Þjóðviljinn - 17.04.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 17.04.1982, Blaðsíða 32
DJODVIUINN Helgin 17.—18. april 1982 naffn Tjkunnar Friðrik Þór Friðriksson Fátt hefur verið meira i fréttum og vakið meira umtal i vikunni en frumsýning kvik- myndarinnar Rokk i Reykja- vik sem hlýtur að teljast stór- virki þvi aðekkert hefur verið til sparað til að gera hana sem best úr garði bæði i efnistök- um og ölium tæknibúnaði. Undirrituðum blaðamanni eru i fersku minni allar þær tilfær- ingar er voru á rokkhljómleik- um á Borginni á siöasta ári er tekið var eitt atriði myndar- innar. Þar voru rennibrautur, ljóskastarar, flókinn hljóð- upptökubúnaður og svifandi kvikmyndavélar. Ekki er hægt annaö enaðdástað þeim stórhug sem liggur að baki töku slikrar myndar. Nafn vikunnar er þvf stjórnandi myndarinnar: Friðrik Þór Friðriksson. Við slógum á þráðinn til hans og spurðum fyrst hvaö honum fyndist um viötökurnar. — Ég er ánægður með þær, gagnrýnendur sem fjallað hafa um myndina f fjölmiðlum eru mjög jákvæðir og eins þeir biógestir sem við höfum frétt af. Hins vegar er einn blettur á og það er afstaða kvikmynda- efíirlitsins að banna myndina innan 14 ára. Okkur finnst það ákaflega undarleg af- staða og ég tel, éins og ég hef áður sagt að þarna sé verið að mismuna fjölmiðlum. Þetta er hættulegt fyrir framtiðina þvi að þarna er i rauninni verið aö meina okkur að taka fyrir hluti sem eru staðreynd i nú- timanum og ekki hægt að horfa fram hjá. — Hvernig hefur aðsóknin verið? — Hún hefur verið fullkom- lega i samræmi við aðsókn að öðrum islenskum myndum. Þetta fer frekar hægt af stað en sækir svo mjög á. — Er það fyrst og fremst yngra fólk sem sækir myndina? — Við teljum að myndin eigi erindi til allra þvi að þarna er veriðaðsýna heim sem mörgu eldra fólki hefur hingaö til verið hulinn. Þetta er gluggi inn i hann og það hefur lika verið áberandi á siðustu dög- um — eftir að umtalið varð — að meðalaldur áhorfenda hef- ur hækkað verulega Ungling- um hefur iika verið snúið frá i hundraðatali. — Á myndin möguleika er- lendis? — Við höfum þegar sýnt hana poppgagnrýnendum i Kaupmannahöfn. Hér hefur lika verið Englendingur á ferð sem er umboðsmaður fyrir þekkt poppfyrirtæki á Eng- landi og hann vill ólmur koma myndinni á framfæri. Annars ætlum við fyrst að koma henni fjárhagslega i land hér heima áður en við förum fyrir alvöru að hugsa um erlendan mark- aö. — Hvað þurfiö þið marga áhorfendur hér? — Minnst 40 þúsund en 50 þúsund ef við ætlum að borga okkursjálfum laun. — Tekstþað? —Já,já. —GFr Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn hlaðsins i þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 „Mér f innst hvergi eins gott að vinna og á íslandi. Hér er ró og næði og sjón- deildarhringurinn víður. En ég bý í Róm og býst við að búa þar áfram. Maðurinn minn er (tali og getur ekki hugsað sér að búa annars staðar/ svo þetta varð ofaná. Mörg- um listamönnum finnst betra að vinna erlendiS/ þar sem allt er stærra í sniðum og meiri gróska og fjölbreytni/ en það á ekki við um mig. Það truflar mig ekkert nema peningaleysi á Islandi, því enginn er spámaður í sínu föðurlandi og því miður hefur aðsóknin að Sóley verið miklu minni hér en ég vænti." undirstaða mannlegrar til- veru.” „Viltu segja eitthvaö meö myndinni?” „Myndin segir það sem ég hef að segja. Ég gef engin svör. Fólk veröur aö gefa sér svarið sjálft. Mig langaði að fjalla um þessa þjóðsagnarlmynd, — um þetta feröalag mannsins