Þjóðviljinn - 18.03.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. mars 1982.
Kvennaframboðið
í Reykjavík:
Stefnuskrá Kvennframboösins 1
Reykjavik hefur nú verið iögð
fram og segir I frétt frá samtök-
unum að þar sé á ferð „fyrsta
stefnuskrá pólitiskra samtaka
þar sem tekið er mið af hagsmun-
um fjölskyldunnar og daglegu llfi,
séð fra sjónarhóli kvenna”.
Stefnuskrá Kvennaframboðsins
var samþykkt á fundi 13. mars sl.
og sögðu fulltrúar framboðsins á
fundi með fréttamönnum i gær að
ekki hafi risið mikill ágreiningur
um málin á þeim fundi.
Helstu markmið Kvennafram-
boösins eru þessi:
— að reynsla og menning kvenna
verði metin sérstaklega sem
stefnumótandi afl I þjóðfélag-
inu.
— að allir njóti jafnréttis til starfs
og launa og að störf kvenna
verði metin að verðleikum.
— að þátttaka samfélagsins i
uppeldi barna verði aukin og
bætt, og að jöfnun foreldraá-
byrgðar verði auðvelduð.
— að hafa forystu um samstöðu
kvenna I borgarstjórn i sem
allra felstum málum.
I stefnuskrá Kvennaframboðs-
ins hefur verið mótuð stefna i
þessum málaflokkum: Fjármál
borgarinnar, launa- og atvinnu-
mál, fullorðinsfræðsla, uppeldis-
Fulltrúar Kvennaframboðs: Framboðslistinn tilbúinn i næstu viku.
Stefnuskráln
Ljósm. — eik-.
mál og athvarf fyrir konur, sem
beittar eru ofbeldi.
Blaðhreyfingarinnar.sem bera
mun nafnið „Kvennaframboðið”,
kemur væntanlega út á miðviku-
dag í næstu viku og þar mun birt-
ur framboðslisti hreyfingarinnar
til borgarstjórnarkosninga i vor.
Það er þó að sjálfsögðu háð
samþykki félagsfundar, en um
listann verður haldinn fundur á
fimmtudag.
Listaverkahappdrætti Kvenna-
Framboðslisti
í næstu viku
framboðs hleypur af stokkunum
innan tiðar, póstkort eru væntan-
leg með myndum eftir konur og
þá hefur verið hannað merki
samtakanna.en það er alþjóðlegt
tákn kvenna með þjóðlegu ivafi.
Jón Sævar Baldvinsson
Mikið félagslíf
í Mosfellssveit:
Gildran
frumsýnd
annað kvöld
„Þetta leikfélag okkar er 6
ára gamalt og hefur starfað
af miklum krafti frá stofnun.
Auk leiksýninga fyrir börn
og fullorðna höfum við verið
með kabaretta, rithöfunda-
kynningar og jólakvöid-
vökur.” sagði Jón Sævar
Baldvinsson, framkvæmda-
stjóri fyrir leiksýningu Leik-
félags Mosfellssveitar,
Gildruna, sem frumsýnd
verður i Hlégarði a föstu-
dagskvöid. Leikendur eru 6,
en við sýninguna starfa 18
manns. I Leikfélaginu eru 40
starfandi meðlimir. Við
spurðum Jón hvort ekki væri
crfitt að halda úti leiklistar-
starfsemi i návigi við höfuð-
borgina og þá leiklist, sem
þar er i boði:
„Jú, áreiðanlega, en við
erum líka að gera þetta fyrir
okkur sjálf, — ekki aðeins
fyrir áhorfendur. Það er
mikil samstaða hér i sveit-
inni og mjög mikil félags- og
menningarstarfsemi. Auk
hefðbundinna klúbba er hér
öflugur karlakór, sem við
höfum haft mikið samstarf
við.”
„Og hvað er svo næst á
dagskránni hjá ykkur i Mos-
feilssveitinni,”?
„Við erum nú að hefja
undirbúning afmælishátiðar
vegna áttræðisafmælis
Halldórs Laxness 25. april.
Þá mun hreppurinn, bóka-
safnið, karlakórinn og leik-
félagið efna til mikiilar
hátiðar i sameiningu”, sagði
Jón að lokum.
„Gildran” sem frumsýnd
verður i Hlégarði á föstudag
er eftir Robert Thomas, leik-
stjóri á sýningunni er Erna'
Gisladóttir.
Menntaskólinn á
Akureyri frum-
flytur gamanleik
eftir Aristofanes
Skýin
Menntskælingar á Akureyri
frumsýna nú um heigina gaman-
leikinn „Skýin” eftir Aristofanes
oger þetta frumflutningur verks-
ins á tslandi. Karl Guðmundsson
þýðir verkið, en Andrés Sigur-
vinsson er leikstjóri. Andrés
hefur sett upp fjölmargar
menntaskólasýningar hjá
Menntaskólanum i Hamrahlið og
llerranótt, en hann er fastráöinn
leikari hjá Leikfélagi Akureyrar.
Sýningarnar, sem verða i Sam-
komuhúsinu, verða aðeins i eina
viku, en siðar hyggst hópurinn
bregða undir sig betri íætinum og
koma til Reykjavikur undir
mánaðamótin og sýna i Kópa-
vogsbiói. Um fjörutiu manns
vinna við sýninguna, en lýsingu
annast Lárus Björnsson. Frum-
sýningin er á sunnudagskvöld.
