Þjóðviljinn - 17.04.1982, Side 19
Helgin 17,—18. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Ja> her er eventyrets vinterland
med bakker, snö og sol
fra f jell til strand
Her har vintersportens vugge státt
i dette landet i rödt, hvidt og blátt.
Blessaöir NorBmennirnir, þeir láta ekki
að sér hæöa fremur en fyrri daginn. Þegar
ég rakst á kveðskapinn hér að ofan i dag-
blaði fyrir nokkru fannst mér sem gamli Is-
lenski ungmennafélagsandinn svifi yfir
vötnunum. Nei, ekki alveg rétt, hér var ein-
ungis einhver framsóknarmaðurinn norsk-
ur að yrkja dýrðaróð til ættlandsins i tilefni
Heimsmeistarakeppninnar á skiðum, sem
herjaði fyrir skömmu. Hafi söngelskir
landar áhuga þá ku lagið vera eitthvað á
þessa leið: Bam, bam, bam, bam, bam-
bam-bambam, bam, bam...
Þetta var guðlast
Heimsmeistarakeppnin. Að óreyndu
hefði ég aldrei getað trúað þvi aö heilt þjóð-
félag hreinlega snérist við vegna Iþróttaat-
burðar, en sú varð sannarlega raunin á hér
i Noregi. Strax i nóvember I fyrra byrjuðu
dagblööin „niðurtalninguna”, 108 dagar til
VM, 107 dagar til VM.... Enginn mundi
hvað margir dagar voru til jóla, en allir
voru með það á hreinu hve margir dagar
væru til VM.
Við vorum i fyrstu ákveðin i að láta djöf-
ulganginn ekkert á okkur fá, en fengum
ekki að gert. Innan tiðar voru gönguskfði á
alla fjölskylduna komin i hús. Auðvitað
voru allir af vilja geröir viö að leiðbeina
byrjendunum: „Ekki nota stafi strax....
reynið að ná góðum og jöfnum takti... frá-
spyrnan á aö vera kröftug.” Ég hélt að
áburöurinn undir skiðin yrði til litilla traf-
ala; bara aö sulla einhverju gumsi undir...
„Guð minn almáttugur, hvað gerirðu
drengur? Ertu með grænt undir i aðeins 3
stiga frosti?” Þetta var guðlast.
t alvöru talaö, þá er skiðaáhuginn hér I
Noregi nánast óhugnanlegur. „Nú, nú,
ferðu ekki nema einu sinni I viku á
skiöi???” Þannig hljóöaöi spurning sem ég
fékk frá kunningja minum norskum eigi
alls fyrir löngu. Og ég sem hélt mig kominn
með bakteriuna. Ef til vill var kunninginn i
hópi þeirra sem ösluðu á gönguskiöunum á
sentimetersþykkum snjó siöastliðið haust.
Hver veit.
Oslóarpistill frá Ingólfi Hannessyni
Nú, nú
100% mæting
Við hjónin búum að Kringsjá, sem er i
jaðri helsta útivistarsvæöis Oslóarbúa,
Nordmarka. Um helgar er straumur
göngugarpa hingað, göngugarpa sem eru á
ferðu
ekki
nema
einu
sinni
í viku
á
skíði?
aldrinum 5 til 95 ára. Mjög margir leggja
leiö sina til Ulleválseter, skiðaskála i um 5
km vegalengd frá Kringsjá. Fyrsta ferð
okkar þangaö uppeftir var um miðjan jan-
úarmánuö siöastliðinn. Þær tóku hressilega
i lærvöðvana brekkurnar og áður en varði
var kallað: „Ó, ó... smápása, takk fyrir.”
Það sem e.t.v. fyrst og fremst lá bakvið
þessa ósk var fremur óæskileg þróun göng-
unnar, a.m.k. að mati minu, gamla skiöa-
göngukennarans i Blaðinu Okkar. Gamlar
konurog smábörn voru farin að gera meira
en að hanga i okkur, þau voru farin að
bruna framúr. Þetta var sko ekki hægt,
Matthias. I rauninni viröist skiðaáhugi fólki
hér i landi i blóö borinn; jafnvel hjá komm-
unum i uppeldisfélagsfræðinni i háskólan-
um var mætingin i skiðaferðina 100 prósent.
