Þjóðviljinn - 04.05.1982, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. mal 1982
. Minning
Daníel Kristjánsson
fyrrverandi skógarvörður Hreðavatni
Fæddur 25.8. 1908 - Dáinn 24.4. 1982
Með Daniel á Hreðavatni er
horfinn af sjónarsviði litrlkur og
minnisstæður persónuleiki. Borg-
arfjörður hefur misst mann, sem
skildi eftir sig spor I héraðinu,
sem langan tíma mun taka að
fjúka I.
Hann andaðist að morgni 24.
april s.l. eftir að hafa átt við van-
heilsu að stríða undanfarin ar.
Daníel Kristjánsson fæddist í
Tungu I Höröudal i Dalasýslu
hinn 25. ágúst 1908. Foreldrar
hans voru hjónin Kristján E.
Gestsson og Sigurlaug Daníels-
dóttir, er þá bjuggu þar, en siðar
að Hreðavatni i Norðurárdal. Þau
hjón eignuðust marga syni, sem
reyndust mestu mannkosta- og
dugnaðarmenn.
Daniel stundaöi nám i Hvitár-
bakkaskólanum 1929—1931.
Næstu árin stundaði hann ýmis
störf til sjós og lands, en hóf bú-
skaþ á Gljúfurá í Borgarhreppi
árið 1938 og bjó þar til 1944, en
fluttist þá að Beigalda I sömu
sveit og bjó þar til 1948, er hann
fluttist að Hreðavatni, þar sem
hann átti heima til dauðadags.
Hann stundaði fjárbúskap alla
tið með öðrum störfum sinum og
fékk orð sem góður fjármaður.
Um 1940 fór hann að vinna við
skógrækt hjá Hákoni Bjarnasyni,
skógræktarstjóra og réðist til
fastra starfa þar 1. febrúar 1941
sem skógarvörður á Vesturlandi
og gegndi þvi starfi til vors 1978,
er hann hætti fyrir aldurs sakir. I
heil 37 ár gekk Daniel þannig að
störfum við skógrækt I Borgar-
firöi og annars staðar á Vestur-
landi. En það var ekki bara hjá
Skógrækt ríkisins. Hann var löng-
um I stjórn Skógræktarfélags
Borgfirðinga frá stofnun þess og
um leið framkvæmdastjóri þess.
Það var þvf maklegt, er Skóg-
ræktarfélagið heiðraði hann með
þvi að nefna stærsta skógarreit
félagsins að Svignaskarði eftir
honum I tilefni af sjötugsafmæli
hans. Þar reisti Daniel sér sjálfur
veglegan minnisvarða, sem um
langa framtið mun minna á starf
hans. Þessi skógur er nú farinn að
vekja verulega athygli rétt hjá
Vesturlandsvegi og mun gera það
enn rækilegar á næstu áratugum.
Arið 1932 kvæntist Daníel
Fanneyju Tryggvadóttur. Eign-
uðust þau einn son, Ragnar, vél-
stjóra, sem nú er búsettur á Seyð-
isfirði. Þau slitu samvistum eftir
stutta sambúð.
Nokkrum árum siðar hóf Dani-
el sambúð með Astu Guöbjarna-
dóttur frá Jafnaskarði. Þau eign-
uðust 3 börn: Guðmund loft-
skeytamann i Reykjavik, Hrefnu,
sem verið hefir sjúklingur frá
bernsku, og Kristján, matreiðslu-
mann I Reykjavik.
Daniel hefir tekið mikinn þátt i
félagsmálum I Borgarfirði og
verið sýndur þar mikill trúnaður.
Hann var lengi i stjórn Sparisjóðs
Mýrasýslu og Kauofélags Borg-
firðinga, en þar var hann fcrmað-
ur til dauðadags.Hann var ibygg-
ingarnefnd Varmalandsskóla og
siðan skólanefndarformaöur, þar
til I fyrra. Sem slikur hafði hann
mestan veg og vanda af uppbygg-
ingu þess skóla, sem allir 7
sveitahreppar Mýrasýslu standa
að.Lagðihann geysimikla alúð i
það starf.
Fyrr á árum tók Danfel mikinn
þátt i stjórnmálum i Mýrasýslu
og ég hefi vissu fyrir þvi, að eitt
sinn, er fiokkur hans missti leiö-
toga sinn i kjördæminu, kom
mjög til greina, að hann yrði i
framboði til Alþingis.
Þessi upptalning sýnir, að þátt-
ur hans i félagsmálum var gildur.
