Þjóðviljinn - 18.03.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.03.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. mars 1982. Nemendaleikhúsiö sýnir SVALIRNAR éftir Jean Genet Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Þýöing: Siguröur Pálsson Sá heimur sem Genet sýnir okkur i Svölunum er eitt allsherj- ar hóruhús þar sem menn fá um stund að leika draumóra sina um vald og losta. Lifið er leikara- skapur, leikurinn og hin sýnilegu tákn valdsins (biskupskuflinn, dómaraskikkjan, hershöfðingja- sverðið) eru æðstur raunveru- leiki. Uppreisnin sem geisar utan veggja hórukassans er dæmd til þess að mistakast vegna þess að uppreisnarmennirnir eru jafn- háðir valdatáknum og hugarór- um og allir aðrir. Æðsta takmark einu persónu verksins sem hefur , einhverja framkvæmdagetu, lög- reglustjórans, er að imynd hans verði nógu sterk til þess að menn fýsi að leika hann i hóruhúsinu — hann dreymir um að verða tákn er leikaraskapur Gr sýningu Nemendaleikhússins á Svöiunum. Ljósm. — eik —. og glata einstaklingseðli sinu i imynd sinni. Hugmyndaheimur þessa verks er sterklega mótaður af fárán- leikahreyfingu sjötta áratugarins i leikhúsinu og þeirri almennu vantrú á pólitiskum iausnum sem þá var rikjandi, en það mótast einnig af stöðu Genet sem algers utangarðsmanns sem horfir með fyrirlitningu á öll valdakerfi. Genet hefur hingað til verið lit- ill sómi sýndur i íslensku leikhúsi, utan þess aö 1963 sýndi Grima leikrit hans Vinnukonurnar,'sem var á þeim tima mjög nýstárleg og sterk sýning. Hin stærri verk skáldsins bárust hins vegar ekki hingað á norðurslóðir fyrr en Svalirnar, nú, og má segja að betra sé seint en aldrei, þó að verkið sé óneitanlega farið að láta eilítið á sjá og hafi varla þann slagkraft, sem það hafði. Þó að það sé mjög leikrænt og innihaldi fjöldann allan af bráðsnjöllum hugmyndum og sterkum atriðum virðist manni það á stundum of- hlaðið af franskri mælskulist, sem Sigurði Pálssyni hefur alla vega ekki tekist að koma yfir á liðuga og sannfærandi islensku og verður á köflum mjög knúsuð og uppblásin. Uppsetning Brynju er sterk og hrein, leikurinn stilfærður en með nægilegum einstaklingseinkenn- um til þess að verða ekki vélrænn eða sálarlaus. Leikmynd Sigur- jóns og öll umgerð sýningarinnar er með sérstökum ágætum bæði hvað varðar nýtingu sviðsins og stuðning við hugsun verksins. Sviðsmyndin er eins konar leik- hús inni i leikhúsi inni i leikhúsi og nær um leið ótrúlegri dýpt i pfnulitið sviðið i Lindarbæ sem oft verkar svo afskaplega þröngt og borulegt. Lýsingin var með sér- stökum ágætum (i höndum David Walters) og breytilegir litblæir gáfu sýningunni auknar viddir og stemmningar. Nemendur Leiklistarskólans á 4. ári eru efnilegur og föngulegur hópur og gerðu margt listavel, þó að þeim tækist ekki að halda uppi spennu og krafti gegnum alla þessa löngu sýningu, en þess var tæplega von. Mörg atriðin eru snilldarvel útfærð, einkum draumóraatriðin i upphafi, bylt- ingaratriðið, atriði þegar fulltrúi drottningar birtist (sem skóla- stjórinn, Pétur Einarsson túlkaði af einstaklega næmri frosinni kómik) og lokaatriðið. Sverrir Hólmarsson r I Laxarækt undir berum himni hefur veriö stunduö hér á iandi um nokkra hriö. Reynsian gefur þó vis- bendingu um aö betri árangri megi ná, séu kerin undir þaki. Þetta hús hefur aö geyma fimm 100 fer- metra ker. Ljósm. — gel. Nú á timum er hálfgert | kreppuástand rikir i iandbúnaöi • og islenskir bændur verða aö draga saman seglin i fram- leiösiu heföbundinna afuröa | sinna, hefur umræöan um svo- • kallaöar aukabúgreinar farið I vaxandi. Margt hefur i þvi sam- I bandi verið nefnt, sem heppiiegt I gæti veriö aö bolioka viö. Mest • hefur veriö rætt um aukna I starfrækslu gróöurhúsa, loð- dýrarækt og um fisk- og fiður- | fénaö. • Að