Þjóðviljinn - 21.04.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.04.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur .21. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 ípróttirg) íþróttír i Ipswich vann United Ipswich vann þýðingarmikinn sigur á Manch. Utd. i 1. deild ensku knattspyrnunnar i gær- kvöldi, 2-1. John Wark skoraði tvivegis fyrir Ipswich eftir að John Gidman hafði náð foryst- unni fyrir United. Ipswich hefur þvi hlotið 70 stig i 36 leikjum og er i öðru sæti á eftir Liverpool sem hefur 72 stig úr 35 leikjum. Úrslit i gærkvöldi: 1. deild Everton — Nott. For.......2-1 Ipswich —Manch.Utd........2-1 Middlesboro —Brighton.....2-1 2. deild Cambridge —Orient.........2-0 Grimsby —-Cr. Palace......0-2 Luton —Chelsea............2-2 Shrewsbury — Norwich......0-2 Wrexham — Leicester.......0-0 3. deild Burnley—Southend..........3-5 Carlisle — Exeter.........3-2 Doncaster — Walsall.......1-0 Millwall — Plymouth .....~2-l Preston — Fulham..........1-3 Wimbledon—Oxford..........2-3 4. deild Hull — Stockport..........0-0 Northampton — Halifax.....0-1 Rochdale — Scunthorpe.....1-1 — VS i Valur-KR j i núll-núll j | Einn leikur var á I H Reykjavikurmótinu i knatt- ■ ■ spyrnu i gærkvöldi. Valur og | ® KR léku á Melavelli og varö m ■ jafntefli, 0-0. I kvöld leika ■ | Vikingur og Armann á Mela- ® _ _ii:__1.1 m ■ Kvennalandsliðiö i knattspyrnu, eöa hluti þess, á æfingu ásamt þjálfurunum, Sigurði Hannessyni og Guðmundi Þórðarsyni. — Mynd: — gel. 72 MEÐ 12 RÉTTA Erum í sterkum riðli — segir Sigurður Hannesson þjálfari kvenna- landsliðsins í knattspyrnu ,,Það er mjög mikill áhugi hjá stúlkunum fyrir evrópukeppn- inni”, sagði Sigurður Hannesson, annar þjálfara kvennalandsliðs- ins i knattspyrnu, i samtali við Þjóðviljann. „Okkar riðili i keppninni er mjög sterkur, Sviar, Sviar Finnar og Norðmenn eru i hópi bestu þjóða i Evrópu og það veröur fróðlegt að sjá hvar viö stöndum miöaö við þær. Sænsku stúlkurnar eru núverandi Norðurlandameistarar og fyrir skömmu unnu þær Hollendinga i landsleik 7-0”, sagði Sigurður. Leikdagar i riðlinum verða ákveðnir i Stokkhólmi i næstu viku og er reiknað með að islenska liðið leiki tvo eða þrjá leiki á þessu ári. Þeir Sigurður og Guömundur Þórðarson hafa valið 24 stúlkur til landsliðsæfinga, og stefna þeir að þvi að fá sem flesta æfingaleiki, ekki aðeins gegn kvennaliöum, heldur einnig og jafnvel frekar gegn karlaliðum. — vs. / , Urslitaleikurinn í bikarkeppni HSIs Bikarinn í Fjörðinn — eða Vesturbælnn? FH og KR leika til úrslita i bikarkeppni HSt f Laugardaishöll i kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Þetta er i niunda skiptið sem bikarkeppnin fer fram og hefur FH oftast sigrað, þrisvar i fimm úrslitaieikjum. KR hefur einu sinni komist i úrslit, árið 1980, en tapaði þá fyrir Haukum i aukaúr- slitaleik. Núverandi bikarmeist- arar eru Þróttarar, en sigur i bikarkeppninni veitir rétt tii þátt- töku í Evrópukeppni bikarhafa. FH hafnaði i öðru sæti 1. deildar i vetur með 21 stig eftir harða baráttu um íslandsmeistaratitil- inn viðViking en KR-ingar lentu i fjórða sæti með 19 stig svo ekki munaði miklu á liðunum. Enda voruleikir þeirra i deildinni jafn- ir og spennandi: FH sigraði með eins marks mun i Hafnarfirði eftir að KR hafði verið yfir rétt fyrir leikslok og i Höllinni skildu liðin jöfn i æsispennandi leik. Bæði liðin eiga mikið af ungum og efnilegum leikmönnum og eru á mikilli uppleið. 