Þjóðviljinn - 07.05.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.05.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Bréf frá Selfossi Bergþór Finnbogason á Selfossi gerir Svavar Gestsson ráóherra að skriftaföður sinum með opnu bréfi i Þjóðviljanum 14. april sl. Aðalefni bréfsins er að hann veit- ist að undirrituðum og öðru þvi fólki, sem unnið hefur aö bæjar- málumá Selfossi af hálfu Alþýðu- bandalagsins hin siöustu ár. Til skýringar er rétt að geta þess að Bergþór var fulltriii Alþýðu- bandalagsins í hreppsnefnd Sel- fosshrepps 1970—1974. Við val á framboðslista flokksins vorið 1978 náði hann ekki kjöri i sæti sem hann gat sætt sig við og var við þær kosningar i efsta sæti á „óháðum” lista en náði ekki kjöri. Málefnaágreining hefir hann aldrei opinberað svo mönnum hér sé kunnugt fyrr en með áðurnefndu bréfi i Þjóövilj- anum. Þau dæmi sem hann til- tekur i bréfi sinu eru þannig að sumt er beinlinis rangt með fariö en annað tel ég á misskilningi byggt Um leiguíbúðir og verkamannabústaði 1. Bergþór veitist að þvi að seldar hafi verið 3 leiguibúðir bæjarins og gætu ókunnugir haldið skv. oröalaginu að þar með væru engar leiguibúðir til i eigu bæjarins. Hið rétta er að Selfoss fékk heimild til að byggja 10 Ibúðir skv. sérstökum lögum um „Leigu- og söluibúöir sveitar- félaga”. Samkvæmt tillögu undirritaös var samþykkt að nýta þessa heimild aö fullu. Lögin heimiluðu sölu á 2 af hverjum 10 ibUðum. Voru þvi 2 seldar, en hinar 8 eru leiguibUðir i eigu bæjarins, ætlaðar öldruöu fólki,og bættu Ur brýnni þörf. Aðrar 8 leigui'bUöir eru nU i byggingu og verða tilbUnar til leigu eftir nokkra mánuði. Eru þær einkum ætiaðar öldruðu fólki þótt fleiri geti komið þar til greina vegna félagslegra ástæðna og visast þar til þeirra laga sem ibUðirnar eru byggðar samkvæmt. A svipuðum tima og áðumefndar tvær ibúðir vom seldar keypti bærinn 1 ein- býlishUs sem nU er leigt Ut. Niður- staöaner þvisUað innan skamms á bærinn 17—18 leiguibUðic en átti ekki nema 2—3 áður. Að auki má geta þess að fyrir tillöguflutning undirritaðs var tekin upp að nýju bygging IbUða skv. lögum um verkamannabUstaöi en bygg- ingar eftir þeim lögum höfðu þá legið niöri um árabil. Voru i des. 1979 afhentar 8 ibUðir og nU er búið að bjóða Ut byggingu á 10 ibUðum i viðbót. Frekari byggingar leiguibUöa i eigubæjarins tel ég æskilegastaö fram fari undir forystu stjómar verkamannabústaöa enda hefir bæjarstjorn fyrir nokkru tekið mjög jákvætt I málaleitan stjórnarinnar þarum skv. tillögu sem undirritaður lagði fram i bæjarráði. Vilji Bergþór halda þvi fram að hér sé illa aö málum staðið má rifja það upp að ekki bólaði á neinum byggingum leiguibúða eöa verkamannabú- stöðum þau ár sem hann var fuU- trúi i sveitarstjórn Hjúkrunarheimili Bergþór virðist i vafa um að það samrýmist stefnu Alþýðu- bandalagsins að einstaklingar fái að byggja og reka hjúkrunar- heimili á Selfossi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef verður rekstraraðiU heimilisins ef að verður Kumbaravogur H/F. Það er ekki á valdi bæjarstjórnar að ákveða hvort slikt skuli leyft. Leyfi tU að bveeia og reka slika stofnun veitir heilbrigðisráðuneytið og þá að sjálfsögöu að þvi tilskildu að öllum ákvæðum laga um heil- brigðisþjónustu sé fullnægt, sem er auðvitað meginatriði i máli sem þessu. Bæjarstjórn Selfoss hefir hinsvegar staðfest litils- háttar skipulagsbreytingu vegna staðsetningar fyrirhugaörar byggingar sem ætlað er að vera i nálægö viðSjUkrahús Suðurlands, enda er gert ráð fyrir samvinnu milli þessara tveggja stofnana. HjUkrunarheim ili sem þetta — ef af verður, brejtir engu um að byggja þarf leguálmu við SjUkrahUs Suðurlands, eins og alltaf hefir verið gert ráö fyrir, auk þess sem nU er undirbUin lag- færíng á gamla sjUkrahUsinu á Selfossi sem nýtt verði fyrst