Þjóðviljinn - 04.05.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 4. mai 1982
Á baráttu- og hátíðisdegi
verkalýösins fyrsta mai, fylkjum
viö liði til þess að sýna samstööu
okkar og baráttustyrk. Við litum
til liöins tlma, reynum að læra af
reynslunni og meta stööuna á líð-
andi stund. Við áréttum stuðning
okkar við þá sem búa við lökust
kjör og erfiðastar aðstæöur i okk-
ar þjóöfélagi. Við lýsum sam-
stöðu með þeim, sem i öðrum
löndum og heimsálfum þjást
vegna atvinnuleysis, fátæktar og
styrjaldarógna. Við lýsum sam-
stöðu með öllum þeim, sem beitt-
ir eru kúgun og ofbeldi, hvort
heldur er i Póllandi, E1 Salvador
eða Tyrklandi.
Vaxandi atvinnuleysi
I flestum nágrannalöndum
okkar hefur atvinnuleysi farið
vaxandi siðustu misserin. t vetur
voru 650 þúsund manns á atvinnu-
leysisskrá á Noröurlöndunum
einum og nú eru atvinnuleys-
ingjar i Vestur-Evrópu allir taldir
13 milljónir. Ogæfa atvinnuleysis-
ins hefur ekki þjakað jafnmarga
siðan I kreppunni miklu. Við á ts-
landi höfum varist þessum vá-
gesti, okkur hefur tekist að halda
fullri atvinnu. Verðbólgan er illt
böl, en við megum aldrei falla i þá
gryfju að reyna að létta þvi af
með öðru böli illskeyttara. At-
vinnuleysi má aldrei þola.
Meðaltalið segir
ekki allt
Góöir áheyrendur. Það er sagt
pfroSj|/ wÍ-HbBÍ il 3 r Bfll (i’t
Vinnuveitendasamband Islands
krefet 20-30% kjaraskerðingar
að tölfræði sé sú visindagrein sem
segi að ef maöur stendur með
annan fótinn i klaka og hinn sjóð-
andi potti, hafi hann þah að með-
altali ágætt. Meðaitalið segir ekki
allt. Islenskt þjóöfélag er auðugt.
Meðaltekjur þjóðfélagsþegnanna
eru með þvi besta sem gerist I
veröldinni. En ýmsir hafa orðið
útundan. Við megum ekki láta
meðaltalið villa okkur sýn. Jafn-
rétti og jöfnuöur eru grundvallar-
baráttumál verkalýðssamtak-
anna. Við leitumst við að ná jafn-
rétti kynjanna, aukinni hlutdeild
launafólks I þjóðartekjum og
auknum launajöfnuði, en mikið
vantar á aö árangurinn af þeirri
viðleitni sé sem skyldi.
Við tökum undir kröfur fatlaöra
um auknar bætur og bætta að-
stöðu og mlnnum sérstaklega á að
aliir sem starfsgetu hafa eiga rétt
á starfi við sitt hæfi, starf er mik-
ilvægt, ekki bara tii tekjuöflunar;
starf gefur sjálfsvirðingu og sam-
skipti viö aðra.
A ári aldraðra minnum við á
hve mikið skortir á aö við höfum
búið eldri samborgurum okkar
verðugt ævikvöld. Mikið skortir á
I lífeyrismálum. Þjónustu við
aldraða er i mörgu áfátt og margt
aldrað fólk með starfsvilja og
starfsgetu á erfitt með að fá störf
viðhæfi.
✓
VSI gegn vinnuvernd
Góöir áheyrendur. Siöasta
Alþýðusambandsþing samþykkti
að árið 1982 skyldi verða Vinnu-
verndarár ASI og markvisst
skyldi unnið að upplýsingamiðl-
un, fræðslu og úrbótum með
dreifingu bæklinga og vegg-
spjalda, fundahöldum og nám-
skeiðum. Það starf er nú haf ið.
I samningunum 1977 varð að
samkomulagi að löggjöf um ör-
yggi aðbúnað og hollustuhætti
yrði endurskoðuð. Við sjáum I
dag árangur þess I nýju vinnu-
verndarlögunum. I upphafi voru
samtök atvinnurekenda hlynnt
nýrri löggjöf, og þaö viðhorf virt-
Ræða Asmundar
Stefánssonar
r
forseta ASI á
fundi verkalýðs-
félaganna
í Reykjavík,
BSRB og Iðn-
nemasambands
tslands 1. maí
ist rlkja innan þeirra raða að ekki
væri æskilegt að halda verndar-
hendi yfir þeim slóðum, sem ekki
sinna aðbúnaðar- og öryggismál-
um af alvöru. A siðustu mánuðum
hafa hins vegar skipast veður i
lofti. Vinnuveitendasamband
tslands beitir sér nú af alefli gegn
bættri vinnuvernd.
Vinnuveitendasambandið hefur
i vetur barist gegn þvi að Vinnu-
eftirlit rikisins fái fé til eflingar
eftirlits- og fræðslustarfs og þar
snúist öndvert gegn sinum fyrri
tillögum.
Vinnuveitendasambandiö hefur
reynt að gera tortryggilega
vinnuverndarrannsókn hjá iðn-
aðarmönnum i byggingar- og
málmiðnaði.
Vinnuveitendasambandið hefur
sent frá sér umkvartanir vegna
þess að norrænu fé er ráðstafað til
rannsókna á aðbúnaði og holl-
ustuháttum fiskverkunar- og iðn-
verkafólks.
Vinnuveitendasambandið hefur
hatrammlega mótmælt þvi, að fé
skuli veitt á fjárlögum til Vinnu-
verndarárs ASt.