sem kallast lif. Karlmaðurinn er veruleikinn i myndinni, en kon- an er draumurinn. Þannig tengjast undirmeövitundin og raunveruleikinn.” „Er kvennabaráttan þér ofar- lega f huga I myndum þinum?” „Hún er mér ofarlega i huga almennt, en ég hef ekki fjallað sérstaklega um hana i myndum minum. Hins vegar vinn ég með andstæður i „Sóley” sem byggj- ast á kynjunum, þvi mér finnst konan sérstök, — öðru visi. Ég vil að það sé hlustað mig vegna þess sem ég er — sem konu. Ef ég verð eftirlíking karlmanns verð ég alltaf verri en karlmað- „Að kannast við Það er Róska, kvikmynda- leikstjóri og framleiðandi myndarinnar „Sóley” sem hef- ur orðið. „Aðdragandinn að Sóley var langur” segir Róska þegar við biðjum hana aö segja okkur frá myndinni, sem hér var frum- sýnd um siðustu helgi. „Ég hafði verið aö gera heim- ildarmyndir um Island fyrir italska sjónvarpið og einhvern veginn fannst mér alltaf erfitt að þurfa að vinna algerlega með staðreyndir. Það var svo margt sérislenskt sem við tókum fyrir, sem ég hafði aðra tilfinningu fyrir en hinir sem við myndirn- ar unnu, enda var ég eini Islend- ingurinn. Út frá þessu vaknaði hugmyndin um að gera kvik- mynd þar sem ég gæti byggt á þessum þjóðlegu staðreyndum, en látiö ímyndunina um afgang- inn. Og Sóley varö mér meira en imyndun, hún varö tákn frelsis — þjóðfrelsis. Huldufóikið varö tákn þess draums sem býr I hverri manneskju, draums um frelsi, sem þér verður þó ekki fært á silfurbakka, en þú verður aö berjast fyrir. Mig langaði til að glima við þessa tengingu á milli undirmeðvitundar og veruleika, sem t.d. súrrealistar hafa mikið fengist við.” „Ertu sjálf súrrealisti?” „Já, ég býst við að ég geti sagt það. Það er mjög margt I súrrealismanum sem höfðar til min. Undirmeövitundin — eða draumurinn — sem einkennir flestöll ævintýri hvaöan sem þau eru, — hann höfðar mjög til min. Hann er undirstaöan f allri austurlenskri heimspeki og Freud segir „Þú veröur að kannast við þinn draum og þina undirmeðvitund”. — Þetta er draum sinn Rœtt við Rósku, stjórnanda „Sóley” ur. Mér finnst þennan skilning oft skorta i jafnréttisumræöu i dag.” „Þú byrjaðir sem myndlistar- maður. — Málarðu ennþá?” „Ég teikna, en mig langar til að gera meira af þvi. Ég býst við að ef fólk hefur sköpunar- gáfu, á annað borð, þá liggi hún meira en á einu sviði. Ég geri texta, teikna, leikstýri og fæst við ýmislegt. Sköpunargáfa er áreiðanlega til i flestum en fæst- ir mega vera að þvi að leggja rækt við hana. Sjálf byrjaði ég að skrifa þegar ég sat i fangelsi á Italiu.” „Hvers vegna sastu i fang- elsi?” „Vegna afskipta minna af stjórnmálum. Ég hef unnið mik- ið með andspyrnuhópum, eink- um með lögfræðingum og lækn- um og vegna þess að ég tala frönsku og þýsku hef ég unniö að sérstökum verkefnum. En ástandið á ttaliu er mjög alvar- legt núna. Siðan lög voru sett sem losa þá sem segja til félaga sinna undar ákæru, er ótrúleg- asta fólk komið i fangelsi fyrir hryöjuverk. Margir félaga minna hafa verið myrtir og ég á mjög erfitt með að ræöa um , þessa hópa með nafni.” „Er fylgst með þér?” „Það hefur minnkað mjög eft- ir að við Manrico giftum okkur, en fram að þvi var ég sjaldnast frjáls. Það er gifurleg spilling i öllu stjórnkerfinu á Italiu og samtrygging frimúrara er til innan allra stjórnmálaflokka.” „Ef við vlkjum aftur að Sóley. — Nú ert þú menntuð frá kvik- myndaskólanum I Róm, en þú hefur aðallega notað áhugaieik- ara i myndum þinum. — Var sú stefna rikjandi á skólanum?” „Já, það