Þjóðviljinn - 23.03.1982, Side 4
'4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Þriöjudagur 23. mars 1982.
UOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyflngar og þjódfrelsis
(Jtgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson.
Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Óla
Maanús H. Gislason, Olafur Gislason, óskar Guðmundsson,
Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson.
iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson.
Ctlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir:Einar Karisson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar
Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen
Jónsdóttir.
Utkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6,
Keykjavik, simi 81333
Prenlun: Blaöaprent hf.
Máske ræður þú
úrslitum
f sveitarstjórnarkosningum þeim sem fram fara
eftir tvo mánuði verður tekist á um hin margvíslegu
og mikilvægu málefni sveitarfélaganna. En auk þess
munu þessar kosningar væntanlega hafa óvenju mikla
þýðingu fyrir almenna stjórnmálaþróun í landinu, og
þróun kjaramála alveg sérstaklega.
Einni viku fyrir kjördag verða ' kjarasamningar
almennu verkalýðsfélaganna lausir. öllum er kunn-
ugtað í þeim viðræðum um kjarasamninga, sem hóf-
ust í síðustu viku liggja fyrir gagnstæðar kröfur.
Verkalýðsfélögin hafa lagt fram kröfur um nokkrar
kjarabætur, ekki síst örugga verðtryggingu almennra
launa, en Vinnuveitendasambandið hefur hins vegar
lagt fram af sinni hálfu kröfur um verulega kjara-
skerðingu, m.a. um að verðbætur á laun verði ekki
greiddar nema að hálfu á næsta samningstímabili.
Verði samningum ekki lokið fyrir 22. maí, þá eru
það úrslit sveitarstjórnarkosninganna, sem munu
hafa áhrif á vígstöðuna við samningaborð verkalýðs-
félaganna. Fagni pólitískir bandamenn Vinnuveit-
endasambandsins sigri í sveitarstjórnarkonsingun-
^um, þá hefur vígstaða verkalýðsfélaganna veikst að
sama skapi. Þá hafa menn notað atkvæðaseðilinn til
að biðja um kjaraskerðingu. Verði úrslit sveitar-
stjórnarkosninganna hins vegar á annan veg, og póli-
tískir bandamenn verkalýðshreyf ingarinnar verði þar
ótvíræðir sigurvegarar, þá hefur kröfum Vinnuveit-
endasambandsins um meiriháttar niðurskurð verð-
bóta á laun þar með verið vísað rækilega heim til föð-
urhusanna.
Þá er einnig Ijóst, að úrslit sveitarstjórnarkosn-
inganna munu hafa veruleg áhrif á alia stöðu og
lífslíkur ríkisstjórnarinnar. I þessum efnum er það
árangur Alþýðubandalagsins annars vegar og flokks-
eigendafélagsins í Sjálfstæðisflokknum hins veqar
sem langméstu máli skiptir. Sigur Alþýðubandalags-
ins í sveitarstjórnarkosningunum treystir ríkisstjórn-
ina í sessi, en sigur stjórnarandstæðinga felur í sér
kröfu um nýja ríkisstjórn undir þeirra forystu og þá
væntanlega án þátttöku Alþýðubandalagsins.
Mestu máli skiptir niðurstaða borgarstjórnar-
kosninganna í Reykjavík. Þar tókst fyrir fjórum
árum að hnekkja flokkslegu einveldi Sjálfstæðis-
flokksins, sem staðið hafði nær hálfa öld. Það var
mikill pólitískur atburður. Samstarf þriggja flokka
um stjórn borgarinnar á því kjörtímabili, sem nú er að
Ijúka, hef ur gengið vel og glundroðinn verið allur hjá
Sjálfstæðisf lokknum.
Fyrsta spurning til kjósenda f Reykjavík nú er sú,
hvort þeir vilji á nýjan leik kalla yfir sig pólitískt al-
ræði flokkseigendaklíku Geirs Hallgrímssonar. I
borgarstjórnarkosningunum 1978 voru það 52 atkvæði
Alþýðubandalagsins, sem réðu úrslitum um fall
íhaldsins. Aðeins 52 atkvæði. Hefðu þessir 52 kjós-
endur setið heima, eða kastað atkvæðum sínum á
aðra, þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn haldið sínum
meirihluta svo sem löngum fyrr.
( komandi borgarstjórnarkosningum mun valið
einnig standa milli Alþýðubandalagsins og Sjálf-
stæðisf lokksins. Þar getur eitt atkvæði á skökkum eða
réttum stað ráðið úrslitum.
