Þjóðviljinn - 18.03.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.03.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. mars 1982. MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaður sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur StyrkársdóUir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Ólalur Gislason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson. C'tlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. liúsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjöri: Sigrún Báröardóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Páisdóttír, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 81332 Prentun: Blaðaprent hL Blönduvirkjun • Samningar hafa verið undirritaðir um virkjun Blöndu. Hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps er nú eina sveitarstjórnin fyrir norðan sem enn hef ur ekki gengið til samkomulags um virkjunartilhögun. Af hálf u iðnaðarráðuneytisins hef ur því verið lýst yf ir að enn verði kannað, hvort unnt reynist að tryggja einn- ig aðild þessa eina sveitarfélags að endanlegu sam- komulagi. • Með lögum sem samþykkt voru í fyrravor að til- lögu ríkisstjórnarinnar var stjórnvöldum veitt heimild til að ráðast í þrjár nýjar meiriháttar virkjanir á næstu árum, Blönduvirkjun, Fljótsdálsvirkjun og Sultartangavirkj un. • Niðurstöður útreikninga Orkustofnunar og annarra sérfróðra aðila sýna að hvað sem líður breytilegum spádómum um orkunýtingu á komandi árum, þá verður stofnkostnaður á orkueiningu frá þessum þremur virkjunum jafnan lægstur með því að virkja fyrst Blöndu og síðan komi Fljótsdalsvirkjun. Stofnkostnaður á hverja kílówattstund á ári er talinn kr. 1.56 frá Blönduvirkjun, kr. 1.74 frá Fljótsdals- virkjun og kr. 2.03 frá Sultartangavirkjun. Þarna er munurinn á milli Fljótsdalsvirkjunar og Blönduvirkj- unar samkvæmt svokallaðri tilhögun eitt og í sam- ræmi við það samkomulag sem nú hef ur verið undir- * ritað. Væri hins vegar horfið að því ráði, að virkja Blöndu samkvæmt tilhögun tvö (með stíflu við Sandárhöfða í stað Reftjarnarbungu) eins og ýmsir norðanmenn leggja kapp á, þá yrði munurinn milli Blönduvirkjunar og Fljótsdalsvirkjunar hvað varðar stofnkostnað á orkueiningu að engu, og hlyti Fljóts- dalsvirkjun þá að verða framar í röðinni vegna yfir- burða hennar hvað snertir vatnsforöa til miðlunar. » Af hálfu stjórnarandstæðinga hefur iðnaðarráð- • herra verið legið mjög á hálsi fyrir seinagang í ákvarðanatöku um virkjanaframkvæmdir. Þeir hafa talað eins og vandaðar rannsóknir á þjóðhagslegri hagkvæmni virkjanaleiða skiptu hér litlu eða engu máli, enda þótteinmitt í þeim efnum séu stórkostlegir fjármunir í húfi. Stjórnarandstæðingar hafa líka talað eins og ekkert tillit ætti að taka til viðkvæmra deiiumála heima í héraði og valdboðið úr stjórnarráð- inu ætti eitt að ráða. Auðvitað getur reynst óhjá- kvæmilegt að höggva á óleysanlega hnúta, en það var og er rétt stefna hjá Hjörleif i Guttormssyni að leggja kapp á að laða menn til samkomulags um virkjunar- tilhögun, en efna ekki til borgarastyrjaldar í Húna- vatnssýslu og Skagafirði. • Efnisleg rök og þjóðhagslegar forsendur mæla með því að Blanda verði næsta stórvirkjun, en þó því aðeins, að virkjað sé samkvæmt tilhögun eitt. Þess vegna hefur Hjörleifur Guttormsson reynt að skapa sem mestan frið um þá niðurstöðu. í þeim efnum hefur verið tekið margvíslegt tillit til óska og sér- sjónarmiða einstakra hreppsnefnda enda hafa nú fimm þeirra af sex undirritað samkomulag. • Vissulega er alltaf mjög mikil eftirsjá í landi, sem fer undir vatn vegna virkjana, og það þótt annað beiti- land verði grætt upp í staðinn eins og nú hefur verið samið