Þjóðviljinn - 18.03.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.03.1982, Blaðsíða 1
DIÚOVIUINN Bréf frá félagsmálaráðherra: Reglugerð Ólafs er mótmælt harðlega Fimmtudagur 18. mars 1982 —63. tbl. 47. árg. lbréfisem félagsmálaráöherra ritaöi utanrikisráöuneytinu á Baráttu erþötfi ,,Ég er ekki vonlaus um aö þaö takist aö leysa máliö á vettvangi rikisstjórnarinnar þannig aö viö- unandi sé út frá sjónarmiði okkar herstöðvaandstæöinga”, sagöi Svavar Gestsson formaöur Alþýöubandalagsins á fundi ABR á Hótel Borg i gærkvöldi. „Það getur hins vegar tekið vikur og jafnvel mánuði að leiða það til lykta og á þeim tima þurfa herstöðvaandstæðingar um land allt i öllum flokkum að taka höndum saman og mynda öfluga fylkingu til að knýja á.” Pétur Reimarsson formaður miðnefndar herstöðvaand- stæðinga sagði á fundinum að þau öfl væru sterk sem nú berðust fyrir auknum umsvifum banda- rikjahers á tslandi og taka þyrfti hart á móti i Helguvikurmálinu. Hætta væri á að aðrar hugmyndir sem uppi væru, t.d. um nýja her- stöð á Sauðárkróki, stórfelldar NATO-heræfingar á íslandi og fleira af þvi tagi, næðu fram að Fjörugar umræöur uröu á fundi Alþýöubandalagsins um Helguvikurmáliöí gærkvöldi. Ljósm. — eik. ganga ef vörnin brysti i Helgu- Fundarstjóri á fundinum var svöruöu framsögumenn fjölda vikurmálinu. Vilborg Dagbjartsdóttir og fyrirspurna frá fundarmönnum. —ekh/—v. S taösetning steinullarverksmiðj u: N æsta stóra deilu málið Þingsályktunartillögur um Sauðárkrók og Þorlákshöfn í undirbúningi Ekki er útlit fyrir að þeim stormi sem geisað hefur í stjórnmálunum undanfarið linni alveg í' bráð/ því að nýtt deilumál virðist vera í uppsiglingu, sem er staðsetning stein- ullarverksmiðju. Sem kunnugt er berjast tveir kaupstaðir á landinu um að fá að reisa verksmiðjuna# Sauðárkrókur og Þorláks- höfn og heldur hvor sínum ágætum fram í málinu. Allir þingmenn kjördæm- anna slá svo skjaldborg um sína menn og hyggjast flytja þingsályktunartil- lögur til stuðnings sinu fólki. Þingmenn Suðurlandskjör- dæmis hélau með sér fund um málið i gær og,.hafa þeir ákveðið að flytja þingsályktunartillögu um staðsetningu verks'míðjunnar i Þorlákshöfn. Magnús Magnús- son alþingismaður sagði i samtali við Þjóöviljann i gær, að loknum fundi þingmanna, að allir hag- kvæmnisútreikningar hefðu sýnt, þrátt fyrir ágalla sem hölluðu á Þorlákshöfn, að hagkvæmara væri að reisa verksmiðjuna þar en fyrir noröan. Allur flutningskostnaður til helstu þéttbýliskjarna landsins væri minni, útflutningur yrði einnig ódýrari frá Þorlákshöfn en Sauðárkróki. Þá taldi hann það vega þungt á metunum, að á sama tima sem fólksfjölgun hefur orðið i öðrum landsfjórðungum er um fækkun aö ræða i Suðurlands- kjördæmi og komiö hefði i ljós að þar væru lægstar meðaltekjur fólks. Þá vildi Magnús halda þvi fram að ráðherrar hefðu veitt Norðurlandskjördæmi vestra meiri fjármagns fyrirgreiðslu en öllum öörum kjördæmum á siðustu árum. Og nú væri svo komið að það stefndi i ofþenslu atvinnulifsins þar ef verksmiöjan yrði reist á Sauárkróki. Ragnar Arnalds, ráðherra og þingmaður Norðurlandskjör- dæmis vestra var ekki á sama máli og Magnús. Hann sagði aö Sunnlendingar hefðu ætlað að reisa stóra verksmiðju, 14. þús. tonna, með útflutning i huga, en Sauðkræklingar hefðu talað um minni verksmiðju með minni markað i huga. Ef um stóra verk- smiðju væri að ræða með útflutn- ing i huga hefði Þorlákshöfn verið hentugri staður frá hagkvæmnis- sjónarmiði og við það hefðu sjálf- sagt allir sætt sig, en nú lægi fyrir aö Sunnlendingar vilja ekki reisa stóra verksmiðju, heldur litla 6—7 þús. tonna eins og Sauðkrækl- ingar hafa alltaf ætlað sér og þá er enginn munur á hagkvæmn- inni. Þegar svo væri komið sagði Ragnar að taka yröi mið af þvi að iðnaðarvalkostir væru ekki margir fyrir Sauðkrækinga en aftur á móti margir fyrir Sunn- lendinga. Sauðkræklingar hefðu fyrir mörgum árum riðið á vaðið með athugun á steinullarverk- smiðju hjá sér, löngu á undan fyrirtækinu Jarðefnaiðnaður h.f. sem nú vill fá verksmiðjuna reista i