um sinn sem hjúkrunarheimili fyrir langlegusjUklinga — rekið af SjúkrahUsi Suðurlands. Tölur sýna hversu þörfin er mikil. Riki og sveitarfélög verja gifurlegum fjármunum til heil- brigðisþjónustu og hafa þó ekki undan áð gera allt sem gera þarf i þeim efnum. Samvinna við fjölmarga aðra aðila sem leggja heilbrigðis- og öldrunarþjónustu lið hefir lengi viðgengist og verið ómetanleg. Má þar til nefna byggingu ka- þólskra á Landakotsspitala, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Rvk., Oryrkjabandalagið, D.A.S. svo aðeins fáeinir aðilar séu nefndir sem lagt hafa þessum málum ómælt lið á liðnum ára- tugum, i samvinnu við rikis- valdiö. Það er min skoðun að ekki sé stætt á þvi að hafna slikri samvinnu. Fiskvinnsla Þá skrifar Bergþór um það með vandlætingu að fiskvinnslufyrir- tækið Straumnes H/F sem bænnn átti um 1/4 hlutafjár i' skyldi selt einstaklingi. Það ber nýrra við að sjá nU allt i einu áhuga hans á þlessu fyrirtæki. Okkur sem munum tómlæti hans og glósur um fyrirtækið fýrr á árum undr- umst þessa siðbornu ást hans nU. Straumnes H/F var stofnað af rúmlega 300 SelfossbUum árið 1970til aö auka atvinnu á Selfossi. Byggt var 1400 fermetra hús til saltfiskvinnslu. Samkvæmt gögn- um sem ég hefivoru tilkvaddir til fyrstu ráöagerða tveir lands- kunnir sósialistar þeir Karl heit- inn Guðjfmsson og Jóhann KUld. Forystumaður sósialista á Sel- fossi þá — Bergþór Finnbogason kom þar hvergi nálægt. Undirrit- ‘ aður tók þátt i þessari félags- stofnun og var i stjórn félagsins öll þau ár sem það starfaði. Veitti það allt að 30 manns atvinnu þegar ftest var. Siðia árs 1976 Frá Seifossi: Dagheimiiið I Asheimum, Austurvegi 36. Halldór Laxness heiðursfélagi LR A aðalfundi Leikfélags Reykja- vikur, sem haldinn var 3. mai sl. var Halldór Laxness kjörinn heiðursfélagi Leikfélags Reykja- vikur. Halldór Laxness hefur verið tiður gestur Leikfélagsins um árabil. Fyrsta leikrit hans, STRAUMROF var frumsýnt hjá Leikfélaginu haustið 1934 og flutt siðar öðru sinni á vegum félags- ins árið 1977. DÚFNAVEISLAN var leikin hjá Leikfélaginu árið 1966, leikgerð á KRISTNIHALDI UNDIR JÖKLI árið 1970, leikgerð á ATÓ MSTOÐINNI árið 1972, og loksleikgerðin á SÖLKU VÖLKU, sem valin var til sýningar á 85 ára afmæli Leikfélagsins i' janUar sl. og sýnt til heiöurs skáldinu átt- ræðu. Þess má geta, að þetta er i þriðja sinn sem leikritahöfundur er kjörinn heiðursfélagi Leik- félagsins, en Indriði Einarsson og Einar H. Kvaran voru kjörnir heiðursfélagar árið 1934. Aörir heiðursfélagar Leik- félagsins eru Ragnar Jónsson i Smára og leikararnir Auróra Halldórsdóttir, Valur Glslason, Vilhelm Noröfjörð og Þóra Borg. 4. Gunnbjörn Ólafsson 5. Marteinn Glslason. Gosi og Kisu- leikur kveðja Meyjaskemman verður sýnd i ÞjóðleikhUsinu n.k. sunnudag, en hUn hefur hlotið mjög góða að- sókn. Amadeus verður sýndur I 25. sinn á laugardag, en þetta fræga verk er nU sýnt við metað- sókn um alla Evrópu og Banda- rikin. Siðasta sýning á Gosa verður á sunnudag, en það er 40. sýningin. Þá verður aukasýning kl. 16 á sunnudag á Kisuleik vegna þess hve margir þurftu frá að hverfa á siðustu sýningu. Mjög góö aðsókn hefur verið að ÞjóöleikhUsinu i vetur og er áhorfendafjöldi nU orðinn meiri en allt leikárið i fyrra. Herdís Þorvaldsdóttir i hlutverki sinu i Kisulcik. Mæðradagur- inn á sunnu- daginn Mæðradagur Mæörastyrks- nefndar er n.k. sunnudag og að vanda selur nefndin Mæðrablóm- iö til styrktar starfsemi sinni. Blómið verður selt næstu daga á ýmsum stööum i borginni, m.a. i nokkrum blómabUöum. Þá er það einnig selt á skrifstofu Mæöra- styrksnefndar að Njálsgötu 3 eftir hádegi á föstudag og laugardag. Tekjum af blómasölu Mæðra- styrksnefndar er varið til sumar- dvalar fyrir eldri konur. I 1. Lúðvig Th. Helgason. i_________________ 2. Steindór T. Halldórsson. 