Þjóðviljinn - 21.04.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.04.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. apríl 1982 Auglýslng frá Æskulýðsráði ríkisns Samkvæmt9. gr. III. kafla laga um æsku- lýðsmál hefur æskulýðsráð rikisins heimild til þess að veita stuðning við ein- stök verkefni i þágu æskufólks. Stuðningur þessi getur bæði orðið beinar fjárveitingar af ráðstöfunarfé ráðsins og/eða ýmis önn- ur fyrirgreiðsla og aðstoð. Æskulýðsráð samþykkti á fundi sinum 6. april s.l. að óska eftir umsóknum frá æskulýðssamtökum og öðrum aðilum er að æskulýðsmálum vinna um stuðning við einstök verkefni er fallið gætu undir þessa grein laganna. Slikar umsóknir ásamt upplýsingum og áætlunum um verkefni þurfa að berast Æskulýðsráði rikisins, Hverfisgötu4—6, fyrir 10. júni 1982. Æskulýðsráð rikisins. Frá Æfingaskóla Kennaraháskólans Innritun i forskóladeildir þ.e. 5 og 6 ára barna fer fram i skólanum mánudaginn 26. ogþriðjudaginn27. april n.k. kl. 13—16. Skólastjóri • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468 Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þurfa aö harösnúnu liöi sem bregöur biöa lengi meö bilaö ratkerli, sK/órt viö leiöslur eöa tæki Eöa ný heimilistæki sem þarl aö leggja tyrir. Þess vegna settum við upp neytendaþjónustuna - meö RAFAFL ~ w ' SmiÖshölSa 6 ATH. Nýtt simanúmer: 85955 Tveir ungir mynd- listarmenn, sem stundað hafa framhaldsnám í Bandaríkjunum, sýna verk sín í Reykjavík um þessar mundir. Valgarður Gunnarsson sýndi málverk i Nýlistasafninu og lauk sýningu hans á sunnu- daginn var. Valgarður lauk námi frá grafikdeild Myndlista- og hand- iðaskólans 1979 og fór þá til Bandarikjanna, þar sem hann hefur stundað framhaldsnám undanfarin 2 ár við Empire State College of Art á Man- hattan i New York. Sýning Valgarðs hafði á sér hæverskan en sterkan persónu- legan biæ, og eru myndir hans Hundur I gildru, grafikteikning eftir Vigni Jóhannsson. Bandarískir straumar e.t.v. i anda hins nýja bandariska expressionisma, þar sem leikið er á samspil óhlutbundinna forma og mann- legrar skirskotunar. Smámyndir Valgarðs, unnar i þekjulit, hafa að geyma sjaldgæfa ljóðræna eiginleika og óheft hugmyndaflug. í heild ber sýningin vott um að hér er á ferðinni Jjroskaður .listamaður, sem hefur tamið sér öguð vinnubrögð af sannri fagmannlegri hógværð. I Listmunahúsinu við Lækjar- torg stendur nú yfir sýning Vignis Jóhannssonar á teikn- ingum, sem hann kallar „Hindranir ásamt búnaði nokkrum”. Vignir Jóhannsson er þritugur Akurnesingur, sem stundaði á sinum tima nám i Myndlista- og handiðaskólanum og útskrifað- ist frá grafikdeild skólans 1978, ári á undan Valgarði Gunnars- syni. Siðan hefur Vignir dvalið i Bandarikjunum, þarsem hann lauk m.a. prófi i grafik frá Rhode Island School of Design 1981. Teikningar Vignis eru fag- mannlega unnar og af öruggu handbragði. Þær sýna okkur gjarnan þann trylling og hraða, Nafnlaus mynd eftir Valgarð Gunnarsson. L.e Minning: sem finna má i nútimanum, og á þetta ekki sist við um myndir hansafhundum oggildrum, þar sem við sjáum blinda likamlega orku mæta óyfirstiganlegum vélrænum hindrunum i trylltum og óhjákvæmilegum árekstrum. Aðrar myndir sýna okkur mannslikamann fjötraðan i tækjabúnaði eða þá mælistikur rikisvaldsins andspænis kaótisku landslagi. Sýningin er fjóröa einka- sýning Vignis og er ótviræður vitnisburður um að hann hefur þegar skipað sér i fremstu röö meðal islenskra teiknara. Þeir straumar, sem hingað hafa borist frá Bandarikjunum með sýningum þeirra Vignis og Valgarðs eru ánægjulegur viðauki við þá fjölbreytilegu grósku, sem nú á sér stað i yngri myndlist á Islandi. :,eJ Sigríður Guðmundsdóttir Fædd 15. júlí 1896 — Dáin 10. apríl 1982 Sigriður Guömundsdóttir verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju i dag. Hún var fædd að Hvitanesi, Vestur-Landeyjum, 15. júli 1896. