Þjóðviljinn - 28.04.1982, Page 16

Þjóðviljinn - 28.04.1982, Page 16
PIÚDVIUINN Miðvikudagur 28. april 1982. Miklar áhyggjur j af atvinnuleysi | á Noróurlöndum: j j Fjölsóttir j | fundir — Rætt við Guðrúnu Helgadóttur — Það er ekkert sér- lega upplifgandi að ferðast um Noreg, Svi- þjóð og Danmörku þessa stundina. Hvar- vetna sem maður kemur hafa menn miklar áhyggjur af at- vinnuleysi einkum meðal ungs fólks, og það er hálfgert von- leysi ríkjandi þegar rætt er um framtiðar- horfur. Þetta kom einkar skýrt fram i samtölum á höfuð- borgarráöstefnu Norð- urlanda i Osló, sagði Guðrún Helgadóttir borgarfulltrúi m.a. er Þjóðviljinn ræddi við hána. — Hin árlega höfuðborgar- ráðstefna sem nokkrir borgarfulltrúar Reykjavikur söttu i Osló var annars ánægjuleg samkoma og mót- tökur Norömanna höföing- legar. Við áttum þess m.a. kost að fara i skoðunarferð um verkamannahverfi i Osló og kynnast tilraunum borgaryfirvalda til þess að bregðast við húsnæöisvand- ræðum sem þareru hrikaleg. Ég er hrædd um að Reykvik- ingum dugöi ekki að leita fyrirmynda i húsnæöismál- um til Oslóborgar, þvi að svo slæmt var ástandið á leigu- húsnæði sem þar er notað að ekkert sem hér þekkist kemst nærri þvi að jafnast á við þaö. — Við Sigurjón Pétursson héldum eftir höfuðborgar- ráðstefnuna i fundarferðalag á vegum Aiþýöubandalags- ins og tókst það ákaflega vel. Fundir okkar Sigurjóns I Osló, Gautaborg, Lundi, Stokkhólmi og Uppsölum voru fjölsóttir og stóöu sumir á fjórðu klukkustund með fjörugum umræöum. Eitt- hvað hafði hinsvegar farið úrskeiðis i Kaupmannahöfn og þar var heldur fámennt. — A fundunum sem ég var á lagði ég mig fram um að kynna námsmönnum og öðrum þær breytingar sem gerðar hafa verið á kosn- ingalögum og svaraði spurn- ingum um alit milli himins og jarðar. Þarna kom fram ekki siöur áhugi á lands- og þingmálum heldur en borgarmálum, og hvarvetna iögðu námsmenn áherslu á að námslánafrumvarpið fengi afgreiðslu á þessu þingi. Greinilegt var aö eitt heista áhyggjuefnið eru hús- næðismálin hér heima og hvernig til tekst að leysa þau aö loknu námi eða dvöl er- lendis. En mér þótti sérstak- lega vænt um það á fund- inum kom fram mikill áhugi á þeirri skipulagsvinnu sem unnin hefur verið i Reykja- vik á kjörtimabilinu og ýmislegt fagfólk sem er við nám og störf á Norður- löndum lét vel af skipulags- stefnu borgarstjórnar. — ekh Aðalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aðra starfsmenn hlaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8x285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsímí 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Heimilisþjónustan í Reykjavík: Um 500 konur sinna 1260 heimilum aldraðra Rætt við Jónínu Pétursdóttur Þessa dagana stendur yfir í Reykjavik nám- skeið i heimaþjónustu, sem haldið er á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Öldrunarráðs Islands fyrir fólk frá þeim sveitarfélögum á lands- byggðinni, sem eru að hefja skipulega heimilisþjónustu. Að þvi tilefni tókum við Jóninu Pétursdóttur tali, en hún er forstöðu- kona heimilisþjónust- unnariReykjavik: — Skipulögð heimahjúkrun fyrir aldraða hefur veriö starf- rækt hér i Reykjavik frá 1970 og hefur farið ört vaxandi, sem sést af þvi að þá fengu 141 heimili þjónustu ená siöasta ári nutu 1260 heimili aldraðra þessarar þjónustu, segir Jónina. — Alls starfa hjá okkur um 500 manns, en starfsigildi eru 220. Uppistaðan i starfsliði okkar eru konur á aldrinum 50-70 ára og svo ungt námsfólk en i þeim hópi eru m.a. 8-10 karlmenn. — Hvernig greiðir fólk fyrir þessa þjónustu? Þeir sem aðeins lifa af ellilif- eyri og tekjutryggingu fá ókeypis þjónustu.enaðrir þurfa að greiða hálft timakaup Sóknar eða um 20 kr á klukkustund. Mismunurinn er greiddur af borginni. — t hverju er heimilishjálpin fólgin? — Miðað er við að hver heim- sókn sé 4 klst., en aðstoðin felst oft i ræstingu, matargerð, útrétt- ingum og öðru er viðkemur heimilishaldi. Heimilishjálpin miðar að þvi að gera fólki kleift að dvelja lengur heima hjá sér í sinu eigin umhverfi. Við störfum i samvinnu við Öldrunardeildina I Hátúni og Heimahjúkrun Heilsu- verndarstöðvarinnar i Reykja- vik, og við bæði komum sjúkling- um á framfæri við