Þjóðviljinn - 17.04.1982, Qupperneq 20
20 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN |Helgin 17,—18. april 1982
„Rokk í
Reykja-
vík”
bá er hin langþráða stund
runnin upp, það er byrjað að
sýna Rokk I Reykjavik. Eitt
þarfasta afrek i islenskri kvik-
myndagerð. En það er ekki
tekið út með sældinni að fram-
i leiða slika kvikmynd
1 fyrsta lagi var framlag úr
kvikmyndasjóði hlægilegt,
hreint út sagt alger tittlinga-
skitur. Rokk i Reykjavikfékk 75
þúsund krónur eða fjórum
sinnum minna en veitt er til
smiði fjögurra handrita. Ég er
siður en svo að kasta rýrð á
þessa sem fengu styrk til hand-
ritagerðar, heldur hitt, að þetta
sýnir mæta vel sjónarmið
stjórnar kvikmyndasjóðs i garð
rokktónlistar. Samkvæmt all
traustum heimildum var
ástæðan fyrir þvi að Rokkið
fékk ekki meira sú að hér væri
ekki um leikna kvikmynd að
ræða og hún þvi flokkuð sem
heimildarkvikmynd og fær út-
hlutun samkvæmt þvi.
En þetta er ekki nema hálf
sagan. Nú er kvikmyndaeftir-
litið búið að að banna kvik-
myndina öllum þeim sem eru
yngri en fjórtán ára! Já, þetta
er rétt. — önnur ástæðan er sú
að liðsmaður einnar hljóm-
sveitarinnar talar um lim, sniff,
þynni, gas og önnur slik efni.
Hann talar um þessi mál af
hreinskilni segir frá reynslu
sinni og einnig að hann sé
hættur að nota þessi efni. Hin
ástæðan er sú að annar hljóm-
listarmaður játar að nota
„gras” eftir hljómleika og
reykja hass þegar hann eigi
það.
Mann setti alveg orðlausan
þegar um þetta bann fréttist,
þvi að i „Stundinni okkar” var
tekinn næstum heill þáttur undir
þetta og málin reifuð, auk þess
sem umsjónarmaður Stundar-
innar hafði áhuga á að fá þetta
viðtalúr „Rokkinu” til sýningar
i sjónvarpinu. Er ekki kominn
timi til að leggja þetta blessaða
kvikmyndaeftirlit niður?
Engum dettur i hug að setja á
laggirnar samskonar bókaeftir-
lit? Er ástæða til að mismuna
listgreinum svo herfilega?
Jæja,hvað um það, myndin er
stórkostleg og hreint út sagt
miklu betri en mann óraði fyrir
Fer allt saman: skemmtilegar
senur og góð hljómlist. Oft á
tiðum átti maður erfitt með að
fara ekki að klappa, svo vel
náðist andrúmsloft hljómleika-
salanna.
1 myndinni koma fram 18
hljómsveitir og eins og gefur að
skilja er hlutur þeirra mismik-
ill. Hægt væri að karpa enda-
laust um hlutföll, en það verður
ekki gert hér, enda held ég að
nokkuðvel hafi tekist tilmeð val
hljómsveita og lengd á hverri.
Tónlist og viðtöl (eintöl) eru
klippt bráðskemmtilega saman,
ekkimikið afhvoru i einu.Hljóm-
sveitunum er ekki raðað saman
i neina sérstaka röð, heldur er
hlaupið vitt og breiitt um hljóm-
listarheima'.Hljómsveitirnar
eru eins og gefur að skilja mis-
góðar og „sándið” misgott en
ekki verður gert upp á milli
þeirra hér, þvi að ánægjan er
ómæld yfir kvikmyndinni.
Hljóðið i kvikmyndinni er i
flestum tilfellum gott,enda úr-
valsmenn við stjórnvölinn. 3/5
hlutar Þursiabits stjórnuðu
upptökunni, þ.e. Július Agnars-
son, Þórður Árnason og Tómas
Tómasson.