1 starfi sinu fyrir skógræktina i
landinu er þáttur Danlels heldur
ekki litill. Fyrir áhri f hans og at-
beina hafa lönd verið tekin til
friðunar á glettilega mörgum
stöðum i Borgarfirði og flest
þeirra mjög áhugaverð til skóg-
ræktar. Þetta eru að vísu ekki
stór flæmi, en góð sýnishorn viða,
sem geta orðiö góðir stökkpallar
til meiri átaka. 1 þessum giröing-
um vann Daniel mikið útplöntun-
arstarf viðlítil efni.
Stundum unnust þessi lönd til
skógræktar fyrir snarræði og er
þar á meðal perlan i skógargirð-
ingum Borgarfjarðar, Jafna-
skarðsskógur. Þar eru nú að vaxa
upp i einhverju dýrlegasta um-
hverfi, sem til er á landi hér, hinn
fegursti skógur af ýmsum trjá-
tegundum, sem ég trúi eigi eftir
að verða fegursti minnisvarði um
starf Daniels á þessu byrjunar-
skeiði skógræktar i Borgarfirði.
Tengslin, sem félagsmálastarf-
ið skapaði honum, hafa vissulega
komið skógræktarstarfinu til
góða á ýmsan hátt, ekki sist við
öflun lands fyrir.skógrækt. Þá má
ekki gleyma þvi, að Kaupfélag
Borgfirðinga varði um árabil,
umtalsverðum fjárhæðum til
skógplötunar á leigulandi hjá
Skógrækt rikisins i Norðtungu-
skógi. Þetta framtak má eflaust
rekja til veru Daniels i stjórn
kaupfélagsins öðru fremur.
Þegar Daníel á Hreðavatni er
allur, rifjast upp margt í huga
gamals samstarfsmanns, þvi að i
hinum fámenna hópi starfs-
manna Skógræktar rikisins var
Daniel löngum hin litrika
persóna, sem ýmist gustaði af eða
var góðvildin sjálf, allt eftir þvi,
hvernig áttir stóðu hverju sinni.
Þannig birtust strax þeir eigin-
leikar, sem einna rikastir eru i
fari hans: óvenjuleg hreinskilni
og sterk skapbrigði. Hann var að
þessu leyti eins og sú náttúra.
sem ól hann, fölskvalaus og
óspillt. Hann gat þotið upp I funa,
en var fljótar að fyrirgefa og var
þá manna ljúfastur.
Kynni okkar Daniels voru fyrst
og fremst bundin við þau skipti,
er við hittumst á fundum starfs-
manna Skógræktar rikisins og á
aðalfundum Skógræktarfélags
tslands eöa þegar við þurftum að
hafa samband I síma milli fjar-
lægra landshluta um skipti á
plöntum. Samt mynduðust milli
okkar sterk tengsl, sem hljóta aö
hafa átt rót sina að rekja til
þeirra eiginleika Daniels, sem ég
var aö nefna. Oft fóru skoðanir
okkar á málum saman á fundum
skógræktarmanna og þá var
skemmtilegt að eiga Daniel að
baráttufélaga, þvi aö i orðræðum
gat hann verið harður af sér og
flugmælskur, enda enginn við-
vaningur i félagsmálum. Ég
skemmti mér oft við að rifja upp
tiltekið mál, sem við bárum
nokkrum sinnum fram saman á
aðalfundum Skógræktarfélags
Islands, en fengum aldrei neinn
stuðning við að ráði. Þetta lét
Daniel aldrei á sig fá, en barðist
alltaf jafnvasklega fyrir sannfær-
ingu sinni. Eftir að hafa beðið •
lægri hlut I bardaganum, lét hann
sem ekkert væri, svo sem háttur
er margra sannra baráttumanna.
Þvi miður átti ég þess sjaldan
kosta að heimsækja Dar.Iél i
skógana, sem hann starfaði i, en
þau fáu skipti, sem það gerðist
eru mér afar minnisstæð. Þá kom
fram hjá honum enn ný hlið, sem
maður hafði ekki kynnst á
mannafundum.
Nú á kveðjustundu minnist ég
kynnanna við Daníel Kristjáns-
son, sem ætið voru ánægjuleg.
Fyrir hönd Skógræktar rikisins,
sem naut krafta hans sem starfs-
manns I 37 ár, þakka ég honum
ótrautt brautryðjendastarf.
Ég sendi öllum aðstandendum
hans innilegustu samúðarkveðjur
okkar hjóna.
Sigurður Biöndal
Að morgni laugardagsins 24.
april 1982 lést á Borgarspitalan-
um i Reykjavlk Daníel Kristjáns-
son frá Hreðavatni.