Réttur og óréttur ræðast við i „Skýjunum”. Leikendurnir eru Halldór
Björnsson og Sigurþór Heimisson.
llverjir kannast ekki við
„ömmuteppin” yndislegu og
marglitu, sem prýddu rúm og
jafnvel gólf afa og ömmu? Þau
voru gjarnan afrakstur nokkurra
ára garnsöfnunar, þvi gömlu
konurnar kunnu að nota afganga i
þá daga. Þegar nóg var af af-
göngunum var heklunálinni
brugðið á loft og svo sem eins og
eitt teppi framleitt á örskömmum
tíma.
1 Bandarikjunum var íarið
dulitið öðruvisi aö. Safnað var
saman afgöngum af saumaskap
og aflóga falnaði úr bómullarefn-
um og úr þessu saumuð teppi.
Þetta kalla þarlendir „Quilt-
patchwork”.
Nú er ekki lengur þörf að safna
afgöngum né heldur nýta úrsér-
gengnar flikur. „Kviltið", eða
bútasaumur, er orðið að hálf-
gerðu tiskufyrirbæri eða hefur
a.m.k. verið lifgað upp og er nú
kennt á námskeiðum.
Verslunin Virka i Reykjavik
hefur fengið hingað til lands sýn-
ingu á bútasaum bandariskum,
yg verða á henni um 40 teppi og
aðrir munir, allir yfir hundraö
ára gamlir. Með sýningunni kem-
ur frú Marti Mitchell eigandi
þessa bútasaumasafns, en hún og
maður hennar eru heimsins
stærstu framleiðsluaðilar efna og
áhalda, sem i bútasaum þarf.
Fyrirtæki þeirra heitir Yours
Truly, en Virka hefur einkaum-
Bandarískur
bútasaumur
Litadýrð teppisins, sem frú Marti Mitcheli mundaði framan I ljós-
myndarann, er með ólikindum. Það er yfir eitthundrað ára gamalt.
(Ljósm. —eik)
boð á þeim vörum hér á landi. stöðum til 21. mars og er opin
Sýningin á bútasaumnum daglega frá kl. 14.00-22.00.
bandariska verður á Kjarvals- ast
Starísdagar í
Fjölbraut á
Suðumesjum
I Fjölbrautaskóla Suður-
nesja eru haldnir starfsdag-
ar, dagana 17.-20. mars n.k.
Dagskráin verður afar fjöl-
þætt. Farið verður i
skoðuna rferðir á ýmsar
stofnanir og fyrirtæki á
Rcykjavikursvæðinu. Einnig
eru áformaðar tvær
skoðunarferöir um Reykja-
nesið, söguferð og jarðfræöi-
ferð. Fyrirlestrar verða 9
talsins. A miðvikudag,
fimmtudag, föstudag.
Mikil áhersla er lögð á list-
kynningu. Kvikmyndasýn-
ingar verða í Nýja biói i
Keflavík á vegum Nemenda-
félags Fjölbrautaskólans öll
kvöld vikunnar. Tónlistar-
dagskrá verður i Ytri-Njarð-
vikurkirkju tvlvegis,
miðvikudaginn 17. mars og
laugardaginn 20. mars.
Kvöldvaka verður i skólan-
um á fimmtudagskvöld. At-
hygli skal vakin að öllum
ibúum Suðurnesja er heimill
aðgangur að dagskrárliðum
starfsdaganna — öðru en
skoðunarferðum um Reykja-
vikursvæðið.
BændahöDin
stækkuð
Á nýafstöðnu Búnaðar-
þingi var stjórn Bænda-
hallarinnar heimilað að
hefja framkvæmdir við
stækkun hdssins.
Stækkun Bændahallarinn-
ar hefur áður verið til um-
ræðu á BUnaðarþingum og
stjórninni veitt heimild til
hennar en af framkvæmdum
hefur af ýmsum ástæðum
ekki orðið. Nú voru fyrri
heimildir staðfestar en um
leið lagði BUnaðarþing
„áhersiu á, að húsnæði það á
þriðju hæð nýbyggingarinn-
ar sem fyrirhugað er bænda-
samtökunum til afnota geti
sem fyrst komið i gagnið.”
Ályktun þessi var sam-
þykkt með 15 atkv. gegn 3.
—mhg
Grænland
1 Norræna húsinu hefur nú
verið komið fyrir sýningu á
ljósmyndum frá Grænlandi
eftir þá Pál Steingrimsson og
Árna Johnsen. Einnig er til
sýnis I anddyri hUssins kajak
sem smiðaður er i Sisimut
(Hoisteinsborg) af einum
kunnasta kajaksmið Græn-
lendinga á siðari árum.
Gripurinn er i eigu Ama
Johnsen.
Á fimmtudaginn kl. 20.30
mun Hjálmar Ólafsson for-
maður Norræna félagsins
segja frá Austur-Grænlandi
og sýna litskyggnur.
Háskólatónleikar
á morgun:
Guðný og
Reedman
14. og næstsiðustu Há-
skólatónleikar vetrarins
verða í hádeginu á morgun i
Norræna húsinu. Þá leika
Guðný Guðmundsdóttir og
Mark Reedman þrjú stutt
verk fyrir fiðlu og viólu:
a. Dúett nr. 2 op. 12 eftir
þann bæheimska frumkvöðul
sinfóniskrar tónlistar, Karel
Stamits (1745-1801).
b. DUó K 424 eftir Wolfgang
Amadeus Mozart frá 1783.
c. Passacaglia eftir Handel i
einhverri umskrifun eftir
Norðmanninn Johan Halvor-
sen.
Tónleikarnir hefjast kl.
12.30 standa um það bil hálfa
klukkustund og eru öllum
opnir fyrir 20-30 kr. eftir
þjóðfélagsstöðu.