um. Því ber að ganga fram með gát og gæta hófs i slíkum efnum. Við hinu er hætt, að sérhver iðnaðarráðherra ætti erfitt með að fá þingmeirihluta til að samþykkja 100 miljón nýkróna aukaf járveitingu til virkjunarframkvæmda til þess eins að spara beiti- land, sem dugað gæti einu og hálfu meðalbýli, — en þannig eru tölurnar þegar valið er á milli virkjunartil- högunar eitt og virkjunartilhögunar tvö við Blöndu. • Á Austurlandi er eining um virkjunartilhögun, og vístgæti komið til greina að byrja á Fljótsdalsvirkjun, en því miður myndi slík ákvörðun ekki leysa þær erfiðu deilur, sem enn eimir eftir af fyrir norðan, heldur magna þær. • Þess vegna ber stjórnvöldum að vinna áfram að sem mestri einingu norðanmanna um virkjun Blöndu. k. j Laumukommi | í sjónvarpi Ekki er ónýtt fyrir I flokkana að eiga sér agenta I inni á rikisfjölmiðlunum, ■ eins mótandi og þeir eru i I' öllum umræðum fólks i land- inu. Alþýðubandalagiö er sérstaklega heppið i þessum efnum með þvi að eiga sér I' þann hauk i horni sjónvarps- ins sem ölafur Sigurðsson er. I hverju málinu á fætur öðru hefur hann af einskærri I' lipurð við Alþýðubándalagið kappkostaðaðkoma málstað þess á framfæri, þannig að hann liti sem best út i augum | landsmanna. I í fersku minni er hvernig I Ólafur klippti lykilsetningar * út úr viðtali viö Hjörleif * Guttormsson um álmálið, I meðan Ragnar álfursti fékk I að láta rödd Alusuisse » hljóma eins lengi á skjánum * eins og hann lysti. Allur texti I vinnur á styttingum, sagði I skáldið, og hallaði Ólafur * þar með á Alusuisse. lYfirfœrsla — ! samúöar IViðtöl við Svavar Gestsson tvitekur Ólafur gjarnan svo áhrifin magnist og allir geti ■ fengið að svara honum sem Ivilja. Og þegar talið barst að „valdniöslu” Hjörleifs Gutt- ormssonar við að láta undir- • rita Blöndusamkomulag Imeð fyrirvara um samþykki rikisstjórnarinnar, er þess vandlega gætt < að spyrja ' ekki Pál Pétursson að hlut I Lsteingrims HermannssonarJ | formanns Framsóknar-T , flokksins, sem segir eitt viö ! IPál og annað við Hjörleif. I Enda ekki ástæða til að efna I til úlfúöar á stjórnarheimil- J ■ inu. Og fullyrðingar sem j Ibornar eru fram með hlut- I drægnisblæ i ritstjóraspjalli i I Fréttaspegli: Mér er nú sem J ■' ég sjái nafna beygja sig — . Ieru til þess ætlaðar að árás- I argirni stjórnanda komi ] samúð áhorfenda yfir á * ■ Alþýðubandalagsmanninn. ] Æðri kúnst Margir skilja ekki þessar ■ • „æöri kúnstir” fjölmiðla- I Imanna, sem eru haföar i | frammi i krafti sálræns inn- | sæis i hugarheim áhorfenda, ■ * Kommi sem leit við á rit- I Istjórn náði ekki upp i nefið á | sér fyrir reiði og sagði: | Heldur ólafur að hann taki ■ ' kaupið sitt ennþá hjá banda- | Iriska sendiráðinu? Þannig | geta menn misskilið hina | bestu meiningu i fáfræði ■ ■ sinni. Þekkingin mun gera l I yðurfrjálsa. Hlíppt Ekki lokaúkvörðun Það er margt sagt um Helgu- vikurmálið I fjölmiðlum þessa dagana, yfirlýsingar ganga á vixl, og fjölmiðlar hræra upp i þeim, þannig að samhengi og kjarni vill vefjast fyrir almenn- ingi. Ekki er það ætið þannig að þeir sem segja mest hafi mest að segja. Þannig var það aö minnsta kosti sl. þriðjudag, aö þeir sem sögðu fæst, þeirra orð vdgu þyngst. Það byrjaði um morguninn i Morgunpósti, þar sem Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra sagði að visu margt, en aðeins eitt sem verulega máli skipti um meðferöina i stjórnkerfinu á næstunni. Það var i þessum kafla: ,,Það er nattúrlega margs að gæta i sambandi við þetta mál og mörg álitamál. Og það vcrða engar framkvæmdir þetta ár. Það þurfa aö fara fram rann- sóknir og hönnun, og siöan þegar sii hönnun liggur fyrir á og nýtur trausts forsætisráð- herr a.” Talað