Daniel var fæddur að Tungu i
Hörðudal i Dalasvslu hinn 25.
ágúst árið 1908 en ólst upp á
Hreðavatni i Norðurárdal frá
fimm ára aldri.
Foreldrar hans voru Kristján
Gestsson, ættaður úr Dölum, og
Sigurlaug Danieisdóttir frá Stóru
Gröf i Borgarfirði.
Þau Kristján og Sigurlaug voru
dugandi fólk og komu upp góðu
búi aö Hreðavatni, þar sem þau
ólu upp sex syni og einn fósturson.
Daniel var i Hvitárbakkaskóla
veturna 1929—1931. Næstu árin
stundaði hann ýms störf, en átti
heimili á Hreðavatni. Hann hóf
búskap á Gljúfurá i Borgarhreppi
áriö 1938 og bjó þar tii ársins 1944,
en þá fiuttist hann að Beigalda i
sama hreppi. Þá jörð keypti
Daniel og bjó þar til ársins 1948.
Siðan hefur hann búið á Hreða-
vatni, lengst af ásamt Þórði bróð-
ur sinum og fjölskyldu hans.
Arið 1932 kvæntist Daniel,
Amaliu Fanneyju Tryggvadóttur.
Þau eignuðust einn son, Ragnar
Gisla, vélvirkja. Þau skildu eftir
stutta sambúð.
Sambúðarkona Daniels siöar
varð Asta Sigriður Guðbjarna-
dóttir frá Jafnaskarði i Stafholts-
tungum. Þau eignuðust þrjú börn,
Guðmund,. loftskeytamann og
flugmann i Reykjavik, Hrefnu,
sem er sjúklingur á Kópavogs-
hæli, og Kristján bryta i Reykja-
vik.
Það, að þuu Daniel og Asta
hættu búskaj á Beigalda árið
1948, mun aó miklu leyti hafa
stafað af veikindum Astu þá. En
siðan hefur hún að mestu verið
búsett i Reykjavik.
Strax á unga aldri hóf Daniel
afskipti af félagsmálum. Hann
hreifst ungur af hugsjónum ung-
mennafélaganna og starfaði mik-
iö i ungmennafélagi sveitar sinn-
ar. Hann endurreisti þar Ung-
mennafélagið Baulu og var for-
maður þess i mörg ár.
Hið mikla og þjóðholla starf
ungmennafélaganna hafði sterk á>
hrif á hinn unga mann og mótaði
lifsviöhorf hans á margan hátt.
Var hann alla tið, allt til æviloka,
sami ungmennaféiaginn i anda og
hann hafði verið sem ungur mað-
ur i Noröurárdal.
Daniel átti lengi sæti i sveitar-
stjórn Norðurárdalshrepps, en
gaf ekki kost á sér til endurkjörs
voriö 1978, enda þá kominn fast að
sjötugu.
Hann átti lengi og allt til dauða-
dags sæti i stjórn Sparisjóös
Mýrasýslu. 1 stjórn sparisjóðsins
þótti Daniel góður fulltrúi alþýðu
manna, enda gott til hans að
leitaog hann vel kunnugur mönn-
um og málefnum héraðsins.
Eitt af áhugamálum Daníels
var Barnaskólinn að Varmalandi.
Allt frá stofnun þess skóla og
fram á árið 1978 sat hann i skóla-
nefnd hans lengst af sem formað-
ur. Þegar kjósa skyldi nýja skóla-
nefnd árið 1978, gaf Daniel ekki
kost á sér lengur til þeirra starfa,
taldi rétt að yngri maður tæki við,
sem og varð.
Fyrir Varmalandsskólann vann
Daniel mikið og óeigingjarnt
starf. Eyddi frá sjálfum sér
ómældum tima og fjármunum i
þágu skólans fyrr og siðar og taldi
ekki eftir.
Daniel var alla tiö mikiil
áhugamaður um skógrækt Hann
réðist sem skógarvörður fyrir
Vesturland upp úr 1940, eftir að
hafa áður lært til skógræktar,
m.a. með námi um tima i
Noregi.Hann lét af skógarvarð-
arstarfinu vorið 1978 sakir heilsu-
brests.
Daniel var kosinn i stjórn
Kaupfélags Borgfiröinga árið
1956 og formaður þess áriö 1966.
Varhann formaður K.B. frá þeim
tima og allt til dauðadags.
