Þjóðviljinn - 23.03.1982, Side 7
Þriðjudagur 23. iriárs 1982. ÞJÓÐVILJINM — StÐÁ 7
Séð yfir virkjunarsvæðið frá suðri til norðurs. Svæðinu er skipt I fernt,
og er hið fyrsta fjærst. Hverju svæði er svo skipt i fjórar einingar, en
þær eru nýttar hver á fætur annarri og gefur hver þeirra gufu I á að
giska þrjú ár.
____________________________________________________ Spjallað við Má
Þegartil Vestmannaeyja
er komið sjóleiðina, blasa
við uppi á nýja hrauni
margir strompar, svartir á
lit og standa f jórir saman í
þremur einingum. Upp úr
strompum þessum rýkur
gufa, en þeir liggja upp úr
undarlegum moldarhólum,
en í hólana liggja pípur. Og
þegar grannt er að gáð,
sameinast pípurnar i eina
stóra leiðslu, sem liggur
niður í bæ.
Þetta er Hitaveita Vestmanna-
eyja, sem byggir á þvi sjónarmiði
að nýta beri það afl eyðilegg-
ingarinnar, sem varð til þess aö
eyjabúar urðu að yfirgefa heimili
sin gosnóttina frægu, allsendis
óvissir um, hvort nokkur þeirra
gæti snúið aftur. En gæfan sneri
ekki bakinu við Vestmannaeyj-
ingum: þeir gátu snúið aftur, og
eyðileggingin bar með sér ákjós-
anlegt hráefni i hitaveitu: gufu. 1
þvi skyni að fá nánari skýringar á
eðli hitaveitunnar i Eyjum og
rekstri hennar, leitaði blm. Þjv.
til Más Karlssonar, tæknifræö-
ings hjá Vestmannaeyjabæ, sem
brást ekki einasta ljúflega við
beiðninni, heldur tók blm. i könn-
unarleiðangur „upp á hraun”,
eins og sagt er i daglegu tali.
„Grundvöllur hitaveitunnar i
Vestmannaeyjum er hiö lokaða
kerfi, sem vatnið sreymir um, en
lokaða kerfið þýðir, að endurnýj-
un vatnsins á kerfinu er litil, það
er sama vatnið, sem rennur
stöðugt um pipurnar, en það
hefur talsverðan orkusparnaö I
för með sér”.
— Hvernig er hitaveitan upp-
byggö?
„Það er aflað gufu úr hrauninu
meö þvi að láta vatn drjúpa niður
i það, og þegar vatnið kemst i
snertingu við heitt hrauniö,
breytist það i gufu. Gufunni er svo
safnað i gufubrunna, sem eru ein-
faldlega grjótfylltar holur og
þaðan leidd eftir rörum aö stein-
kössum, og i þeim eru svonefndir
varmaskiptar. Vatnið i lokaöa
kerfinu er i þessum varmaskipt-
um, og gufan hitar vatniö I þeim
og þéttist svo og veröur aftur að
vatni, en það er leitt út i hraunið á
nýjan leik til þess aö verða aö
gufu, nema smáafgangur, sem
fer út um strompana.
Hitaveitan byggir þvi á tveimur
hringrásum vatns, ef svo má
segja: annars vegar hinni lokuðu
hirngrás, sem f er vatnið sem leitt
er inn á ofna I húsum, en hins
vegar þeirri hringrás, sem er öllu
vatni eiginleg en hefur hér verið
virkjuð: vatnið er leitt út á hraun-
iö, þaö verður að heitri gufu, sem
Karlsson verk-
fræðing í Vest-
mannaeyjum
einangrunin sé kannski ekki með
besta móti, eða aðeins um tvær
gráður. Þaö má nú reyndar
skjóta þvi að, að yfirleitt eru
'
Már Karlsson stendur hér viö mannvirkin á svæöi fjögur, sem veröur
senn tekið I notkun. t steinsteypta kassanum aö baki hans eru varma-
skiptarnir, og þangaö er gufan leidd til aö hita vatnið i mjóum pipum,
sem liggja þétt i ölium kassanum.
leidd er um hið lokaöa kerfi,
veröur þar aftur vatn, sem leitt er
svo út á hraunið aftur. Og að sögn
Más þarf ekki að endurnýja þessa
hringrás nema sem nemur um
fjórðungi alls þess vatnsmagns
sem um ræðir I þessu kerfi.
— Hvaö fæst heitt vatn meö
þessari aöferö?
„Með þessari aöferð fæst með
góðu móti um 80 gráöu heitt vatn,
sem svo er leitt eftir lögn i dælu-
stöð, sem reist hefur verið, og
þaðan er vatninu dreift I svo gott
sem hvert hús i bænum. Lögnin er
þvi sem næst tveir og hálfur klló-
metri að lengd, en varmatapið á
þeirri leið er óverulegt, þótt
svona lagnir einangraðar með
mold, en i þessu tilviki áttum við
kost á vikri”.