— k.
Öruggi í flugmálum
Við íslendingar erum háðari f lugsamgöngum en
flestar aðrar þjóðir. Á laugardaginn var lá við meiri-
háttar slysi í innanlandsf luginu, en með farsæili nauð-
lendingu tókst að bjarga 25 mannslíf um úr hættu. Full
ástæða er til að þakka þeim f lugstjórnarmönnum sem
þar stóðu að verki.
Atburðir sem þessi ættu hinsvegar að minna
okkur rækilega á, hve mikils er vant um öryggisbúnað
á f lestum f lugvöllum okkar vftt um landið. Þar skortir
m.a. víðast öryggissvæði utan við sjálfar flugbraut-
irnar, en einmitt vöntun á slíku öryggissvæði hindraði
nauðlendingu á (safirði á laugardaginn var.
Stjórnmálaflokkarnir ættu nú þegar að taka
höndum saman um stórátak í því skyni að byggja upp
flugvellina og auka þar allan öryggisbúnað.
— k.
Happdrættis-
þjóöfélagið
Siðustu mánuði hefur hann
gengiö á með bingóum,
happdrætti, ferðaskrifstofu-
vinningum, bilum og svo
framvegis i islensku þjóölifi.
Auglýsingastriðið flóir út
fyrir alla bakka, svo mörg-
um liggur viö drukknun i
auglýsingaflóðinu. 1 harðn-
andi samkeppni verða að-
ferðirnar við að koma vör-
unni á framfæri við neyt-
endur æ afkáralegri. Þeir
eru allt.af að reyna aö finna
„frumlegri” aöferð en sam-
keppnisaðilinn. A dögunum
fréttum viö af manni sem
hlaut hálfa ferð I vinning á
ferðaskrifstofukvöldi, þ.e.
hann hlaut i vinning ferð frá
staö til staðar á ítaliu. Sá
böggull fylgdi sumsé að hann
varö að kaupa sér ferö til
ítaliu til að geta notiö vinn-
ingsins. Svo margir bilar eru
nú vinningar i allslags happ-
drætti að saman mundu
nægja til aö starfrækja leigu-
bilastöö. 1 þessu æði öllu
sprettur neyslusamfélagiö
fram i öllu veldi með remö-
laöe og sinnepi. Thor Vil-
hjálmsson rithöfundur tekur
þaö nýjasta fyrir úr þessum
heimi auglýsinga og happ-
drátta:
Kjöthlussur
/ hroöáti
„Nú hefur Sunddeild Ár-
manns komið úr kafi til aö
taka upp nýja siði undir her-
ópinu: Burt með hnffapörin!
Þar er teprulausu fólki stefnt
saman til þess að keppa og
fylgjast meö þegar barist er
til verðlauna i hroöáti.
Sá sem fer siðlausast aö
þvi aö troða i sig brauðsnúö-
um með kjöthlussu lauk og
tómatlöðri á milli sem hafa
einhvern veginn i skirn hlotiö
nafnið góöborgari hvort sem
ber að taka þaö symbólskt
eöa bókstaflega, sá fær heila
bifreiö fyrir athæfið; jap-
anska, Suzuki”.
Meö strókinn
afturúr sér
„Af hverju góöborgari?
Frakkar tala um að épater
les bourgeoises, ganga fram
af borgurunum. Skyldi það
standa til? Er þetta einhver
byltingarhreyfing að hvetja
til dáða? Það verður félegt
að horfa upp á sigurvegar-
ann löðrandi I ketchup setj-
ast upp i bifreiðina meö fing-
urna og lófang, og kannski
allt upp undir olnboga útbiað
i sinnepi remúlaði steik-
ingarfitu, hráum og steiktum
lauk, með bráðina geltandi i
maganum, og þeysast af stað
meö strókinn aftan úr sér”.
(Helgarsyrpa Thors Vil-
hjálmssonar i Þjóðviljanum
um helgina).
klippt
Aðfylgjast
meö
Siöastliönar tvær vikur eöa
svo hefur mikið veriö að gerast i
herstöðvamálinu. Varla hefur
sá dagur liðið að ekki hafi
dregið til einhverra tiðinda.