Ég, sem þessar llnur skrifa,
man sem unglingur eftir Daniel
frá hans yngri árum og hef þekkt
hann alla tið siðan. Siðustu
fjórtán árin hef ég haft náið sam-
starf við hann um málefni Kaup-
félags Borgfirðinga. Ég fagna þvi
að hafa i svo langan tima átt sam-
leið með Daniel. A okkar sam-
starfhefur aldrei borið skugga.
Ég veit, að ekki er alltaf vinsælt
að vera formaður i stóru kaupfé-
lagi. En slika smámuni lét Daniel
ekki á sig fá. Hann var einlægur
samvinnumaður og taldi ekki eft-
ir sporin fyrir samvinnuhreyfing-
una. Margan fundinn sat hann og
marga ferðina fór hann i þágu
kaupfélagsins og þáði næsta litil
laun fyrir. En þannig var Daniel.
Hann skeytti litt um eigin hag, fé-
lagsmálin, mál fjöldans, voru
honum miklu ofar i huga. Inni-
lega glaður var hann, þegar vel
gekk hjá K.B., en áhyggjufullur,
þegar honum fannst eitthvað fara
úrskeiðis. Hann þoldi illa órök-
studda gagnrýni á kaupfélagið
eða samvinnuhreyfinguna, en var
fús að ræða um úrbætur, þar sem
honum fannst úrbóta þörf.
Við samvinnumenn i Borgar-
firði munum sakna góðs vinar og
samherja úr röðum okkar, þegar
Daniel á Hreöavatni er ekki leng-
ur með okkur, ekki sist nú, þegar
árlegir deildafundir standna yfir
og aðalfundur er framundan. Við
minnumst skörulegrar fram-
göngu hans og drengilegt mál-
flutnings á fundum. Maður kemur
i manns stað og lögmál lifs og
dauða gildir nú sem ávallt. En
við, sem höfðum mikið saman við
Daniel að sælda, finnum til tóm-
leika, og I hugskoti okkar verður
eyða fyrst I staö, eyða, sem hann
fyllti áður.
Daniel á Hreðavatni var hár
maður vexti og glæsilegur á velli,
léttur á fæti og kvikur i hreyfing
um fram á efri ár. Hann hafði
bjarta og hvella rödd og lá hátt
rómur, sérstaklega þegar hið
mikla skap hans sagði til sin. En
skapheitur var hann, oft fljótur að
reiðast, en fljótur til sátta og
hafði aldrei nein eftirmál, þó eitt-
hvað slettist upp á vinskapinn.
Hann var vinfastur, hreinn og
beinn I öllum samskiptum og fór
ekki dult með skoðanir sinar.
Fundum i stjórn K.B. stjórnaði
hann með festu og reisn. Þar sem
annars staðar fylgdi honum birta
og hlýja. Það var alltaf bjart i
kringum Daniel, og maður hlakk-
aði ósjálfrátt til að hitta hann.
Hánn var stundvis og reglusamur
I hvivetna, og honum fylgdi jafn-
an hressandi blær.
Daniel á Hreðavatni var alia tið
mikill náttúruunnandi, o'g nátt-
úrufegurð og fagurt landslag
kunni hann vel að meta. Hin
dásamlega og margbreytilega
náttúrufegurð heimahaga hans
hefur vafalaust nokkuð mótað
hug hans og lifsviðhorf.
Daniel var skógræktarmaður.
En hann lagði rækt viö margt
annað. Fegrun og uppgræðsla
landsins var i hans huga nátengd
fegrun mannlifsins og viðleitni
mannsins til betra Hfs, — lifs sem
ekki er streita um fjárhags- og
viðskiptamál, heldur bjartara og
betra lífs i faðmi fagurrar is-
lenskrar náttúru.
Hið jákvæða viðhorf Daniels til
manna og málefna hafði áhrif á
umhverfi hans. Það var, sem fyrr
segir, bjart i kringum hann.
Nokkuð er siðan heilsu Daniels
fór að hraka. Atti hann við veik-
indi að striöa seinni árin, sem
ágerðust eftir þvi sem á leið uns
yfir lauk, laugardaginn 24. april
s.l. Framundir það siðsta fylgdist
hann með málum. Hann tók þátt i
hátiðahöldum i Borgarnesi 20.
febrúar s.l. i tilefni af 100 ára af-
mæli samvinnuhreyfingarinnar
og hann mætti sem formaður
K.B. á ársfundi Búvörudeildar
Sambandsins i Reykjavik hinn 5.
mars s.l. Þrátt fyrir sjúkleika
sinn sat hann fund daglangt.Slik-
ur var áhugi hans fyrir málefnum
bænda og samvinnuhreyfingar-
innar. Undir fundarlok kvaddi
hann mig með hlýju handtaki sem
jafnan aður.
