Þjóðviljinn - 16.03.1982, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 16.03.1982, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN í>riöjudagur 16. mars 1982 Fjala- kötturinn Um þessar mundir standa yfir í Fjalakett- inum sýningar á myndum héöan og þaöan og er það enda yfirskrift dagskrár- innar sem stendur yfir til 21. mars næstkomandi. Alls eru sýndar fjórar myndir, en þær eru: Hæg hreyfing, Don Giovanni, The Oberwald Mystery og Loulou. Verður nú reynt að gera nokkra grein fyrir myndum þessum, og upp- lýsingar sóttar í myndar- lega sýningarskrá Fjala- kattarins fyrir vormisserið '82. Þaö er enginn annar en Jean-Luc Godard, sem leikstýrir og skrifar handrit aö Hægri hreyfingu. Kvikmyndina gerði hann árið 1979, og eins og i fyrri myndum sinum er still hans frá- brugðinn þeim stil, sem við eigum Úr Don Giovanni eftir Joseph Losey, sem reynir i þessari mynd að gera sjálfstætt kvikmyndaverk úr óperu Mozarts. Ekki er aö efa að þessi mynd er for vitniieg, þegar haft er i huga, að um þessar mundir Monica Vitti ieikur drottninguna i mynd Antonionis, gefst jafnframt færi á að sjá eitthvaö um Mozart I The Oberwald Mystery. leikritinu Amadeus, sem sýnt er i Þjóðleikhúsinu. Hæg hreyfing eftir Jean-Luc Godard. Tilraun til að skapa ekki aðeins pólitiska kvikmynd, heldur að skapa kvikmyndina pólitiskt. listina. Hann lék og skrifaði bók- mennta- og leikhúsgagnrýni og rúmlega tvitugur var hann farinn að leikstýra viða um landið. Hann varð fyrir áhrifum af hugmynd- um þýska leikhúsmannsins Bert- olt Brechts og setti upp leikrit hans, Galileo Galilei, i náinni samvinnu við Brecht árið 1947. Sú uppsetning opnaði honum greiðari leiö inn i kvikmynda- verin, en skömmu siðar varð hann fyrir barðinu á hinni al- ræmdu óamerisku nefnd, og var settur á hinn svnefnda svarta lista. Losey flutti þá til Bretlands. Meðal mynda Loseys má nefna The Go-Between (1971) og Mr. Klein (1976), sem þykja meöal bestu mynda hans. Michelangelo Anotonioni er leikstjóri og handritshöfundur (ásamt Tonino Guerra) kvik- myndarinnar The Oberwald Mystery, og það þarf ekki aö rekja litrikan feril hans. 1 þessari nýjustu mynd sinni fetar hann ótroðnar slóðir i kvikmyndagerð og beitir m.a. videótækninni mikið við gerö hennar. Ekki voru Nýjar myndir héðan og þaðan að venjast i kvikmyndagerð al- mennt. Godard er fyrst og fremst pólitlskur listamaöur, sem reynir að tengja efni og aöferð órofa böndum og reyna þannig ekki aðeins að gera pólitiska kvik- mynd — heldur að gera kvik- myndina pólitiskt. I kvikmyndinni Hæg hreyfing sýnir Godard okkur inn i heim þriggja persóna: sjónvarps- mannsins Paul Godard, frétta- mannsins Denise Rimbaud, sem Paul tekur saman viö eftir skiln- að, og hórunnar Isabelle Riviere, sem komið hefur til borgarinnar úr sveitinni. Myndinni skiptir Godard i fjóra kafla, og hefur hver sitt heiti, og er skipt milli persónanna, þannig aö hver kafli sýnir fyrst og fremst eina af þessum þremur persónum, en i siöasta kaflanum dregur hann meginþemun saman, án þess þó að um sé að ræöa lausn á kerfis- bundinni uppbyggingu sögu- þráöar — en um það verður ekki nánar rætt, heldur visað á myndina sjálfa i þvi efni. Louiou er frönsk mynd, gecð árið 1980 af Maurice Pialat, og skrifar hann einnig handritið ásamt Arlette Langmann. Loulou fjallar um Nelly, sem býr með André og vinnur einnig á skrif- stofu hans. Leiðinn er þó farinn að hrjá hana, og þegar hún hittir at- vinnuleysingjann Luis (Loulou) fer hún heim með honum og kveður André endanlega. Nelly og Luis flækjast svo um á öldur- húsum, ræna verslun og eyða miklum tima i rúminu — en eru þó afskaplega ólik aö öllu leyti. En Nelly verður barnshafandi, og Luis lofar bót og betrun og kveðst ætla að fara að vinna um leiö og barnið er fætt. En ýmislegt verður til þess að Nelly breytir um háttu, hún lætur eyöa fóstrinu og við það slitnar upp úr sam- bandi hennar og Luis. Leikstjóri Loulou, Maurice Pialat, er fæddur 1925, en þaö var ekki fyrr en 1958 sem hann fór að fást við kvikmyndagerð. Aður hafði hann haft ofan af fyrir sér sem málari en hann haföLað baki langt nám viö tvo franska lista- skóla. Hann