Þjóðviljinn - 17.04.1982, Qupperneq 25

Þjóðviljinn - 17.04.1982, Qupperneq 25
Helgin 17.—18. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 25 bridge Ungir íslandsmeistarar Sveit Sœvars sigraði Sveit Sævars Þorbjömssonar varö Islandsmeistari i sveita- keppni 1982. Með honum i sveit eru: Þorlákur Jdnsson, Jtín Bald- ursson og Valur Sigurösson. óhætt er að segja, aö þó þeir félagar séu vel aö sínum sigri komnir, þá voru heilladisirnar ekki langt undan, er dró aö lokum móts. Efvið rennum yfir umferöirnar einsog þær komu fyrir, og hef jum leikinn I 1. umferö: Sævar-Karl: Gestur-Þórarinn: OrnStefán: Eirikur-Steinberg: 6-14 3-17 16-4 1-19 Þarna var strax um einn stór- leik.milli Sævars og Karls. Sævar hafði 38-29 yfir i hálfleik, en Karl sneri leiknum sér i hag i seinni hálfleik. Þórarinn halaði inn 17 stig á móti Gesti, sem var i stærra lagi. Og örn missti 4 stig til norðanmanna, sem böröust hetjulega fyir þeim. í 2. umferð áttust viö: Þórarinn-Sævar: Eirikur-örn: Karl-Steinberg: 8-12 8-12 20-4 Þarna var Urslitaleikurinn, milli Sævars og Þórarins, þó fæstir gerðu sér grein fyrir þvi þá. Þórarinn haföi forystu i hálf- leik,enSævarvann þann siðari af öryggi. örn var enn i basli, nU meö Eirik.Raunar haföisveit Ei- riks góöa forystu i hálfleik, þó þeim tækist ekki aö halda henni. Karl malaöi Steinberg léttilega og noröanmenn virtust óþreyttir og náöu 7 stigum af Gesti. Höföu raunar yfir i hálfleik. 1 3. umferö áttust viö: Sævar-Stefán: 20-0 Karl-Þórarinn: 6-14 Örn-Steinberg: 20-0 Gestur-Eirikur: 20-4 Og þarna brást Uthaldiö hjá noröanmönnum, sem fengu ekki stig eftir þennan leik. Sævar fékk 20. Þórarinn hékk á forákoti sinu úr fyrri hálfleik á móti Karli og sigraöi örugglega. örn hreinsaöi upp á móti Steinberg og Gestur rústaði Skagamönnunum. t 4. umferö áttust viö: Eirikur-Sævar: 5-15 Steinberg-Þórarinn: 8-12 örn-Gestur: 20-4 Stefán-Karl: 0-20 Litið um skemmtileg úrslit. Dulitið venjuleg.... Tilkynning frá Sjúkraliðaskóla íslands Umsóknareyðublöð um skólavist næsta skólaár liggja frammi á skrifstofu skólans að Suðurlandsbraut 6, 4. hæð, frá kl. 10—12. Umsóknarfrestur er til 1. júni n.k. Skólastjóri LANDSSMIÐJAN Vélvirkjar Óskum eftir að ráða nokkra vélvirkja til starfa á vélvirkjadeild. Upplýsingar i sima 20680. Landssmiðjan r Askorun til eigenda og ábyrgðarmanna fasteigna um greiðsiu fasteignagjalda i Reykjavik Fasteignagjöld i Reykjavik 1982 eru nú öll gjaldfallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast við, að óskað verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra i samræmi við 1. nr. 49/1951 um sölu lög- veða án undangengins lögtaks. Reykjavík 15. april 1982 Gjaldheimtustjórinn i Reykjavik. Skrií stof ust j óri Starf skrifstofustjóra Búnaðarfélags íslands er laust til umsóknar. Umsóknir sendist Búnaðarmálastjóra fyrir 30. april n.k., sem einnig gefur frekari upplýsingar um starfið. Búnaðarfélag íslands Bændahöllinni. Simi 19200. Eftir þessa umferö var staöan þessi: örn 68, Karl 60, Sævar 53, Þórarinn 51. Og litum á úrslit i 5. umferö: Sævar-örn: Þórarinn-Stefán: Karl-Eirikur: Gestur-Stein berg: 17-3 20-0 15-5 20-0 Umsjón Olafur Lárusson