Þjóðviljinn - 17.04.1982, Blaðsíða 5
Helgin 17,—18. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
tekiö er tillit til langra erlendra
lána, gjaldeyrisstööu og vöru-
birgöa er nokkurn vegin óbreytt
árin 1978—1981, og er meira aö
segja lægri i árslok 1981 en hún
áöur var.
Af þessu má sjá, hvaö upp-
hrópanir um versnandi stööu
þjóöarbúsins út á viö vegna er-
lendra lána eru i raun og veru yf-
irboröskenndar, þegar máliö er
skoðað i heild sinni.
Gjörbreytt staöa
viö Seölabankann
1 tengslum viö innlendan sparn-
aö er það ánægjuleg staöreynd aö
skuld rikissjóös viö Seölabankann
hefur farið ört minnkandi aö
raungildi á seinustu árum. Þessi
skuld varö til á árunum 1974—
1978. Skuld þessi reiknuö á föstu
verölagi nam um 200 millj. kr.
áriö 1974 og komst upp i 1000
millj. áriö 1977 og i 1200 millj. áriö
1979, en hefur siöan lækkaö ört á
þeim tima sem liöinn er og er nú
komin niöur i 200 millj. aftur. Hún
er þvi aftur oröin svipuö aö raun-
gildi og hún var fyrir átta árum,
þegar skuldasöfnunin hófst.
íslendingar njóta
lánstrausts
Ég vil næst vikja nokkrum
oröum aö erlendum lántökum,
sem tekin hafa veriö eöa veröa
tekin á þessu ári vegna lánsfjár-
áætlunar. Hinn 26. febrúar sl. var
undirritaöur samningur um lán
til islenska rikisins aö f járhæö 75
millj. dollara eöa sem svarar til
723 millj. isl. kr.
Lánveitendur voru 12.bankar i
Bandarikjunum, Kanada, Japan
og Vestur-Evrópu, þeirra á meðal
nokkrir stærstu og öflugustu
bankar vestanhafs svo og tveir
norrænir bankar.
Lánið er veitt til 10 ára og er af-
borgunarlaust fyrstu 5 árin.
Vextir eru breytilegir og miöast
við millibankavexti i London, en
til viöbótar er greitt fast ofaná-
lag, sem er 3/8 úr prósentu fyrstu
5 árin, en 1/2% eftir þaö. Lán-
tökugjald er 1/2% Þessi kjör eru
meö þvi besta, sem þekkist á er-
lendum lánamörkuöum i dag.
Mér var tjáö þegar ég undirrit-
aöi þett lán i London, aö frændur
okkar Danir heföu nýveriö tekið
sams konar lán i London en kjörin
heföu verið áberandi lakari. Ljóst
er, aö Islendingar njóta mikils
iánstrausts I öörum löndum, en
gott lánstraust endurspeglast i
góöum lánskjörum. Erlendar
lánastofnanir keppast um að
bjóöa íslendingum lán og oftast á
betri kjörum en almennt gerist.
Hvers vegna? Skýringar geta
verið ýmsar. Islendingar hafa
staöið ágætlega i skilum og virö-
ast taldir liklegir til aö gera þaö
áfram. Gott lánstraust getur aö
sjálfsögöu stafaö af mörgum
ástæöum, en kannski er ein
ástæöan sú, aö staöa rikissjóös er
góö, ólikt þvi sem er i mörgum
nálægum löndum.
Stundum bjóöast lán frá litt
þekktum aöilum, sem bjóöa upp á
ótrúlega góö kjör miöað viö þaö
sem þekktar lánastofnanir bjóöa.
Slik tilboö eru athuguö vandlega,
en þó er þaö meginreglan, aö
menn veröa aö gera grein fyrir
lánveitanda og hvernig sjóöur sá
er til kominn, sem lán er boöiö úr.
Veröur þá oft fátt um svör. Ýmis
lánstilboö frá erlendum banka-
stofnunum eru nú til athugunar.
Aö sjálfsögöu er höfuönauösyn
aö vera á varöbergi gagnvart er-
lendum lántökum. En ráöiö til
þess er ekki aö hrópa innantóm
slagorð, heidur aö efla innlendan
sparnaö.Ein helsta leiðin til þess
er aö auka skuldabréfakaup Hf-
eyrissjóöa og bankakerfis i þágu
sameiginlegra verkefna þjóöar-
innar. Tal stjórnarandstööunnar
um erlendar lántökur væri góöra
gjalda vert, ef ekki væri öllum
ljóst aö hún meinar ekki orö af þvi
sem hún segir.
