcrulegu leyti á stórhættulegri rányrkju. Um þetta efni er fjallað fyrir skömmu i forystugrein i Washington Post verður efni hennar rakið hér á eftir. Eins og námugröftur Blaðið segir að aðferðirnar sem notaðar eru i bandariskum land- búnaði séu i raun ósköp svipaðar og þær sem notaðar eru við námagröft. Að visu er jarðvegur sifellt að myndast — en hann myndast hægt. Það tekur náttúr- una hundrað ár eða þúsund ár aö bæta á sig þumlungi gróður- moldar sem eyðst hefur. Þvi er það svo i reynd, að bandariskir bændur eru að eyða gróðurmold- inni með svipuðum hætti og eytt er náttúruauðlindum sem sifellt gengur á eins og oliu og kolum. Meðalveðrun á bandarisku búskaparlandi er einn þumlungur á þrjátiu árum. 1 frjósömustu héruðum kornræktarbeltisins fýkur jarðvegur eða skolast burt með tvisvar sinnum meiri hraða, og á viðkvæmustu svæðum eyðist þumlungur moldar á aðeins tveim árum. Markaðslögmál Allir viðurkenna að hér sé mikil hætta á ferðum, segir Washington Post, og að það þurfi að gripa til róttækra ráðstafna til að stöðva hana. Og menn vita lika ofurvel hvernig á að koma i veg fyrir eyðingu jarðvegs eða stöðva hana eftir að hún er af stað farin. Það má gera með sáðskiptum, með því að láta samsetningu jarðvegs á hverjum stað ráða þvi hvað ræktað er, með skjólbeltum, með þvi að skilja alla afganga af uppskerunni eftir á ökrunum o.s.frv. En þetta dugir skammt þegar ýmislegar hagrænar ástæður og markaðslögmálin frægu toga i aðrar áttir en lang- sýn sjónarmið þeirra sem vilja varðveita þá auðlind sem gott gróðurland er. Þessu lýsir Washington Post á svofelldan hátt: i bandariskum landbúnaði er gifurlega mikið notað af vélum, eldsneyti, áburði og eiturefnum. Þetta þýðir að uppskera eykst verulega en kostnaður sömuleiðis og hagn- aður af hverri ekru skreppur saman. Þetta hefur freistað bænda til að taka lakara land i ræktun, bæta við sig — með þvi móti fá þeir enn stærri uppskeru og þá aftur lægra verð fyrir af- urðir og minni hagnað. Þörfin fyrir útflutning landbúnaðaraf- urða, sem nú ræður mjög miklu um viðskiptajöfnuð landsins, hefur skapað aukinn þrýsting á meiri framleiðslu. Hækkandi markaðsverð á landi hefur leitt til þess að meira er en áður um að spekúlantar, sem hvergi eru nærri sjálfir, eignast land og leigja það til skamms tima. Allar þessar aðstæður leiða til þess að menn leggja höfuðáherslu á að fá fé sitt fljótt aftur. en hugsi þvi minna um afkastagetu landsins til lengri tima. Land sem gæti með réttri umhyggju borið gbðan ávöxt um alla framtið er nú eyði- lagt á svosem þrem misserum. Og svo er það Reagan Blaðið segir að einhverjar breytingar til batnaðar séu að verða með lagasetningu og búskaparaðferðum nýjum. En þær breytingar eru aíar hægfara, og rammir kraftar toga i aðra átt: margir skilningsgóðir bændur, segir blaðið, hafa ekki efni á þeim landverndarráðstöf- unum sem þeir gjarna vildu gripa til. Og i Bandarikjum Reagans eru jafnt og þétt skornir niður opinberir sjóðir sem eiga að stuðla að landvernd. áb tók saman. Pravda ræðst á ítalska og spænska kommúnlsta Beitir fyrir sig þeim rétttrúuðu Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins hefur enn ráðist á forystumenn italska og spænska kommúnistaflokksins fyrir gagnrýni þeirra á Sovétrik- in, sem mjög er tengd síöustu at- burðum i Póllandi. Uppgjörið um Pólland sýnist raunar ætla að verða mjög afdrifarikt í komm- únistaflokkum Evrópu og svo meðal þeirra sem nokkuð sam- starf hafa átt i vissum máium við UTBOÐ Sjóeínavinnslan h.f. óskar eftir tilboðum i jarðvinnu vegna byrjunaráfanga sjóefna- vinnslu á Reykjanesi. Verkinu skal lokiö 3. mai 1982. Útboðsgögn veröa afhent hjá Hönnun h.f., Höfðabakka 9, Reykjavik og á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar h.f., Vatnsnesvegi 14, Keflavik,frá 16. mars kl. 13.00. Tilboð verða opnuö á skrifstofu Sjóefna- vinnslunnar h.f. kl. 14.00 þriðjudaginn 23. mars 1982. Fyrir þá bjóðendur, sem