11. umferðbikarkeppninnar sat KR hjá en FH sigraði Fylki 40-21. I 2. umferð vann FH Fram 30-21 og KR sigraði Armann 29-17. t 8- liða úrslitum sigraði FH Stjörn- una 22-21 og KR Tý 29-18 og i und- anúrslitunum sigraði FH Val 27- 20 en KR-ingar hefndu harma sinna gegn Haukum og sigruðu 28-23. Bæði liðin veröa liklega með sina sterkustu leikmenn i kvöld nema hvað Þorgils Óttar Mathie- sen leikur ekki með FH enda ný- kominn úr gipsi eftir meiðsli frá þvi i vetur. Gunnar Gislason KR- ingur nefbrotnaði i leiknum gegn Haukum á fimmtudagskvöldið en fékk góða meðferð strax og verður þvi trúlega i fullu fjöri i kvöld. Forsala á leikinn hefst i Laugardalshöll kl. 18 og er miða- verð kr. 60 i sæti og 40 i stæöi og 10 fyrirbörn. Dómarar verða Gunn- laugur Hjálmarsson og óli Ólsen. Ljóst er að úrslit ráðast i kvöld þvi verði jafnt, verður framlengt allt þar til úrslit fást. Það er mik- ið i húfi ekki sist fyrir KR-inga sem verða að sigra til að komast i Evrópukeppni næsta vetur. FH er örúggt i Evrópukeppni: tapi þeir komast þeir samt sem áður i IHF- keppnina fyrir annað sætiö i 1. deild. Það er þvi til mikils að vinna og allt stefnir i hörkuspenn- andi leik i Höllinni i kvöld. —VS Frá siðari leik KR og FH I 1. deildinni I vetur. Þessi félög mætast I úr- slitaleik bikarkeppni HS! Ikvöld. 1 31. leikviku Getrauna komu fram 72 raðir með 12 rétta leiki og var vinningur fyrir hverja röð kr. 1.865.00. Með 11 rétta leiki var 1041 röð og vinningur fyrir hverja röð kr. 55.00. A þessu leiktimabili hefur aldrei falliö niður að greiða 2. vinning, en lágmarkið er nú kr. 50.00, en þessir vinningar eru hin- ir lægstu, sem komiö hafa til greiðslu á þessum vetri. Nú er farið að draga að lokum ensku deildarkeppninnar, henni lýkur 15. mai og um leið verður siðasti getraunaseðillinn að þessu sinni. V íðavangshlaup Hafnarfjarðar Viðavangshlaup Hafnarfjarðar fer fram á morgun, sumardaginn fyrsta. Hlaupið hefst kl. 14 við Lækjarskóla og veröur keppt i 9 flokkum karla og kvenna. Karla- flokkarnir eru: 17 ára og eldri, 14 -16 ára, 9 -13 ára, 7 - 8 ára og 6 ára og yngri. Kvennaflokkarnir eru: 13 ára og eldri, 9 - 12 ára, 7 - 8 ára og 6 ára og yngri. Þrir fyrstu i hverjum flokki fá verðlaunapen- inga og sigurvegararnir farand- bikara að auki. Einnig fá allir keppendur verðlaunaskjöl að hlaupi loknu. A föstudaginn greindum við frá þeim félagaskiptum i knattspyrnu semsamþykkthafaveriöþaðsemafer þessunt mánuði.Vegna mik- ils fjölda varð að tviskipta hópnum og er siðari hlutinn hér aö neðan. Fátt er um feita bita að þessu sinni, kunnastir eru Tómas Pálsson sem fer á ný til Eyja eftir að hafa leikið með FH,og Vilhelm Fred- riksen sem hefur skipt úr KR i Val. Þjóðviljinn hefur áður sagt frá félagaskiptum þeirra. Það er athyglisvert hve opnum félagaskipt- um fer f jölgandi og stafar það oftast af þvi að leikmenn sem hyggj- ast skipta um félag vilja kanna aðstæður hjá fleiri en einu félagi áö- ur en þeir taka endanlega ákvörðun Opln félagaskipti orðin mjög vinsæl Jóhann Þór Einarsson úr Leikni R. i 1K. Jóhannes B. Ófeigsson úr Eilifii Þór Ak. Jón G. Bjarnason úr KR —opið. Kristinn R. Guðmundsson úr UMF Fram —opið Kristinn Kristinsson úr Leikni R. i KR Kristinn Pedersen úr óðni i ÍK Kristján Ólafsson úr 1R i Fylki Magnús M agnússon úr Leikni R. — opið Magnús Ólafsson úr ÍB! —opið Magnús Rúnarsson úr Baldri i Eyfeliing Ólafur Árnason úr Fram — opið Ólafur Ólafsson úr Tindastól i Val Öli Guðmundsson úr Leikni R. —opið Raf n Thorarensen úr Aftureldingu — opið RögnvaldurÞór Rögnvaldsson úr Vikingi R, —opið Sigurjón Magnússon úr Tindastól i KR Stefán Larsen úr Selfossi i danskt félag Steinar Kristjánsson úr Leikni R. — opið Steindór J. Elisson úr IK i Breiðablik Steingrimur Asgrimsson úr Eflingu —opið Sturla Frostason úr IBl i Augnablik Sæmundur Sigurðsson úr Leikni R. —opið Tómas Pálsson úr FH i ÍBV Úlfar Danielsson úr Hveragerði — opið Úlfur Eggertsson úr Aftureldingu i Fylki Valdimar L. Júliusson úr Magna i Dagsbrún Viðar Gylfason úr Reyni H. — opið Vilhelm Fredriksen úr KR i Val Vilmar Pétursson úr Breiðabliki i Augnablik Þór Kristjánsson úr IBK i Þrótt R. Þórarinn örn Sævarsson úr Fylki i Val.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.