Þjóðviljinn - 07.05.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.05.1982, Blaðsíða 15
IS^O Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla ^ virka daga, eða skrifið Þjpðviljanum frá Um Akureyri og Sólnes Gamall Akureyringur hringdi: Ég hitti gamlan kunningja minn frá Akureyri fyrir stuttu. Sá er Sjálfstæðismaður og var ekki ýkja bjartsýnn um úrslit bæjarstjórnarkosninganna. Þá skaut ég að honum þessari stöku: Litið fylgi fá þeir hér en fylgis skal nú afla; gamli Sólnes sóttur er, og settur til að krafla. Mengun þessi er ekki af oliuhreinsunarstöð, heldur er hún tekin af Kársnesinu í Kópavogi og sýnir mengunina, sem slökkviliðsmenn i Reykjavik hella yfir íbftana. Gunnar Rafn en ekki Eðvarð A miðvikudag var hálfpartinn ] gefið i skyn, að ungi maðurinn á i þessari mynd héti Eðvarð < Ingólfsson. Hið rétta er, að hann heitir Gunnar Rafn Guðmunds- son. Hann var mættur ásamt fleiri félögum úr Alþýöuleikhús- inu i stúdíóið til Sólveigar Halldórsdóttur til þess að kynna leikritiö „Banana” sem leik- húsið frumsýnir inna skamms. Við biðjum þá Gunnar Rafn og Eövarð velvirðingar. Mengun í Kópavogi Lesandi úr Kópavogi kom með myndina til okkar. Hún er ekki tekin af einhverri oliu- hreinsunarstöð, heldur af Kárs- nesi i Kópavogi. Beint á móti er öskjuhliðin. Þar hafa slökkvi- liðsmenn i Reykjavik flugvélar- flak til þess að æfa sig á, og er myndin tekin I mars sl. við eina slika æfingu. Lesandinn sagði, að slökkvi- liðið virtist sækja i að setja upp æfingar á góðvirðisdögum, einmitt þegar fólk gæti verið úti og notið veðurbliðunnar. En þá upphefst oft þessi mengun. Reykinn leggur býsna oft yfir Kársnesið, og þaö segir sig sjálft, að ibúarnir þar eru óánægðir með þetta. Lesandinn sagði að lokum, að sér fyndist að öskjuhlið ætti að vera friöaður staður, þvi þar værieinstaklega fallegt. lesendum Föstudagur 7. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Útvarp kl. 23.0Q Líf og fjör 1 Svefn- poka í stað Kvöldgesta Svefnpokinn heitir þáttur sem tekur við af kvöldgesta- þætti Jónasar i kvöld kl. 23 og verður áfram á dagskránni á föstudögum fram á haust. Aformað er að Jónas taki þá aftur upp fyrri þráð. Umsjónarmaður Svefnpok- ans er Páll Þorsteinsson, en hann hefur séð um Syrpu-þætti útvarpsins á annaö ár, en sagðist nú vera hættur þeim. ,,6g verð þarna með músik og létt rabb. Þetta verður svipaðuppbyggtogSyrpan, en Verður mcð músik og létt rabb i Svefnpokanum: Páll Þor- steinsson. kannski ekki eins mikiil gassagangur, og músikin dálitið ööruvisi: léttklassik, þjóðleg músik og djass,” sagði Páll. Að lokum sagðist hann vona, að mönnum fyndist Svefnpokinn einkennast af lifi og fjöri — eins og allir góðir svefnpokar (!). Þættir Páls veröa i beinni útsendingu. ast Vasapeningar (Vonandi ekki eins og B.A. myndin!) Sjónvarp O kl. 21.55 Vasapeningar hcitir bió- myndin, sem sjónvarpið sýnir i kvöld. Hún er frönsk og var gerð áriö 1976. Leikstjóri er sjálfur Framfois Truffaut, en hann þykir meðal merkustu leikstjóra Frakka. Þeir sem sáu myndina um manninn sem elskaöi konur, sem sjón- varpiö sýndi nýlega, vita hvað þeir eiga i vændum, leikstjóri hennar var sá hinn sami Truffaut. Söguþráður i stuttu máli: Veröld barnanna, sem myndin fjallar um, er viðfangsefni myndarinnar. Hún lýsir þvi sem á daga þeirra drifur, smátt og stórt, hvort heldur er fyrsti peli reifabarnsins eða fyrsti koss unglingsins. — En börnin eru ekki ein i veröld- inni, þar eru lika kennarar og foreldrar, og samskiptin viö þessa aðila geta verið með ýmsu móti. Aðalhlutverk eru i höndum þrettán barna á aldrinum tveggja vikna til fjórtán ára. Viö skulum vona, að þessi mynd verði ekki eins „djúp” og myndin um manninn sem elskaði konur — það er þó hvað sem öðru liöur hægt aö velta leikafrekum barnanna fyrir sér ef allt bregst. ast t myndinni „Vasapeningar” leika þrettán börn á aldrinum tveggja vikna til fjórtán ára, en myndin fjallar cinmitt um ver- öld barnanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.