Þjóðviljinn - 18.03.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.03.1982, Blaðsíða 16
DIODVIUINN Fimmtudagur 18. mars 1982. Aóalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-2U mánudag til föstudaga. Utaii/þess tima er hægt að ná I blaöamenn og aöra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími hlaðsins i þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot afgreiðslu 81663 8i285, Ijósmyndir 81257. Lauyardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Landfriðunarmenn á ráðherra- og þingmannafundum: Vinsamlegar viðræður Blönduvirkjun Kjósi en ekki líklegt að þær breyti miklu í Blöndumálinu Landfriöunarmenn af vatna- svæöi Blöndu og Héraösvatna, sem staddir eru i Heykjavik þeirra erinda aö fá undirrituöum samningi um Blönduvirkjun breytt gengu i gær á fund ráö- herra og þingmanna aö taia máli sinu. Pálmi Jónsson land- búnaöarráöherra sagöi aö þeim loknum, aö viöræöurnar heföu veriö vináamlegar og I sama streng tók Hjörleifur Guttorms- son iönaöarráöherra. Pálmi sagði aö aðalatriðin i málflutningi landverndunar- manna væru að vatnsmiðlunin yröi viö Sandárhöfða eða þá að virkjað yrði eftir svonefndri leið 2. Pálmi taldi þessa aðila ekki lögformiega, það væri Náttúru- verndarráö sem þaö væri, ef fara ætti út i þessi mál. Ekki vildi hann neinu spá á þessu stigi málsins hvort einhverjar breytingar yrðu gerðar á Biöndusamningnum, en benti á aö algjör samstaða hefði veriö i ráðherranefndinni um þann samning sem undirritaður var á dögunum. Hjörleifur Guttormsson tók mjög i svipaðan streng og Pálmi. Sagðist hann hafa rætt við norðanmenn I eina og hálfa klukkustund. Hann sagöist hafa bent landverndarmönnum á að miöað við aö Blönduvirkjun yrði næsta vatnsaflsvirkjunin, væri sú leiö sem ákveöið hefur verið að fara löngu uppgerð og ákveðin. Tilhögun 2 sem svo er nefnd miöaöist ekki viö aö Blöndu- virkjun yrði næsta virkjun á dag- skrá. Hvað varöar bætur fyrir land- spjöll sagöist Hjörleifur telja að rikiö hefði þegar teygt sig eins langt og frekast væri unnt. Þvi væri sitt sjónarmið i þessu máli hiö sama og áður eftir þessar við- ræður við landfriðunarmennina. —S.dór Sjúkdóms- tílfellum fjölgar i bréfi sem heilbrigðiseftiriit Reykjavikur hefur sent stofnun- um og fyrirtækjum sem annast dreifingu og framleiöslu matvæla eru stjórnendur og eigendur sér- staklega hvattir til þess að halda fundi meö starfsfólki og hvetja þaö til að gæta þrifnaöar. Bréf þetta er sent i beinu framhaldi af taugaveikibróðurtilfellinu. Þá er starfsfólk þessara fyrirtækja einnig hvatt til aö grennslast fyrir um skjaldbökur á heimilum sin- um og senda þær til rannsóknar. Heilbrigöiseftirlitið bendir á i bréfi sinu að salomenella sýking- ar, ekki sist af völdum tauga- veikibróður, geti veriö lifshættu- legar. Sjúkdómstilfellum hefur fjölgaö jáfnt og þétt undanfarið og munu þau nú vera um 30 tals- ins. hól Þessi vísa barst Þjóðviljanum í gær: Helguvikur heitiö bar heldur viösjáll staöur. Elliglöp sin iðkar þar aldinn Fljótamaöur. menn friö verður að breyta þessum samningi segir Páll Pétursson Viö viljum fá fram breytingar á þessum samningi og vilji menn friö þá veröa þær aö koma til, segir Páll Pétursson alþin gismaöur, formaöur þingflokks Framsóknar- fiokksins I samtali viö Þjóö- viljann i gær, en hann er sem kunnugt er einn harðasti andstæöingur þess samnings, sem undirritaöur var um Blönduvirkjun á dög- unum. Páll sagði að ljóst væri að svo stór hópur fólks fyrir norðan væri andvigur þeirri leiö sem ákveðin hefði veriö