Þarna opnaöist mótiö heldur betur, viö sigur Sævars á Erni, sem ekki haföi tapað leik fram aö þessu. Jafnt var i' hálfleik, en Sævars menn fóru á kostum i seinni hálfleik og uppskáru laun erfiðis sins. Staöan var oröin þessi: Karl 75, Örn71, Þórarinn 71, Sævar 70. Úrslit i 6. umferð urðu þessi: Gestur-Sævar: 6-14 Eirikur-Þórarinn: 4-16 Örn-Karl: 19-1 Steinberg-Stefán: 20-0 Þarna ber hæst viðureign Arnar og Karls, sem endaöi með stórsigri sveitar Arnar, eftir yfir- buröa stöðu i fyrri hálfleik. Sævars menn sluppuheldur betur fyrir horn á móti Gesti, og máttu þakka fyrir þessi 14 stig i barátt- unni, eftir aö hafa veriö vel undir i hálfleik. Greinilegt að lukku- disin haföi tekiö sér stööu viö öxl (heröar) Sævars liösins. Þórarinn halaði inn 16 stigum á móti Eiriki, og Steinberg þáöi sin 20 stig. Eftír þessa umferö var staðan orðin þessi: örn 90, Þórarinn 87, Sævar 84, Karl 76. Og innbyrðis leikur Arnar og Þórarins, meöan Sævar glimdi viö Steinbergs menn, i siöustu umferö. Ljóst var, aö ef Sævar fengi 20 stig á mtíti Steinberg (lík- legt) varö örn aö fá minnst 15 sttg miöaö viö sömu Urslit hjá Sævari. Allt sem Sævar missti niöur fyrir 20stiga markiö, var að sjálfsögöu vel þegiö hjá Þórarni og Erni. Og úrslit i 7. umferð uröu þessi: Sævar-Steinberg: Þórarinn-örn: Karl-Gestur: Eirikur-Stefán: 19-1 15-5 14-6 20-2 Og þarmeö urðu Sævars menn Islandsmeistarar, eftir hagstæö úrslit hjá Erni/Þtírarni. Lokastaðan varö þessi I mótinu: STIG Sv. Sævars Þorbjörnss. 103 Sv. Þ órarin s Si gþórss. 102 Sv.Arnar Arnþórss. 95 Sv. KarlsSigurhj. 90 Sv.Gests Jónss. 64 Sv. Steinbergs Ríkh. 44 Sv.Eiríks Jónss. 39 Sv. Stefáns Ragnarss. 9 Þegar litið er yfir lokastööu sveita, stingur þaö óneitanlega i stúf, hve mörg stig 4 efstu sveit- irnar hlutu. Skýringin á þvi, er vitanlega mjög léleg frammi- staöa norðanmanna, sem kemur á óvart eftir góöa spilamennsku i undankeppninni. Þar slógu þeir úr leik 3 þokkalegar sveitir að sunnan, og miöað viö þau úrslit heföu þeir átt að fá mun fleiri stig. Eöa er heimavöllurinn sterkur fyrir noröan? Sveitir Gests, Eiriks og Stein- bergs stóöu sig svipað og menn bjuggust viö, þó ætla mætti aö einhver þeirra ynni leik á móti fjórum efstu. Þaö varö þó ekki, þó oft munaöi litlu. Og loks eru þaö fjórar sveitir sem skera sig úr, tölulega séö i þessu móti. Hver sem var gat unnið, og einna helst kom þaö á óvart aö sveit Kars náöi ekki verðlaunasæti, Æftir frábæra frammistöðu aö undanförnu. En, maöur sigrar ekki alltaf... Til hamingju með sigurinn, Sævars menn. Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Aö átján umferöum loknum i Barometertvimenning BH er staöa efstu para eftirfarandi: 1. Stefán Pálsson — ÆgirMagnússon .... 176 2. Sævar Magnússon — Arni Þorvaldsson .... 141 3. Ragnar Magnússon — Svavar Björnsson ... . 123 4. Georg Sverrisson — RúnarMagnUsson .... . ... 107 5. Einar Sigurösson — Dröfn Guöm .... 101 6. Ragnar Halldórss. — Þorsteinn Þorst .... 96 7. Aöalst. Jörgensen — Asgeir P. Asbj .... 