má segja það. Ég er mjög veik fyrir „týpum’” af götunni og sú stefna hefur verið talsvert rikjandi um nokkurt skeið meðal margra yngri kvik- myndaleikstjóra. En auðvitaö eru atvinnuleikarar lika „týp- ur” af götunni, ef svo má segja, og ef maður fær rétta „týpu” er auðvitað betra að hún kunni eitthvað. Þó fer þetta mjög eftir efninu en vissulega þætti mér gaman að vinna með atvinnu- leikurum I mynd sem krefst þeirra. Aðalleikararnir i Sóley hafa nokkra leikreynslu og ég held að það skipti miklu máli.” „Er myndin mjög dýr?” „Það er alltaf dýrt að gera myndir, og dýrast ef maöur er blankur. Ég býst við að myndin kosti einar 200 gamlar miljónir (Róska afsakar að hún skilji ekki nýju krónuna frekar en fleiri). Mér þykir verst að geta ekki enn borgaö öllu þvi fólki, kaup sem hefur lagt á sig ómælda vinnu við myndina.” „Hvað er svo framundan, Róska?” „Ég fer til Italiu til aö vera viðstödd, þegar Sóley verður sýnd þar i sjónvarpinu. Hún fékk mjög góðan sýningartima og þar hefur þegar verið greitt fyrir myndina. Ég er með tvö handrit i takinu, og italska sjón- varpið hefur mikinn áhuga á ööru þeirra. Þeir skrifuðu is- lenska sjónvarpinu og vildu gera mynd i samvinnu við þaö, en islenska sjónvarpið hefur ekki séð ástæðu til að svara bréfinu ennþá.” Þar með lýkur spjallinu við Rósku. Þeim sem ætla að sjá Sóley er bent á aö ekki er sjálf- gefið aö myndin verði lengi I sýningu. Það fer eftir aðsókn, sem hefur verið dræm fyrstu sýningardagana. Þ.S. Verkalýðsfélagið Eining: Launataxtar hækkaðir til samræmis við raunveruleg laun Félagar I Verkalýðsfélaginu Einingu samþykktu nýiega á félagsfundi harðorða áskorun til vinnuveitenda að ganga nú þegar til samninga og tryggja lágiaunafólki I Iandinu mann- sæmandi laun. Bentu þeir norðanmenn á að samkvæmt könnun Kjararannsóknar- nefndar væri Ijóst að atvinnu- rekendur greiddu i raun mun hærri laun en samningar segðu til um, en það kæmi einkum fram hjá fólki I efri launaflokk- unum. Þvl væri það lágmarks- krafa að lægst launaða fólkið, sem ekki hefur notiö yfir- borgana, fengi umtalsveröar launahækkanir nú. Ályktun Ein- ingar var svohljóðandi: „Almennur fundur haldinn i Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri 13. apríl s.l. fordæmir harölega þau vinnubrögð Vinnuveitendasambands Is- lands að neita með öllu leiöréttingum á kjörum launa- fólks innan Alþýðusambandsins þrátt fyrir aö Kjararannsókna- nefnd hefur staðfest rækilega aö stærrihluti vinnuveitenda hefur ekki virt þá samninga sem þeir hafa gert á undanförnum árum. I ljósi þeirra staðreynda að yfir- borganir eru að stærri hluta á hærri launataxtana, er það ófrávikjanleg krafa launafólks i lægri launaflokkum að þvi verði mætt nú með betri samningum en til þessa. Þó ber að virða það sem gert var i bráðabirgðasamkomu- laginu I nóvember s.l. varöandi lágmarkstekjur, það var skref i rétta átt,en betur má ef duga skal. Það er þvi ófrávikjanleg krafa að nú þegar verði sest að samningaborðinu með öðru og betra hugarfari en til þessa. Lágmarkskrafan er að samn- ingar verði að minnsta kosti færðir til samræmis við það sem gerist i raun i dag og að lægst launaöa fólkið sem ekki nýtur slikra yfirborgana fái umtals- verðar launahækkanir umfram þá betur settu. Ennfremur skorar fundurinn á stjðrnvöld að skerast i leikinn og tryggja það með einhverjum ráðum að þessi hópur fái nú réttar bætur sem ekki hverfa eins og dögg fyrir sólu.” — v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.