öldrunardeild- ina og tökum á móti sjúklingum frá þeim, þannig að læknarnir geta fylgst með útskrifuðum sjúklingum i gegnum okkur. Annars finnst okkur að enn sé gamalt fólk oft útskrifað af sjúkrahúsunum áður en það er raunverulega fært um að fara heim, þótt öldrunardeildin i Há- túni hafi verið mikil framför. — Er krafist sérstaks undir- búnings fyrir starf aö heimilisaö- stoð? — Það er ekki skylda, en þeir sem starfa að heimilisaöstoð eiga þess kost að fara á námskeið hjá Sókn, sem veitir konunum meira öryggi i starfi og gefur þeim rétt til launauppbótar. — Er heimilishjáipin eingöngu fyrir aldraða? — Nei, viö sinnum lika fötluðu fólki, öryrkjum og öðrum sem þurfa á daglegri þjónustu að halda, en okkur vantar fólk til þess aö sinna ræstingum þar sem komið er t.d. einu sinni I viku. Viö sinnum öldruðum, fötluðum, öryrkjum og öðrum sem á aðstoð þurfa aö halda, segir Jónina Pétursdóttir. Verðlagning og sölumeðferð félagslegra íbúða: Húsnæðísstofnun tekur alfaríð við Húsnæðisstofnun rikisins hefur verið falið að annast matsgerð á félagslegum ibúðum og yfirstjórn á sölumeðferð þeirra hjá sveitarfélög- um, auk þess sem réttur ibúðareigenda hefur verið enn frekar tryggð- ur með ákvæði um yfir- mat ef málsaðilar una ekki úrskurði mats- nefndar húsnæðisstofn- unar. Þessi ákvæði er að finna í reglugerð sem félagsmálaráðherra hefur nýlega gefið út um breytingar á matsgerð félagslegra íbúða. Samkvæmt fyrri reglugerð skipaöi ráðherra tvo matsmenn til þess aö reikna út og meta til verðs allar ibúðir sem koma til endursölu i verkamannabústöð- um um allt land. Jafnframt var þessum matsmönnum falið að móta starfsreglur um fram- kvæmd þessara mála. öllum stjórnum verkamannabústaða I landinu var einnig skrifað og þær beðnar um athugasemdir og til- lögur um breytingar á starfsregl- unum. þvi hefur verið lagt fram frum- varp á alþingi um breytingar á þeim greinum laganna um félagslegar ibúðir sem fjalla um verðlagningu og matsgeröir. Með þessum ráðstöfunum, setningu reglugerðarinnar og starfsreglum sem húsnæðismál- stjórn hefur samþykkt, telur félagsmálaráðuneytið að tryggt hafi veriö eftir þvi sem unnt er, traust skipulag þessara mála. Húsnæöisstjórn hefur þegar skipað starfshóp til að annast þessi matsgerðarverkefni sem i eiga sæti þeir: Skúli Sigurðsson lögfræðingur, Halldór Backman og Guömundur Gunnarsson. Tveir þeirra fyrstnefndu voru áður i matsnefnd félagslegra i- búða. Með þessari nýskipun hefur Húsnæðisstofnun alfarið tekið við framkvæmd á verðlagningu félagslegra ibúða og yfirstjórn á sölumeðferð þeirra hjá sveitar- félögum. —lg. Á námskeiðinu i heimilisþjón- ustu, sem haldið er i Sjúkraliða- skólanum verða flutt fjölmörg erindi sérfróðra manna auk þess sem þátttakendur kynna sér sér- staklega þjónustu við aldraða i Reykjavik. Athygli skal vakin á þvi að i opnu blaðsins i dag er sagt frá heimahjúkrun i Reykjavik og farið i sjúkravitjun. ólg. ! Bankar stööva lánveitingar út á skreið: ! Miklar I birgðir og sölu- tregða Afurðalánabankar hafa stöövað lánveitingar út á skreið, enda hefur Seðla- bankinn ákveðið að fella nið- ur endurkaup á afurðalánum vegna skreiðar. Frestur til veðsetningar á skreið, sem framleidd hefur verið eða verður til næstu mánaða- móta rennur út mánudaginn 3. mai n.k. 1 frétt frá Seðlabankanum, Landsbankanum, Útvegs- bankanum og Samvinnu- bankanum segir að ákvörðun um stöðvun á lánveitingum út af skreið sé tilkomin vegna mikilla birgða I land- inu og fyrirsjáanlegrar tregðu eða stöðvunar á skreiðarsölu til Nigeriu um lengri tima. en þar hefur aðal skreiðarmarkaðurinn verið. —ekh I Draupnir VE-550: Var ad ólögleg um veidum Gæsluflugvélin TF-Rán stóö mótorbátinn Draupni VE-550, að meintum ólögleg- um togveiðum undan Bakka- fjöru siðdegis s.l. föstudag. Málið var tekiö fyrir hjá bæjarfógetanum i Vest- mannaeyjum á laugardag- inn og viðurkenndi skipstjóri Draupnis brot sitt, en dómur hefur ekki enn verið kveðinn upp. Gæslumenn á TF-Rán mældu Draupni mest 0,5 sjó- milur fyrir innan fiskveiöi- mörkin út af Bakkafjöru. Skipherra i þessu gæsluflugi var Hálfdán Henrýsson, flugstjóri Björn Jdnsson og flugmaður Benóný Asgrims- son. —lg-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.