Þjóðviljinn - 17.03.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1982, Blaðsíða 7
MiOvikudagur 17. mars 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Umbætur að hefjast á horni Lækjargötu og Bókhlöðustágs Svona litur horniO út i dag. Byrjað að smíða y erðlaunagö gnln ,,Umhverfismálaráö Reykjavikur efnir til samkeppni um uppdrætti af götugögnum til nota á strætum og torgum Reykjavikur, skv. út- boöslýsingu þessari og gildandi samkeppnisregl- um Arkitektafélags ís- lands." „ Heitiö götugögn er hér valið með hliösjón af orð- inu húsgögn, sem allir þekkja." Svo segir i verkefnislýsingu i samkeppni þeirri um götugögn, sem efnt var til, til að leita eftir hugmyndum að nytjahlutum i umhverfi okkar, sem gætu auk- ið á gildi torga, garða og gatna borgarinnar, ,,i þeirri vissu að fallegt og notalegt umhverfi hafi jákvæð áhrif á alla okkar liöan”, eins og segir i niðurstöð- um dómnefndar. Svo sem sagt hefur verið frá i fréttum hefur dómnefnd i sam- keppninni nú skilað niðurstöð- um. Voru veitt þrenn verðlaun og samþykkt að kaupa að auki tvær tillögur. Fyrstu verðlaun i samkeppninni hlutu þau Dagný Helgadóttir, arkitekt og Sigurð- ur Hallgrimsson bygginga- fræðingur. Við ræddum stutt- lega við þau um tillögu þeirra: Sigurður og Dagný taka viö verölaununum úr hendi Hjör- leifs Stefánssonar, formanns dómnefndar. ,,Við völdum hornið á Lækjar- götu og Bókhlöðustig, þar sem okkur sýndist tilvalið að reyna að lifga upp á það og bæta aö- stöðuna fyrir fólk sem þarna fer um eða biður eftir strætisvögn- um. Götugögnin sem við teikn- um fyrir þetta horn má nota viðar, enda gert ráð fyrir að setja megi upp t.d. bekki, ljós- ker og fleira úr teikningunni á öðrum stöðum. Við erum með 3 litamöguleika, þannig að hægt er að velja úr eftir þvi hvar i bænum götugögnin eru sett upp,” sagði Sigurður og Dagný bætti við: „Það hefur nú verið ákveðið að hefja smiði á götugögnum fyrir hornið i Lækjargötunni, en eins og Sigurður sagði er gert ráð fyrir að hægt sé að koma «• <; <\A ■ 7 þessum hlutum fyrir á fleiri stöðum. Við höfum byggt hugmynd okkar i kringum strætisvagna- skýli eins og það sem stendur annars staðar i Lækjargötunni og gert ráð fyrir að hlutirnir sem við teiknum falli vel að um- hverfinu þarna. Við gerum ekki ráð fyrir neinum meiriháltar breytingum á garðinum, en smávegis lagfæringum. Trén og gróðurinn verður allt óhreyft.” Við spurðum þau Dagný og Sigurð hvort ekki væri erfitt aö vera tvö um svona tillögugerð. Bæði svöruðu neitandi, en töldu að reynsla þeirra i dag- legu samstarfi (þau vinna á sömu teiknistofunni) og sú staðreynd að þau eru bæöi menntuð i Danmörku, hefði gert þessa vinnu tiltölulega létta og árangursrika. Þess má geta að þetta er i þriðja sinn sem Dagný hlýtur verðlaun i opinberri sam- keppni, en hún hefur áður hlotið verðlaun (ásamt með ólafi Sigurðssyni og Guðmundi Kr. Guðmundssyni) fyrir teikningar af húsum við Eiðsgranda og einnig hlaut hún önnur verðlaun i samkeppni um safnahús i Borgarnesi. , A fundi i Umhverfismálaráði i s.l. viku var ákveðið að veita 360 þús. krónum i að hefja smiði bekkja, ljóskera, ruslakörfu, veggspjaldasúlu og blómakerja sem væntanlega verður svo komið á sinn stað á horninu við Lækjargötuna fyrir sumarið. — þs Svona á hornið aö líta út samkvæmt tillögunni. Torg Strætisvagnar Svarfdælir Ræða um riðuveikina Kiöuveiki hefur aö undanförnu herjað töluvert á sauðfé Svarf- dæla og raunar gert sig heima- komna viöar i byggðum Eyfirö- inga. Siöastliöinn föstudag boö- uðu búnaöarfélög Svarfdæla og Dalvikur til fundar aö Grund þar sem rætt var hvernig bregöast skyldi viö þessum vágesti. Jó- hann Ólafsson, á Ytra-hvarfi for- maður Búnaöarfélags Svarfdæla sagöi okkur aö um 70 manns heföu mætt á fundinum, þar á meöal Sigurður Siguröarson, dýralæknir. Jóhann ólafsson kvað riöuveik- ina hafa verið aðsópsmikla i Svarfaöardal undanfarin ár en þó einkum I vestanverðum dalnum. Hefði hennar orðið vart á um helmingi bæjanna og breiddist alltaf fremur út. Á sumum bæjum væru vanhöld af völdum veikinn- ar oröin mjög veruleg. Fundurinn samþykkti að skipa nefnd er heföi með höndum aö gera tillögur um aðgerðir jafn- framt þvi sem þeirri áskorun var beint til sýslunefndar og stjórnar Búnaðarsambandsins að þessir aðilar sæju um að kosnar yröu eða skipaöar „riðunefndir” i hverjum hrepp sýslunnar, svo sem lög mæla raunar fyrir um. —mhg SIS selur eign ir sínar við Grandaveg Nýlega var gengið frá samn- ingum viö Reykjavikurborg um aö hún keypti mestan hluta af eignum Sambandsins viö Grandaveg. Nánar til tekið er um að ræða allar vörugeymslur Skipadeildar, þar og um 9 þús. ferm. lóð, en Sambandið á enn 4 þús. ferm lóð þar. Jafnframt var gengiö frá leigusamningi þess efnis, að Skipadeild hefur áfram afnot af þessum eignum þar til aðstaöan viö Holtabakka verður tilbúin til notkunar. —mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.