Ég ætla ekki að hafa þessi orð
fleiri en skora hér á alla sem
hafa náö fjórtán ára aldri (þvi
miður fyrir hina) að drifa sig i
bió og missa ekki af stórkost-
legri kvikmynd. Þeir félagar i
Hugrenningi eiga alla mina að-
dáun og þakklæti fyrir að hafa
fest Rokk I Reykjavik á filmu.
Þessmá svo geta i lokin að út er
komin plata með hljómlistinni
úr kvikmyndinni og verður
fjallað sérstaklega um hana um
næstu helgi.
Góða skemmtun!
Afhljóm-
leikum
Þeir sem hafa farið á þá
tónleika sem auglýstir voru
fyrir páska hafa ekki farið fýlu-
ferð. Þursarnir voru i Háskóla-
biói þann þriðja og voru sko
ekkert slor. Einhverjir bestu
hljómleikar sem þar hafa verið
haldnir. Þeir Þursar voru þræk
góðir og ekki spillti fyrir að
Július Agnarsson náði alveg
frábæru „sándi”, ábyggilega
eitt það besta sem heyrst hefur
hér.
Þursarnir á hljómleikunum í Háskólabiói. — Ljósm. Ari.
Á mánudaginn 5. voru Art
Emsemble of Chicago með tón-
leika I Broadway. Þótt ég hafi
ekki sérlega mikla Jtilfinningu
fyrir djassi skemmti ég mér
alveg konunglega og fannst
þetta stórkostleg upplifun.
Þessir kappar voru þrælmagn-
aðir og ábyggilega þeir almögn-
uðustu sem hingað hafa komið
og á djassvakning þakkir skyld-
ar fyrir gott framtak.
Síðasta mánudag voru svo
Þeyr og Vonbrigði með tónleika
i Félagsstofnun Stúdenta.
Iceland kom ekki fram en sam-
kvæmt alltraustum heimildum
hefur Killing Joke verið
endurreist á Isiandi af þeim
Jaz og Geordie. Hvað um það,
tónleikarnir voru vel heppnaðir
og sérstaklega voru Þeysar-
arnir góðir. Vonbrigði náðu sér
ekki alveg á strik, hafa oft verið
betri.
Hér var um þrjá mjög góða
hljómleika að ræða og þeir sem
fóru fengu töluvert fyrir sinn
snúð.
Þá hefur hljómsveitin Egó
opinberað sig og það á all eftir-
minnilegan hátt. Hljómsveitin
sendi frá sér nú fyrir páska sina
fyrstu breiðskifu, Breyttir
timar, og má segja aö þessi
plata beri nafn með rentu.
Mikil tónlistarleg stefnu-
breyting hefur átt sér stað frá
þvl að ég heyrði fyrst i Egóinu
siðastliðiö haust. Tónlistin er öll
orðin miklu vandaðri og yfir-
vegaðri, bárujárnið horfið að
mestu, sem betur fer. Manna-
breytingar hafa átt sér stað
siðan hljómsveitin kom fyrst
fram. Raggi gitarleikari er
hættur og Magnús Stefánsson
ber nú trommurnar i stað Jóa
Motorhead.
Ég held að koma Magnúsar
eigi ekki svo litinn þátt i þeirri
stefnubreytingu sem átt hefur
sér staö. Hljómlistin hefur róast
til muna en engu að siður er
mikill kraftur I sveinunum.
Bubbi hefur veriö að tala mikið
um Doors áhrif upp á siökastið
en ég fæ ekki greint þau. Erfitt
er að marka tónlistinni einhvern
sérstakan bás en það mega þeir
eiga, að viða hafa þeir leitað
fanga viö tónsmlðarnar.