Húsatóftum við Grindavik I búa þau hjón Sigurður St. Helgason og Guðrún Matthias- dóttir. Þar hafa þau verið að ■ koma sér upp búi, ekki kinda eða kúa, heldur vaka þar sporð- I fimir fiskar i kerjum, gerðum að mannahöndum. Siguröur er • lifeðlisfræðingur að mennt og nam hann liffræði fiska sérstak- lega. Hann hefur undanfarin ár I verið að koma sér upp aðstöðu ■ til laxaeldisins, en fyrir tveimur I árum kom upp smitsjúkdómur i fiskum hans og varö að slátra | öllum stofninum. • Þannig hagar til að sögn ISigurðar að fiskeldið fer fram i volgum sjó og vatni og er hvort ■ tveggja tekið úr borholum, sem I eru tiu til tuttugu og fimm I metra djúpar. Sigurður hefur ' tök á þvi að blanda vatninu og | sjónum saman aö vild, þannig að hægt er að ráða bæöi seltu- stigi og hita vatnsins, sem fisk- ■ urinn elst upp i. Með þvi móti má finna þann hita og seltu- magn, sem gefur besta útkomu I fiskeldinu. Hitastigið sem Sig- uröur hefur nú á vatninu er 9 stig. Sigurður sagði blaðamanni Þjóðviljans aö hann heföi nú til eldis þrjá ólika islenska laxa- J stofna, og væri meiningin að I reyna að komast að þvi hver þeirra gæfi mestan arðinn eða hvort blöndun þeirra innbyrðis ! væri heppileg. Að búa með fiski- fé Þá sagöi Sigurður að i upphafi hefði veriö ætlunin að ala laxinn upp i kerjum undir beru lofti. Hefðu allir verið á einu máli um það i upphafi, aö það væri heppilegast Siguröur sagðist hins vegar vera kominn á þá skoðun vegna reynslu sinnar að heppilegt væri að byggja þak yfir eldiskerin. Varmatap i hinni islensku veðráttu væri mikið og þetta þvi nauðsynlegt í þvi skyni hefði hann byggt fimm eldisker með þaki og væri hvert þeirra 100 ferm að grunn- fleti. Öyfirbyggð ker eru einnig fimm og væri ætlunin að með þessari aðstöðu að framleiða 45 tonn af laxi á ári. Væri þá miðað við að slátra 12000 löxum, sem yrðu rúm 3 kg hver að meðal- tali. Laxarækt er vandasöm at- vinnugrein að sögn Sigurðar. Ekki mætti mikiö fara úrskeiðis við klak hrognanna og væru af- föllin mest hjá seiðunum fyrstu 6—8 vikurnar, meðan seiðin væru að læra átiö. Seiðin eru alin i skemmu einni mikilli upp i göngustærð, en þá eru þau færð i útikerin. Þar væru þau alin i átta mánuði eða þangað til hver fiskur næði minnst 2,5 kg þyngd, en þá væri hægt að fara að slátra. Um verð á afurðum sagði Sig- uröur að það færi nokkuð eftir framboði á hverjum tima, en enginn vafi léki á þvi að við aðstæður sem i Húsatóftum gæti þessi búskapur orðið ábatasamur, ef skakkaföll yrðu ekki. Flytja mætti fiskinn á erlendan markað ferskan, þvi þannig fengist best verð fyrir hann. Erlendar þjóðir greiddu ekki nærri eins hátt verði fyrir frystan lax og ferskan. Sigurður sagðist gefa fisk- inum mest loðnu, en áður en til slatrunar kæmi þyrfti að gefa honum loðnuna blandaða rækju- skel, en þannig fengist hinn rétti rauði litur, sem vera ætti á holdi fisksins. Náttúruleg fæða laxins væri meðal annars að hluta til skeldýr, sem hefðu i sér karótinsambönd og gæfu þau fiskinum lit. Eftir að hafa rætt við þau hjón i Húsatóftum um fjölmörg atriði önnur varðandi þessa nýstár- legu búgrein og önnur þjóö- þirfamál, þökkuðu blaðamaður og ljósmyndari fyrir sig og kvöddu. Þrir islenskir hundar stóðu i hlaðvarpanum, gulir og fallegir. Einhversstaðar i úti- húsi gögguðu hænur; þar munu hafa verið i samræðum hin islensku haughænsni, en þau hjón i Húsatóftum eiga nokkur slik, kannski þau siðustu i land- inu. Svkr. Sigurður St. Helgason stendur hér við eitt kerja þeirra er laxaseiði af göngustærð eru geymd I. 1 hverju svona keri eru um 7.500 seiði. Seiðin snúa sér upp I strauminn, en þegar tekur aö vora venda þau sinu kvæði i kross og snúa undan vatnsstraumnum. Náttúran lætur ekki að sér hæða. Ljósm. —gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.