Þjóðviljinn - 23.03.1982, Síða 5

Þjóðviljinn - 23.03.1982, Síða 5
Þriðjudagur 23. mars 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 1. tölublað 1982 Vernd NÝTT TÖLUBLAÐ KOMIÐ ÚT Fangahjálpin relagasamtökin Vernd „Hvað er svona djöfull gott við þennan dag?" Fangahjálp eða fangahjálp? „Sukkið var plenty djobb" Fyrrum fangi nú f fangahjálp Ljóð úr einangrunarvist Skólahald á Hrauninu Við biðjum hvorki um vorkunn né samúð, aðeins skilnino Fœst í lausasölu á öllum helstu blaðsölustöðum Askriftarsími: 21458 l erð kr. 20.- Þjóðleikhúsið sýnir GISELLE Dansstjórn: Anton Dolin og John Gilpin Tónlist: Adolphe Adam Leikmynd: William Chappell Hljómsveitarstjórn: Jón Stelans- son Ballett og ópera eru dýrar og erfiðar listgreinar, m.a. vegna þeirrar miklu og erfiðu sérþjálf- unar sem þarf til þess að geta flutt þær og vegna þess að þær eru i eðli sinu m jög blandaðar greinar þar sem sérþekking á mörgum sviðum þarf að koma saman. Þessar greinar eru þvi litlum samfélögum illa yfirstiganlegar. Það má þvi teljast til meiriháttar undra og kraftaverka að hér á is- landi skuli það gerast á sama misserinu að stofnuð er fullburð- ug islensk ópera og að sýndur er fyrsti ballettinn með alislenskum kröftum sem algerlega nær list- rænu máli. Þetta er fagnaðarefni mikið og gefur okkur vonir um það að I framtiðinni þurfum við ekki að sjá á bak eins mörgum stórkostlegum söngvurum og dönsurum til starfa á erlendri grund eins og raunin hefur verið hingað til. Að baki þessari sýningu liggur mikil og óeigingjörn vinna við erfiðar aðstæður og er ástæða til að þakka og óska til hamingju þeim fjölmörgu einstaklingum sem þar hafa lagt hönd á plóginn og uppskera nú árangur erfiðis sins. Ekki varð betur séð á frum- sýningu Giselle, eins og revndar hefur verið staðfest áður, en að raunverulega góður listdans eigi greiðan aðgang að stórum áhorf- endahóp, ekki siður en ópera. Ballettinn Giselle er einn þeirra sem oftast er fluttur og þykir hvaðmesttil koma. Ástæður fyrir þvi eru vaflaust fyrst og fremst einföld en mjög þokkafull og dramatisk tónlist og einföld, auð- skilin saga þar sem djúpar og sterkar tilfinningar komast til skila á beinan og áhrifamikinn hátt ef vel er á haldið. Þaö er aðal danslistarinnar að koma slikum tilfinningum til skila, að vekja með okkur hreinar leguröartil- finningar. Þessi rómantiska saga um sveitastúlkuna hlédrægu sem aðalsmaðurinn táldregur og svikur, þannig að hún deyr af harmi en hann fyllist um leið af ást sem nær út fyrir gröf og dauða, og hún bjargar honum að lokum með ást sinni er þess eðlis að ógerlegt væri að koma henni til skila i nokkru öðru formi en ball- ett — nema ef vera skyldi i óperu. Sviðsetning þeirra Dolins og Gilpins virðist mjög vel heppnuð. Aherslan liggur á tjáningu sög- unnar, ekki yfirþyrmandi ballett- leikfimi. Einfaldar og skýrar linur eru dregnar, það er léttleiki og hreinn still yfir öllu. Sviðs- myndin er hæfilega óraunsæ um- gerðfyrir þessa rómantisku sögu, en kannski íull fyrirferðarmikil. Búningar eru með ágætum. Helgi Tómasson er auðvitað i sérílokki meðal dansara. Hann hefur að visu sést hér áöur, en ekki fyrir hrifið mann eins af- dráttarlaust með afburðasnilld sinni i dansi og