Þjóðviljinn - 04.05.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 04.05.1982, Blaðsíða 20
UODVIUINN Þriðjudagur 4. mai 1982 Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess ttma er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn hlaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8x385, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími aigreiðslu 81663 Frost um nœr allt land — segir Trausti á Veðurstofunni „Þetta leiðinda veður sem gengið hefur yfir iandið undan- farið kemur ekki til með að breyt- ast að ráði næstu 3-4 daga,” sagði Trausti Jónsson á veður- stofunni aðspurður um veðrið sem heilsaði iandsmönnum með þvi er sumarið gekk i garð. „Frost hefur veriö þetta 5 - 8 stig i byggðum norðanlands, en 3 - 4 stig sunnanlands. Frostið er svo eðlilega enn meira til fjalla,” sagði Trausti „Það er vist óhætt að segja að þetta sé óvenju slæmt en þó ekkert einsdæmi. Við þurf- um ekki að fara lengra en aftur til 1979. Það ár stóð vorhretið svo til allt sumariö norðanlands. Nú, ef við förum lengra aftur i timann þá voru sumrin á árunum 1880 - 1890 afleit. Einnig má nefna ár eins og 1906, 1914, 1923 og 1926. Ég er þó ekki að spá slikri ótið nú,” sagði Trausti. iÉB Hverju spáði íhaldið fyrir ■■fl i 4 árum? „En hvað tekur við, ef ■ borgarstjórnarmeirihlutinn ■ fellur? Vinstri stjórn sest að i JJ Reykjavik. Þrir borgarstjór- I ar að minnsta kosti (Björg- ■ vin Guðmundsson, Kristján Z | Benediktsson og Sigurjón I ■ Pétursson?), enginn þeirra ■ ■ með nægilega þekkingu á | ■ borgarmálum, taka við ■ Istarfi hins dugandi og vin- | sæla borgarstjóra Reykvik- ■ J inga, Birgis ísleifs Gunnars- . ■ sonar. Rekstur breytist i ■ | árekstur, samvinna i sundr- | J ung. Hvorn kostinn kjósa ■ IReykvikingar?” (Hannes Hólmsteinn Giss- 2 J urarson i Mbl. 13. maí 1978) ■ !■ ■■■■■■■■■ H ■■■■■■ Ji Áskorun íbúða- eígenda vlð Gnoðarvog: Svavar og Sigurjón svara Svavar Gestsson félags- málaráðherra og Sigurjón Pétursson forseti borgar- stjórnar hafa ákveðið að efna til fundar með ibúum Vogahverfis I tilefni af áskorun til þeirra frá Sam- tökum ibúöareigenda við Gnoðarvog. Fundurinn verð- ur haldinn i Glæsibæ á morg- un, miövikudag, og hefst kl. 20.30. A fundinum i Glæsibæ mun verða rætt um þau áhrif sem þétting byggðar samkvæmt samþykktu skipulagi mun hafa á þróun skólamála, þjónustu og verslunar og annarra mikilvægra þátta fyrir ibúa Vogahverfis. Sam- tökum ibúðareigenda við Gnoöarvog hefur veriö boöið að eiga máisvara á fundin- um. — ekh Nýju bónussamningamir í fiskvinnslu: Vandvirknibónus og samræming Það eru 2atriði sem mestu máli skipta i' þessum nýju samningum, sagði Þórir Danielsson er við inntum hann eftir niöurstöðunum af nýja samkomulaginu um bónus i fiskvinnu, sem Verkamanna- sambandið, Vinnuveitendasam- bandið og Vinnumálasamband SÍS gerðu með sér á föstudags- kvöldið. i; , 1 fyrsta lagi vfeÆur tekinn upp svokalíaöur vandvirknibónus fyrir vélflökun, en þetta heíur verið eitt af áhugamálum okkar. 1 öðru lagi verður greiddur meðalbónus i 5 daga i stað eins, þegar maður flysl úr bónusstarfi yfir i timalaunað starf. Meðal- bónus miðast við bónusgreiðslu viðkomandi einstaklings siðustu 10 daga á undan. Þá var einnig samið um nýjar reglur varðandi útreikning á s.k. marknýtingu, en það er sú meðal- talsnýting sem reiknað er út frá við snyrtingu á fiskflökum fyrir pökkun. Þá er einnig kveðið á um i samningnum að verkkennsla skuli eiga sér stað íyrstu 4 vik- urnar sem viðkomandi er i starfi, en áður var ekki kveðið á um tima til verkkennslu. Að lokum segir i yfirlýsingu sem fylgdi samningnum að Verkamannasambandið og sölu- samtökin (það er að segja S.H. og SIS) séu sammála um aö sett