Hljóðfæraleikurinn er miklu
betri en ég bjóst viö, ef þáttur
Magnúsar er undanskilinn, sem
alltaf er pottþéttur. Þeir Beggi
og Þorleifur komast mjög vel
frá sinum hlutverkum. Það
hefur ekki borið mikið á Begga i
hljómsveitinni til þessa en á
plötunni nýtur hann sin vel og á
nokkur þrælgóð sóló. Þorleifur
er þéttur og öruggur I sinu hlut-
verki. Að öðrum hljóðfæraleik-
urum ólöstuðum held ég að
trommuleikur Magnúsar beri
nokkuð af. Hann er hafður
framarlega i hljóðblönduninni
þannig að það ber mikið á
honum. Það er ómögulegt aö
hugsa sér hljómsveitina án
hans. Þegar það er haft I huga
að hann var búinn að vera I
hljómsveitinni I þrjá daga fyrir
upptökur á plötunni verður hans
hlutur óneitanlega stór. Það er
með öllu ógreinanlegt að hann
hafi ekki starfað lengur i hljóm-
sveitinni en raun er.
Bubbi er góður á plötunni og
hefur hann sjaldan sungið jafn-
vel. Raddsvið hans hefur
breikkað töluvert og rödd hans
styrkst. Hann hefur nú meira
vald á henni en áður og heyrist
það mjög vel i allri raddbeit-
ingu. Nú, ekki er hægt að ljúka
þessari umfjöllun án þess að
minnast á þátt Tómasar
Tómassonar, en hann leikur hér
á hljómborð og tekst það mjög
vel, eins og allt annað sem hann
tekur sér fyrir hendur.
Textar Bubba eru eins og áður
beittir og myrkir. Hann er
ekkert að skafa utan af hlut-
unum og kreistir kýlin. Text-
arnir skýra sig flestir sjálfir,
þeir fjalla um vandamál liðandi
stundar og það misrétti sem við
búum við. Þaö eru tveir textar
sem sitja efst I huga minum
þegar þetta er er skrifað. Það
eru „Móðir” og „Breyttir
timar”. I þeim fyrrnefnda fer
hann næmum höndum um
óhugnanlegan atburð sem situr
ofarlega I hug okkar allra. Þann
siðari túlka ég sem persónulegt
uppgjör hans við sjálfan sig og
þá gagnrýni sem á honum hefur
duniö fyrir að vera „bölsýnis-
skáld”:
Egó: Þorleifur, Bubbi, Bergþór, Magnús. — Ljósm. gei.
Brey ttir tímar
Þú þykist vera hissa að ég skuli syngja
um atómvopn, glæpina.
öll tjáning og túlkun um alvörumál,
að framtiðin sé tjóðruö i kjarnorkubál
Þó ég sé eins og hvert annað skítaseiði i hópnum.
enginn stjórnmálagúrd með markmið eða völd.
Ég á enga lausn, kannski kirkjan á staðnum,
ég er aðeins bölsýnismaður á kjarnorkuöld.
En meðan ég lifi, finn til með öðrum,
skal ég berjast gegn kúgun, eiturnöðrum.
Fyrst ég er byrjaður að fjalla
um texta er ekki úr vegi að
minnast aðeins á orðaröðina.
Stundum finnst mér hún til-
gerðarleg, eins og I „Ráð til vin-
konu”: „þú ert lifandi kviksett /
ekkert getur gert”.
Samspil lags og texta er i
flestum tilfellum gott og er það
einkum Magnús sem gerir út-
slagið. Þó á Beggi einnig
skemmtileg tilþrif.
Albúmið er skemmtilegt þó
hugmyndin sé ekki ný af
nálinni, en það er a.m.k. til-
breyting frá þvi sem sést hefur
um íslenskar plötur. Dóra
Einarsdóttir hannaði umslagið.
I heild er hér um ágætisplötu
að ræða og má búast við miklu
af þeim félögum I framtiðinni.
Þessi fyrsta plata gefur öllum
vonum byr undir vængi.