Þjóðviljinn - 17.03.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.03.1982, Blaðsíða 1
UOWIUINN Miðvikudagur 17. mars 1982 — 62. tbl. 47. árg. Vinnubrögöum Ólafs mótmœlt: Engar meíríháttar ákvarðanir nema með samkomulagi Á sameiginlegum fundi framkvæmda- stjórnar og utanrikis- málanefndar Alþýðu- bandalagsins 16. mars 1982 var svofelld ályktun samþykkt samhljóða: Fundur framkvæmdastjórnar og utanrikismálanefndar mið- stjórnar Alþýðubandalagsins lýsir yfir fullum stuðningi við af- stöðu og sjónarmið ráðherra Al- þýðubandalagsins i svokölluðu Helguvikurmáli. Fundurinn leggur áherslu á að grundvöllur stjórnarsamstarfsins er sá að Sá er grundvöllur stjórnarsam- starfsins, segir í samþykkt fram- kvœmdastjórnar og utanríkismála- nefndar Alþýðu- bandalagsins engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar varðandi herstöðina á Miðnesheiði nema allir stjórnarflokkarnir geti við þær unað. Fundurinn mótmælir vinnu- brögðum utanrikisráðherra, sem hefur með orðum sinum og gerðum stofnað stjórnarsam- starfinu i hættu. Alþýðubandalagið andmælir harðlega öllum áformum um hafnarframkvæmdir á vegum Bandarikjahers og um að leggja hér nýtt land undir hernaðar- framkvæmdir. Flokkurinn mun innan og utan rikisstjórnar beita öllu afli sinu til að knýja fram við- unandi lausn á deilumálum um byggingu eldsneytisgeyma á Suðurnesjum. Almennur fundur um Helguvíkurmálin aö Hótel Borg í kvöld kl 20.30 Frummælendur: Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra og Pét ur Reimarsson, formaður miðnefndar Samtaka herstöð vaands tæðinga. Fundarstjóri: Vilborg Dagbjartsdóttir skáld. Fyrirspurnir — Fundurinn er öllum opinn — ■ Stjórn A Iþýðubandalagsins í Reykja vík j Framsóknarflokkurinn festir hersetuna í sessi: Heimilaði ÆVACS og nú olíuhöfn Ber ábyrgð á sprengjugeymslu, flugskýlum, jarðstöð, flugstöð í tvennum tilgangi og fyrstu tveim áföngum olíubirgðastöðvar, ef leyfð verður Á siðustu árum hafa ákvarðan- ir sem Framsóknarflokkurinn bar ábyrgð á stuðlað að þvi að festa bandariska herinn i sessi og auka umsvif hans og tengsl við kjarnorkuvopnakerfi Bandarikj- anna. Framsbknarflokkurinn gekk frá stefnu sinni um brottför hersins í áföngum um miðjan sl. áratug.árið 1977 braut hann sjálf- ur niður eigin kenningu um ,,að- skifnað herlifs og þjöðiifs” og 1982 tilkynnir hann þau áform sin að veita hernum ieyfi til að gera hafnaraðstöðu á Suðurnesjum og btia i haginn fyrir oliubirgðastöð, sem þjóna á i framtiðinni vaxandi flotaumsvifum Bandarikja- manna á Norður-Atlantshafi. Washington- samkomulagið 1 rikisstjómartið Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks frá 1974 til 1978 hófst endurnýjun á tækjabunaöi bandarisku her- stöðvanna á Islandi. í árslok 1974 var gert svokallað Washingtonsamkomulag, þar sem samið var um aðskilnað her- flugs og almenns farþegaflugs á Keflavíkurfiugvelli, og ibíiða- bygginga á Vallarsvæðinu fyrir hermenn sem bjuggu utan þess. Ríkisstjbmin heyktist á þvi að standa við sinn hluta af kostnaði við byggingu flugstöðvar og fór þess á leit að Bandarikjastjórn kostaði aðskilnaðinn að mestu. Því var hafnað, þar til utanrikis- ráðherra Framsóknar lagöi til að byggð yrði flugstöð i tvennum til- gangi, það er að segja bæði til hernaðarlegra- og samgöngu- þarfa. Imai 1977 tilkynnti banda- riski sendiherrann á Islandi að Bandarfkin væru reiðubhin að taka þátt i fjármögnun flugstöðv- ar á slikum forsendum. Tækniendurnýjun og tengsl við kjarnorku- vopnakerfið