Þjóðviljinn - 17.03.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.03.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. mars 1982. þingsjá Hafnargerð við Dyrhólaey LögB hefur veriö fram þingsályktunartillaga frá Siggeir Björnssyni og fleir- um um aö rikisstjórnin láti fara fram fullnaöarrannsókn á hafnargerð viö Dyrhólaey. Viö þá rannsókn skal m.a. miöa viö útflutning á Kötlu- vikri i rikum mæli. Gert er ráö fyrir aö rannsókninni veröi lokiö fyrir árslok 1983. — óg Endurskoð un lögsagn- arumdæma Lögö hefur veriö fram þingsályktunartillaga frá Böövari Bragasyni um skip- un nefndar til aö endurskoöa mörk núgildandi lögsagnar- umdæma. Flutningsmaöur segir i greinargerö aö mörk lögsagnarumdæma séu á margan hátt úrelt og ófull- nægjandi. _ óg Beiðni um skýrslu Lögö hefur veriö fram beiöni á alþingi um skýrslu frá forsætisráöherra um framkvæmd jöfnunar á starfsskilyröum atvinnuveg- anna. Beiönin er frá Friörik Sophussyni og fleiri þing- mönnum Sjálfstæöisflokks- ins. I greinargerö meö beiön- inni segja biöjendur aö i áliti starfsskilyröanefndar hafi komið fram aö umtalsverö mismunun sé á starfsskil- yröum atvinnuveganna og þvi þurfi aö leita jöfnunar. — óg Slnfónían 1 fyrradag var framhaldiö umræöu um Sinfóniuhljóm- sveit Islands I efri deild al- þingis. Daviö Aöalsteinsson og Þorvaldur Garöar töluöu en siöan var umræöunni frestaö aö beiöni mennta- málaráðherra sem ekki gat veriö viöstaddur. Umræöan um Sinfóniuna er oröin aö hálfgeröri maraþonumræöu í efri deild og hefur oftsinnis veriö á dagskrá. — óg Gunnar Thoroddsen um Helguvíkurdeiluna: Eðli lýðræðislns er að leita málamiðlana Reynt að leysa ágreining innan ríkisstjórnarinnar Gunnar Thoroddsen forsætisráö- herra. Mun gera mitt Itrasta til aö ná samkomulagi. Ólafur Jóhannesson utanrikisráö- herra. Anægöur fyrir sitt leyti meö orö forsætisráöherra. Geir Hallgrimsson formaöur Sjálfstæöisflokksins. Kommúnista og Alþýöubanda- lagsmenn bresturkjark f átökum. Klukkan fimm siödegis I gær var uinræðunni utan dagskrár framhaldiö um fyrirspurn Alþýöuflokksins um úrskurö for- sætisráöherra I Helguvfkurdeil- unni. Á þessum fundi sagði Ólafur Jóhannesson aö hann myndi viö þcnanlegt tækifæri gefa alþingi skýrslu um þetta mál. Gunnar Thoroddsen sagði aö það heföi veriö rætt i rfkisstjórninni og yrði rætt þar oftar. Svavar Gestsson formaöur Alþýðubandalagsins sagði að auðvitað væri ljóst að um ágrein- ingsmál væri að ræða innan rikis- stjórnarinnar og væri rétt að freista þess að leysa það á vett- vangi rikisstjórnarinnar. Það værieðli lýðræðisins að það þyrfti að leita málamiölana og samkomulags i ágreiningsefnum. Matthfas Mathiesen talaði fyrstur og á sama veg og stjórn- arandstaðan áður. Sagði hann að þingsályktunartillagan frá þvi i fyrra fæli framkvæmd við Helgu- vik i sér. ólafur Jóhannesson sagði ekki rétt að gefa skýrslu um Helguvikurmálin hér. Hins vegar myndi hann siðar gefa alþingi skýrslu um þessi mál. Þá sagði Ólafur aðskilja mætti orð forsæt- isráöherra á marga vegu. Hann væri fyrir sitt leyti ánægður með þau orð forsætisráðherra sam- kvæmt eigin skilningi. Halldór Blöndal, Kjartan Jó- hannsson, Friörik Sophusson Karl Steinar Guönason Jóhann Einvarösson og Árni Gunnarsson lýstu allir yfir stuðningi við að- geröir utanrikisráðherra. Kjartan sagði m.a. að einsýnt væri að utanrikisráðherra kæmi málinu f höfn. Eins væri um flug- stöðvarmálið, það mætti ekki henda að 50 miljónum dala yröi hent út um gluggann vegna af- stöðu Alþýðubandalagsins. Albert Guömundsson,lýsti yfir stuðningi