Það þætti nú hálfundarlegt i samsvarandi
hópum á Klakanum.
Sáuði hvernig við tókum
Danina?
Strax i byrjun febrúarmánaðar var aug-
lýsingaflóðið vegna Heimsmeistarakeppn-
innar orðiö yfirþyrmandi, WM-úr,
WM-pizza, WM-bfll, WM-klósettpappir og
WM-steikarpönnur. Þeir láta ekki að sér
hæöa kaupmennirnir i Osló. Þaö er vist best
að sleppa verðinu á þessum stórmerkilegu
hlutum. Ég má til með að geta þess að ein-
um finnsku blaðamannanna var ráölagt að
senda svohljóöandi skeyti til blaösins sins:
Sendið meiri peninga — STOPP — notið
fréttastofu NTB - STOPP. Kollega hans,
bandariskum Jeist ekki meira en svo á
þessar WM merkingar á öllum hlutum og
þóttist hann þó ýmsu vanur. Honum varð að
orði að Vegagerð Oslóborgar væri „official
WM-maker of streetholes”
Og svo hófust herlegheitin. „Sástu hvern-
ig við tókum gulliö”, var hið fyrsta sem
fóstrurnar sögðu við mig þegar viö Harpa
Maria mættum á barnaheimilið. Þær voru
meö öll úrslit á hreinu. Frá ööru barna-
heimili hér i grenndinni frétti ég að einn
starfsmannanna hafi tekið með sér ferða-
sjónvarp i vinnuna. Þessum linnulausa
áróöri og rembingi varö aö svara og eftir 30
km. gönguna sagði ég við liðið á barna-
heimilinu: „Sáuði hvernig viö tókum Dan-
ina?” Mér fannst það illa gert að ég skyldi
fá heljarmikla hláturgusu i staðinn.
Börnin fengu að upplifa Heimsmeistara-
keppnina á all-skemmtilegan hátt. Ekkert
þeirra þurfti að borga sig inná herlegheitin
og fyrir þau yngstu i öllu landinu var hald-
inn sérstakur WM-dagur. 1 Holmenkollen
mættu um 5 þúsund börn ásamt foreldrum
og allir fengu verðlaunapening fyrir aö
ganga hálfanannan kilómetra. Sannarlega
framtak til fyrirmyndar. I þessum efnum
getum við Islendingar mikið af norskum
lært.
Heimsmeistarakeppninni lauk siðan sið-
asta sunnudag i febrúar í þoku og slyddu.
Svo mikil var þokan að hvorki áhorfendur
né dómarar sáu stökkvarana þegar þeir
brunuðu fram af pallinum. Hinir 60 þúsund
áhorfendur létu það ekkert á sig fá, sungu
og dönsuðu og hrópuðu heia, heia þegar
þeir fréttu af þvi að þeirra menn voru lentir
heilu og höldnu.
Vonandi æfa þær ekki
i laumi
Framsóknarmaöurinn okkar sló ekki af
og söng hástöfum (þiö muniö eftir laginu:
Bam, bam, bam, bam, bambam-bambam,
bam, bam):
Vi hilser alle, hver en kvinne, mann
i edel kappestrid for folk og land.
Og WM-dagene sem gryr
má bli vinterens eventyr.
Jæja, ætli það sé ekki best aö koma sér af
stað. Ég er nefnilega staöráöinn i þvi þetta
sinniö að bruna framúr gömlu frúnum á
tréskiöunum. Vonandi hafa þær ekki æft sig
i laumi á meöan Heimsmeistarakeppninni
st<JÖ- Osló, mars 1982,
lngólfur Hannesson.
Margur er knár þótt hann sé smár