— Hvernig er brugöist viö, ef
hitinn minnkar?
„Þetta er auðvitað allt háð
náttúrunni, eins og gefur að
skilja, þannig að vissulega getur
það komið fyrir, aö hitinn verði
minni um tlma en búist er við.
Veður og vindar geta t.d. spilað
inn I þetta, svo dæmi sé nefnt. En
það er oliuketill i dælustöðinni, og
þótt hann sé lltill, getur hann gert
sitt gagn. En þetta hefur gengið
mjög vel hingað til, sérstaklega
núna slðasta vetur, enda er þessi
virkjun komin mjög vel á veg.
Hún hitar núna upp sem svarar 15
megavatta afli, og það verður
núna á næstunni hægt aö taka i
notkun svæði fjögur, sem svo er
nefnt, en þaö þýöir að aflið mun
nema sem svarar 20 megavött-
um .
Svæðin, sem Már nefnir svo, er
landrýmið i kringum hverja fjóra
strompa, en gula er einungis
leidd úr fjórðungi hvers svæðis
fyrir sig. Ætlunin er aö búa til
fleiri gufubrunna eftir þvi sem
gengur á hitann undir hverri ein-
ingu, og fæst þannig fjórföld nýt-
ing úr hverjum varmaskipta-
kassa, eöa, með öðrum oröum
sagt, gufan er sótt i fjórar ein-
ingar hverri á fætur annarri eftir
þvi sem timar líða.
En þá kann aö vakna sú spurn-
ing, hvað virkjunin endist lengi.
Smám saman tapast hitinn úr
hrauninu, og þar með verður
þýðingarlaust að leiöa vatn i þaö
til þess að mynda gufu. Og
vaknar þá ekki önnur spurning
strax á eftir: hvað tekur við?
„Það er reiknað með þvl að
hægt sé aö nýta hraunið á hag-
kvæman hátt þennan áratuginn,
það er að segja til 1990 og kannski
eitthvað aðeins lengur ef heppnin
er með. Þennan tima á aö nota til
aö finna aörar leiðir til aö hita
vatnið.”
— Þýðir þaö þá ekki, aö þessi
mannvirkjagerð hefur verið til
einskis?
„Nei, öðru nær. Það var byrjað
aö byggja upp hitaveituna fyrir
gos, en þá var gert ráð fyrir þvi
aö vatniö yrði hitað með svo-
nefndum rafskautakötlum og að
oliukynding yrði höfð til vara. Nú,
dreifikerfið i húsin er þannig lagt,
að það getur i sjálfu sér nýst,
hvernig svo sem farið er að þvi að
hita vatnið. Og mannvirkin hér
uppi á hrauninu eru I raun alis
ekki dýr og borga sig upp á þess-
um árafjölda og vel það, þannig
að framkvæmdin er alls ekki unn-
in fyrir gig.”
Már reiknar I snatri út hver
kostnaöurinn við hitaveituna
hefur verið: Alls um 80 milljónir
króna, en þar af hefur dreifikerfi
og dælustöö þau mannvirki, sem
áfram nýtast, kostað nálægt 50
milljónum. Sjálf hitaveit.umann-
virkin uppi á hrauni hafa þvi
kostað um 30 milljónir — sem er
állka upphæð og kostar að hita
upp Vestmannaeyjabæ með oliu á
einu ári. En hraunhitaveitan end-
ist I tiu ár og kannski rúmlega
það. Virkjunin skilar þvi dágóð-
um arði, þótt hún sé ekki byggð til
lengri tima.
— Að lokum, Már: Er hægt eins
og máium er háttað i dag að segja
tii um hvaöa orkugjafar verða
virkjaöir á eftir hrauninu?
„Nei, ég hætti mér nú ekki út i
aö segja neitt um það á þessu stigi
málsins. Vestmannaeyjabær
hefur nokkurt samstarf og gott
við Raunvisindastofnun Háskóla
Islands um rannsóknir á þeim
möguleikum, sem þegar eru til
staðar, og eins og flestir vita nú
liklega, þá er unnið að þvi út um
allan heim aö finna nýja og hag-
kvæmari orku til virkjunar en þá
sem fyrir er. Hins vegar hafa
auðvitað verið nefndir nokkrir
áhugaverðir kostir, sem verða án
efa skoðaðir nánar, eins og t.d.
virkjun vindorkunnar, eöa þeirr-
ar orku sem býr I sjávarföliunum,
auk þeirra kosla, sem eru þegar
til staðar eins og raforkan eða oli-
an. En hvað úr verður, þori ég
ekki að segja til um”.
—jsj.
Már Karlsson, verkfræöingur, bendir hér á Vestmannaeyjakortinu
á þann stað þar sem hraunhitaveitumannvirkin eru staðsett.