leikrænni túlkun. Likamsburðir hans eru einstakir og léttleikinn afbragð — þaö er eins og þetta sé allt svo undurauð- velt. Asdis Magnúsdóttir dansaði Giselle á frumsýningu. Ásdis hefur lengi verið eítirtektarverð dansmær, en það kom mér á óvart hversu langt hún hefur náð. Hún fór með þetta erfiða hlutverk án sýnilegrar áreynslu og leik- túlkun hennar var svo sérstök að ég hef sjaldan séð eins skýra per- sónusköpun i ballett. Svo margir geröu vel i þessari sýningu að of langt yrði upp að telja. Sérstaka athygli vakti tvi- dans þeirra ölaíiu Bjarnleifs- dóttur og Einars Sveins Þórðar- sonar fyrir léttleika, lipurð og dansgleði. Einar Sveinn, sem er enn við nám erlendis, virðist vera stórefnilegur dansari. Einnig ber að nefna sérstaklega Guðmundu Jóhannesdóttur sem fór vel með erfitt hlutverk Myrthu. íslenski dansflokkurinn var i heild betri en hann hefur áður verið og eink- um i fyrri þætti var hann léttstig- ari en hann heíur átt vanda til. Tiu manna hljómsveit undir stjórn Jóns Steíánssonar l'lutti tónlistina af nákvæmni og alúð. Fagnaðarlæti áhorfenda i lokin voru óvenjuinnileg og verð- skulduð. Fólk skildi auösjáanlega að hér var mikill atburður á ferð. Sverrir Hólmarsson Ileigi Tómasson og Ásdis Magnúsdóttir i hlutverkum sinum i Giselle. Per tók við í hléi Það gerist sem betur fer ekki oft að skipta þurfi um dansara á sýningum, en það gerðist i Þjóð- leikhúsinu s.l. sunnudag. Ilelgi Tómasson meiddist i baki á sýn- ingu á „Gisellc” og var það til- kynnt i hléi. Pcr Arthur Seger- ström, sem i kvöld átti að taka við hlutverkinu af Helga, var staddur i húsinu og tók hann við i hléi án þess að hafa nokkurn tima æft hlutverkið á móti Mariu Gisladóttur, sem dansaði titilhlutverkið. Við náðum stuttu spjalli við Pcr i gær: ,,Ég var að fá mér kaffisopa eftir æfingu, þegar Anton Dolin kom til min og spurði hvort ég væri tilbúinn að taka viö strax Iþar sem Helgi væri meiddur. Þetta var i hléinu. Ég hugsaði mig um andartak og sagði svo já. Ég kom hingað á föstudag og ■ sá sýninguna um kvöldið. A Ilaugardag æföi ég svolitið á móti Ásdisi, en ég hafði aldrei æft á móti Mariu.” * ,,Nú virtist manni sem Iáhorfanda þetta takast ótrúlega vel. Hvað fannst þér sjalfum.?” „Jú, ég hef auðvitað dansað ■ þetta hlutverk áður og kann Iþað, en það er talsvert hættulegt að dansa á móti dansara sem maður hefur ekki æft með. En • það tókst mjög vel. Nákvæmar Istaðsetningar eru lifsnauðsyn t.d. i stökkunum og einnig að þekkja nákvæmlega tónlistina ■ sem notuð er. En það hjálpaði [ mér óneitanlega aö hafa dansað Per Arthur Segerström frá Svi- þjóð átti að taka við hiutverki Albrechts i kvöld, en varð að „hoppa inn i” miðja sýningu á sunnudag vegna forfalla Helga Tómassonar. áður á sviði Þjóðleikhússins.” I „Varstu taugaóstyrkur??” J „Nei, enda þýðir það ekkert. I Ég hafði varla tima til að I sminka mig, hvað þá að verða | taugaóstyrkur”, sagði Per. ■ Þess má geta að lokum, að | meiðsli Helga eru ekki talin al- I varleg, en hann hefur áður | meiðst i baki og þvi var ekki tal- ■ ið ráðlegt að taka neina áhættinj Sverrir Hólmarsso skrifar Sígur danslistarínnar jHelgi Tómasson j imeiðist ásýningu Í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.