Nú að leiðarlokum leyfi ég mér
fyrir hönd félagsmanna, starfs-
manna og stjórnar Kaupfélags
Borgfirðinga að þakka Daníel
fyrir mikið og gott starf I þágu
kaupfélagsins og héraðsins alls
um leið og við vottum börnum
hans og fjölskyldu dýpstu samúð.
Persónulega þökkum við Anna
honum margar ánægjustundir á
heimili okkar að Skúlagötu 21 i
Borgarnesi, og fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar allrar þakka ég
honum góð kynni og vináttu fyrr
og siðar.
ólafur Sverrisson
Kveðja frá
Skógræktarfélagi
Borgfirðinga
Einn af strekustu stofnunum I
skóginum er fallinn, stofn, sem
lætur eftir sig stærra rjóður en
flestir aðrir.
Daniel Kristjánsson á Hreöa-
vatnierallur.
Hann var fæddur i Tungu i
Hörðudal i Dalasýslu 25. ágúst
1908. Foreldrar hans voru Sigur-
laug Daníelsdóttir og Kristján
Gestsson.
Þau hjón fluttust með Daniel
kornungan að Hreðavatni i Norð-
urárdal, þar sem þau bjuggu sið-
an.
Þar ólst hann upp, elztur 6
bræðra, og við Hreðavatn var
hann lengst af kenndur. Annars
var nóg hér um slóðir að nefna
aðeins Daniel, og vissu þá allir,
við hvern var átt.
Daniel var við nám i Hvitár-
bakkaskóla 1929—1931 og stund-
aði eftir það ýmis störf unz hann
gerðist bóndi Gljúfurá I Borgar-
hreppi árið 1938. Þar bjó hann
næstu 6 árin, og siðan 4 ár á
Beigalda i sömu sveit. Þá fluttist
hann að Hreðavatni og átti þar
heima siðan.
A Hreðavatni rak Daniel all-
stórt fjárbú og hefur eflaust alla
tiö haft mesta hneigð til búskapar
og þá einkum sauðfjárræktar,
enda náði hann ágætum árangri á
þvi sviði. En örlögin höguðu þvi
þannig, að hann varð alltaf að
stunda búskapinn I hjáverkum.
Það sem gerði slikt mögulegt var,
að Daniel var óvenjulega þrek-
mikill og lagði hiklaust nótt við
dag, þegar með þurfti.
1942 var hann skipaður skógar-
vörður á Vesturlandi og gegndi
þvi starfi til ársins 1978, er hann
lét af þvi fyrir aldurs sakir.
Ahugamál Daniels voru mörg,
og hann var fljótlega kallaður til
forystu I margvislegum félags- og
framfaramálum. Hann var vel til
foringja fallinn, góður ræðumað-
ur og ómyrkur i máli, úrræðagóö-
ur og afar ósérhlifinn og vinnufús.
Hann beitti sér af lifi og sál i þvi,
sem honum var falið, með þeim
einlæga ásetningi að láta gott af
sér leiða.
A æskuárum Daniels var ung-
mennafélagshreyfingin upp á sitt
bezta. Ungur gekk hann hugsjón-
unum um „ræktun lands og lýðs”
og „Islandi allt” á hönd og starf-
aði siðan i þeim anda meðan
kraftar entust.
Hér skulu ekki upptalin hans
fjölmörgu trúnaðarstörf fyrir
sveit slna og hérað og einnig á
viöari grundvelli, aðeins fluttar
fátæklegar þakkir frá félagsskap
sem á honum meira upp að unna
en nokkrum öðrum, Skógræktar-
félagi Borgarfjarðar.
Daníel átti sæti i undirbúnings-
nefnd um stofnun þess félags, en
skógræktarfelagið var stofnað ár-
ið 1938. Hann var kosinn i fyrstu
stjórn þess og sat samfleytt i
stjórn þar til á aðalfundi 1977, að
hann gaf ekki lengur kost á sér.
Hann gegndi framkvæmdar-
stjórastörfum fýrir skógræktar-
félagið alla tiö meðan hann var
skógarvörður, og rækti það starf
af afburða dugnaði og útsjónar-
semi. Hann var alltaf driffjöðrin i
félaginu og sá árangur, sem náðst
hefur, er mest honum að þakka.
Auk þeirra skóga, sem Danlel
stjórnaði gróöursetningu i fyrir
Skógrækt rikisins, eru i héraðinu
allmörg afgirt svæði með vöxtu-
legum trjágróðri, i eigu og umsjá
v Framhald .á 18. siðu.