við utanrikisráðherra, hann væri stuðningsmaöur vest- rænnar samvinnu og teldi fram- kvæmdirnar vera stórt framfara- spor og nauðsynlegt. Hins vegar væru aðrir annarrar lifssýnar þeir væru gegn her i landi og framkvæmdum á vegum hans. Sagðist hann vera hræddur um að málið gæti orðið afdrifarikt fyrir rikisstjórnina. Gunnar Thoroddsen sagði að þetta mál hefði verið rætt i rikis- stjórninni og yröi oftar rætt þar. Utanrikisráðherra nyti að sjálf- sögðu fyllsta trausts forsætisráð- herra. Svavar Gestsson upplýsti að hann hefði lagt fram nokkur minnisatriði á rikisstjórnarfundi i gærmorgun um þetta mál,svo og um stjórnarsamstarfið og um stjórnarsáttmálann. Þau mál yrðu rædd á eðlilegum vettvangi. ttrekaði hann að Alþýðubanda- Kjartan Jóhannsson formaöur Alþýðuflokksins. Má ekki henda 50 miljónum dollara út um gluggann vegna Alþýöubanda- lagsins, meö þvf aö byggja ekki flugstöðina. Gekk ekki hnífsblað á milli gömlu Viðreisnarflokkanna: Sammála vlnnubrögðum utanríkisráðherra Lýstu yfir stuðningi við framkvæmd- irnar í Helguvík 1 gær kvaddi Sighvatur Björg- vinsson sér hljóös utan dagskrár um Helguvikurmáliö. Spuröi Sig- hvatur f.h. þingflokks Alþýöu- flokksins um úrskurö forsætis- ráöherra um ágreiningsefni ráö- herra i rikisstjórninni. Gunnar Thoroddsen forsætisráöhcrra sagöi ekki þörf úrskuröar. Ef til þess kemur, sagöi Gunnar, veröur að sjálfsögöu skýrt frá honum opinberlega. Geir Hallgrimsson og Sighvatur Björgvinsson lýstu yfir stuöningi flokka sinna viö framkvæmdir utanrfkisráöherra. Sighvatur Björgvinsson, ólafur G. Einarsson og Geir Hallgrims- sonröktu frásagnir fjölmiöla um Frumvarp um að 9 aurar renni til vegamála: Hálfgerð sýndarmennska — sagði Ragnar Arnalds Niu aurar af veröi hvers bensin- Htra skulu samkvæmt frum- varpi Sverris Hermannssonar og féiaga renna til framkvæmda i vegamálum þaö sem eftir lifir þessa árs. Ragnar Arnalds fjár- málaráöherra sagði þetta frum- varp vera hálfgerða sýndar- mennsku, búiö væri aö ganga frá fjárlögum og áætluðu fjármagni til vegamáia. Töluverðar umræöur uröu um þetta mál i neðri deild alþingis i fyrradag. Sverrir Hermannsson sagöi vegaframkvæmdir vera i fjársvelti og hlutfalliö af bensin- veröi sem færi til vegafram- kvæmda hefði minnkaö frá þvi á árinu 1972 er 73% af heildarskatt- heimtu á bensini hefði runniö til vegaframkvæmda en 36% á árinu 1979. Halldór Blöndal talaöi mjög á sömu nótum. Steingrimur Her- mannsson sagöi aö þrátt fyrir aö þjóöarframleiðslan drægist sam- an á þessu ári væri gert ráö fýrir að vegaframkvæmdir héldu sin- um hlut. Steingrimur kvað og nauösynlegt aö endurskoöa sölu- skattsinnheimtu af bensini. Ragnar Arnalds sagöi aö á ár- inu 1979 heföi veriö hafin mikil sókn i vegageröarmálum meö áætluninni sem þá heföi veriö samþykkt. Þessi mál heföu hins vegar mátt þola áhugaleysi rikis- stjórnar Geirs Hallgrimssonar frá 1974 til 1978 og heföi þvi verið mikil þörf á aö taka til hendinni. Þaö heföi veriö gert og stæöi til aö halda þviáfram. Þakkaöi Ragnar ágætt samstarf viö Sverri Her- mannsson flutningsmann frum- varpsins i málefnum vegageröar, en kvaö þessa tillögu i ljósi þess aö búiö væri aö ganga frá öllum þessum málum i fjárlög vera hálfgerða sýndarmennsku. — óg Sverrir um FÍB; Lítið gert nema hækkað árgj aldið I umræöunum um vega- mál á alþingi i fyrradag sagöi Sverrir Hermannsson, að FÍB (Félag islenskra bif- reiöaeigenda) heföi veriö aö- geröalitiö gagnvart aukinni skattheimtu rikisins af ben- sinverði. Heföi litiö heyrst frá þeim félagsskap utan þess aö þeir heföu hækkaö