Þjóðviljinn - 21.04.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.04.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. apríl 1982 viðtalið Þroskahefta á ekki að loka inni á stofn- unum segir Karl Grune- wald, sænskur sérfræðingur í mál- efnum þroska- heftra Það sem vakið hefur athygli mina her á iandi er, að starfs- fólk og stuðningsaðilar að mál- efnum þroskaheftra hér á landi virðast ekki hafa komið sér saman um túlkun á 1. grein nýju laganna um aöstoð við þroskahefta, þar sem segir að markmiðið sé að tryggja þroskaheftum jafnrétti við aðra þjóöfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa sem eðli- legustu Iffi i samfélaginu, sagði Karl Griinewald á blaðamanna- fundi i gær, en Griinewald er forystumaður i skipulagningu aðstoðar við þroskahefta i Svi- þjóð og þekktur á alþjóðavett- vangi sem sérfræöingur i mál- efnum þroskaheftra. Griinewald er hér á landi I boði heilbrigöis- og félagsmála- ráöuneytisins, og hefur hann ma. heimsótt stofnanir og skóla og veitt islenskum aöilum ráö- gjöf i meöferö á málefnum þroskaheftra. Griinewald sagöi þaö vera úr- elta stefnu aö safna þroskaheft- um eöa öörum minnihlutahóp- um i þjóöfélaginu inn á stofn- anir. Þaö er eitt af grundvallar- atriöum i mannréttindum barna að eiga sér foreldra og heimili, og viö eigum ekki aö svipta þroskaheft börn þessum mannréttindum meö þvi aö setja þau inn á sérstakar stofn- anir. Hér á landi ættu aö vera möguleikar til aö foröast ýmis þau mistök, sem viö höfum gert á hinum Norðurlöndunum i þessum efnum. Þaö eru meira en 10 ár siöan viö hættum aö byggja sérskóla fyrir þroska- hefta, vegna þess aö þaö sýndi sig að þeir reynast ekki vel. Þroskaheft börn eiga heima i grunnskólum, og það á að skapa þeim aðstöðu þar, — annaö hvort með sérbekkjum eða, þar sem skólar eru minni, meö sér- stakri aöstoö innan um heii- brigð börn. Slik meöferö er bæði æskilegust og eölilegust, sagði Griinewald, hvort sem litið er til hinna þroskaheftu eða heil- brigöu. Viö spurðum Griinewald, hvort ekki væri erfiöleikum bundiö að koma viö sérfræöi- legri aöstoö við þroskahefta i dreifbýli eins og hér á tslandi. Hann sagði aö það væri hlut- verk hinna sérmenntuðu að fara út til þeirra sem á aðstoð þurfa aö halda þar sem þeir lifa i sínu eölilega umhverfi. Reynslan sýndi hins vegar aö þaö skapaði ný vandamál aö flytja fólk úr sinu eölilega umhverfi til þess aö sækja slika þjónustu. Griine- waid sagöi að nú oröið væru að- Þaö eru grundvallarmannréttindi allra barna, lika þeirra þroska- heftu, aö eiga sér foreldra og heimili og eölileg fjölskyldutengsl, sagöi Karl Griinewald, sérfræöingur í málefnum þroskaheftra. —Ljósm. eik. eins um 85 þroskaheft börn undir 7 ára aldri vistuö á stofn- unum i Sviþjóö. Meginreglan er aö þau dvelji á heimilum sinum og eigi sér eölilegt samband viö foreldra og fjölskyldu. Börn þessi ganga i venjulega skóla á daginn og foreldrar fá heima- hiálp um helgar, auk þess sem þeir geta fengið skammtima- fóstrun þegar þeir fara i fri. Þá er fjölskyldum þroskaheftra einnig veitt sálfræöileg ráögjöf auk þess sem þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur. Grtinewald sagöi aö stefnan i Sviþjóö væri sú, aö skapa þannig aöstæöur i þjóöfélaginu aö æ færri minnihlutahópar þyrftu að vistast á stofnunum, hvort sem um fullorðna eöa börn er að ræða. Griinewald sagöi aö það væri varhugaverð þróun aö fela framkvæmd á þjónustu viö fatlaöa eöa þroskahefta i of rik- um mæli sérhagsmunasamtök- um blindra, heyrnardaufra, lamaðra, þroskaheftra o.s.frv. vegna þess að þaö mundi auka á samkeppni og aöskilnað milli þessara hópa sin á milli og gagnvart þjóöfélaginu. Sam- hæfing og samtenging yrði hins vegar til þess aö auka á sam- stööuna og skilning á milli þess- ara minnihlutahópa og undir- strika jiau mannréttinda- sjónarmiö, sem liggja til grund- vallar allri félagslegri aöstoö viö þessa minnihlutahópa, þannig aö þeir geti lifaö sem eðlilegustu lífi i samfélaginu, sagöi Griinewald aö lokum. Griinewald flutti opinberan fyrirlestur um markmið og leið- ir i félagslegri aöstoð við þroskahefta á hótel Esju á mánudagskvöldiö. ólg. grænland skilur við EBE Þessi teikning er úr þýsku blaði og sýnir við- skilnað Grænlendinga við Ef nahagsbandalagið. Blaðinu sem myndina birti þótti bersýnilega að úrslit kosninganna væru hin undarlegustu: það hafði reiknað það út, að Grænlendingar væru með því að greiða atkvæði gegn EBE, að hafna 200 wwmmmmm^mmmm^ miljónum króna dönskum í allskonar styrki. Þetta er bara bjánaskapur! sagði það — með stuðn- ingsmönnum EBE á Grænlandi sjálf u. En ætli sá viti ekki betur, sem kýs sjálf sákvörðunar- réttinn f remur en einhver hæpin f ríðindi í peningum nú í bili... Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson Þeir vísu sögöu... Þvi fleiri fingraför sem finnast eftir börnin á heimilum þeirra, þeim mun færri veröa þau hjá rannsóknarlögreglunni. Joseph J. Quinn Pislarvætti er eina leiöiíi til frægöar þegar undirmálsmenn eiga hlut aö máli. Bernhard Shaw Góöar horfur eru oft miklu un- aðslegri en góöur árangur. Oliver Goldsmith Ökvæntur maöur vex aldrei al- veg upp úr þvi aö lita á sjálfan sig sem glæsilegan ungiing. Helen Rowland Engin uppgötvun er jafn töfr- andi og sú er menn verða þess varir aö þeim er unnað hugást- um. Þá er eins og Drottinn hafi lagt fingur sinn á öxl þeirra. Charles Morgan Flestir menn geta þolað mót- læti en ef þú vilt kynnast manni þá fáöu honum vald. Robert Ingersoll Gúmítré (Ficus elastica) Þessi gúmmitrjátegund er með grænum þykkum blöðum. Hún þolir ekki mikinn hita. Hún getur staðið i ljósi en þolir ekki sól. Vökvist reglulega en má gjarnan verða svolitiö þurr á milli. Aburður borinn á reglu- lega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.