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Einarsson og Kristín Sigurðardóttir. Fimm barna þeirra hjóna af sjö er þau eignuö- ust náðu fullorðinsaldri en eru nú öll látin. Sigriður missti foreldra sina þegar hún var barnung og tvistraðist þá heimilið. Hún átti erfiða bernsku, enda tæpast hægt að segja að bjart væri framundan hjá munaðarlausum börnum um aldamótin siðustu, en þó rættist úr fyrir henni, þegar hún komst til móöursystur sinnar, Guð- bjargar, er þá bjó aö Strandar- höfði. Sigriöur var hugrökk og dug- mikil strax á unga aldri. Hún vildi bjargast af eigin rammleik, og eftir að hafa starfað við hjúkrun á Vifilsstöðum og Akureyrar- spitala, þar sem hún ávann sér vináttu og traust bæði sjúklinga og samstarfsfólks, dreif hún sig til Kaupmannahafnar til hjúkr- unarnáms. En þar fór eins og oft áður hjá efnalitlu fólki' bágur fjárhagur kom i veg fyrir að hún lyki námi. Sigriður dvaldi i Danmörku i fimm ár. Þar eignaðist hún elstu dóttur sina, Kömmu. Þær fluttu heim til tslands árið 1925. Veturinn næstan á eftir vann Sigriður á heimili Páls Kolka, héraðslæknis i Vestmannaeyjum. A vertið i Eyjum var þá ungur bóndasonur, sveitungi Sigriðar, það var Sigurjón, sonur hjónanna Þórunnar Jónsdóttur, ljósmóöur og Jóns Gislasonar, oddvita og Dannebrogsmanns, er bjuggu i Ey i V-Landeyjum. Sigriður og Sigurjón gengu i hjónaband 11. desember 1926 og hófu búskap á Kanastööum I A-Landeyjum I sambýli við Hall- dór, bróður Sigurjóns og konu Halldórs, Guðriði Jónsdóttur. Þar bjuggu þau til ársins 1929 er þau fluttust til Reykjavikur, þar hóf Sigurjón nám i húsasmiði og vann að iðn sinni meðan kraftar entust. Hann átti við heilsuleysi að striða árum saman og lést úr berklum árið 1956. Þau hjónin eignuöst tvær dætur, Kristinu og Þórunni, einn- ig tóku þau sér i sonar stað elsta barn Kömmu, örn Sveinsson. Það þarf ekki að fara I graf- götur með, að Sigriöur þurfti oft að leggja hart að sér við vinnu utan heimilisins, þegar Sigurjón var óvinnufær langtimum saman vegna veikinda sinna. Hún vann þá á sjúkrahúsum og viö sauma- skap og annað, sem til féll. A heimili þeirra hjóna var oft gestkvæmt, sveitungar og vinir dvöldu þar er þeir áttu erindi til Reykjavikur. Þau hjónin voru gestrisin og oft var glatt á hjalla þegar Sigurjón lék á orgelið og gestir og heimafólk tóku lagið. Þess má geta að Sigurjón var organisti i sóknarkirkju sinni áður en hann flutti suður. Sigriður var greind kona og skemmtileg I viðræðum, viölesin, minnug og hafði rika kimnigáfu, með henni bjó sterk réttlætis- kennd, og gefur auga leiö að kona með eins stórbrotna skapgerð, tók ávallt málstað litilmagnans. Hér hefur verið stiklað á stóru i ævi tengdamóður minnar. Margs er að minnast og margt að þakka. Fyrstu fimmtán búskaparár okk- ar hjóna bjuggum við I sama húsi og hún. Þar fæddust synir okkar og undu marga stund hjá ömmu sinni. Marga visuna og söguna fengu þá ungir sveinar i vega- nesti. Ég þakka samfylgdina. Leifur Björnsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.