áhuga hafa á þvi að skoöa byggingasvæðið, verður efnt til skoðunarferðar. Farið verður frá Steypi- stöð Suðurnesja Y-Njarðvik fimmtudag- inn 18. mars kl. 14.00. Sjóefnavinnslan h.f. Árshátíð Sjálfsbjargar í Reykjavík Árshátið félagsins verður haldin laugar- daginn 27. mars að Ártúni, Vagnhöfða 11. Borðhald hefst kl. 19.30. Skemmtiatriði og dans. Borða og miðapantanir á skrifstofu fé- lagsins Hátúni 12, simi 17868. þá kommúnista sem enn hafa til- hneigingu til að fylgja Sovét- mönnum að málum. Aðferð Prövdu hefur m.a. verið sú, að vitna óspart til erlendra kommúnistaforingja sem hafa skammað Itala og Spánverja. Einn daginn er vitnað til Kash- tans, formanns Kommúnista- flokks Kanada, annan til Gus Hall, formanns Kommúnista- flokks Bandarikjanna. Haft er eftir Gus Hall að „nýleg ummæli bæði italskra og spænskra kommúnista innihaldi beint og óbeint nákvæmlega sömu falsanir og afbakanir og afturhaldsöfl hafi verið að dreifa um kommúnism- ann og Sovétrikin i sextiu ár”. Þá hefur Gus Hall sakað fyrrnefnda flokka um að bregðast Sovétrikj- unum með þessum hætti til þess að verða „gjaldgengir” i pólitik eða fá „góðan uppslátt” hjá fjöl- miðlum. Hvað birtist hvar? Þeir kommúnistaflokkar sem Pravda getur vitnað i sér til stuðnings eru yfirleitt mjög smáir og áhrifalitlir, að undanteknum hinum portúgalska og hinum franska. Ein aðferðin er sú, að minna á það i hinu sovéska blaði, að kinversk blöö hafi með vel- þóknun birt ádrepur italska kommúnistablaðsins l'Unitá á Sovétmenn en samkvæmt for- múlu Prövdu hlýtur hver sá að vera á mjög háskasamlegri braut sem Kinverjar taka undir við. ítalir hafa reyndar birt svar- greinar Prövdu, við málflutningi italskra kommúnista i Unitá óstyttar — og haía kvartað yfir þvi um leið að ekki detti sovésk- um i hug sú lágmarkskurteisi að sýna sovéskum lesendum hvað það er, sem ltalir eru að segja: ekkert af þeim greinum hafa sovésk blöð birt. Friðarráðstefna 1 fyrri viku uröu tvö dæmi sem sýna hver áhrif Póllandsumræð- an er að hafa um þessar mundir. 1 Róm leystist upp alþjóðleg kvennaráðstefna um friðarmál. Italska kvennahreyfingin og kommúnistar flestir höfðu dregið sig út úr þeirri ráðstefnu, vegna þess að undirbúningsneíndin vildi ekki ræða Póllandsmál i tengsl- um við friðarvandann. Konur frá öðrum löndum vissu ekkert af þessu fyrr en til Rómar kom. Þar vilduýmsar þeirra taka upp m.a. Póllandsmál, en ráðstefnan leyst- ist upp i framiköllum og jafnvel handalögmálum. Fyrsti mai 1 Danmörku hefur Kommúnistaflokkur landsins klofið sig út úr umræðu um sam- eiginlega fyrstamaigöngu vinstriflokka. SF, Sósialiski alþýðuflokkurinn vildi ekki sætta sig við minna en að i göngunni væri haft uppi vigorðið „Við styðjum baráttu pólskra verka- manna fyrir frjálsum verkalýðs- samtökum”. Þetta vildu danskir kommúnistar ekki og ætluöu aö bjarga sér fyrir horn með þvi að stinga upp á vigorðinu” við styðj- um baráttu fyrir frjálsum verka- lýðsfélögum i öllum löndum” — og skilji það hver á sinn hátt. A þetta var ekki sæst. AB tók saman. Námsstyrkur í tileíni af ári aldraðra hefur Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar ákveðið, að veita hjúkrunarfræðingi námsstyrk, að upphæð kr. 50.000.00 til sér- hæfingar i öldrunarhjúkrun. Styrkurinn miðast við háskólanám á þessu sviði. Umsækjandi skuldbindi sig til að gegna stöðu hjúkrunarframkvæmdastjóra við öldrunardeildir Borgarspitalans, að minnsta kosti i 2 ár. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 81200. Umsóknir sendist sama aðila fyrir 1. mai 1982. Reykjavik, 12. mars 1982. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. (||ÚTBOÐ=]= Tilboð óskast i DUCTILE IRON vatnspipur fyrir Vatns- veitu Reykjavikur. Tilboðin verða afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama staö þriðjudaginn 20. april n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Ffíkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.