árgjald félaga um 530% frá 1978. — óg Helguvikurmáliö og læddu svo sinum eigin úrskuröi aö i umræö- unni: utanrikisráöherra fær fullan stuöning þeirra I öllum öngum málsins. Gekk ekki hnifs- blaðið á milli gömlu viðreisnar- flokkanna i þessu máli einsog svo mörgum um þessar mundir. Sögðu þeir allir að Gunnar Thor- oddsen foröaðist að segja skoðanir sinar á ágreinings- málum i rikisstjórninni. En að sjálfsögðu fór meginþungi mál- flutningsins i að segja annars vegar að Alþýöubandalagið réði svo miklu i rikisstjórninni (með tilvisun i „neitunarvaldiö”) og hins vegar aö Alþýöubandalagiö væri kengbeygt i öllum málum. Geir Hallgrimsson (formaöur Sjálfstæöisflokksins) sagði m.a. „Kommúnistar og Alþýöubanda- lagsmenn brestur kjark i átökum”. Þeir væru núna aö þyrla upp moldviöri til aö hressa upp á fylgið og reyna aö telja her- stöðvaandstæöingum trú um að þeir stæöu sig i málinu. Þá sagöi Geir aö sjaldan eöa aldrei heföi veriö ráöist i eins viöamiklar framkvæmdir á vegum „varnar- liösins” einsog nú stæöu til. Bæri brýna nauðsyn til aö þeim fram- kvæmdum væri flýtt. Það væru bæöi hagsmunir sveitarfélaganna á Suðurnesjum og svo yrði „varnarliðið” betur i stakk búið til að gegna hlutverki sinu i „þágu varna og öryggis landsins.” Þegar Geir lauk máli sinu til- kynnti forseti frestun málsins til kl. 17.00 Halldór Blöndal brást ókvæöa viö og kraföist skýringa á frestun og mótmælti henni. Jón Helgason i Seglbúöum upplýsti þingmanninn um aö frestunin væri samkomulagsatriöi sem for- menn þingflokka Alþýöuflokksins og Sjálfstæöisflokksins væru samþykkir. — óg Svavar Gestsson formaöur Al- þýðubandalagsins. Lagöi fram nokkra minnispunkta á rikis- stjórnarfundi i gærmorgun um Helguvikurmálið, stjórnarsam- starfiö og stjórnarsáttmálann. lagið væri á annarri skoðun en utanrikisráðherra i Helguvíkur- málinu. Reynt yröi að leysa ágreiningsmálefni á vettvangi rikisstjórnar. Geir Hallgrimsson vitnaði lil Komeinis og Hussein Jórdaniu- konungs. Sighvatur Björgvinsson þakkaði forsætisráöherra fyrir svarið um stuðning við utanrikis- ráðherra. ólafur Ragnar Grimsson sagði þingsályktunartillöguna frá i fyrra hafi breyst þannig aö hún ætti við lausnir á mengunarmál- unum. Þá sagði hann m.a. að bygging hafnar i Helguvik væri fyrsta framkvæmd sem Banda- rikjamenn og Nató borguðu utan vallarsvæðisins ef af yrði. Vakti hann athygli á dýrðaróðnum sem þingmenn stjórnarandstöðunnar flyttu utanrikisráðherra og ósk- aði honum til hamingju með það. Ef af þessum ósköpum yrði, væri það fyrsta sinni sem Framsókn- arflokkurinn gerðist sérstakur forgöngumaður um aukin hernaðarleg umsvif hér á landi. Gunnar Thoroddscntók aftur til máls i tilefni af þeim ummælum Árna Gunnarssonar að annað- hvort yrði Alþýðubandalagið að kokgleypa allar yfirlýsingar sin- ar eða slita stjórnarsamstarfinu. Gunnar sagði, að það væri eitt grundvallar lögmál lýðræðisins aðleitað yrði að samkomulagi og málamiðlunum. Þetta ætti auð- vitað við um samsteypustjórnir og hann myndi leggja áherslu á það að rikisstjórnin leitaði mála- miðlana og samkomulags i þessu máli. Guðrún Helgadóttir sagði hreint makalaust hvernig þing- menn hefðu talað i þessu máii. Hún hefði átt þess kost að fylgjast með smábarnakennslu þarsem brýnt væri fyrir börnunum að halda sér við efnið. Vist væri að þingmenn fengju ekki háa eink- unn fyrir frammistöðu sina i dag. Meginmálið væri einsog forsætis- ráðherra hefði bent á, að leita verði samkomulags þegar ágreiningsefni væru á ferðinni. —óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.