Jékkst auk þess við ýmislegt annaö og vann meöal annars af og til sem leikari. Fyrstu myndir hans voru allar stuttar, og hlaut ein þeirra, L’Amour existe, verðlaun á kvik- myndahátíðinni i Feneyjum. Hann vann við franska sjónvarpiö um margra ára skeið, en fyrsta leikna kvikmynd hans i fullri lengd var L’Enfance nue (Nakin barnæska), sem hann geröi árið 1968. Myndin þótti bæði hjartnæm og hrifandi, þótt einföld væri að allri gerð, og hún vann til verð- launa árið eftir. Myndir Pialats hafa þótt vera einlægar i allri frá- sögn og samúöin með sögu- persónum fölskvalaus. Don Giovanni er hvorki meira né minna en kvikmynd gerð eftir samnefndri óperu Mozarts, og leikstjóri er Joseph Losey, sem á einnig heiöur af handriti ásamt Patriciu konu sinni og Frantz Salieri, en handritið er byggt á uppsetningu Rolf Liebermanns á óperunni. Myndin er gerð af Frökkum, ttölum og Vestur-Þjóð- verjum áriö 1979. Sagan af hinum nautnasjúka Don Juan er fyrir löngu orðin vel- þekkt á Vesturlöndum, og ófáir höfundar hafa reynt aö vinna úr hliðstæðu efni um flagarann, sem skirrist ekki við aö fremja morð og storka dauöanum. Heldur hefur litið verið gert af þvi að kvikmynda óperur, það er að segja, að færa óperur yfir á mál kvikmyndanna, þótt allal- gengt sé að færa uppsetningar óperuhúsa yfir á filmu. Það var eitt af meginmarkmiöum Loseys að láta einmitt reyna á hvort ekki væri mögulegt að láta kvik- myndamáliö ráöa ferðinni, og i þvi skyni beitir hann margvis- legum brögðum, t.d. með þvi að láta söngvarana syngja ariurnar með kvikmyndavélarnar á ferð og flugi i kringum þá, með þvi að beita lýsingu óspart, og svo ekki sist með þvi aö leggja áherslu á byggingastil 18. aldarinnar og þá staðreynd, að óperan er skrifuð aðeins tveimur árum fyrir frönsku byltinguna, 1789, Losey reynir þvi að benda á hlut alþýðunnar og magnar andstæður milli hennar og úrkynjaðs aðals- ins. Það ætti aö vera óþarfi aö kynna leikstjóra Don Giovannis, Joseph Losey, en þó skal sitthvað rifjað upp: hann er fæddur árið 1909 i Bandarikjunum og varpaöi öllum fyrirætlunum um lækna- nám fyrir róða til góða fyrir leik- nú allir af eldri kynslóð kvik- myndagerðarmanna ánægðir yfir hinni nyju tækni Antonionis, þegar þeir sáu árangurinn á Venica Film Festival 1980, og myndin fékk slæma útreið og m.a. sagt að myndin heföi orðiö köld og óraunveruleg i höndum Antonionis. En hann segir sjálfur: ,,Ég hef verið gagn- rýndur fyrir að skoða allt úr fjar- lægð, en á það verður aö lita að þetta er einungis min aðferð til þess að segja söguna. Mér tekst að búa til sögu en ég get ekki leik- stýrt henni. Kannski er það vegna þess að ég er á undan öllum öðrum...” Að lokum er svo vert aö hvetja alla þá, sem áhuga hafa á kvik- myndum til að sjá ekki aðeins þær myndir, sem greint hefur verið frá hér að ofan, heldur og aörar dagskrár Fjalakattarins, sem er kvikmyndaklúbbur fram- haldsskólanna með aðsetur i Tjarnarbiói. Til frekari upp- lýsinga er svo aö endingu birt sýningarskráin frá þriðjudegi til sunnudags: Þriðjudagur 16. mars: 19 :00 Don Giovanni 22.00 The Oberwald Mystery Miðvikudagur 17. mars: 19:30 The Oberwald Mystery 22:00 Loulou Fimmtudagur 18. mars: 19:00 Don Giovanni 22.: 00 Hæg hreyfing Laugardagur 20. mars: 17:00 Loulou 19:30 Don Giovanni Sunnudagur 21. mars: 17:00 The Oberwald Mystery 19:30 Hæg hreyfing 22:00 Loulou Miðasala fer fram I Tjarnarbiói klukkutima fyrirhverja sýningu. —jsj- Aðalfundur / Flugfreyjufélags Islands verður haldinn i Leifsbúð Hótels Loftleiða miðvikudaginn 24.3. kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin ÚTBOÐ Raímagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i 1150 tréstaura fyrir Suðurlinu. Út- boðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins Laugavegi 118, 105 Reykjavik frá og með þriðjudeginum 16. mars n.k. og kostar hvert eintak kr. 100. Tilboðum skal skila til skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins fyrir kl. 14.00 föstu- daginn 30. april 1982 merkt RARIK 82015 og verða tilboöin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Reykjavik 12. mars RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.