verði á stofn nefnd skipuð fulltrú- um starfsfólks, verkstjórum og fulltrúum sölusamtakanna, er samræmi reglur um gæðastýr- ingu i frystihúsum, og á hún að ljúka störfum fyrir næstu áramót. Verkefni þessarar nefndar er m.a. að samræma reglur um gæöaeftirlit og endurvinnslu á framleiðslunni þegargallar koma i ljós, en mismunandi reglur hafa verið i gildi um þessi efni hjá SIS annars vegar og SH hins vegar og hjá einstökum frystihúsum. Felur þessi nýi samningur I sér launabætur fyrir starfsfólk i fisk- vinnslu? — Markmiðið með samningi þessum var fyrst og fremst að samræma reglur og ég tel ekki að hann gefi neinar verulegar launa- bætur. Þó má segja aö framleng- ingin á greiðslu meðalbónuss úr 1 i 5 daga hafi einhverja þýðingu, sérstaklega fyrir þá sem vinna i saltfiski, sagði Þórir að lokum. — ólg. Engin veruleg áhrif „Þetta hefur nú engin veruleg áhrif á gróðurfar,” sagði Hafliði Jónsson garðyrkjumálastjóri þegar hann var spurður um áhrif ótiðarinnar á gróðurfar hér á landi. „Þetta var jú nokkuð efni- legt vor en hjaðnar eitthvað með frostinu. Seinkar laufgun um 1/2 mánuð eða svo. Verst kemur þetta niður á blessuöum lömbun- um. Sauðburður fer i hönd og ég geri ráð fyrir að bændur geti orðið tæpir með fóður. Það eru þó kannski einhverjir plúsar. Með þvi aö vegir frosna batna aðflutn- ingar með áburð,” sagði Hafliöi. Krían kemur á réttum tíma Margir hafa velt fyrir sér hvort fuglar bæði þeir sem komnir eru og hinir sem eru ókomnir verði ekki úti i þeim vondu veðrum sem nú geisa. Ævar Petersen fugla- fræðingur hafði þetta um málið að segja: „Þetta afleita veður getur vissulega haft áhrif einkum ef það dregst eitthvað á langinn. Um þá farfugla sem ókomnir eru er það að segja, að þeir virðast hafa sina veðurstofu, og blða ef eitthvað er að veörum. Krian skilar sér alltaf á réttum tima,” sagði Ævar. — hól. Nýr sérkjarasamningur borgarstarfsmanna: Tel okkur hafa náð góðum samningum segir Haraldur Hannesson form. Starfsmannafél. Reykjavíkurborgar Ég er ánægður með þessa út- komu og tel okkur hafa náð góð- um samningum, sagði Haraldur Hannesson, formaður Starfs- mannafélags Reykjavikurborgar i samtali við Þjóðviljann I gær, en aðfaranótt laugardagsins náðist samkomulag um sérkjarasamn- ing SFR og borgarinnar. Harald- ur sagði að þessi sérkjarasamn- ingur kæmi i beinu framhaldi af heildarkjarasamningum þeim sem gengið var frá i haust. Gildir þessi nýi samningur frá siðustu áramótum og til 31. júii nk. Aðsögn Haraldar er það mark- verðasta i þessum nýja sérkjara- samningi það, að fólk sem hefur störf 11. til 5. launaflokki gat ekki komist hærra en i 6. launaflokk. Nú hefur þessu verið breytt þann- ig að eftir 8 ára starf flyst það uppi 7. launaflokk. Þetta' var múr er virtist órjúfandi, sagði Harald- ur, en nú hefur okkur tekist að rjúfa gat á hann og þvi fögnum við. Annað atriði sem Haraidur taldi mjög mikilvægt er það, að starfsmenn Reykjavikurborgar eru þeir einu sem fá ekki fyrir- framgreiðslu þegar þeir hefja störf. Þess i stað þarf að vinna mánuð, áður en fyrsta útborgun á sér stað. Þetta hefur orðið til þess að visitölubætur á laun hafa kom- iðmánuði siðar til félaga i SFR en annarra. Nú hefur þvi verið heitið að leiðrétta þetta sé það tækni- lega framkvæmanlegt, þannig að nefnd, en ekki samninganeínd visitölubætur á laun, komi á sama tima til félaga i SFR og annarra. Loks má svo geta þess að tveir Haraldur Hannesson stórir starfshópar, slökkviliðs- menn og strætisvagnabilstjórar færast upp um einn launaflokk, svo og allir þeir sem þiggja laun frá 22. launaflokki. Sú ákvörðun var að visu tekin af kjaramála- nefnd, en ekki samninganefnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.