Haustið 1977 samþykkti Einar Aghstsson þáverandi utanrikis- ráðherra Framsóknarflokksins að ný sprengjugeymsla og jarð- stöö fyrir gervihnattasamband yrðu settar á framkvæmaáætlun Bandaríkjahers á Islandi. Sprengjugeymslan hefur þegar verið byggö og jarðstöðin er i byggingu. Voriö eftir hófst endur- nýjun kafbátaleitarvéla hersins, og eitt af siðustu embættisverk- um utanrikisráöherra Framsókn- arflokksins 1978, áður en rikis- stjórn Geirs Hallgrimssonar fór frá haustið 1978 var að veita heimild til komu tveggja AWACS- stjórnstöðva i atómstriði. Þetta voru fyrstu AWACS-vfel- arnar sem staösettar voru utan Bandarikjanna, en AWACS-áætl- unin hefur veriö sögð mesta aukning á árásargetu NATÓ frá upphafi, og fhigvellir þar sem AWACS-vélar eru hafðar hættu- mestu staðir i heiminum. Þessar ákvarðanir allar komu i fram- haldi af loforði Bandarikjastjórn- ar um fj'arframlag til islenskrar flugstöðvar. Sprengjuheld flugskýli Haustið 1980 fóru bandarisk hernaðaryfirvöld þess á leit að bygging niu sprengjuheldra flug- skýla yröi sett á framkvæmda- áætlun. Ólafur Jóhannesson utan- ríkisráðherra Framsoknar- flokksins heimilaði þrjti þeirra, og er bygging þeirra hafin með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að hávaðamengun frá orrustuþot- um mun gera svæðið sem losnar er gömlu oliutankar hersins verða fluttir burt óbyggilegt sem ibúðabyggð. Höfn og oliustöð Nýjasta ákvörðun utanrikis- ráöherra er fólgin i þvi að veita Bandarikjaher hafnaraðstöðu á Suðurnesjum, en herinn hefur ekki haft aðgang að höfn frá upp- hafi hernáms 1951. Jafnframt heimilar utanrikisr'aðherra fyrstu tvo áfangana af sjö i bygg- ingu nýrrar oliubirgðastöðvar. Aætlanir hersins um hana hljóta að skoðast i ljósi áforma Banda- riskjastjómar um aukin flotaum- svif á Norður-Atlantshafi og óska um að hér verði staðsett flugsveit eldnseytisvéla til að þjöna þeim. —ekh Gunnar Thoroddsen um Helguvíkurmálin á alþingi í gær: Mun gera mitt ítrasta til að ná samkomulagi _______ Þaö er eitt grundvallaratriði lýðræöis aö þaö sé leitaö sam- komulags og málamiölana, sagöi Gunnar Thoroddsen for- -sætisráöherra i umræöum utan dagskrár á alþingi i gær. Þing- flokkur Alþýöuflokksins fór fram á úrskurö forsætisráð- hcrra um vaidssviö ráöherra vegna Helguvikurmálsins. Gunnar kvaö enga þörf sliks úr- skuröar og hann myndi skýra frá slikum úrskurði opinberlega ef tii þess kæmi. Sagði Gunnar enn fremur aö hann muni gera sitt itrasta tii aö ná samkomu- Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra: Máliö hefur veriö veriö rætt I rlkisstjórninni og á eftir aö vera oftar til umræðu þar. lagi i þeim ágreiningsefnum sem nú væru innan rikis- stjórnarinnar. Þar væri aö sjálfsöðgu eðtilegt í samsteypu- stjórnum i samræmi viö iögmál lýöræðisins að leita samkomu- lags. Svavar Gestsson formaöur Alþýðubandalagsins upplýsti að hann hefði lagt fram nokkur minnisatriöi fyrir rikisstjórnar- fund i gærmorgun um Helgu- víkurmálið svo og umstjórnar- samstarfið og stjórnarsáttmál- ann. Miklar umræöur urðu á alþingi i gær um Helguvikur- málið. Þingmenn stjórnarand- stö8unnar reyndu að etja stjórnarliðinu saman meö þvi að ha-fa eftir harkaleg ummæli úr fjölmiðlun — án árangurs. Það vakti hins vegar athygli að ekki gekk hnifurinn á milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins um einhliöa stuöning við aðgeröir utanrikisráðherra. (Sjá nánar á þingsiðu i dag.) —óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.