Þorlákshöfn. Það væri þvi liti* sanngirnissjónarmið i þvi að fara nú að rifa verksmiðjuna af Sauðkræklingum, þegar hag- kvæmnissjónarmiðin stæöu jöfn. —S.dór Hjörleifur Guttormsson: Nýtlng orkulindanna stórbrotið viðíangsefni Virkjanir og hagnytmg orku- lindanna á næstu árum og ára- tugum er meö stórbrotnustu viö- fangsefnum, sem Alþingi hefur haft til meðferöar um langt skeiö og varðar miklu i efnahagslegu tilliti og fyrir öryggi fólks um land allt svo og byggöaþróun. Með fyrirhuguöum stórvirkjun- uin nyrðra og eystra, og öflugri samtengingu raforkukerfisins með stofnlfnum er brotiö blaö I þróun orkubúskapar okkar. Þaö öryggi sem með þvi skapast, einnig fyrir þéttbýlið hér suövest- anlands, er meira en menn al- mennt átta sig á, — og sú jöfnun orkuverös og atvinnuuppbygging sem gerast þarf samhliða mun i senn jafna lifskjör og renna stoö- um undir f jölbreyttara atvinnulíf, ef vel tekst til. Sérstök áhersla er i þessari þingsályktunartillögu lögö á for- ræði landsmanna yfir orkulindun- um og þeim atvinnurekstri er sækja mun til þeirra aflgjafa. Er þar lyft svipuöu marki og gerðist I landhelgisbaráttu okkar og snúiö frá þeirri orkusölustcfnu til er- lendra auöfélaga sem leidd var til öndvegis fyrir 15 árum og átt hef- ur sér öfluga talsmenn allt til þessa. Við þjóöinni blasir stór- brotiö viðfangsefhi aö hagnýta orkulindirnar til almennra nota og atvinnuuppbyggingar I eigin þágu, og gæta þarf þess aö þetta sóknarskeið I orkumálum nýtist til fjölþættrar eflingar atvinnulffs og byggöar i landinu. — A þessa leið komst Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráðherra að orði, er hann mælti fyrir þings- ályktunartillögu rikisstjórnarinn- ar um virkjunarframkvæmdir og orkunýtingu á Alþingi fyrir fáum dögum. Sjá síðu 6 þriðjudag er þvi mótmælt aö reglugerö skuli hafa veriö sett á vegum utanrikisráöuneytisins um skipulagsmál innan „varnar- svæöa” þvert ofan I reglur frá 8. mars fyrir samvinnunefnd um skipulagsmál á Suöurnesjum, sem félagsmálaráöherra setti. Segir aö félagsmálaráðuneytiö hafi fyrst heyrt um reglugeröar- setningu utanrikisráöherra dag- inn sem hún var gefin út 15. þessa mánaðar. „Með Utgáfu reglugeröarinnar hinn 15. mars er ekki annað að sjá en utanrikisráðherra reyni að gera að engu þá skipan mála sem samráðherra hans og yfirmaður skipulagsmála hefur ákveðið á þessu svæöi.” í annan stað er þvi mótmælt að utanríkisráðherra skuli reglu- gerö, m.a. á grundvelliskipulags- laga, án þess að minnsta samráð sé haft við skipulagsráðherra, um máliö. „Telja verður að ekki sé til of mikils mælst aö ekki sé beinlin- is gerö tilraun til þess aö eyði- leggja það starf sem unniö er á umræddu sviöi og það án nokkurs samráðs við ráðuneytið eða ráð- herra,” segir i bréfinu. —ekh Sjá síðu 14 Samtök herstöðva- andstæöinga: Efiia til feröar á „vamar- svœðin” Samtök herstöðvaand- stæöinga efna til fjölskyldu- ferðar til Keflavikur og Mið- nesheiöar um næstu helgi. Er einkum ætlun þeirra aö gefa fólki kost á aö skoöa hersetnu svæöin og þaö land sem utanrikisráðuneytið vill láta herncma. Lagt verður af stað n.k. laugardag kl. 13.30 - frá Umferðarmiðstöðinni og haldið sem leið liggur til Keflavikur. Þar munu kunn- ir leiðsögumenn koma i rút- urnar og kynna mönnum staðhætti. Oliutankasvæðið i Njarðvikum mun skoðað, en eins og kunnugt er hafa deil- urnar staðið um flutning þeirra geyma. Að þvi loknu verður haldið i Helguvík, Hólmsbjarg og „varnar- svæðið”, sem verið hefur til umfjöllunar rækilega kannað. Skipulagsmál flug- vallarins og herstöðvarinnar munu kynnt á Miðnes- heiðinni, athuguð stað- setning vopnabúra, grunnar hinna nýju flugskýla skoðaðir svo og ný hafin bygging gervihnatta- stöðvarinnar. Herstöðvaandstæðingar hyggjast fjölmenna i þessa kynnisferð og sjá með eigin augum hinar umdeildu lendur. Ef veður leyfir verður kaffi drukkið undir berum himni á hinu sk. NATO-túni við flugstöðvar- bygginguna. Mönnum er eindregið ráð- lagt að hafa með sér nesti og myndavélar i ferðina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.