til Svavars Spratt þá upp Svavar Gests- son og voru vist fáir nema inh- vigðir sem gripu alvöruna i ör- stuttu máli hans. Svavar kvaðst hafa lagt fram minnispunkta um rikisstjórnarsamstarfið þá um mra-guninn, og ákveðnar hugmyndir til lausnar á meng- unarmálum á Suðurnesjum. Var hann að hóta föstu skoti á eftir lausu? Gunnar Thoroddsen notaöi tækifæri sem gafst eftir fimbul- famb Arna Gunnarssonar til þess að svara lausu skoti Svavars. Forsætisráðherra benti Árnaá aðlögmál lýðræðis og samsteypustjórna væri að leita málamiðlana og sam- komulags i lengstu lög. Greini- legt væri að Árni hefði misskiliö þetta lögmál i grundvallarat- riðum. Og kvaðst forsætisráð- herra myndu reyna sitt ýtrasta ’ til að leita samkomulags innan rikisstjórnarinnar um Helgu- vikurmálið. Og talaði þá til Al- þýðubandalagsins. Þessi orðaskipti ráðherrans voru það eina sem máli skipti á Alþingi i fyrradag, og millispil Á þingi og I fjölmiðlum var sumt sagt merkilegt á þriðjudag og vildi þó týnast I öllum orðavaölinum. hverjum hluta, þá verðurhiin aö hljóta samþykki réttra Is- lenskra yfirvalda — það er að segja þá fyrst og fremst að minnsta kosti mln.” Þar með er alþjóö kunnugt hver rétt islensk yfirvöld eru i landinu. Ólafur únœgður Næst barst leikurinn inn á Alþingi, þar sem kratar báðu forsætisráðherra aö skera Ur þeim deilum sem uppi væru milli ráöherra um verkaskipt- ingu. Var andrúmsloft lævi blandið. Thoroddsen rds upp og talaði stutt. Var efni ræöu hans að ekki hefði reynst þörf úr- skuröar til þessa i þvi máli sem um væri spurt, en ef að þvi kæmi yröi úrskurður forsæús- ráöherra aö sjálfsögðu kunn- gjöröur opinberlega. NU gapti stjórnarandstaöan ógurlega, eða þar til Ólafur Jóhannesson utanrikisráöherra steig i pontu, og sagði að menn legðu sjálfsagt misjafnan skiln- ing í orö forsætisráðherra. ,,Ég legg minn skilning i þau og er ánægður með hann.” Traust Thoroddsen Gerði nú stjórnarandstaöan enn hróp að Thoroddsen og vildi að hann hyggi ráöherra á báöa bóga. Kvaðst forsætisráðherra svosem geta lýst trausti á ein- stakan ráðherra þótt ekki væri það venjulegt, og sagöi: „Ég taldi það mikinn feng og styrk fyrir rikisstjórnina er ólafur Jóhannesson tok sæti utanrfkisráðherra. Háttvirtur utanrikisráöherra hefur notið orðháka stjórnarandstöðunnar harla léttvægt i samanburði við þau. Sem fyrr setti taktik stjórnarliöa og samantekin ráö um að fara ekki I hár saman i þngsölum andstæðinga hennar út af laginu. Yfirlýsing Þórarins Sama var upp á teningnum um kvöldið I Fréttaspegli sjón- varpsins, þar sem Jón Baldvin Hannibalsson náði engu taki á þeim Kjartani og Þórarni koll- egum sinum. I máli Þórarins Timaritstjóra, sem kvað Fram- sóknarmenn vilja halda stiórn- inni, komu fram merkar yfir lýsingar. Hann sagði m.a. „Ég hef trd á þvi að Helguvlkur- málið leysist á nokkuð svipuð- um grundvelli og ólafur hefur unnið að þvi.” Og siðar i þættinum: „Það er Iika kunnugt að það er ekki enn búið að ganga endanlega frá þessu máli.Þaö er eftir að gera þarna jarövegsrannsóknir og maöur veit nú ekki hvernig þeim lýkur, en væntanlega verða þær nU unnar af islensk- um aöilum innan ekki langs tima. Það er eftir að ganga frá hönnun verksins og henni verður ekki lokiö fyrr en I haust í fyrsta lagi. Og þá verður endanlega gengið frá þessu máli. Málið verður ekki endan- lega afgreitt fyrr en þá.” „Þessi yfirlýsing verður ekki skilin á annan veg en að Framsóknarmenn vilji flytja lokaátök um málið fram á haust eða næsta ár, og láti i það skina að allt sé breytingum undir- orpið, jafnvel ákvarðanir ólafs Jóhannessonar. Og þar lauk á þriðjudag. Vitið þér enn? »9 skoríö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.