89 Stefán og Ægir tóku heldur betur flugið og skoruöu 110 stig yfir kvöldið. Staöa þeirra er afar góö þvi aöeins fimm umferöir eru óspilaöar. Næsta spilakvöld veröur mánu- daginn 19. april! Frá Bridgesambandi íslands Spilarar eru minntir á aö Islandsmótið i tvimenning byrjar ' fimmtudaginn 22. april kl. 13 i Dómus Medica. Skráning i mótiö er enn i gangi og verður hald- iö áfram til kl. 17, 21. april. Þeir spilarar sem hafa áhuga á að spila á mótinu eru beönir aö hafa samband við stjórn þeirra félaga sem þeir eru félagar i eða stjórn Bridgesambands tslands. Keppnisgjald er 400krónur á par og 24 pör komast áfram i úrslita- keppnina sem veröur spiluð 24,- 25. april á Hótel Heklu. Undankeppnin er spiluö i 4 riðlum en stærö þeirra fer eftir þátttöku. Spiluö veröa a.m.k. 90 spil i 3 umferöum og er riölunum alltaf raöaö uppá nýtt (slöngu- raöaö) fyrir hverja umferö. Spilatimi er: 1. umferö kl. 13.00, fimmtudaginn 22. april, 2. umferö kl. 19.00 sama dag og 3. umferö kl. 17 föstudaginn 23. april. Hreyfils-menn til Noregs Bridgefélag Hreyfils (atv.bil- stjóra) hyggur á Noregsför 14. mai nk. Um 32 manna hópur fer utan, þaraf 20 spilarar. Feröinni er heitiö til Bergen, til keppni viö bilstjóra þar. Taflfélag Hreyfils hefurstaöiö iviölfka keppnum, og munu þessi samskipti bridge- manna i millum hafa komist á i gegn um skákina. Vitað er, aö Norömenn, Sviar og Danir hafa löngum att saman keppnum, en þetta mun vera i fyrsta skipti (utan Færeyja) sem islenskt bridgefélag efnir til samskipta við félag á Noröurlöndunum. Hreyfils menn munu dvelja i vikutima ytra, en aö ári muni hinir norsku gestgjafar heim- sækja okkar menn. Formaöur Bridgefélags Hreyfils, er Birgir Sigurösson. Félagið spilar reglulega á mánudögum i Hreyfils-húsinu og hefst spilamennska hjá þeim kl. 20. Forsætisnefnd N or ðurlandaráðs stöðu varaskrifstofustjóra forsætisskrifstofu Norðurlandaráðs. Varaskrifstofustjórinn aðstoðar skrif- stofustjóra við stjórn forsætisskrifstofu Norðurlandaráðs, sameiginlegrar skrif- stofu fyrir samstarf þjóðþinga á Norður- löndum með aðsetur i Stokkhólmi. Staða skrifstofustjórans er einnig laus. t skrifstofunni eru tvær stjórnarstöður til viðbótar. önnur þeirra er nú skipuð sænskum rikisborgara. Forsætisnefndin leitast við að fá i þessar fjórar stöður menn frá sem flestum Norðurlandaþjóð- um. Varaskrifstofustjórinn verður ráðinn til fjögurra ára frá og með 1. ágúst 1982 eða sem fyrst að þeim degi liðnum. Rikis- starfsmaður á samkvæmt samkomulagi Norðurlanda rétt á fjögurra ára leyfi frá störfum til að starfa i sameiginlegri Norðurlandaskrifstofu. Grunnlaun eru miðuð við launaflokk F 23-25 i Sviþjóð og nema minnst 11.224 sænskum krónum á mánuði. Auk þess er honum greidd uppbót vegna starfs erlend- is og persónuuppbót. Nánari upplýsingar veitir Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis, simi 11560, eða Guðmund Saxrud skrifstofu- stjóri forsætisskrifstofunnar og Jan O. Karlsson varaskrifstofustjóri, simi i Stokkhólmi 14 34 20. Umsóknir skal stila til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska radets presi- dium) og senda forsætisskrifstofunni (Nordiska radets presidiesekretariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm) i siðasta lagi 10. mai 1982.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.