3. Ingibjörg Asthildur Michelsen. [Framboðslisti í Tálknafirði) I Fimm efstu sætin á framboðslista Alþýöubandalagsins á Táiknafirði eru skipuð sem hér segir: i I voru miklir rekstrarerfiðlákar hjá fyrirtækinu. Þá fluttum við 5 hreppsnefndarmenn af 7 tillögu um að sveitarfélagið yki hlutafé sitt. Fleiri aðgerðir hefðu þurft að koma til svo sem öflun hráefnis með bátakaupum eða öðrum hætti. Þá sá Bergþór ástæðu til að rjúka i blöðin og kallaöi okkur semstóðum aðþessum hugmynd- um um aukna hlutdeild bæjarins „pilsfaldakapitalista” (Datt ein- hverjum ruglukollur i hug?). A sama tima kom til öflugt og vel rekið Utgerðarfélag sem vantaði húsnæði til saltfisk- og skreiðar- verkunar. Bauðst félagið til að kaupa hUsið og setja þegar i stað rekstur þess i gang með fyllstu afkastagetu, enda hafði það félag nægt hráefni. Var það samþykkt á fjölmennum hluthafafundi með 98% atkvæða að selja þessu Ut- gerðarfélagihUsið, með fyrirvara um forkaupsrétt bæjarins. I gegnum hUsiö hafa siðan fariö á 3 þús. tonn á ári hverju i vinnslu eða skv. hámarksafkastagetu og skapað mikla atvinnu. Iðngarðar og togaraútgerð Skömmu slðar veitti bæjar- félagið verulegu fjármagni til atvinnumála, þar sem hafin var að frumkvæði núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta bygging fyrsta iðngaröahUssins. SU fram- kvæmd studdi að þvi aö nU eru um 50 manns I vinnu við prjóna- og saumastofur sem ekki var áður. Nýstofnuð prjónastofa tók á leigu hálft iðngarðahUsiö, en fjöl- margar konur i bænum höfðu þá nýlega bundist samtökum um að reka 2 saumastofur og stofnuöu þær iframhaldi af þvi prjónastof- una. Hér var um lofsvert framtak að ræða sem kom frá fólkinu sjálfu. A árinu 1977 keyptu sveitar- félögin þrjU, Eyrarbakki, Stokks- eyri og Selfoss togarann, Bjarna Herjólfsson. Valt þaðraunar á at- kvæöi undirritaös þá að Selfoss varð aðili að þviað þetta atvinnu- tæki kom ihéraðiö. Það er rétt aö aflinn hefiraðmestu veriðunninn i frystihUsunum á Stokkseyri og Eyrarbakka, enda samsetning afla oft þannig að betur hentar i aðra vinnslu en salt. Ég lít svo á að meö hlutdeild okkar að togaranum sé sá hópur unglinga á Selfossi sem haft hefir sumarvinnu i’ þessum frysti- husum engir bónbjargarmenn, enda koma hér til gagnkvæmir hagsmunir beggja aðila. Það er hins vegar ljóst að margir SelfossbUar vinna utan Selfoss og hefir svo verið lengi- t.d. eru á Selfossi mörg fyrirtæki i byggingariðnaði sem eru með starfsemi sem dreifist vitt um nærliggjandi héruð svo sem við virkjunarframkvæmdir á Þjórsársvæöinu fyrr og nU. Við þær hafa unnið 40—60 manns frá Selfossi Atvinnumál á Selfossi samhliöa stöðugri fjölgun IbUa verða þvi verkefni sem stöðugt verður að vinna að af sem flestum aðilum. Bæjarráð Selfoss hefir t.d. nýlega óskað eftir viðræöum við stjórn Sláturfélags Suðurlands um byggingu sUtunarverksmiöju á Selfossi með aðild bæjarfélags- ins. Framboðsmál Bæjarstjórnarkosningar verða innan skamms. Eftir að Bergþór hafði hafnað þátttöku, sem honum varboöin i for . ali Alþýöu- bandalagsins á Selfossi vildi honum til óvænt happ. Ungur maður nýfluttur á staðinn boðaði til fundar til að kanna áhuga á óháðu framboði með þvi skilyrði að kona yrði i efsta sæti. Tókst Bergþór nU að komast á listann og framboðsmál hans i þetta sinn þar með leyst. A vegum Alþýðu- bandalagsins á Selfossi hefir verið unnið vel að undanfitenu. Margir starfshópar hafa mótað stefnumál flokksins fyrir næsta kjörtímabil. Hefir stefnuskráin nU verið birt i Bæjarblaðinu sem nýlegaer hafin Utgáfa á á vegum flokksfélagsins. Til viðnáms gegn ihalds- og kjaraskerðingarstefnu verður Al- þýðubandalagið að koma sterkt Ut Ur þessum kosningum. Ég skora á allt vinstrisinnað fólk að stuðla að þvi. 25.04. 1982 Sigur jón Erlingsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.