Rallíkappar í
Regnboganum
Á föstudag frumsýndi
Regnboginn sænsku kvik-
myndina Bátarallíið að
viðstöddum leikstjóra og
leikurum, sem eru okkur
íslendingum að góðu kunn-
ir, en það eru þeir Janne
Carlsson, sem nýverið lék
leigubílstjóra í eftirminni-
legri sjónvarpsmynd um
innflytjendur í Svíþjóð og
Rolv Wesenlund, sem
þekktastur er fyrir leik
sinn í norsku sjónvarps-
þáttunum um Fleksnes,
sem einnig hafa verið
sýndir hér á landi.
Bátaralliiö er tæknilega vel
gerð afþreyingarmynd um
eltingaleik á Gautakanalnum,
sem er skipaskuröur er liggur frá
Stokkhólmi til Gautaborgar.
Keppt er um peninga i þessu
rallíi og það endar meö þvi aö
hinn góði sigrar á óvæntan hátt
eins og vera ber, þannig aö áhorf-
endur geta fariö ánægöir heim.
Sænski leikarinn Janne Carlsson
gæddi sér á sleikjubrjóstsykri á
meöan hann horföi á hraöbátana
þjóta um breiötjaldiö I
Dolby-stereo i Regnboganum i
gær, en Janne leikur eitt aöaihlut-
verkiö i myndinni Bátaralliiö.
Myndataka og hljóð heldur áhorf-
endanum vel viö efniö þannig að
engum þarf að leiðast, en sögu-
þráöurinn er i rýrara lagi. —ólg
Húnavaka
Húnavakan hófst á Blönduósi
sl. sunnudag. Er þar aö venju
mikiö um dýröir. Skal hér getiö
hins helsta.
Sýndir veröa tveir sjónleikir.
Leikfélag Blönduóss sýnir
Kristnihald undir Jökli en leik-
stjóri er Svanhildur Jóhannsdótt-
ir. Leikritiö var frumsýnt 10.
april en verður nú sýnt þrisvar á
Húnavöku. Siöasta vetrardag
mun svo Leikfélag Skagastrand-
ar sýna ólympiuhlauparann,
undir stjórn Ragnhildar Stein-
grimsdóttur.
Atta félagar úr Textilfélagi
Reykjavikur halda textilsýningu
og Pétur Behrens sýnir 35 mál-
verk. Tveir kórar syngja: Söng-
félag Skaftfellinga og Kór
Rangæinga i Reykjavik. Sýndar
verða nokkrar kvikmyndir.
Húsbændavika Ungmennasam-
bandsins veröur á föstudags-
kvöld. Koma þar fram margir
Húnvetningar, bæði innanhéraös-
menn og burtfluttir. ómar
Ragnarsson skemmtir og
harmonikusnillingar leika listir
sinar.
Sumardagurinn fyrsti verður
helgaöur börnum og unglingum.
Nemendur grunnskólans
skemmta og dansleikir verða
bæði fyrir unglinga og börn.
Almennir dansleikir veröa fjög-
ur kvöld vikunnar en hljómsveitm
Upplyfting leikur fyrir dansi.
Framkvæmdastjóri Húnavök-
unnar er Björn Sigurbjörnsson,
skólastjóri á Blönduósi. mó/mgh
Kjörskrá —
ÍH Keflavík
Kellavik
KJÖRSK^IÁ/KEFLAVÍK
Kjörskrá fyrir bæjarstjórnarkosningar i
Keflavik verður lögð fram á skrifstofu
Keflavikurbæjar, Hafnargötu 12, föstu-
daginn 23. april og liggur hún frammi i 2
vikur.
Bæjarstjórinn i Keflavik.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stödur
LANDSPÍTALINN
FóSTRUR óskast til starfa við Barna-
spitala Hringsins nú þegar og i sumaraf-
leysingar.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
Landspitalans i sima 29000.
KLEPPSSPÍTALINN
HJCjKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast
sem fyrst á göngudeild geðdeildar Land-
spitalans. Upplýsingar veitir hjúkrunar-
forstjóri Kleppsspitalans i sima 38160.
KÓPAVOGSHÆLI
SÁLFRÆÐINGUR óskast við Kópavogs-
hæli. Umsóknir er tilgreini menntun og
fyrri störf sendist stjórnarnefnd rikis-
spitalanna fyrir 18. mai n.k.
Upplýsingar veitir yfirsálfræðingur i sima
41500.
ÞROSKAÞJÁLFI óskast nú þegar eða
eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir
forstöðumaður Kópavogshælis i sima
41500.
STARFSMENN óskast til ræstinga á
Kópavogshæli.
Upplýsingar veitir ræstingastjóri i sima
41500.
Reykjavik, 18. april 1982.
RÍKISSPÍTALARNIR
».r*
Opið
ALLAN
<
HREVnLL
STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^
QC
/