Helguvikurmáliö hefur hertekið
siður dagblaða og fátt hefur
meir verið rætt manna á milli
en einmitt þetta mál. Amriski
herinn og málsvarar her-
stöðvarinnar hafa hvergi dregiö
af sér við málafylgju og eftir-
rekstur til að koma málinu i
höfn, visi að flotahöfn i Helgu-
vik. En einmitt vegna þess hve
tiöindin hafa gerst hratt hafa
herstöðvaandstæðingar og Al-
þýðubandalagið þurft aö hafa
snarar hendur og taka taktískar
ákvaröanir ótt og titt. Atburöir
þessara vikna hafa krafist þess
af almenningi og sérstaklega
herstöðvaandstæðingum að
leggja sig i lima við þaö einfald-
lega að fylgjast með málinu frá
degi til dags.
Kjartan Jóhannsson. Gengur
ekki hnifurinn á milli Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæöisflokks-
ins i mikilvægum málum þessa
dagana.
Olögin skipta
engu máli
Meöal þeirra sem fylgst hafa
af athygli með þessu máli er
stjórnarandstaðan þótt máliö
sjálft veki ekki sérstakan áhuga
hennar. Ágreiningurinn innan
rikisstjórnarinnar hefur oröiö
Sjálfstæðisflokki og Alþýðu-
flokki tilefni til aöfarar að rikis-
stjórninni sem náði hápunkti
sinum I umræðum utan dag-
skrár á Alþingi i siöustu viku.
Margt var býsna athyglisvert i
þeirri umræðu. Astæða er til að
benda á að ekki gekk hnifurinn á
milli gömlu viðreisnarflokk-
anna i þessu máli frekar en öðr-
um mikilvægum uppá siðkastið.
Lýstu þeir einum rómi fylgi sinu
við aðgerðir utanrikisráðherra i
Helguvikurmálinu, — og var
þeim góðu mönnum ekkitiörætt
um lög og reglur, sóma alþingis,
lýðræðisleg vinnubrögö og eðli-
legan gang mála að þessu sinni.
Góöu heilli ráða áhangendur
bolabragða ekki feröinni á vett-
vangi rikisstjórnar. Það á eftir
að fjalla oftar um Helguvikur-
máliö þar, einsog Gunnar
Thoroddsen upplýsti i áður-
nefndum umræðum.
Óvinsælasti pólitikus landsins.
Óvinsælasti
pólitikus
landsins
t umræðunum á alþingi og i
morgunútvarpinu i gærmorgun
lýsti Geir Hallgrimsson þvi
mörgum orðum hversu Alþýðu-
bandalagiö væri hræsnisfullt I
þessu máli. Alþýðubandalagið
væri að reyna að telja her-
stöövaandstæöingum trú um, að
flokkurinn hefði áhuga á þvi að
þeirra mál næðu fram að ganga.
Þvi væri moldviðri þyrlað upp
vegna framkvæmdanna i
Helguvik, til að opna leið til að
yfirgefa rikisstjörnina. Þetta
gerðist einmitt nú, vegna þess
að fylgið færi rýrnandi við Al-
þýöubandalagiö og skoðana-
kannanir bentu til þess að
flokkurinn tapaði miklu fylgi viö
sveitarstjórnarkosningarnar.
Fyrir nú utan hversu for-
manninum eralltieinu umhugað
um málstað herstöðvaandstæö-
inga, þá er ástæða til að benda á
hversu skyndilega hann er far-
inn aö lita skoðanakannanir al-
varlegum augum. Ef skoðana-
kannanir benda til fylgistaps
Alþýöubandalagsins þá hljóta
þær aö gefa rétta visbendingu
samkvæmt honum. Máske hann
liti vinsældarkosningu siðdegis-
blaðsins jafn alvarlegum aug-
um; hann var nefnilega kosinn
óvinsælasti stjórnmálamaöur
landsins þar fyrir skömmu.
Pólitískur
ágreiningur
Um herstöðvamálið er djúp-
stæður pólitiskur ágreiningur
utan sem innan rikisstjórnar.
Fólk er einfaldlega ólikrar lif-
sýnar i þessu máli. Fylgjendur
auöhringa og herstöðva eiga
enga samleið með Alþýðu-
bandalaginu. Þaö eru sömu
pólitisku hagsmunir sem liggja
að baki auknum umsvifum
bandariska hersins og auknum \
umsvifum erlendra auðhringa
hér á landi. Það eru líka sömu
talsmenn sem þeir hafa I is-
lensku þjóðlifi, auðhringurinn
sem við stöndum i baráttu við
og bandaríski herinn. Her-
stöðvaandstæðingar og tals-
menn Islenskra yfirráöa yfir
landinu og atvinnulifinu þurfa
nú aö treysta með sér fylkingar.
—ög
og skoriö