Ritskoðunarkrafa
atvinnurekenda
Grófasta uppákoman af hálfu
Vinnuveitendasambandsins er
tilskrif þess til atvinnurekenda,
þar sem krafist er ritskoðunar og
takmörkunar á funda- og mál-
frelsi i sambandi við Vinnuvernd-
aráriö. Vinnuveitendasambandið
gengur I þessu efni þvert á al-
mennan vilja atvinnurekenda.
Það er þvi engum vafa undirorp-
ið, að atvinnurekendur yfirleitt
munu láta hinn furðulega boð-
skap Vinnuveitendasambandsins
eins og vind um eyru þjóta og
ganga fúsir til samstarfs við
verkalýðsfélögin um upplýsinga-
og fræöslustarf Vinnuverndar-
ársins.
Það er ótvirætt aö öryggis- og
heilbrigöismál vinnustaöanna eru
veikasti hlekkurinn I heilsugæslu
hérlendis. Úr þessu ástandi verö-
ur ekki aö fullu bætt meö löggjöf
eða af stofnunum einum saman.
Með þróttmiklu upplýsinga- og
fræðslustarfi verða verkalýðs -
félögin að auka skilning fólks á
þessu viðfangsefni og tryggja
virka þátttöku og frumkvæði
starfsfólks I öllu þvl sem aö úr-
bótum snýr.
Þvermóðska og
óbilgirni VSÍ
Góðir áheyrendur. Siðustu árin
hefur kaupmætti hrakað hér á
landi. Okkur hefur ekki tekist að
halda I horfinu gegn verðbóta-
skerðingum stjórnvalda. Nú
standa samningaviðræður yfir og
verkalýösamtökin sækja á um
aukinn kaupmátt. Svo var um
samiö að viöræður skyldu hefjast
15. mars með það fyrir augum aö
samningar tækjust fyrir 15. mai.
Að forminu til var við það staðiö,
fundahöld hófust 15. mars, en
raunverulegar viðræður eru enn
ekki hafnar. Er það aumingja-
skapur og mannvonska verka-
lýðsforustunnar sem töfunum
veldur? Ég held ekki. Við mætum
þvermóðsku og óbilgirni af hálfu
Vinnuveitendasambandsins. Með
hverju sjónarspilinu á fætur öðru
gerir það allt til þess að draga
viðræður á langinn. Þó það
gleymist stundum i umræöum, er
ljóst að samningsaðilar eru
tveir. Lausn kjaradeilu er ekki
fengin með þvi einu að setja fram
kröfur. Samningamenn ASt eða
annarra samtaka semja ekki viö
sjálfa sig. Þeir verða aö fá at-
vinnurekendur til þess að skrifa
undir. Af hálfu verkalýðssamtak-
anna er samningsvilji. Þaö
strandar á þrákelkni Vinnuveit-
endasambands tsiands, sem
krefst 20—30% kjaraskerðingar.
Neita að nálgast
núllið
Eftir kröfugöngur má láta
þreytuna llða úr sér með þvl aö
leggja lúna fætur i vatn. Afleiö-
'mgar verkfalls geta orðiö erfiöari
viðfangs fyrir báöa aðila. Áður en
til verkfalls er gripið, verður þvi
að reyna aðrar leiðir til þrautar.
Það verður I viðræðum að tala af
alvöru og reyna að finna staði
fyrir brúarstólpana, ef brúa á bil-
ið milli aðila. En atvinnurekend-
ur skulu gera sér ljóst, að islenskt
verkafólk hefur næmari skilning
á samhengi mála en svo, að það
sendi samningamenn sina nest-
aða stórum kröfum án vilja til
þess aðfylgja þeim eftir.
Ég minnist þess að félagi minn
einn I skóla fékk eitt sinn fyrir stil
einkunnina núll betra en seinast.
Vinnuveitendasambandiö vantar
enn mikið upp á að ná núllinu neð-
an frá og þvl miður benda siðustu
atburöir til þess að það sé ekki
vilji forustu Vinnuveitendasam-
bandsins að nálgast núllið.
Sýnum að hugur
fylgi máli
Vinnuveitendasambandiö hefur
neitað öllum viðræðum nema
verkalýösfélögin sópi kröfum sin-
um af boröinu og taki upp tal um
það hvernig megi færa kaupmátt-
inn niður. A allan hátt er reynt að
tefja. Hugmyndaflugi Vinnuveit-
endasambandsins I þvi efni eru
engin takmörk sett. óskir um út-
reikninga eru gamall leikur, en
þaö er nýtt að bera fyrir sig
kosningayfirlýsingu stjórnmála-
flokks. Vinnuveitendasamband-
inu er frjálst að blanda sér að
vild i yfirlýsingastrlö stjórnmála-
flokkanna i kosningabaráttunni,
en við hljótum að krefjast þess af
Vinnuveitendasambandinu að
það haldi deilum slnum við ein-
staka stjórnmálaflokka á öðrum
vettvangi, þannig að ekki trufli
gang samningaviöræðna. Við
krefjumst samninga. Við krefj-
umst þess að Vinnuveitendasam-
bandiö láti af loddaraskap sinum
og láti skynsemi ráöa.
Verkalýösfélögin verða að sýna
atvinnurekendum að alvara er að
baki kröfugerðar samtakanna og
afla sér verkfallsheimilda.
Sýnum styrk.
Fylgjum málstað okkar fram
til sigurs.
Verkalýðsfélögin verða að sýna atvinnurekendum að alvara er að
baki kröfugerðar samtakanna og afla sér verkfallsheimilda