með undirritun, að aldrei yrði friöur um virkjunina fyrr en þessum samningi hefði verið breytt. Nei, hér er um annað og meira að ræða en tilfinninga- mál. Það land sem fyrirhug- að er að taka undir miðlunarlóniö samsvarar þvi að hver bóndi á landinu afsalaði sér einum hektara lands, hvorki meira né minna. Að auki kæmi virkjunarleið 2 fjárhagslega betur út fyrir rikiö hvað bót- um fyrir land viðvikur, sagði Páll. Það hefur verið haft eftir Páli að hann dragi i efa rétt hreppsnefndarmanna, þar sem meirihluti Ibúa væri andvigur samkomuiagi 1, að undirritað samninginn á dögunum. Hann var inntur eftir þvi hvort rétt kjörnir hreppsnefndarmenn hefðu ekki rétt til að taka eigin á- kvarðanir og standa við þær meðan kjörtimabil þeirra stendur. Ég dreg það i efa ef vitað er aö meirihluti ibúa við- komandi hrepps er andvigur ákvörðuninni og tel raunar að sé svo, þá eigi hrepps- nefndarmenn ekki að ganga gegn vilja meirihlutans, sagði Páll að lokum. —S.dór. Þetta er riddarinn sjónumhryggi Don Kfkóti á reiöskjótanum Rósinöntu, eins og hánn birtist áhorf- endum i sýningu Alþýöuleikhússins á þessu fræga verki. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, en leik- mynd og búninga gerir Messíana Tómasdóttir. Arnar Jónsson leikur Don Klkóta. Frumsýningin er á föstudagskvöld. Migren-sjúklingar fá loks úrlausn: Göngudeild opnuö við Landspítalann Nýveriö hefur veriö opnuö göngudcild fyrir migrensjúklinga viö taugadeild Landspitalans. i nýútkomnu Fréttabréfi Migren- samtakanna er grein eftir Grétar Guömundsson taugalækni, þar sem greint er frá þessari nýju þjónustu. Þar segir m.a.: „Þeir sem eru I migrenkasti geta haft samband viö taugadeild Land- spitalans og fengiö aö dvelja þar meöan kastiö gcngur yfir. Þarf aö boða komu sina meö þvi aö hringja i skiptiborö Land- spitalans, sima 29000 og biöja um Grétar Guðmundsson lækni. Ef þaö tekst ekki er hægt aö biöja um hjúkrunarfræöing á göngudeild taugadeildar á timabilinu 9-16 mánudaga, miövikudaga og föstudaga. Einnig má tala viö aöra starfsmenn taugadeildar.” Við hringdum til Normu E. Samúelsdóttur, sem verið hefur i forsvari fyrir Migrensamtökin og spurðum hana hvaöa þýðingu þessi nýja þjónusta hefði. Við höfum barist fyrir þessu i meira en 4 ár, sagði Norma. Göngudeildin hefur það i för með sér, að hægt er að minnka migrenkast niöur i 6—7 klst. sem annars mundi taka 2—3 sólar- hringa. Samhliöa þessari þjónustu höfum viö svo fengið að koma börnum fyrir á barnaheim- ilinu á Dalbraut fyrir milligöngu Félagsmálastofunar. Þetta hefur sérstaklega mikla þýöingu vegna þess að meirihluti félaga i sam- tökum okkar eru konur. Norma sagði að nú væru um 200 félagar i migrensamtökunum. Þau standa fyrir fræðslustarf- semi og eitt af baráttumálum þeirra nú er að fá viöurkenningu á sjúkdómi þessum hjá Trygg- ingarstofnuninni. —ólg Áskorun herstöðvaandstæðinga: Ur ríkisstjóm, verði af framkvæmdum í Helguvík! Vegna áforma utanríkisráðuneytisins undir forystu Ólafs Jóhannessonar um að hefja framkvæmdir við olíustöð í Helguvík, hafa Samtök herstöðvaandstæðinga samþykkt eftirfarandi áskorun á fundi miðnefndar 16. mars 1982: „Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga beinir beirri áskorun til herstöðvaandstæðinga á alþingi að þeir hætti umsvifalaust stuðningi við núverandi rikisstjórn, nái áform utanríkisráðuneytisins um ný umsvifasvæði bandaríska hersins og byggingu hafnar í Helguvík fyrir bandarísk fjárframlög fram að ganga." — v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.